Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Vandi Útvegsbankans og bankaskipulagið eftirJón Sigurðsson Áfallið, sem Útvegsbankinn hef- ur orðið fyrir, gerir það afar brýnt, að heildarskipulag bankanna verði endurskoðað um leið og fjárhags- vandi Útvegsbankans er leystur. Vandi Útvegsbankans er ekki ein- göngu fjárhagslegs eðlis. Hann er líka vísbending um veilur í banka- kerfinu, sem ráða þarf bót á. Skipulag bankamála má skoða frá fjórum hliðum. í fyrsta lagi þarf að haga rekstri bankanna sem fyrirtækja á hagkvæman hátt, en það þýðir án efa, að rekstrareining- ar í bankakerfinu þurfi að stækka frá því sem nú er. Reynsla annarra þjóða sýnir glöggt, að stærðarhag- kvæmni er mikil í bankarekstri. Stórir bankar geta betur veitt al- hliða þjónustu og hafa meira bolmagn til að tryggja öryggi inn- stæðna en smáir. I öðru lagi er mikilvægt, að ekki myndist einok- unaraðstaða á fjármagnsmarkaðn- um. Þetta sjónarmið togar auðvitað í gagnstæða átt við það fyrsta. í þriðja lagi er mikilvægt, að unnt sé að beita almenningi peninga- stjóm af opinberri hálfu til að auka stöðugleika í hagkerfínu, en til þess þarf að vera nokkurt jafnræði með bönkunum og samkeppni þeirra í milli. í fjórða lagi þarf bankakerfíð að miðla fé til arðvænlegustu verk- efna, sem völ er á hveiju sinni, ef það á að þjóna því mikilvæga hlut- verki að beina fárfestingu í þann farveg, að hagvöxtur verði sem mestur, þegar til langs tíma er litið. Núverandi bankakerfi hér á landi er í ýmsu áfátt, þegar það er skoð- að á þennan hátt, og getur því ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Tvær mikilvægustu ástæðumar fyrir þessu eru reyndar nátengdar: Annars vegar langvarandi verð- bólga — með neikvæðum raun- vöxtum — og hins vegar víðtæk pólitísk afskipti af bankamálum. Þrír stærstu bankar landsins, Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn, eru í eigu ríkisins og lúta þingkjömum bankaráðum og flokkspólitískt völdum banka- stjómm. Þegar raunvextir eru neikvæðir, er óhjákvæmilegt að eft- irspum eftir lánsfé verði meiri en framboð á sparifé. Þá er jafnframt hætt við, að önnur sjónarmið en viðskiptaleg ráði því, hver fær fé að láni og hver ekki. Þar sem ítök ríkisins í bankakerfínu eru jafn- mikil og raun ber vitni og aðhald frá öðmm bönkum lítið, er efa- laust, að stjómmálalegir hagsmunir hafa ekki síður en viðskiptaleg sjón- armið, leynt og ljóst, ráðið miklu um dreifingu lánsíjár á undanfom- um ámm. Sú nauðsynlega breyting, sem orðið hefur í vaxtamálum hér á landi á síðutu ámm, þannig að raunvextir em nú yfírleitt jákvæðir, hefur reynt mörgum fyrirtækjum erfið, sem ekki vom undir hana búin. Þessi breyting hefur auðvitað einnig valdið vanda hjá lánardrottn- um fyrirtækjanna, sem að stærstum hluta em ríkisbankamir þrír. Nú er brýnt að efla hér á landi bankakerfí, þar sem efnahagsleg og viðskiptaleg sjónarmið ráða ferð- inni. Til þess að þjóna öllum þeim markmiðum, sem lýst var hér að ofan, virðist hyggilegast, að hið opinbera stuðli nú að því fyrir sitt leyti, að hér starfí fáir, allstórir við- skiptabankar, sem geti veitt við- skiptalífinu alhliða þjónustu. Ríkisbankar verði ekki