Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 35 Áframhaldandi og aukinn stuðningur við OPEC „líklegur“ - segir Arne Oeien olíu- og orkumálaráðherra sem víö teijum fuiinægjandi tiiiþess ® ° að viðunandi ohuverð náist fram, Ósló. AP. NORSK stjómvöld munu að öll- nm likindum hlaupa undir bagga með OPEC á næsta árí og auka stuðning sinn við þá viðleitni samtakanna að hækka olíuverð, að því er Ame Oeien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, sagði í gær. Ráðherrann sagði, að viðbrögð Norðmanna færu eftir, hverjar yrðu niðurstöður ráðherrafundar OPEC-ríkjanna, sem hefst í Genf nk. fímmtudag. „Geri OPEC þær ráðstafanir, má búast við, að við takmörkum olíuútflutning okkar meira en hing- að til,“ sagði Oeien. Hann sagðist telja 18-20 dollara sanngjamt verð fyrir hveija tunnu, en núverandi verð er 13-15 dollarar. Frá því í septembermánuði hafa norsk stjómvöld stutt verðhækkun- arstefnu OPEC með því að ráðstafa 10% af olíuútflutningsframleiðsl- unni, eða um 80.000 tunnum á dag, til neyðarbirgðasöfnunar á vegum ríkisins. Noregur er fyrsta vestræna olí- framleiðslulandið, sem veitir OPEC stuðning opinberlega. Oeien sagði, að stjómin þyrfti að fá samþykki Stórþingsins fyrir þessari stefnubreytingu gagnvart OPEC, og yrði eftir því leitað, þeg- ar þingið kæmi saman að nýju eftir áramótin. „Ég tel líklegt, að við munum halda framleiðslutakmörkunum okkar til streitu, en með öðmm ráðum en hingað til,“ sagði ráð- herrann. Hann sagðist .ekki geta útilokað, að gripið yrði til ráða, sem hefðu í för með sér nánari tengsl Noregs við OPEC, en bætti við, að Norðmenn mundu afnema allar tak- markanir á olíufi-amleiðslu hjá sér, ef ekki tækist að komast að sam- komulagi á ráðherrafundinum í Genf. „Þá verður hver sjálfum sér næstur," sagði Oeien. FJOL3KYLDUNNAR FRA TECHNICS Komið þið nú blessuð og sæl. Ég er hljómtækjasamstæðan Z-50 og er íjólaskapi. Ég ermjög stolt af mér, enda engin furða. Ég erfrá Technics og flokkast þar af leiðandi undir alvöru hljómtæki. Ég er ekki úr plasti. Ég er ekki sambyggð og hliðarnar á mér eru ekki fastar við skápinn. Ef þið hafið áhuga á að heyra hvernig alvöru hljömtæki hljóma og þar að auki frá Technics, þá skora ég á ykkur að koma og hlusta á mig. Nú fæst ég á sérstöku jólatilboðsverði. Þið getið fengið mig með einu eða tvöföldu kassettutæki,og verðið á mér með hátölurum og skáp er frá 33.340 kr. m ^JAPIS BRAUTÁRHOIT 2 SiMI 27133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.