Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Bretland: Heift milli stjórnar og stjórnarandstöðu EKKIFER á milli mála að sam- skiptí Margrétar Thatcher, forsætisráðherra, og Niels Kinnock, formanns Verka- mannaflokksins, einkennast nú Morðið á f or- eldrum Duffys: Táningar kveð- ast saklausir Boulder, Montana, Bandarfkjunum, Reut- er. TVEIR táningar frá Montana í Bandaríkjunum, sem stefnt hef- ur verið f yrir að skjóta f oreldra leikarans Patricks Duf f y til bana með haglabyssu, kveðast sak- lausir af verknaðinum. Duffy þessi leikur Bobby Ewing í bandarísku sjónvarpsþáttunum „Dallas". Sean Wentz og Kenneth Miller, sem báðir eru nítján ára, eru sakað- ir um rán, líkamsáras og morð að yfírlögðu ráði. Foreldrar Duffys, Terence og Marie, voru myrt 19. nóvember. Þyngsta refsing fyrir glæp sem þennan er 250 ára fangelsisdómur. Réttarhöld hefjast í máli Wntz og Millers 9. mars. af meiri heift og gagnkvæmari andúð en Bretar eiga að venj- ast af hálfu leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu. Það er samdóma álit breskra stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, að sjaldan hafi samskipti forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðunnar verið jafn heiftug og nú. Hafa sumir jafnvel tekið svo djúpt í árinni að segja að fullkomið hatur ríki nú milli Margrétar Thatcher, sem gegnt hefur forsætisráð- herraembætti í sjö ár, og Niels Kinnock, sem hyggst leggja allt í sölurnar til að steypa ríkisstjórn íhaldsflokksins í næstu þing- kosningum og koma verka- mannaflokknum til valda. Samskipti Kinnocks og Thatcher hafa aldrei þótt ein- kennast af gagnkvæmri virðingu eða trúnaðartrausti. Þvert á móti hafa leiðtogarnir tveir ósjaldan gefið í skyn með yfirlýsingum og orðaskiptum að fátt stefni framtíð bresks þjóðfélags í meiri voða en stjórnarforysta andstæð- ingsins. Slík viðskipti stjórnar og stjórnarandstöðu væru í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema ef vera skyldi vegna þess að Thatch- er og Kinnock hafa verið óvenju Neil Kinnock iðin við kolann að undanförnu. Hafa stóryrtar yfirlýsingar geng- ið á víxl þar sem foringjarnir tveir hafa meðal annars sakað hvor annan um að stefna öryggi bresku þjóðarinnar í hættu. Eitt meginágreiningsefnið hefur verið mál það sem breska ríkisstjórnin rekur nú fyrir breskum dómstól- um gegn Peter Wright, fyrrver- andi starfsmanni bresku leyniþjónustunnar, MI5. Hafa Kinnock og flokksbræður hans Margaret Thatcher sakað Thatcher og stjórn hennar um afleitan málatilbúnað sem sé til þess eins fallinn að skaða ör- yggishagsmuni Bretlands. Ihaldsmenn hafa aftur á móti sagt að afstaða Verkamanna- flokksins til þessa máls og afskipti af því, ekki síst viðtöl sem Kinnock hefur átt við lögfræð- inga Wrights, séu ljós vottur þess að flokknum sé ekki treystandi til að standa vörð um breska ör- yggishagsmuni. Ymsir óttast að sú heift, sem einkennt hefur samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu að undan- förnu, muni bitna á starfsemi og starfsfriði breska þingsins. Sjást þess nú raunar þegar ýmis merki í neðri málstofunni að samskipti stjórnarandstöðu eru nú storma- samari en oft áður. Er síður en svo talið að öldur muni þar lægja eftir að Niel Kinnock snýr aftur úr Bandaríkjaför sinni, sem enn hefur orðið til að hella olíu á eld þeirra deilna sem staðið hafa milli íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins um öryggis- og varnarmál. Hafa íhaldsmenn, með Margréti Thatcher í broddi fylkingar, fordæmt þá stefnu sem Kinnock hefur reynt að koma til skila meðal