Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Akureyrarbær Ný bók um byggingarsögu AKUREYRI, Fjaran og Innbær- inn, byggingarsaga er um 170 blaðsíðna bók í stóru broti sem nýlega kom út. Höfundur er Hjörleifur Stefánsson en útgef- andi er Torfusamtökin í sam- vinnu við Akureyrarbæ og Skipulagsstjórn ríkisins. Bókin er upphaflega samin til undirbúnings að gerð deiliskipulags Fjörunnar og Innbæjarins sem ný- lega var samþykkt. Á Akureyri er einna samfelldust byggð timburhúsa frá gamalli tíð hér á landi. Vegna staðbundinna aðstæðna hefur byggðin á Akureyri varðveist betur en víðast hvar á öðrum gömlum verslunarstöðum. Að ýmsu leyti er gamli bærinn og gömlu húsin á Akureyri dæmi- gerð fýrir íslenska verslunarstaði fyrr á tímum, en þó með sínum sérkennum. í bókinni er rakið í máli og flöl- mörgum myndum og teikningum hvemig bærinn byggðist og mótað- ist smám saman. Sagt er frá helstu húsagerðum og þróun þeirra. í bókinni er skrá yfir öll hús í bæjarhlutanum, þeim lýst lauslega og saga þeirra rakin í stuttu máli. Gamlar og nýjar ljósmyndir eru af öllum húsunum og af sumum þeirra eru einnig teikningar, ýmist frum- teikningar eða mælingarteikningar. Bókin um byggingarsögu Akur- eyrar er liður í ritröðinni Húsvemd- un sem Torfusamtökin gefa út til fræðslu um byggingararf okkar og varðveislu hans. Þegar hefur komið út ritið Hús- vemdun 1986 með erindum og greinum um húsvemdunarmál frá ýmsum sjónarhomum. í undirbúningi er útgáfa bókar um byggingarsögu miðbæjarkvosar Reykjavíkur og er hún væntanleg á næsta ári. (Fréttatilkynning). Knut Nystedt og hluti af Dómkórnum. Morgunblaðið/Björn Pálsson. Náttsöngur í Hallgrímskirkju NÁTTSÖNGUR verður haldinn í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 21.00. Dómkórinn í Reykjavík flytur jólalög, mótettur eftir A. Bruckner og mótettuna „Adoro te“ eftir norska tónskáldið Knut Nystedt, sem kórinn frumflutti á tónlistar- dögum í Dómkirkjunni í nóvember sl. Einsöngvari með kómum er Sigrún Þorgeirsdóttir, en stjómandi Marteinn H. Friðriksson. Áð lokn- um söng Dómkórsins verður sunginn tíðasöngur. „Eg var mjög af- slöppuð í keppninni“ - segir Ásta Sigurðardóttir, sem lenti í fjórða sæti í heimsmeistarakeppninni í f rjálsum dansi Morgunblaðið/Bjami. Ásta Sigurðardóttir í Dansstúdíói Sóleyjar i gær. ÁSTA Sigurðardóttir, 18 ára Reykjavíkurmær, varð í fjórða sæti í heimsmeistarakeppninni í „freestyle" dansi sem haldin var í veitingahúsinu Hippo- drome í London 3. desember sl. Fyrsta sætið hreppti fulltrúi Uganda. í öðru sæti varð full- trúi Vestur-Þýskalands og í því þriðja fulltrúi Belgíu. Alls tóku 24 dansarar þátt í keppninni. „Keppnin var mjög skemmti- leg,“ sagði Ásta í samtali við Morgunblaðið. „Ég var úti í u.þ.b. vikutíma. Það var nóg að gera í sambandi við undirbúninginn - blaðaviðtöl, myndbandaupptökur og æfíngar. Öll Norðurlöndin sendu keppendur nema Svíþjóð og fannst mér þeir allir standa sig vel. Hinsvegar gera sum lönd- in nokkuð að því að senda eintóm- ar fegurðardísir í keppnina sem kunna lítið sem ekkert að dansa þó dómaramir láti ekki blekkast." Ásta hefur stundað nám við Dansstúdíó Sóleyjar undanfarin þijú ár og mun hún útskrifast þaðan í vor sem djassballettkenn- ari. Hún hefur einnig kennt þar um tíma auk þess sem hún starf- ar hálfan daginn á Morgunblað- inu. „Þegar ég bytjaði í dansinum hóf ég jafnframt nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, en það gekk einfaldlega ekki upp hjá mér að vera í báðum skólunum svo ég hætti þar og hef haldið mig við dansinn síðan. Ég dansa á hveij- um degi í u.