Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 4 Við verðum að glíma við guð... og mennina með Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir í sannleika sagt: Lífssaga Bjarn- fríðar Leósdóttur Elísabet Þorgeirsdóttír skráði Útg. Forlagið 1986. Bjarnfríður Leósdóttir er lands- fræg baráttumanneskja og hefur unnið í verklýðshreyfingunni og gegnt trúnaðarstörfum. Hún hefur unnið fyrir Alþýðubandalagið og verið varaþingmaður Vesturlands. Bjarnfríður gekk úr Alþýðubanda- laginu eftir langa veru þar, ekki var það hávaðalaust og hún starfar ekki lengur í ASI. Þær kveðjur, sem Bjarnfh'ður fékk frá ýmsum félög- um, sem hún hafði unnið með um árabil voru ekki beinlínis ástúðlegar og þaðan af síður málefnalegar. Það var ekki bara látið að því liggja, heldur staðhæft fullum fetum, að skapsmunir hennar, ráðríki og yfir- gangur væri slíkur, að hún væri óboðleg og óhæf í samvinnu. Þegar •þeim Guðmundi J. kom ekki saman í samningaviðræðum, sagði hann bara„Mikið er ég orðinn þreyttur á þér, Bjarnfríður.',Þetta mynduég ætla að karlar kölluðu „kvenna- svar, "eða eitthvað enn ómerki- legra. Enda hefur Bjarnfríður greinilega ekki rekizt vel, hvorki í verklýðshreyfingunni né í flokki, enda virðist hún með þessum ósköp- um gerð að vilja hlýða rödd samvizku sinnar. Bjarnfríður segir, að upphaflega hafi hún hugsað sér þessa bók sem uppgjör við fyrri félaga. Síðan hafi þær Elísabet far- ið að ræða fleira. Útkoman varð þessi iífssaga. Ég er fegin því. Bókin er ekki bara þörf saga um baráttu hennar fyrir bættum kjörum kvenna og láglaunafólksins. Við kynnumst ekki síður konunni Bjanrfríði, hvað hún hugsar, hvað knýr hana áfram. Við kynnumst trúarþörf hennar og það gefur bókinni gildi, að Bjarnf- ríður, hversu pólitísk, sem hún Fiskaflinn 90 lestum meiri en á sama tíma í fyrra FISKAFLI landsmanna fyrstu 11 mánuði þessa árs er nánast sá sami að magni tíl og á sama tima í fyrra, eða aðeins 90 lestum meiri. Nú öfluðust 1.476.853 lest- ir þetta tímabil en 1.476.763 i fyrra. Mismunurinn felst þvi nán- ast i slökum dagsafla eins síldar- báts. Þorskafli þetta tímabil nú er 330.459 lestir en var á sama tíma í fyrra 298.523; 31.936 lest- um meiri nú. Loðnnaflinn nú er um 52.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra, 798.184 lestir á mótí 850.390 lestum þá. Aflinn í nóvember síðastliðnum varð alls 237.023 lestir eða 16.873 lestum minni en í fyrra. Munar þar mestu um minni loðnuveiði vegna ótíðar. Þorskafli báta varð litlu meiri í nóvember nú en í fyrra, afli af öðrum botnfiski litlu minni, loðnuaflinn varð um 40.000 lestum minni en síldarafli 21.000 lestum meiri. Heildarafli bátanna varð því um 19.000 lestum minni nú en í fyrra. Togarar öfluðu alls 26.604 lesta í nóvember nú en 24.368 í fyrra. Þorskafli þeirra varð 17.868 lestir nú og er það 6.256 lestum meira en í sama mánuði í fyrra. Afli af öðrum botnfiski varð hins vegar um 4.000 lestum minni nú. segist vera metur fólk ekki eftir flokksstimplum, heldur út frá eigin tilfinningu og dómgreind. Sú ráðríka og hamslausa Bjarnfríður, sem við höfum