Morgunblaðið - 10.12.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.1986, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Laxdæluskýringar Békmenntir Erlendur Jónsson Hermann Pálsson: LEYNDAR- MÁL LAXDÆLU. 172 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs. Reykjavík, 1986. Kenningar Hermanns Pálssonar eru löngu kunnar. Þær þarf hvorki að kynna né útskýra. Þær ganga þvert á móti hinni gömlu sagnfestu- kenningu sem fól í sér að íslend- ingasögumar hefðu gengið frá kynslóð til kynslóðar í munnlegri geymd þar til þær voru loks skráð- ar — svo sem þrem öldum eftir að söguefnið varð til. Ekki er heldur hægt að segja að Hermann fylgi skóla þeim sem bókfestukenning nefnist og var tískustefna meðal lærðra fyrir miðja öldina. Kenning- ar Hermanns standa þó nær henni en hinni fyrrtöldu. CROSFIELD 64SIE LASER LYKILLINN AD VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Sá grundvöllur kenninga Her- manns, sem segja má að skírskoti til almennrar skynsemi, mætti orð- ast eithvað á þessa leið: íslenskt miðaldaþjóðfélag var smátt og ein- angrað. Því hefði verið með ólíkind- um ef hér hefðu sprottið upp algerlega sjálfstæðar bókmenntir, með þeirri reisn sem raun bar vitni, af sjálfu sér og án utan að kom- andi áhrifa. Að þessu sinni tekur Hermann Pálsson sér fyrir hendur að fara ofan í Laxdælutexta. En Laxdæla er að mörgu leyti sérstæð meðal íslendingasagna. Hún er ástarsaga. Aðalsöguhetjan er kona sem lifír til elli. Söguhetjur annarra sagna eru tíðast kappar sem falla fyrir vopnum í blóma lífsins. Afbrýði og undirmál ýmiss konar setja svip á Laxdælu. Guðrún Ósvíf- ursdóttir bruggar manni banaráð og lætur stela motrinum frá Hrefnu. Líkt aðhefst Hallgerður á Hlíðar- enda. Hitt ber á milli hversu Guðrún er vegsömuð í Laxdælu en Hall- gerði ámælt í Njálu. En hvers konar manngerð mun hafa fært í letur sögu sem Lax- dælu? Hermann Pálsson segir: »Þorrinn af þeim snjöllu fræði- mönnum sem fjallað hafa um Laxdælu munu vera á einu máli um það að höfundur hennar hefur verið bóklærður maður á sinnar tíðar vísu, enda hafa þeir bent á ýmiss konar áhrif á hana frá eldri ritum.« Hér er komið langt frá þeirri gömlu alþýðutrú að höfundar sagn- anna hafi verið bændur sem sátu að skriftum milli þess sem þeir elt- ust við búfé sitt. En Hermann Pálsson gerir meira en að staðhæfa. Hann bendir á ótal rittengsl: frásagnaraðferðir, minni, og spakmæli sem Laxdæluhöfundur gat haft úr öðrum ritum, sumum íslenskum en öðrum erlendum. Og þeim, sem telja sögumar reistar á sögulegum grunni, færir höfundur meðal annars þetta: »Þeir sem leggja megináherslu á raunsæi í fomsögum hljóta að staldra við eitt atriði í Laxdælu: um hásumar er ekkert fólk heima á bænum nema þeir Þórður og Ósvíf- ur, og má það heita næsta undarlegt þótt fært hafí verið í sel. Hitt mun sönnu nær, að höfundur vildi ekki láta fleiri persónur vera til staðar, þegar Auður sækist eftir lífí eigin- manns, sem hafði þó látið hana eina; því lét hinn fomi meistari sig ekki muna um að rýma bæinn að heimafólki.