Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Opið bréf til Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanns — frá Hauki Clausen Kæra Jóhanna! Það hefur fáum landsmönnum dulist undanfarna mánuði eða jafn- vel ár, að eitt aðal áhyggjuefni þitt í landsmálum eða á Alþingi hefur verið ástandið í framkvæmd tann- lækninga á íslandi. Sú hræðilega hugsun hefur einhvemveginn læðst að þér, að það sé gjörsamlega óþol- andi að hér skuli vera ca. 200 manna hópur, karla og kvenna, sem er að bjástra við að reka hver sinn litla spítala, þar sem þessi glæpa- lýður narrar fólk til sín til þess að níðast á því og okra á því, og svíki síðan skatt hver sem betur getur. Ekki er nú furða þó þetta fari fyrir brjóstin á þér, Jóhanna mín. Eitthvað verður til bragðs að taka. Þú hefur látið þér detta ýmislegt í hug undanfarin ár, eða allt frá því þessi vandamál fóru að plaga þig sérstaklega. Síðasta hugmynd þín varðandi þessi mál kemur fram í frumvarpi þínu, þar sem fram kemur í reynd þjóðnýting á tann- læknum. Ef einhver vandræði yrðu nú í sambandi við að semja um þetta við tannlæknakvikindin, kannt þú ráð við því. Það þarf ekkert að vera að eyða tíma eða púðri í það. Lausnin er einfaldlega sú að kasta þeim bara út og flytja inn erlenda tannlækna (t.d. frá Tyrkl- andi)! Nú langar mig bara að læða því að þér, hvort ekki mætti leysa fleiri vandamál íslendinga með þessu móti. Það er óneitanlega helvítis plága fyrir atvinnurekendur og pólitikusa á íslandi, að komast með stuttu millibili í þann hræðilega vanda að þurfa að standa í samn- ingum við Dagsbrúnarmenn, iðn- verkafólk og fiskvinnufólk um kaup og kjör, þegar hægt er með engum fyrirvara að flytja inn verkafólk frá Tyrklandi fyrir skítakaup. Eg er nú ekki svo óforskamm- aður að láta mér detta í hug, eins og einhver ófyrirleitinn nánugi stakk upp á um daginn, að það mætti ef til vill flytja inn nokkra gáfaða þingmenn, sem gætu stjóm- að landinu betur en þessir 60 sem sitja í húsinu við Austurvöll. Svoleiðis dytti mér aldrei í hug, Jóhanna mín, þar sem næstu ai- þingiskosningar nálgast nú óðum og eins og kjósendum er kunnugt, hefur þú og flokksbræður þínir, kratamir, alltaf tekið mjög að hressast í kosningaloforðunum, eft- ir því sem nær dregur, og því ætla ég að gauka að þér nokkmm hug- myndum mínum í sambandi við þessi mál. Ég ætla strax að benda þér á að flýta þér nú að reyna að koma þessu fram á meðan þú ert í stjóm- arandstöðu, því að svo slysalega gæti viljað til, að eftir kosningar gæti Alþýðuflokkurinn lent í stjóm. Þá vandaðist málið. Jæja, ég ætla nú að gefa þér þessar hugmyndir: Ég legg til að þú beitir þér fyrir því að ríkið kaupi nú þegar þessa ca. 200 litlu spítala, sem tannlæknamir eru að bjástra við að reka út um allt land. Þetta gæti ekki orðið svo hræðilega dýrt, að minnsta kosti ekki á mælikvarða krata og annarra þjóðnýtingar- manna. Þetta kostaði ekki meira en svo sem eitt stykki Borgarspítali! Ég veit náttúrlega ekki hvað Borgarspítalinn kostar. Ef ég ætti að slá á þetta, þá geri ég ráð fyrir að það mundi kosta ca. 8 milljónir króna að setja upp tannlæknastofu eins og mína. Eg gæti aldrei selt hana fyrir þá upphæð og mundi því slá af, Jóhanna mín, ef þú ætlaðir að kaupa og láta þig hafa hana fyrir 6 