Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 25 ekki að taka upp á þeirri vitleysu að kaupa húsnæði undir þessa litlu spítala. Þú mundir bara leigja eins og við flestir tannlæknanna. Ef þú ætlaðir að kaupa, þá gætir þú lent í að borga ca. 800 milljónir króna í viðbót, og þá er ég nú bara hrædd- ur um að Þorsteinn Pálsson segði stopp. Þó að Þorsteinn Pálsson eigi kannske einhverstaðar smákassa handa þér með þúsund milljónum, sem hann þarf ekki að brúka, er ekki víst að hann láti þig fá sam- tals 1.800 milljónir. Þá er bara eitt vandamál eftir. Eg er bara ekki viss um að allir kollegar mínir væru til í að seha þér litlu spítalana sína og ráða sig svo í vinnu hjá þér upp á fast kaup, jafnvel þótt þú byðir þeim nú mann- sæmandi laun á íslenskan mæli- kvarða. Þeir eru eitthvað hræddir um að þú færir að miðstýra þessu of mik- ið og tækir þér þá kratana í Svíþjóð þér til fyrirmyndar og skipaðir fólki til ákveðinna tannlækna, sem væru með stofur í hverfinu, sem það býr í. Þú mundir nú aldrei láta þér detta í hug að taka réttinn af fólkinu með að velja sér tannlækni. Þessi misskilningur kollega minna stafar auðvitað af þroska- leysi þeirra og bjánaskap, því að þeir átta sig bara ekki á hvað þetta yrði stórkostlegt og áhyggjulaust fyrir þá! Eg sé alveg fyrir mér hvernig þetta myndi fara fram. Tannlæknir- inn mundi koma á stofuna á morgnana og þegar í stað yrði kom- ið á fundi með starfsfólkinu til þess að átta sig nú vel á hvað gera skuli þann daginn, því að gott skipulag þarf að vera á öllu, sem ríkið sér um reksturinn á. Það er best að skjóta því hér inn, að heppilegast væri að ráða læknaritara handa tannlækninum, eins og læknarnir á alvöru spítölum fá, til þess að skriffinnskan sé nú í lagi og ekki fari milli mála að eitt- hvað sé verið að pauvast þar. Að loknum þessum fundi með starfs- fólkinu, þar sem allt er skipulagt, getur tannlæknirinn nú farið að gera einhverjar aðgerðir. Bráðlega er kominn kaffitími fyrir starfs- fólkið. Að honum loknum verða gerðar einhverjar aðgerðir. Og þá er komið að matartíma. Ekki trúi ég öðru, Jóhanna mín, en þú mundir sjá þér fært að láta starfsfólkið á litlu spítölunum fá ódýran mat eins og aðra rikisstarfs- menn. Að afloknu matarhléi hefjast aðgerðir aftur, og svo kemur kaffi og svo fer að líða að lokum dags- verks. Jóhanna mfn. Ef tannlæknar gerðu sér bara grein fyrir því hversu áhyggjulaust líf þetta yrði fyrir þá, yrðu þeir örugglega allir til í að selja þér stofurnar og vinna svo hjá þér. Þeir kæmu til vinnu á morgn- ana áhyggjulausir og færu aftur heim, kannski kl. 5 á daginn, alger- lega áhyggjulausir út af rekstrin- um. Þú sæir um þetta allt saman. Afköstin skipta engu máli. Ef einn tannlæknir væri t.d. duglegri eða flinkari en annar, mátt þú ekki heyra minnst á það. Þeir skulu all- ir vera á sama fasta kaupinu. Ef tannlæknirinn væri illa fyrir kallað- ur einhvern daginn, boðar hann bara veikindi eins og hver annar rfkisstarfsmaður. Engar áhyggjur, Jóhanna borgar hinu starfsfólkinu og allan annan kostnað. Tannlæknar þurfa auðvitað að fá sumarfri eins og aðrir ríkisstarfs- menn. Þú mundir nú ekki telja eftir þér svoleiðis „skitirí" eins og að borga hinu starfsfólkinu á meðan, Jóhanna mín. Svo er það nú þetta með endur- menntunina. Þú mundir nú ekki láta þig muna um að kosta