Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 27 Fáir fagna með Arthur Scargill Hefur verið leiðtogi námamanna í fimm ár Frá Guðmundi Heiðari FrímaniiBsyni, fréttaritara Morgunblaðginn i Skotlandi. Á sunnudag voru liðin fimm á frá því Arthur Scargill var kjör- ínn leiðtogi námamanna í Bret- iandi. Svo virðist sem fáir námamenn sjái ástæðu til að fagna þessum tímamótum. Þegar Scargill tók við forystunni var námamannafélagið voldugasta félagið innan bresku verkalýðs- hreyfingarinnar. Félagatalan var þá nærri 213.000 og námamenn voru hæstlaunuðu verkamenn í landinu. Nú hefur félagsmönnum fækkað um helming og hvað launin varðar hafa þeir dregist aftur úr ýmsum öðrum stéttum, t.d. verka- mönnum í gas- og rafiðnaði. Þá hefur námunum fækkað úr 200 í 115. Verkfall námamanna gerði félag- ið næstum gjaldþrota og mjög hefur dregið úr áhrifum þess innan verka- lýðshrejrfingarinnar. Síðan verk- fallinu lauk fyrir 21 mánuði hefur störfum í námaiðnaði fækkað um 50.000 og hefur því félögum fækk- að jafnt í sambandi Scargills og sambandi námamanna í Notting- hamskíri, sem stofnað var til vegna ágreiningsins við Scargill. Bæði samböndin eiga í deilu við stjórn Góð bók Arthur Scargill kolanámanna en hvorugt hefur náð samningum enn sem komið er. Scargill hefur raunar ekki hafið formlegar viðræður en tillögu hans um verkfail var hafnað á þingi sam- bandsins í júlí sl. Hjá hinu sam- bandinu snýst deilan um bónus- greiðslur. Scargill er að því leyti betur sett- ur en umbjóðendur sínir, að hann hefur æviráðningu í starfi eða svo gott sem. Til að víkja honum frá þarf samþykki tvo þriðju fulltrúa á þingi sambandsins og f fram- kvæmdastjórn. Kaupæði í Aþenu Virðisaukaskatturinn nálgast Albena, Reuter. í AÞENU ríkir nú mikið kaupæði og eru það einkum rafmagnstæki hvers konar sem verða fyrir barðinu á þvi. Ástæðan er sú, að 1. janúar nk. verður tekinu upp virðisaukaskattur i Grikklandi og munu þá ýmsar munaðarvör- ur hækka um allt að 36%. Eftir einum verslunarstjóranum er haft, að sala myndbandstækja hafl aukist um 20% síðasta hálfa mánuðinn og bjóst hann við, að söluaukningin yrði komin í 50% fyrir jól. Sömu sögu er að segja af litsjónvörpum, hljómflutningstækj- um og öðrum rafmagnstækjum. „Kaupæði í skugga virðisauka- skattsins" var aðalfyrirsögnin í dagblaðinu Eleftherotypia, sem skýrði frá því, að margir Grikkir gengju nú á spariféð af ótta við miklar hækkanir eftir áramót. Grikkir gengu í Evrópubandalagið í janúar árið 1981 og fylgdi þar með í kaupunum að virðisauka- skatti yrði komið á þar eins og í öðrum löndum bandalagsins. Verð- bólga f Grikklandi er opinberlega 19%, en óháðir efnahagssérfræð- ingar segja, að 23% sé nær lagi. Leiðtogafundurinn í Reykjavík eftir Guð- mund Magnússon. Umbúðir um fundinn, fréttamenn, fundurinn sjálfur og þau mál, sem tekin voru fyrir og deilt var um. Fjöldi mynda með íslenskum og enskum textum. Útdráttur í bókarlok á ensku. ,Kt' lAÍI ¦¦-<''' ;" r,mo„i %««¦<*¦>m*..... OCTOB6H. ««>» BILUNN Lítillaðutan—ótrúlega stóraðinnan. íburðarmikill, vandaðurog fallegur. Léttur og lipur í akstri. Skutlan kostar nú frá aðeins 259 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.