Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 32

Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Búlgari fer huldu höfði 1 Ástralíu Melboume, AP. BÚLGARSKUR lyftingamað- ur að nafni Neum Shalamanov hefur farið huldu höfði í Astr- alíu frá því á sunnudag. Talið er að hann hyggist sækja um pólitískt hæli þar í landi. Shalamanov vann sigur í sínum þyngdarflokki í heims- bikarkeppninni í lyftingum í Melboume á sunnudag. Hann yfirgaf veizlu, sem haldin var í mótslok á sunnudagskvöld, og sást síðan til hans á kaffihúsi, þar sem hann var í fylgd ungrar konu og tveggja manna. Shalamanov er 19 ára gamall. Hann á heimsmet í ólympískum lyftingum í 60 kg þyngdarflokki. Hann er af hinum tyrkneska minnihlutahópi, sem býr í Búlg- aríu, og hét áður Naim Sulei- manov. Búlgörsk yfirvöld hafa þvingað Tyrkina til að skipta um nafn. Var það liður í tilraunum stjómvalda til að afmá sérkenni minmnihlutahópa í Búlgaríu. Draumur í dós Norður-írland segir nei Séra Ian Paisley, fulltrúi Norður-írlands á Evrópu- þinginu í Strasbourg, hikaði ekki við að trufla Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, með uppátækjum sínum, er hún ávarpaði Evrópuþingið í gær. Gekk séra Paisley fram og hélt á loft skilti, þar sem á stóð: „Ulster (Norður-írland) segir nei.“ Hlé var gert á fundinum í nokkrar mínútur, á með- an séra Paisley var leiddur burt og honum vísað úr þingsalnum. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLARI hækkaði gagnvart flestum helstu gjaldmiðlum heims í gær og verð á gulli var stöðugt. í Tókýó kostaði dollarinn 162,40 japönsk jen (162,33) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. I London kostaði sterlingspundið 1,4207 dollara (1,4165) síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,0195 vestur-þýsk mörk (2,0125), 1,6890 svissneska franka (1,6800), 6,6175 franska franka (6,5850), 2,2825 hollensk gyllini (2,2725), 1.399,50 ítalskar lírur (1.391,50) og 1,37675 kanadíska dollara (1,3780). í London kostaði trójuúnsa af gulli 386,75 dollara (386,70). ■ ■■ 1 ERLENT Vestxir-Þýskaland: 2500 austur-þýskir samvisku- fangar keyptir lausir í fyrra 1500 fá frelsið í ár Bonn, AP, Reuter. STJÓRNVÖLD I Vestur-Þýskalandi greiddu Austur-Þjóðveijum ótil- greinda fjárupphæð fyrir frelsi 2500 pólitískra fanga á síðasta ári, að sögn Heinrich Windelen, innanríkisráðherra vestur-þýsku stjóm- arinnar. Að sögn ónafngreindra embættismanna I Bonn hafa greiðsl- urnar verið í formi ýmiss konar varnings. Vestur-Þjóðveijar munu í ár greiða fyrir frelsi 1500 pólitískra fanga, að því er innanríkisráð- herrann sagði í gær. Löngum hefur verið vitað um þessi sérkennilegu „viðskipti" þýsku ríkjanna tveggja en hingað til hafa vestur-þýskir embættis- menn ekki viljað láta upp fjölda þess fólks sem fær frelsi með þess- um hætti. Heinrich Windelen sagði að tala fanganna hefði aldrei verið hærri en í fyrra. Hann kvað stjóm- völd í Bonn hafa gert austur-þýsk- um ráðamönnum ljóst að í ár yrði ekki greitt fyrir sama fjölda fanga og í fyrra. Ráðherrann sagði einnig að um 2000 manns sætu nú sem pólitískir fangar í fangelsum í Aust- ur-Þýskalandi og kvaðst hann sannfærður um að dregið hefði úr fangelsunum vegna yflrlýsingar vestur-þýsku stjómarinnar. „Viðskipti“ þessi hafa verið um- deild. Þær raddir hafa heyrst að þau hvetji austur-þýsk stjómvöld til að fangelsa fleira fólk en ella þar sem greiðslumar séu kærkomin 200 manns hafa komist í gegnum víggirðingar austur-þýskra landa- mæravarða við Berlínarmúrinn I ár. Að auki munu Vestur-Þjóðveijar greiða fyrir frelsi 1500 pólitiskra fanga. búbót fyrir þröngan efnahag lands- ins. Windelen gaf í skyn að þetta sjónarmið hefði ráðið nokkru um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að takmarka greiðslumar í ár. Tæplega 200 manns hafa flúið yflr Berlínarmúrinn í ár og um 2000 til viðbótar hafa komist til Vestur-Þýskalands í gegnum eitt- hvert þriðja ríkið, að sögn Heinrich Windelen. Að auki fengu 20.000 austur-þýskir ríkisborgarar tilskilin leyfl stjómvalda til að flytja úr landi. Frakkland: FRAMLAG 0KKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓK0SB0LLUKREM 0G TERTUKREM / tilefni jálanna gef- um við nú 20% afsiátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Áður kr. 75.- Nú kr. 59,50. Fæst í næstu matvöru- verslun V A L A Stj órnarandstaðan fagnar „uppgjöf “ fyrir stúdentum Paris. AP. BLÓÐ stjórnarandstöðunnar í Frakklandi fögnuðu í gær því sem þau nefndu „uppgjöf" Jacques Chiracs forsætisráðherra og borgara- stjómar hans fyrir stúdentum, eftir að stjórnvöld ákváðu að aftur- kalla frumvarp um breytingar á stjórn franskra háskóla. Dagblöð, sem hlynnt eru ríkis- stjóminni, hrósuðu Chirac hins vegar fyrir „skynsamlega ákvörð- un“ - eins og eitt þeirra komst að orði - í ljósi hinna heiftarlegu mót- mæla stúdenta og óeirða í kjölfar þeirra. Stúdentar sögðu, að tilgangur mótmælagöngunnar í gær væri að undirstrika þá afstöðu þeirra, að stjómvöldum bæri að hafa samráð við námsmenn, þegar breyta ætti reglugerðum um starfsemi háskól- anna, og einnig vildu þeir mótmæla framferði lögreglunnar í nýafstöðn- um mótmælaaðgerðum, þar sem einn stúdentanna lét lífið. Aðalfyrirsögn Le Matin, sem hallt er undir Sósíalistaflokkinn, var „Uppgjöf" og tók yflr þvera forsíð- una. Blað vinstrimanna, Liberation hafði aðalforsíðufyrirsögnina, „Chirac: Algjör ósigur", á rauðum grunni. Le Figaro, sem styður stjómina dyggilega, sagði í forystugrein, að forsætisráðherrann hefði haft tvær „gildar ástæður“ til að taka þessa ákvörðun: vaxandi spennu á götum Parísar og aukna andstöðu við sam- steypustjóm hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.