þ.b. fimm tíma. Þetta er svo gaman að maður þreytist ekkert. Svo eru vinir mínir flestir í þessu líka. Helena Jónsdóttir, sem varð í þriðja sæti í heims- meistarakeppninni í fyrra, er besta vinkona mín svo við styðjum vel við_ bakið á hvorri annarri," sagði Ásta. Hún sagðist ekkert hafa verið hrædd við að koma fram í Hippod- rome þrátt fyrir að þessi vinsæli staður hafi verið troðfullur af fólki. „Sumir segja að maður dansi best með því að fara bara út á sviðið án þess að vera fyrir- fram undirbúin. En ég þorði nú ekki að treysta á það svo ég æfði mig vel áður en ég lagði í þetta. Ég man ekki hvernig ég fór að þessu, en ég veit að ég var mjög afslöppuð á meðan." Undankeppni fór fram í Hippodrome þann 1. desember og þá dansaði hver keppandi í eina og hálfa mínútu og í lokakeppn- inni var dansað í 45 sekúndur. „Ég hef alltaf haft áhuga fýrir dansi. Þriggja til fjögurra ára man ég eftir mér fyrir framan sjón- varpið horfandi á balletta en þó ég sæki nokkra tíma í ballett, er áhuginn miklu meiri á djassball- ettinum." Ásta sagði að enginn annar í fjölskyldunni væri í dansi nema hvað mamma hennar sækti þolleikfimistíma. Ásta sagðist aldrei hafa tíma til að elda svo hún lifði á sæl- gæti, hamborgurum og frönskum. Annars væri afar heilbrigður mat- ur í stúdíóinu vegna þess að starfsmaðurinn þar væri græn- metisæta og því ekkert annað en gras á boðstólum þar. Eftir útskriftina í vor, ætlar Ásta að freista gæfunnar erlend- is. Hana langar að mennta sig enn meira áður en hún kemur heim og setur upp skólann sinn hér, eins og hún orðaði það. Fyrst er ferðinni heitið til Svíþjóðar í sum- ar og einnig hefur hún tækifæri á að starfa í London ef áhugi er fyrir hendi, en það eru skipuleggj- endur keppninnar sem sjá fyrir því. Hugmynd um sameiningu Samvinnu- og Alþýðubanka: Jólagjöfm hans! Adidas gjafasettin fást i helstu snyrtivöruverslunum Getur verið álitlegur kostur - segirStefán Gunnarsson STEFÁN Gunnarsson banka- stjóri Alþýðubankans telur að sameining Samvinnubankans, Alþýðubankans og innlánsdeilda kaupfélaganna í einn banka geti vel verið álitlegur kostur ef af sameiningu hinna einkabank- anna við Utvegsbankann verður. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri kom fram með þessa hugmynd í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag. Seðlabankastjóri taldi einnig að yfirtaka slíks banka á Búnaðar- bankanum gæti komið til greina í framtíðinni. Stefán Gunnarsson sagði að sú hugmynd seðlabanka- stjóra væri einnig athyglisverð. „Ég geri mér ljóst að ef af sam- einingu hinna einkabankanna og Útvegsbankans verður heldur sam- eining banka áfram. Ég held að framtíðin hljóti að verða sú að hér verði einn ríkisbanki og tveir störir einakabankar við hlið hans. Þá er ekki um margt að velja. Það eru fyrst og fremst tvö öfl sem keppa um fjármagnið í þjóðfélaginu, fé- lagshyggjuöflin og einstaklings- hyggjuöflin. Þær hreyfingar sem standa að Alþýðu- og Samvinnu- banka eru skyldar og því ekki óeðlilegt að skoða þessar hugmynd- ir vandlega, en þá verður að tryggja 100 ára Sauðárkróki. HANSÍNA Guðmundsdóttir Skagfirðingabraut 49 átti hundr- að ára afmæli í gær. Hún er Húnvetningur, fædd að Hnaus- um í Þingi í Austur -Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Gíslason og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Eiginmaður Hansínu að Alþýðubankinn haldi sínum áhrifum innan hins nýja banka," sagði Stefán. Geir Magnússon bankastjóri Samvinnubankans kvaðst ekki geta tjáð sig um hugmyndir sem settar væru fram með þeim hætti sem seðlabankastjóri gerði. Fljótt á litið sýndist sér að þetta væri óviðun- andi lausn. afmæli var Erlendur Hallgrímsson bóndi í Tungunesi. Hann lést 1943. Hansína fluttist til Sauðárkróks ásamt Þorvaldi syni sínum árið 1955, og hafa þau haldið heimili hér síðan. Hansína er vel em, fylgir fotum hvem dag en sjón og heym farin að daprast nokkuð. Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.