tann- lækna í smáferðalag til útlanda, eins og hálfan eða einn mánuð á ári á tannlæknaráðstefnu eða end- urmenntunarnámskeið, eins og þú gerir fyrir læknana á hinum spítölunum. Ef tannlæknar bara áttuðu sig á hvað þetta yrði stórkostlegt fyrir þá, væru engin vandræði að koma þessu í kring. Þú skalt bara, Jó- hanna mín, drífa í þessu, því að kosningarnar nálgast oðum. Og hugsaðu þér bara hvað það væri flott hjá þér að geta sagt við kjós- endun Nú er ég búin að þjóðnýta tannlæknana og nú verður allt frítt fyrir alla. Eitt ráð ætla ég að gefa þér í viðbót, kæra Jóhanna. Þú og flokks- bræður þínir, kratarnir, skulið kaupa prentsmiðju, svo að þið getið prentað peninga, því að þið hafið aldrei skilið, að ef þið bjóðið ein- hverjum eitthvað frítt, þarf einhver annar að borga fyrir það! Kær kveðja, Höfundur er tannlæknir. heimsótt." Sigmar fer á kostum í bókinni og fjallar á „lystaukandi" hátt um ölstofur og sjávarréttastaði í kafl- anum um „01 og ostrur til ánægju- auka". Hann kemur við í Danmörku í kaflanum um „Besta smurbrauð í heimi" og gerir aust- urlenskri matargerð skil í köflun- um „Gómsæt Asíuáhrif í Evrópu" °g n^y&gt 4 4000 ára reynslu". Heiti annarra kafla gefa hugmynd mm efnistök: „Margs að njóta með- fram Mósel", „Lon og don í London", „Frönsk hefð og þýskir skammtar", „Glaðir laxar og kven- kokkar" og „í París ertu Parísar- búi"." Bókin er kilja og er unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar í Kópavogi. Brian Pilkington teikn- aði kápumynd. 8,5% sam- dráttur í mjólkur- framleiðslu FRAMLEIÐSLA mjólkur heldur áfram að minnka á milli ára. Innvegin nijólk hjá mjólkursam- lögiinum í nóvember var til dæmis 712 þúsund lítrum minni en í nóvember í fyrra og munar þar 8,5% Samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunurn 7.648 þús- und lítrar í nóvember. I nóvember 1985 var framleiðslan 8.360 þúsund lítrar og er minnkunin á milli ára því 712 þúsund lítrar, eða 8,51%. Mest af minkuninni, bæði hlutfalls- lega og í lítrum talið, kemur fram á Suðurlandi, þar sem innvegin mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna minnkaði um 620 þúsund lítra eða 18,68%. Mjólkurframleiðslan fyrstu 11 mánuði ársins var 101,5 milljón lítrar, sem er 5,7 lítrum minni fram- leiðslan en sama tímabil ársins 1985, þegar framleiðslan var 107,2 milljónir lítra. Samdrátturinn er 5,31%. Mjólkurframleiðslan í ár verður því að öllum líkindum innan við 110 milljónir lítra. Sem fyrr er samdrátturinn mestur hjá Mjólkur- búi Flóamanna, eða 35,7 milljónir lítra á móti 39,4 milljónum árið áður. Munurinn er 3,7 milljón lítrar eða 9,34%. FULLTRUARAÐ SJALFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK AÐALFUNDUR Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 10. desember nk. kl. 20.30 í Átthagasal Hótels Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ræða Friðriks Sophussonar varafor- manns Sjálfstæðisflokksins um kosn- ingabaráttuna framundan. 3. Önnur mál. Stjórnin Því ekki að ákveða í eitt skipti fyrir öll hver áað vaska upp íkvöld! Vorum að fá sendingu af 3 gerðum frábærra uppþvottavéla frá Philips á einu lægsta verði sem heyrst hefur á markaðn- um eða frá 23.900 EKKI 27.500 Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455-SÆTÚNI 8- S: 27500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.