Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Búlgari f er huldu höfði í Astralíu Melbourne, AP. BÚLGARSKUR lyftingamað- ur að nafni Neum Shalamanov hefur farið huldu höfði í Ástr- alíu frá því á sunnudag. Talið er að hann hyggist sækja um pólitískt hæli þar í landi. Shalamanov vann sigur í sínum þyngdarflokki í heims- bikarkeppninni í lyftingum í Melbourne á sunnudag. Hann yfirgaf veizlu, sem haldin var í mótslok á sunnudagskvöld, og sást síðan til hans á kaffihúsi, þar sem hann var í fylgd ungrar konu og tveggja manna. Shalamanov er 19 ára gamall. Hann á heimsmet í ólympískum lyftingum í 60 kg þyngdarflokki. Hann er af hinum tyrkneska minnihlutahópi, sem býr í Búlg- aríu, og hét áður Naim Sulei- manov. Búlgörsk yfirvöld hafa þvingað Tyrkina til að skipta um nafn. Var það liður í tilraunum stjórnvalda til að afmá sérkenni minmnihlutahópa í Búlgarlu. Draumur ídós PEPSI Norður-írland segir nei Séra Ian Paisley, fulltrúi Norður-írlands á Evrópu- þinginu í Strasbourg, hikaði ekki við að trufla Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, með uppátækjum sínum, er hún ávarpaði Evrópuþingið í gær. Gekk séra Paisley fram og hélt á loft skilti, þar sem á stóð: „Ulster (Norður-írland) segir nei." Hlé var gert á fundinum í nokkrar mínútur, á með- an séra Paisley var leiddur burt og honum vísað úr þingsalnum. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLARI hækkaði gagnvart flestum helstu gjaldmiðlum heims í gær og verð á gulli var stöðugt. í Tókýó kostaði dollarinn 162,40 japönsk jen (162,33) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. I London kostaði sterlingspundið 1,4207 dollara (1,4165) síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,0195 vestur-þýsk mörk (2,0125), 1,6890 svissneska franka (1,6800), 6,6175 franska franka (6,5850), 2,2825 hollensk gyllini (2,2725), 1.399,50 ítalskar lírur (1.391,50) og 1,37675 kanadíska dollara (1,3780). I London kostaði trójuúnsa af gulli 386,75 dollara (386,70). Vestur-Þýskaland: 2500 austur-þýskir samvisku- fangar keyptir lausir í fyrra 1500 fá frelsið í ár Bonn, AP, Keuter. STJÓRNVÖLD í Vestur-Þýskalandi greiddu Austur-Þjóðverjum ótil- greinda fjárupphæð fyrir frelsi 2500 pólitískra fanga á síðasta ári, að sögn Heinrich Windelen, innanrikisráðherra vestur-þýsku stjórn- arinnar. Að sögn ónafngreindra embættismanna í Bonn hafa greiðsl- urnar verið ! formi ýmiss konar varnings. Vestur-Þjóðverjar munu í ár greíða fyrir frelsi 1500 pólitískra fanga, að því er innanríkisráð- herrann sagði í gær. Löngum hefur verið vitað um þessi sérkennilegu „viðskipti" þýsku ríkjanna tveggja en hingað til hafa vestur-þýskir embættis- menn ekki viljað láta upp fjölda þess fólks sem fær frelsi með þess- um hætti. Heinrich Windelen sagði að tala fanganna hefði aldrei verið hærri en í fyrra. Hann kvað stjórn- völd í Bonn hafa gert austur-þýsk- um ráðamönnum ljóst að í ár yrði ekki greitt fyrir sama fjölda fanga og í fyrra. Ráðherrann sagði einnig að um 2000 manns sætu nú sem pólitískir fangar í fangelsum í Aust- ur-Þýskalandi og kvaðst hann sannfærður um að dregið hefði úr fangelsunum vegna yfirlýsingar vestur-þýsku stjórnarinnar. „Viðskipti" þessi hafa verið um- deild. Þær raddir hafa heyrst að þau hvetji austur-þýsk stjórnvöld til að fangelsa fleira fólk en ella þar sem greiðslurnar séu kærkomin 200 manns hafa komist í gegnum viggirðingar austur-þýskra landa- mæravarða við Berlínarmúrinn í ár. Að auki ínuiiii Vestur-Þjóðverjar greiða fyrir frelsi 1500 pólitiskra fanga. HÚSMÆÐUR ATHUGIÐ FRAMLAG 0KKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓK0SB0LLUKREM 0G TERTUKREM TERTuKREM BHS / titefni jólanna gef- um við nú 20% afslátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Aður kr. 75.- IMú kr. 59,50. næstu matvöru- Fæst f verslun V AL A búbót fyrir þröngan efnahag lands- ins. Windelen gaf í skyn að þetta sjónarmið hefði ráðið nokkru um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka greiðslurnar í ár. Tæplega 200 manns hafa flúið yfir Berlínarmúrinn í ár og um 2000 til viðbótar hafa komist til Vestur-Þýskalands í gegnum eitt- hvert þriðja ríkið, að sögn Heinrich Windelen. Að auki fengu 20.000 austur-þýskir ríkisborgarar tilskilin leyfi stjórnvalda til að flytja úr landi. Frakkland: Stjórnarandstaðan fagnar „uppgjöf" fyrir stúdentum París. AP. BLOÐ stjórnarandstöðunnar í Frakklandi fögnuðu í gær því sem þau nefndu „uppgjöf" Jacques Chiracs forsætisráðherra og borgara- stjórnar hans fyrir stúdentum, eftir að stjórnvöld ákváðu að aftur- kalla frumvarp um breytingar á stjórn franskra háskóla. Dagblöð, sem hlynnt eru ríkis- einn stúdentanna lét lífið. stjórninni, hrósuðu Chirac hins vegar fyrir „skynsamlega ákvörð- un" - eins og eitt þeirra komst að orði - í ljósi hinna heiftarlegu mót- mæla stúdenta og óeirða í kjölfar þeirra. Stúdentar sögðu, að tilgangur mótmælagöngunnar í gær væri að undirstrika þá afstöðu þeirra, að stjórnvöldum bæri að hafa samráð við námsmenn, þegar breyta ætti reglugerðum um starfsemi háskól- anna, og einnig vildu þeir mótmæla framferði lögreglunnar í nýafstöðn- um mótmælaaðgerðum, þar sem Aðalfyrirsögn Le Matin, sem hallt er undir Sósíalistaflokkinn, var „Uppgjöf' og tók yfir þvera forsíð- una. Blað vinstrimanna, Liberation hafði aðalforsíðufyrirsögnina, „Chirac: Algjör ósigur", á rauðum grunni. Le Figaro, sem styður stjórnina dyggilega, sagði í forystugrein, að forsætisráðherrann hefði haft tvær „gildar ástæður" til að taka þessa ákvörðun: vaxandi spennu á götum Parísar og aukna andstöðu við sam- steypustjórn hans. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.