Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 33 Kínverskir stúdent- ar krefjast lýðræðis Peking, AP. UM 3.000 stúdentar mótmæltu friðsamlega í Hefei, höfuðborg héraðsins Anhui i austurhluta Kína, og kröfðust lýðræðis, að því er haft var eftir lögreglufor- ingja á staðnum. Að sögn lögregluforingjans gengu námsmenn við nokkra há- skóla í borginni um einn kílómetra eftur götum Hefei. Kváðust þeir ætla að „yfirgefa garða háskólanna og steypa sér út í þjóðfélagið til Filippseyjar: Tveggja mánaða vopnahlé á að ganga í gildi í dag Deila um vopnahlés- skilyrðin á síðustu stundu Manila, AP, Reuter. UPPREISNARMENN á Filipps- eyjum skoruðu í gær á Corazon Aquino forseta að leysa úr deilu, sem komin er upp milli þeirra og hersins um, hverjir hafa mega vopn í fórum sínum, eftir að vpnahlé er gengið í gildi. Halda uppreisnarmenn því fram, að framtið vopnahlésins, sem ganga á í gildi á hádegi í dag og standa í tvo mánuði, sé undir því komin, að leyst verði úr þessari deilu. Deila þessi á rót sína að rekja til yfirlýsinga hersins um, að herinn áskilji sér rétt til að handtaka skæruliða kommúnista, sem sjást bera vopn á byggðum svæðum á meðan vopnahléð er í gildi. Leið- togar uppreisnarmanna halda því aftur á móti fram, að vopnahlés- samkomulagið kreQist þess ekki, að þeir afhendi vopn sín. Teofisto Guingona, einn helzti samningamaður stjórnarinnar í vopnahlésviðræðunum, sagðist í gær vera vongóður um, að takast myndi að leysa þessa deilu og að vopnahléð gengi í gildi eins og áformað var. að koma á lýðræði“. Þeir gengu til héraðsstjómarinnar og lögðu fram kröfur sínar. Lögregluforinginn kvaðst í viðtali við fréttastofu AP í Peking hvorki vita hvað stúdent- unum og héraðsstjómarmönnum hefði farið á milli, né hvaða kröfur þeir hefðu sett fram. Þegar þama var komið í símtal- inu kom embættismaður á línuna og sagði að frekari upplýsingar yrðu ekki veittar. Starfsmaður í skrifstofu al- mannaöryggis í Anhui kvaðst ekki vita til þess að nokkur hefði verið handtekinn: „Við handtökum aldrei stúdenta." Ganga stúdentanna var farin til að minnast þess að fimmtíu og eitt ár er liðið frá því að námsmenn mótmæltu Japönum í Peking. I fyrra hófu kínversk stjómvöld mikla herferð þegar sýnt þótti að stúdent- ar ætluð að nota þetta tækifæri til að mótmæla stjómarháttum. Áhersla var lögð á það að allar aðgerðir stúdenta ættu að fara fram undir handleiðslu stjómvalda. AP/Símamynd Fjölskyldusorg ÆTTINGJAR Jorge Alberto Paz Cebrera vaka við kistu hans að heimilli þeirra í Suchitoto í E1 Salvador. Cabrera var myrtur um borð f almenningsvagni fyrir skömmu. Vagnstjórinn hhrti ekki um bann við ferðum almenningsvagna á götum landsins og lenti í árás skæruliða. Búlgaría: 3 látast og 30 slasast íjarð- skjálftum Sofía, Vínarborg; AP, Reuter. SAMKVÆMT fregnum frá Búlgaríu Iétu a.m.k. 3 lífið og 30 slösuðust í jarðskjálftum þeim, er riðu yfir Búlgaríu sl. sunnudag. Eignartjón varð mjög mikið. Aðalskjálftinn, er mældist 5,5 stig á Richterkvarða, varð um miðjan dag á sunnudag og varð hans einnig vart í Rúmeníu, Júgóslavíu og Tyrklandi. Fleiri smærri skjálftar fylgdu síðan í kjölfarið. Motzfeldt sæmd ur stór- ridd ara krossi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JONATHAN Motzfeldt, for- maður grænlensku lands- stjórnarinnar, var i gær sæmdur norskum stórriddara- krossi með stjörnu i norska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn. Sendiherrann, Oli Álgaar, sagði, að ástæðan fyrir þessari orðuveitingu væri áhugi Motz- felds og grænlensku landsstjóm- arinnar á samvinnu við Norðmenn, ekki síst á sviði sjáv- arútvegs. KOSTABODA -S V- -> Bankastræti 10, sími 13122 Garðakaupum Garðabæ, sími 651812.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.