milljónir. Svo tæki ég þessar 6 milljónir og legði þær í banka og mmmmm nanoMBBBM NÝ VERDBRÉF Á MARKAÐNUM: VerÖtryggó skuldabréf Glitnis hf. með einum gjalddaga Glitnir hf. er fjármálafyrirtæki sem stofnað var í október 1985 og er nú stærsta fjármögnunar- leigufyrirtæki á innlendum markaði. Stærstu hluthafar í Glítni hf. eru norska fjármálafyrirtæk- ið A/S Nevi í Bergen, Iðnaðarbanki (slands hf. og Sleipner Ltd. í London. Eigið fé og áhættufé Glitnis hf. er nú um 110 milljónir króna. Fyrirtækið er til húsa að Ármúla 7 og síminn er 68 10 40. Skuldabréfin eru fullverðtryggð miðað við láns- kjaravísitölu og bera vexti frá 5. desember 1986. - mjög góð ávöxtun, höfuðstóll hækkar um 71,6% umfram verðbólgu á 5 árum - sveigjanlegt form, einn gjalddagi eftir 1,2, 3, 4 eða 5 ár - fé lagt inn á bankareikning á gjalddaga sé þess óskað. Ársávöxtun á skuldabréfum Glitnis hf.: ártilgjalddaga 1 2 3 4 5 ársávöxtun 10,8% 11,0% 11,2% 11,3% 11,4% Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg 1 Verðbréfamarkaður iðnaðarbankans hf. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SfMI - 681040 ARGUS/SÍA Haukur Clausen „ Jóhanna mín. Ef tann- læknar gerðu sér bara grein fyrir því hvérsu áhyggjulaust líf þetta yrði fyrir þá, yrðu þeir örugglega allir til í að selja þér stofurnar og vinna svo hjá þér.“ hefði skattfría vexti á aðra milljón króna á ári. (Landsbankinn var nefnilega að bjóða yfír 17% árs- vexti í fyrradag.) Hag mínum væri borgið. Eftir þetta mundi kaupið, sem þú býður mér fyrir að vinna hjá þér á stof- unni ríkisreknu, ekki skipta mig svo miklu máli. Ef ég reikna nú dæmið út frá þessu, geri ég ráð fyrir að þú gæt- ir keypt þessa 200 litlu spítala fyrir ca. eitt þúsund milljónir króna. Hvað eru eitt þúsund milljónir milli vina? Þetta eru bara smámunir fyrir fólkið, sem reisti Kröflu, þörunga- verksmiðju, graskögglaverksmiðj- ur, og hvað það nú heitir allt saman! Jóhanna mín. Þetta er, eins og þú getur séð, bara lítilræði fyrir krata í stjómarandstöðu. Þú færir Ferðahand- bók um mat- arslóðir HJÁ bókaútgáfunni Vöku- Helgafelli er komin út bókin Á matarslóðum, ferðahandbók eftir Sigmar B. Hauksson. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Undirtitill bókarinnar er „Ánægjuauki í út- löndum". Hann minnir á að megintilgangur bókarinnar er að aðstoða fólk við að gera utanlands- ferðir sínar ánægjuríkari og fjöl- breyttari, en þeir sem heima sitja geta líka notið efnis bókarinnar og reynt sjálfír uppskriftir af vin- sælum réttum frá þekktum veit- ingastöðum, sem birtar eru í bókinni. í inngangsorðum bókarinnar segir höfundur m.a.: „Ég hef átt því láni að fagna að geta ferðast töluvert um heim- inn. Á skólaárunum starfaði ég meðal annars sem farmaður og hef síðar verið fararstjóri erlendis og einnig unnið við fjölmiðla. Ég hef raunar aldrei verið mikill matmað- ur. Hins vegar komst ég snemma að því, að það er gaman að mat- reiða og það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynnast mat- reiðsluhefðum hinna ýmsu þjóða. Á ferðalögum mínum hef ég heimsótt fjölmarga veitingastaði. Margir þeirra eru mér ógleyman- legir. í þessari bók segi ég frá nokkrum stöðum, veitingahúsum, borgum og bæjum sem ég hef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.