Bandaríkjamanna að undanförnu, sem hefði í för með sér að Bretland yrði gert kjarn- orkuvopnalaust. Kinnock hefur hins vegar verið óspar á yfirlýs- ingar um utanríkisstefnu íhalds- flokksins. Hefur hann meðal annars sagt að það séu Bretum dapurieg örlög að lúta forystu forsætisráðherra, sem ófær sé um að marka sjálfstæða stefnu í utanríkismálum, Thatcher hafi ekki gert annað undanfarin ár en að sitja og standa eins og harðlínumenn í Hvíta húsinu hafa boðið. Sú heift, sem sett hefur svip sinn á samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu hér á landi að undanförnu, sýnir glögglega hversu harðvítug barátta er framundan í breskum stjórn- málum. Þingkosningar eru í sjónmáli og verða að líkindum haldnar þegar á næsta ári. Horf- ur eru tvísýnar, íhaldsflokkur og Verkamannaflokkur skiptast á um forystu í skoðanakönnunum. Öllum ráðum verður beitt til að klekkja á andstæðingnum. Ein slík rimma er þegar hafin og ekki útlit fyrir að henni linni í bráð. Góð bók Kristján Albertsson. Márgs er að minnast. Skráð hef- urJakobF. Ásgeirs- son. Kristján hefur margt séð og mörgu kynnst á sínum einstæða æviferli bæði hér heima og er- lendis. Bráðskemmti- legarminningar einhvers mesta heims- borgara íslands fyrr og síðar. Skjöl frá stjórnarárum Nixons opinberuð; Litu á Agnew sem nytsaman kjána Frá Guðmundi Heiðari Frímannaayni, fréttaritara Morgunblaðsins i Skotlandi. ÞJÓÐSKJALASAFN Banda- ríkjatma hefur heimilað aðgang að meira en einni inilljón skjala frá stjórnarárum Nixons forseta. í fréttum hefur verið getið löng- unar Elvis Presley til að verða starfsmaður eiturlyfjalögregl- unnar en þar er einnig að finna skjöl, sem varpa sérkennilegu ljósi á samband Nixons og Spiros Agnew, varaf orseta, og á Donald T. Regan, núverandi starfs- mannastjóra Hvíta hússins. Frá þessu sagði f Sunday Times sl. sunnudag. í skjölunum kemur fram, að að- stoðarmenn Nixons fyrirlitu Agnew og töldu hann hreinan kjána en nytsaman forsetanum. í skýrslu, sem gerð var fyrir Haldeman, þá- verandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um hlutverk varaforsetans í kosningabaráttunni 1972, segir, að hann eigi að fá sem minnstar upplýsingar og ekkert sjálfræði. „Hafa ber samband við varaforset- ann 15 mínútum áður en hann á að hitta forsetann. Tilgangurinn er sá, að varaforsetinn komi undirbún- ingslaus á fundinn, án aðstoðar- manna, svo hægt sé segja honum hvers forsetinn væntir af honum," segir í skýrslunni. Starfslið Hvíta hússins vildi einn- ig koma í veg fyrir, að Agnew sæti fundi um stefhu stjórnarinnar. Einu sinni mótmælti Afnew því, að hann ætti að tala á fundi kvenfé- Iags Repúblikanaflokksins og sagði, að á sama tíma ætti hann að sitja fund f þjóðaröryggisráðinu. Þetta setti starfsliðið út af laginu en þá Spiro Agnew skipaði Nixon Agnew að sitja að- eins fyrri hluta fundarins í þjóðarör- yggisráðinu til að hann gæti líka talað fyrir konurnar. Meðal skjalanna er að finna bréf frá Nixon dagsett 31. janúar 1973 til Donalds T. Regan, núverandi starfsmannastjóra en þá forseta fjárfestingafyrirtækisins Merrill Lynch. „Kæri Don. Ég þakka þér innilega fyrir að gefa Agnew sér- hannaða skyrtuhnappa, bindi og axlabönd í hádegisverði Merrill Lynch. Mér er sérstök ánægja af þessum vinargreiða og að þú skulir minnast mín með svo mikilli hugul- semi þegar ég er að hefja annað kjörtímabil mitt í embætti," sagði í bréfinu. Ekki er talið, að þetta þakkar- bréf frá Nixon muni verða vatn á myllu Regans nú þegar hann berst fyrir pólitísku lífi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.