Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 LaRouche gat oft um morðið á Palme Waahington, AP. NBC-sjónvarpsstöðin skýrði frá því á laugardag, að komið hefði í ljós að morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, er margii- efnt í dagbókum og skjölum hins öfgafulla sljóriitnálaniaiins, Lyndon LaRouche. Hald var lagt á skjöl og dag- bækur LaRouche í skrifstofu samtaka hans. Að sögn manna, sem vinna að rannsókn á umsvifum sam- takanna, eru 45 tilvitnanir til morðsins á Palme. Getið er m.a. hverrar tegundar morðvopnið var og minnst er jafnan á Gunnarsson, sem um tíma lá undir grun og hafð- ur var í varðhaldi. Gunnarsson var félagi í Evrópska verkamannaflokknum, sem aðild átti að samtökum LaRouche, og studdi hinn öfgafulla stjórnmála- mann leynt og ljóst. liann var handtekinn 12. maí í sambandi við rannsóknina á morði Palme en sleppt nokkrum dögum síðar. Hann var margoft kallaður fyrir rann- sóknarnefndina eftir það og leiddur fyrir vitni. Talsmenn LaRouche-samtak- anna voru harðorðir í garð lögreglu- yfírvalda, eftir að frásagnir um dagbókina birtust. Þeir sökuðu þau um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla. Tilgangurinn væri að stuðla að hleypidómum um samtök- in, aðildarmenn þeirra og starfsemi. Þeir héldu því fram að sovézk yfir- völd hefðu staðið á bak við tilræðið á Palme. Að sögn manna, sem rann- saka mál LaRouche-samtakanna, liggur ekki fyrir hvort dagbókar- færslur um morðið á Palme hafi verið skrifaðar fyrir eða eftir verk- naðinn, né hvort þær hafi eitthvað vægi fyrir rannsókn morðsins. ^&Zn BOR VÉL # BiJlCK DECKER / Kaupfélaginu FYRIR EKKI NEITT Hristarí DN41 Borvél D 154 R Hjólsög DN2291 Stingsög DN531 HefillDN710 Þegar þú kaupir fullkomið Black og Decker verkfærasett í kaupfélaginu færð þú meiri afslátt en nemur verði vinsælustu borvélar sem seld hefur verið hérlendis, Black og Decker H551. Þú þarft ekki að kaupa allt settið til að njóta afsláttar. Kynntu þér afsláttarkjörin sem kaupfélagið býður á Black og Decker verkfærum. Mundu að þessi einstöku kjör bjóðast aðeins í kaupféiögunum í landinu. MAL VERKA METVERÐI Málverk Edouards Manet, „La Rue Mosnier aux Paveurs" (neðst til hægri) seldist fyrir 7,7 millj. pund (um 446 millj. ísl. kr.) á uppboði hjá Christie's í London í síðustu viku. Kaupandinn var óþekktur aðili í Evrópu. Þetta er hæsta verð, sem vitað er iini, að f engizt hafi fyrir málverk á uppboði. Fjárhæðin var það há, að skráningarskjárinn rúmaði hana ekki lengur í japönskum jenum, þvi að þar stendur eins og sjá má „overflow". Chernobylslysið: Kostar yfir 120 milljarða kr. LoDdon;AP. ÚTGJÖLD Sovétsljórnarinnar vegna slyssins í kjarnorkuverinu í Chernobyl 26. apríl sl. hafa farið langt fram úr hinni upphaf - legu áætlun, sem hljóðaði upp á 2 miUjarða rúblna (um 120 niillj- arðar ísl. kr.), að því er breska blaðið The Times sagði í gær. Mikhail Gorbachev, aðalritari so- véska kommúnistaflokksins, sagði þetta við Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, er hún ræddi við hann í Moskvu sl. föstu- dag, að því er hún tjáði fréttamanni The Times á sunnudag. Brundtland sagði að Gorbachev hefði ekki nefnt neina ákveðna tölu, en sagt að ljóst væri að kostnaður yrði_ mun hærri en ætlað hefði verið. í september hafði fjármálaráðherra Sovétríkj- anna, Boris Gostev, gefið áætlunar- töluna upp á blaðamannafundi. Bandaríkjaþing: Jim Wright f orseti full- trúadeildar Waabington; Reuter. ÞINGMENN Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, völdu í gær fyrrum leiðtoga sinn í deildinni, Jim Wright, næsta forseta deildarinnar. Enginn annar var í kjöri og tekur Wright, sem er frá Texas, við af Thomas O'Neill, sem ekki gaf kost á sér f síðustu kosn- ingum og gengt hafði þessu embætti í 10 ár. Formlega mun fulltrúadeildin kjósa forseta þegar þing kemur saman 6. jan. nk, en þar sem demókratar hafa þar 258 þingsæti á móti 177 sætum Repú- blikana, þykir fullvíst að Wright mun hreppa hnossið. Er ms- veikin veirusjúk- dómur? Filadclfíu, AP. VÍSINDAMENN telja nú, að það sé veira, sem valdi ms- sjúkdómnum, heila- og mænusiggi, a.in.k. sumum myndum hans. Var frá þessu skýrt, í fyrradag á ráðstefnu í Wistar-stofnuninni í Fílad- elffu í Bandaríkjunum. Dr. Hilary Koprowski, yfir- maður stofnunarinnar og einn þeirra, sem í fyrra fundu veir- una, kvaðst telja það „mjög líklegt", að hún ylli ms-sjúk- dómnum, sem hundruð þúsunda manna um heim allan þjást af. Undir það tók einnig Takahiko Saida, japanskur vísindamaður, sem sagði, að veiran hefði fund- ist í blóði sumra ms-sjúklinga í Japan. Voru allir sammála um, að hér værí um mikil tfðindi að ræða og að nú hillti e.t.v. undir lyf eða jafnvel bóluefni við sjúk- dómnum. Veiran, sem um ræðir, er fjar- skyld HTLV-I-veirunni, sem veldur T-frumu-hvítblæði, en hún á aftur sumt sameiginlegt með alnæmisveirunni. Á það var þó lögð áhersla, að ekkert væri skylt með alnæmi og ms-sjúk- dómnum. Eins og fyrr segir hefur veiran aðeins fundist f blóði sumra ms-sjúklinga en Koprowski telur, að hvað hina varðar kunni aðrar veirur ná- skyldar að vera sökudólgurinn. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.