kannski talið hana vera, tekur ekki hamskiptum fyrir augum okkar. Og er það vel. En manneskjan Bjarnfríður Leósdóttir verður svo ótrúlega lifandi, kröftug og auðmjúk, baráttuglöð og við- kvæm. Og sjálfri sér trú. Baráttan hennar, hvort sem hún er fyrir því að komast í skóla, bæta kjör verka- kvenna á Akranesi og síðan víðar, og baráttan í verklýðshreyfingunni og Alþýðubandalaginu: allt á þetta sinn tilgang, sem við verðum að virða, hvort sem við erum sammála henni eða ekki. Af fyrri köflunum fannst mér sérstaklega skemmtilegt og lær- dómsríkt að lesa um skólavist í Samvinnuskólanum. Það er í þess- ari frásögn léttur tónn og vingjarn- legur, lýsir undur vel löngun ungrar stúlku til lærdóms, þegar tækifæri og efni eru af skornum skammti. Frásögn Bjarnfríðar af hjóna- bandi sínu er sjarmerandi, opinská og falleg. Maður hennar neytti áfengis í óhófi, hún segir frá, en hún veltir sér ekki upp úr neinu. En dregur ekki fjöður yfir erfiðleik- ana í sambúð þeirra. Hún reynir ekki að fegra neitt né hrista úr það leiðinlega, og sjálfri sér hlífir hún ekki. Síðan hann dó hefur tíminn liðið. Samt er þetta sárt. En meiðir senni- lega ekki lengur. Skilnaður kom aldrei til greina, þrátt fyrir allt, hún gat ekki hugsað sér að önnur kona ætti hann. Hispursleysi hennar er tilgerðarlaust og ekta. Mikið rými fer til að segja frá starfinu innan verklýðshreyfingar- innar. Ekki ríða allir forystumenn alþýðuvina feitum hesti frá starfinu þar. Ég treysti mér ekki til að segja til um, hversu nákvæmlega er farið með atburði. Hún segir söguna frá sínum sjónarhóli, en reynir að horfa á málin í víðara samhengi og fjarri, að hún skelli alltaf skuld á alla og Bjarnfríður Leósdóttír og Elísabet Þorgeirsdóttir standi eftir sjálf eins og guðsengill. Það gerir frásögnina trúverðuga. Að hún tekur á sig ábyrgð, viður- kennir ýms mistök og veit, að hún á áreiðanlega einhverja sök. Það má vera dauður maður sem er ós- nortinn eftir að hafa lesið kaflana um það, þegar svo er komið að henni finnst lífsbarátta sín hafi ve- rið rústuð og hún þolað auðmýk- ingu, sem hún getur naumast risið undir. En gerir það samt. Og það er ekki illvilji í þessari bók. Það er hiti og sár reiði, einlægni og kraft- ur. Elísabet Þorgeirsdóttir skrifar söguna af eldmóði, en á marga fína drætti í penna sínum. Eins og hæf- ir þessari bók. Sem er einhver bezta sinnar gjörðar, sem ég hef lesið í langan tíma.Þær eiga báðar, Elísa- bet og Bjarnfríður sinn hlut og geta unað glaðar við. Og lesendur ekki síður. Kaup á sumum vörum ákvaiðast af því sem stendur á botninum. Viðbit með fjölómettaðri fitu á stöðugt vaxandi gengi að fagna vegna þess að fjölmargir telja harða fitu lítt holla. AKRABLÓMI hefur hærra hlutfall af fjölómettuðum jurtaolíum en almennt gerist í viðbiti - þess vegna færðu hann mjúkan úr ísskápnum beint á brauðið - í steikinguna, baksturinn og matseldina. Kynntu þér hvað stendur á botni öskjunnar um hlutfall harðrar og fjölómettaðrar fitu. Hiklaus kaupþeirra sem hugsa um hollustuna -og verðið. .+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.