einráðir, heldur verði meira jafnræði með þeim og hlutafjárbönkum — hugs- anlega með erlendri þátttöku — sem gætu veitt ríkisbankakerfínu sam- keppni og aðhald. Erfítt er við núverandi aðstæður að sjá gildar ástæður fyi-ir því, að ríkið reki marga viðskiptabanka. Kreppan, sem Útvegsbankinn hefur lent í, gerir það að verkum, að ákvarðanir um umbætur í banka- málum þola ekki bið. En þær ákvarðanir, sem teknar verða af þessu tilefni, munu jafnframt hafa varanleg áhrif á skipulag banka- mála hér á landi. Það er því afar mikilvægt, að þetta tilefni til breyt- inga verði notað vel til þess að bæta skipulag og stjóm bankamála á íslandi til fi-ambúðar. Markmið í ljósi þessa ætti markmiðið með endurskipulagningu bankanna nú að vera þríþætt: • Að eyða óvissu um framtíð þeirrar bankastarfsemi, sem nú fer fram innan Útvegsbankans. • Að bæta skipulag og rekstur bankakerfisins frá sjónarmið rekstrarhagkvæmni, sam- keppni, þjónustugetu og stjóm- ar peningamála. • Að draga úr ábyrgð og af- skiptum ríkisins af rekstri viðskiptabanka, fækka ríkis- bönkum og draga skýrari línur hvað varðar stjómar- ábyrgð í bönkunum. Tillaga Seðlabankans í skýrslu bankastiómar Seðla- bankans til viðskiptaráðherra frá því í nóvember sl. var lýst fjórum hugmyndum um endurskipulagn- ingu bankakerfísins og lausn á fjárhagsvanda Útvegsbankans og jafnframt tekin afstaða til þeirra. Þessar fjórar hugmyndir eru: • Samruni Útvegsbanka, Iðnað- arbanka og Verslunarbanka í nýjum hlutafjárbanka, sem stofnaður yrði samkvæmt ákvæðum viðskiptabankalaga, með væntanlegri aðild spari- sjóða, fyrirtækja og einstakl- inga. Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs ábyrgist 850 milljón króna hlutafé í hinu nýja félagi auk eftirstöðva lána og annarra skuldbindinga Útvegsbankans, eins og þær standa þegar sam- runinn fer fram. • Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka í einn ríkisbanka. • Skipting og samruni Útvegs- banka við Landsbanka og Búnaðarbanka, sem starfí áfram sem ríkisbankar. 0 Endurreisn Útvegsbankans sem ríkisbanka. í öllum ríkisbankaleiðunum þremur er reiknað með því, að ríkið leggi fram nýtt eigið fé til þess að bæta upp tap Útvegsbankans. Bankastjóm Seðlabankans mælti eindregið með fyrstu leiðinni. Hún taldi aðra og þriðju leiðina lakari kosti, en hafnaði algjörlega síðustu leiðinni. Sú leið, sem Seðlabankinn mælir með, hefur þann kost, að myndaður yrði nokkuð öflugur hlutafjárbanki, sem veitt gæti ríkis- bönkunum samkeppni og aðhald. Sá galli er hins vegar á tillögunni, að hún byggist á því að ganga til samninga við fyrirfram ákveðna einkabanka um samruna áður en vitað er, hvort hluthafar þeirra vilja raunverulega gera slíka samninga á viðunandi kjörum frá sjónarmiði ríkisins, og þá um leið almennings. Þá virðist bankinn, sem þannig yrði stofnaður, naumast verða svo sterk- ur, að hann hafí í fullu tré við ríkisbankana tvo, sem eftir stæðu. Auk þess er í tillögunni hvorki tek- „Ráðagóði róbotinn“ BÍÓHÖLLIN og Lionsklúbburinn Ægir halda sérstaka frumsýn- ingu á myndinni „Ráðagóði róbotinn" fimmtudaginn 11. des- ember kl. 18.00 í Bíóhöllinni. Forsala aðgöngumiða verður í dag í tuminum á Lækjartorgi. Allur ágóði af frumsýningunni rennur til líknarmála. