Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 21

Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 21 ingar í grundvallaratriðum á ríkis- bankakerfinu. Þetta er ekki sjálfsagt mál. Af þessari ástæðu og einnig af því, að ýmis önnur efnahagsleg rök mæla með því — fyrst og fremst æskilegt jafnvægi í samsetningu eigna og skulda, framhald viðskipta og traust inn- stæðueigenda — verður hér bent á nýjar leiðir í málinu: • Litið verði á ríkisbankana þijá í einu lagi og viðskiptum þeirra, eignum og skuldum steypt sam- an að viðbættum sama eigin- fj'árstuðningi — hvorki meiri né minni — og Seðlabankinn hefur lagt til, að veittur verði til sam- runa Iðnaðarbanka, Verslunar- banka og Útvegsbanka. Þeirri bankastarfsemi, sem þannig er skilgreind, verði þegar skipt í tvo ámóta stóra og fjárhagslega sterka banka, þar sem Lands- bankinn yrði uppistaðan í öðrum, en Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn í hinum. Öðr- um þessara banka verði breytt í hlutafjárbanka og allt hlutaféð boðið til sölu. Hinn bankinn starfi áfram sem ríkisbanki. Ríkið yrði væntanlega, þegar fram í sækti, minnihlutaeigandi í hinum nýja hlutafjárbanka, en enginn einn aðili má skv. gild- andi lögum um hlutafjárbanka eiga stærri hlut en 20%. Kannað verði, hvort erlendir aðilar hefðu hug á að eignast hlut í hinum nýja banka, en til þess þyrfti sérstaka lagaheimild. Það virð- ist ekki ólíklegt, að erlendir bankar hefðu hug á að komast inn í bankastarfsemi á íslandi á þennan hátt. Með því móti kæmi nýtt stofnfé inn í banka- kerfið. # Alþingi hætti að lqósa í banka- ráð viðskiptabanka. Bankaráð ríkisviðskiptabanka verði skipað af ráðherra bankamála ein- göngu út frá faglegum sjónar- miðum. Ráðherra nefni einnig einn mann í bankaráð hvers hlutafjárbanka, hvort sem ríkið á hlut í honum eða ekki. Sett verði strangari ákvæði en nú gilda um viðskipti bankaráðs- manna og fyririækja í þeirra eigu við hlutaðeigandi banka til að koma í yeg fyrir árekstur hagsmuna. Akveðið verði í lög- um að meðal þeirra mála, sem bankaráð skuli taka ákvarðanir um ekki sjaldnar en árlega, sé hámark lánveitinga til eins lán- takanda í hlutfalli við eigið fé bankans. Ef litið er á málið frá því sjónar- miði, að endurskipulagning banka- kerfisins verði örugglega framkvæmd og jafnframt dregið úr fjárhagsábyrgð ríkisins á rekstri viðskiptabanka, virðist hugmyndin, sem hér hefur verið lýst, að mörgu leyti vænlegri en þær, sem áður voru ræddar. Ríkið hefur forræði á öllu málinu frá upphafi og getur ráðið því til lykta án þess að binda sig fyrirfram af samningi við ákveðna aðila. Innstæður væru líklegri til að haldast inni í hinum nýja banka (bönkum) með þessu lagi. Ástæða virðist til að ætla, að fjármagnseigendur, innlendir sem erlendir, hefðu síst minni áhuga á að leggja fé í nýtt félag um banka- rekstur, sem stofnað væri á þennan hátt,_ en með samruna einkabanka við Útvegsbankann. Viðskiptasam- bönd og viðskiptaþekking, sem fólgin er í starfsemi ríkisbankanna, mundi án efa geta nýst á ákjósan- legan hátt í hlutafjárbanka, sem yrði stofnaður um helming núver- andi ríkisbankakerfis. Jafnframt væri með þessu móti stuðlað að eflingu bankakerfís, þar sem nokk- urt jafnræði væri með ríkisbönkum og hlutafjárbönkum. Slíkt banka- kerfí gæti átt ríkan þátt í að efla efnahagslegar framfarir hér á landi í framtíðinni. Þannig má bæta bankaskipulagið til frambúðar og gæta almannahagsmuna í bráð og lengd. Höfundur erforstjári Þjóðhags- stofnunar. Hnnn hefur verið valinn til að skipa efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík ínæstu alþingiskosn- ingum. íslandseldar. Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár eftir ^ Ara Trausta Guðmundsson. Bókin íslandseldar mun standa upp úr jólabókaflóðinu í ár að því er litauðgi, glæsileik og verð snertir. í íslandseldum er í fyrsta sinn fjallað ítarlega um allar virkar eldstöðvar í landinu með um 200 litmyndum. kortum og skýringarmyndum í litum. Hvergi hefiir verið til sparað til þess að gera þetta forvitnilega efiii um ísland, eitt mesta eldíjallaland heims, sem áhugaverðast. Hér sannast að enginn miðill slær bókina út á sviði íjölfræði og sem augnayndi. ta háhitasvæðlfi Stórar o$> j>Iæsilej>ar ljósmyndir. Aój>engilej>ur texti I jolmorg sérunnin kort fyrir allan altnenninj>. Vönduð og glæsileg fjölfræðibók SANNKÖLLUÐ GIÆSIBÓK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.