Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 17

Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 17 Þetta er spennusaga sem gerist að mestu á Suður-Englandi. Aðalsögupersónan er íslensk stúlka í sumarfríi, en jafnframt í leit að hálfbróður sínum sem er horfinn sporlaust ásamt eiginkonu sinni, írskri. íslenska stúlkan finnur fljótt að mikillar varkárni er þörf, því norður-írskir hryðjuverkamenn eru líka að leita að mágkonu hennar. Ferðin fer þó fyrst að líkjast ævintýri þegar sú íslenska er tekin í misgripum fyrir víðförla auðkýfingsdóttur og fær glæsilegan unnusta í kaupbæti. Hér blandast saman heitar ástríður, afbrýði og hryðjuverk. minningar Siðam bodt minnincar Fyrra b«n<t Brúin yfir Kwai eftir Pierre Boulle í þýöirxgu séra Sverris Haraldssonar Brúin yfir Kwai er dramatísk saga og hlaðin spennu en einnig lýsir hún árekstri ólíkra heima — þrautseigju og reisn manna þegar mest á ríður. Jafnframt leiðir hún á kíminn hátt fram tilgangsleysi og fánýti styrjalda. Sagan naut þegar mikilla vinsælda í heimalandi höfundar og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Árið 1957 var gerð eftir henni heimsfræg kvikmynd sem leikararnir Alec Quinness og Sessue flayakawa hlutu mikla frægð fýrir. Heimsfræg spennusaga — Myndin var góð en bókin er enn betri. Stríðsminningar Framhald hinna geysivinsælu bóka Stríðsvinda, sem sjónvarpsþættimir Blikur á lofti byggðu á eftir tierman Wouk Þýdandi Snjólaug Bragadóttir í síðara bindi Stríðsvinda stóð heimsstyijöld- in síðari sem haest — Pug var kominn til Pearl Harbour. Þar hefst nú fýrra bindi Stríðsminn- inga. Pug tekur að sér stjórn Morthampton, skipsins, sem honum er ætlað. Hvað bíður hans? Styrjöldin er í algleymingi, synir hans taka þátt í stríðinu, en kona Pugs leitar nýrra ásta heima við. Stríðsminningar er söguleg skáldsaga úr síðari heimsstyrjöldinni. Hún Qallar um ástir og örlög einstaklinga en um leið er hún hluti mannkynssögunnar. Síðast en ekki síst fjallar hún um mannlega reisn og niðurlæg- ingu á úrslitastund. Höfundurinn, Herman Wouk, hefur tekist að skrifa æsispennandi sögu um mannleg örlög í skugga heimsstríðs, bók sem færir okkur nauðug á vettvang ógna á örlagastund. Þegar bókin kom út sagði Wouk: „Hún er það mesta og besta sem ég skil eftir mig." Þótt sagan sé skáldskapur styðst hún við sögulegar staðreyndir og lagði höfundur gífurlega vinnu í rannsóknir til að sögusviðið sýndi raunveruleika styrjaldaráranna með sem gleggstum hætti. Sjálfur segir hann að fyrir sér hafi vakað að „gefa fortíðinni líf með því að láta nokkra einstaklinga upplifa hana, skynja og finna til - skapa áhrifamikla atburðarás með baksviði ergæfi sanna mynd af sögulegum staðreyndum í smæstu atriðum." BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.