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ómar Ragnarsson skemmtir og gildir hver miði sem happdrættis- miði. Heiðursgestur sýningarinnar verður frændi Nr. 5, en Nr. 5 er furðuveran sem myndin fjallar um. Myndin ijallar um róbotinn Nr. 5, sem er framleiddur sem óstöðvandi tölvustýrður hermaður, en menn verða ekki þess varir, þegar eldingu slær niður í hann og verður þess valdandi að hann gerist sjálfstæður í athöfnum og hugsun. Nr. 5 slepp- ur frá framleiðendum sínum, Nova Robotics, og lendir í hinum stór- kostlegustu ævintýrum, eltur af hermönnum gráum fyrir jámum sem vilja koma honum fyrir kattar- nef. Lionsklúbburinn Ægir verður 30 ára þann 6. mars á næsta ári og hefur ætíð starfað að líknarmálum af miklum krafti t.d. hefur Lions- klúbburinn Ægir styrkt Sólheima í formaður ^Ægis er Halldór Stein- Grímsnesi frá upphafí. Núverandi grímsson.“ Jón Sigurðsson „Þeirri bankastarf- semi, sem þannig er skilgreind, verði þegar skipt í tvo ámóta stóra og fjárhagslega sterka banka, þar sem Lands- bankinn yrði uppistað- an í öðrum, en Utvegsbankinn og Bún- aðarbankinn í hinum. •• Oðrum þessara banka verði breytt í hluta- fjárbanka og allt hlut- aféð boðið til sölu. Hinn bankinn starfi áfram sem ríkisbanki.“ ið á skipulagsmálum ríkisbankanna í heild, eins og ástæða virðist þó til, né leystur sá vandi, sem í því felst, að einkabankamir, sem ekki taka þátt í þessum samruna, yrðu smáir og máttlitlir. En koma aðrar leiðir til greina? Áður en að því er vikið er gagnlegt að nefna nokkur sjónarmið, sem taka ætti tillit til í þessu erfiða máli. Onnur sjónarmið Auk þeirra meginmarkmiða, sem að ofan var getið, þarf að hafa eftir- farandi atriði í huga, þegar lausna er leitað í bankamálinu: # Samningsstaða eiganda Út- vegsbankans (þ.e. ríkisins) verði tryggð sem best og samn- ingar um hugsanlegan samruna ekki bundnir fyrirfram við ákveðna aðila utan ríkisbanka. 0 Sérstök athugun fari fram á raunvirði útlána allra við- skiptabanka i landinu og mat lagt á hugsanlegt útlánatap umfram afskriftir útlána. Tryggingar fyrir lánum verði einnig kannaðar á sambærileg- an hátt fyrir alla bankana. 0 Sérstök athugun verði gerð á lífeyrisskuldbindingum allra viðskiptabanka og það mat verði tekið með í reikninginn, ef og þegar til samruna kemur. 0 Litið verði sérstaklega á það, ' hvernig viðskiptasambönd og þekking starfsfólks Útvegs- bankans nýtist sem best í nýju skipulagi. 0 Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs leggi fram sama eiginfjárstuðning til annarra lausna við endurskipulagningu bankanna og hann hefur lagt til að veittur verði til samruna Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka (þ.e. 850 m. kr. að viðbættri ábyrgð á lánum og skuldbindingum Útvegsbank- ans, þegar skipulagsbreyting verður). Nýjar leiðir f tillögum Seðlabankans var stofnun nýs hlutaíjárbanka ein- göngu rædd sem hluti af fyrstu hugmyndinni, en gæti þó tengst hinum þremur, ef menn vildu. Þótt það sé ekki beinlínis sagt, virðist reiknað með því í hugmyndum Seðlabankans, að ekki yrðu breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.