« Hér er drepið á atriði sem nútíma skáldsagnahöfundar hamra gjaman á: Lögmál verksins skal ganga fyr- ir öðm, t.d. fyrirmyndum ef ein- hverjar eru. En hugsuðu 13. aldar höfundar svo? Eða fóm þeir eftir sams konar reglu af einhvers konar bijóstviti, hugsunarlaust? Því verður hreint ekki mótmælt að Hermann Pálsson færir sterk og sannfærandi rök fyrir máli sínu. Rittengsl þau, sem hann bendir á, em legíó. Við verðum að trúa því að Laxdæiuhöfundur hafi verið latínulærður, svo mörg orðtök og spakmæli sem hann hefur þaðan. Maður, sem er hvorki skólagenginn né sjálfmenntaður, semur ekki rit eins og Laxdælu. Það þurfti ekki að teljast einfeldni um aldamótin síðustu, þegar margir bestu rithöf- undar þjóðarinnar vom sjálflærðir bændur, að margur skyldi þá álíta Hermann Pálsson að sama máli hefði gegnt um höf- unda fomsagnanna. Þó kenningar Hermanns Páls- sonar séu áleitnar og rök hans sýnist ótvíræð má svo ekki gleyma hinu að málin em hér skoðuð frá einni hlið mest. Fyrst íslendingar skrifuðu einir sögur eins og Lax- dælu — og það á íslensku þegar aðrir skrifuðu á latínu — hvaðan höfðu þeir þá sjálfa aðalfyrirmynd- ina? Urðu þeir ekki að leggja nokkuð til frá sjálfum sér enda þótt auðvelt sé að benda á stflfyrir- myndir og flökkuminni? Málið má skoða frá mörgu sjónarhomi. En hveiju svo sem menn trúa er textaskýring Hermanns Pálssonar skilmerkileg og afdráttarlaus og einnig þannig fram sett að auðvelt er að nota þetta sem handbók. Hygg ég að fróðlegt muni að lesa þessa bók Hermanns saman með Laxdælu, síðu fyrir síðu, og rýna þannig í hvert atriði fyrir sig. Og framhaldsskólanemendum, sem sett er fyrir að lesa Laxdælu, er hér lögð í hendur leiðbeining sem að gagni má koma. Frumherji í hesta- fræðum Bókmenntir Sigurjón Björnsson George H.F. Schrader: Hestar og reiðmenn á íslandi. Jónas Jónasson hefur islenskað. 2. útgáfa. Bókaútgáfan Hildur, Kópavogi, 1986. 225 bls + 39 myndasíður. Þessi efnismikla bók er ljósprent- un frumútgáfunnar, sem út kom hjá forlagi Bjöms Jónssonar á Ak- ureyri árið 1915. Hún var fyrsta bók sem birtist á íslensku um hesta og meðferð þeirra. Höfundur var útlendur (amerískur, að ég held), en hafði dvalist á íslandi um skeið, m.a. á Akureyri. Honum hefur ber- sýnilega blöskrað meðferð íslend- inga á hestum sínum, fákunnátta, óþrifnaður, miskunnarleysi og skeytingarleysi og talið þörf á að uppfræða þá. Og það gerði hann aldeilis svikalaust. íslenskir hesta- eigendur eru teknir tæpitungulaust til bæna, en jafnframt er bókin barmafull af fræðslu um hvaðeina sem að hestum lýtur. Hefur höfund- ur bersýnilega verið stórvel að sér og búið yfír mikiili reynslu. Ekki veit ég hvemig bókinni var tekið þegar hún kom út. Sjálfsagt hefur einhveijum sviðið gagnrýnin, en aðrir haft not af þessari einstöku fróðleiksnámu. Vel man ég eftir þessari bók, þar sem ég var strákur í sveit fyrir hálfri öld. Þar var hún oftlega gripin í hönd. Vissulega hefur margt breyst síðan Schrader skrifaði bók sína. Ekkert evðublað í tékkhe og öll helgin „Blessaöur vertu, - kveiktu á perunni. Faröu í næsta Hraðbanka og taktu reiðufé út af tékkareikningnum þínum, þú getur tekiö út allt aö 10 þúsund krónum. Ekkert mál. Afgreiðslustaðir Hraðbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspítalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum viö Hlemm • Búnaöarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfirði • Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustlg • Sparisjóði Keflavíkur • Landsbankanum, aðalbanka. NOTADU SKYNSEMINA - NOTADU HRADBANKANN! Leiðbeiningabæklingar liggja frammi hjá öllum aðildarbönkunum VjS/Ol-ZXWWIV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.