Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 fXbngttaSfiUútíjb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, st'mi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Stúdentadeilur í Frakklandi Franska ríkisstjórnin hefur nú fallið frá áformum sínum um lagabreytingar, er snerta hag stúdenta landsins. Það voru eink- um fjórar ráðstafanir, sem fóru fyrir brjóstið á stúdentum: 1) Háskólarnir áttu að fá að ákveða sjálfir, hverjir gætu skráð sig til náms í þeim. Einkunnir á stúd- entsprófí áttu ekki lengur að veita hindrunarlausan aðgang að há- skólanámi að vilja stúdenta. 2) Háskólar áttu að fá vald til að vísa stúdentum á dyr eftir tveggja ára nám. 3) Háskólaborgarar áttu framvegis að láta þess getið frá hvaða skóla þeir hefðu tekið próf. 4) Háskólar áttu sjálfír að fá að ákveða innritunargjöld. Þessar breytingartillögur bera allar þess merki, að ætlun stjórn- valda hefur verið að herða kröfur til þeirra, sem stunda háskólanám. Jafnframt hefur vilji þeirra staðið til þess að auka samkeppni meðal háskólamanna. í stuttu máli töldu námsmenn, að stefnt væri að auknum ójöfnuði í æðri menntun í landinu. Það hefur sem sé verið tekist á um grundvallarþætti í háskólastefnu. Hið sama verður ekki sagt um stúdentaóeirðirnar, sem urðu í París 1968. Þá var markmið forsprakkanna að um- bylta frönsku stjórnkerfi. Fyrir níu mánuðum urðu þær breytingar í frönskum stjórn- málum, að hægrisinnar undir forystu Jaeques Chirac unnu meirihluta í þinginu. Þar með var komið í veg fyrir, að Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, gæti skipað ríkisstjórn samherja sinna. í fyrsta skipti í rúman ald- arfjórðung frá því að Charles de Gaulle, hershöfðingi, lét breyta stjórnarskránni að sínu skapi sem forseti og jók hlut forsetans á kostnað ráðherra og ríkisstjórnar, myndaðist sú staða í frönskum stjórnmálum, að forseti og forsæt- isráðherra voru ekki skoðana- bræður. Hefur þess verið beðið með nokkurri óþreyju í Frakk- landi, að á það reyndi í samskipt- um forseta og forsætisráðherra, hvor þeirra hefði betur, ef skærist í odda. Ríkisstjórn Chiracs átti ekki von á að lenda í jafn harkalegum útistöðum við stúdenta og orðið hefur. Að sjálfsögðu hljóta ráð- herrarnir að hafa verið undir það búnir, að breytingartillögum þeirra yrði ekki tekið með þögn- inni. Hið sama á við um Frakkland og ísland, að stúdentar eru fullir tortryggni gagnvart öllum breyt- ingum. Þar eins og hér reka stjórnmálamenn sig fljótt á, að auðvelt er að egna fólk til and- stöðu við yfirvöldin, ef unnt er sýna fram á, að þau séu að íþyngja mönnum meira en áður. Frá upp- hafi var það yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að sýna fremur samningavilja en hörku í sam- skiptum við námsmenn. A fimmtudaginn í síðustu viku var stúdentum og menntaskóla- nemum stefnt saman til mótmæla í París. Nokkur hundruð þúsundir gengu um götur borgarinnar. Daginn eftir, á föstudaginn, skýrði René Monory, mennta- málaráðherra, frá því, að ríkis- stjórnin ætlaði að slá tillögum sínum um innritunargjöld, gildi háskólaprófa og val á stúdentum í skóla á frest. Þá fóru um tíu þúsund námsmenn um götur Parísar og mótmæltu hörku lög- reglunnar daginn áður. Voru götuátök í hjarta Parísar aðfara- nótt laugardags og lést stúdent vegna þeirra. Þar með var deila stúdenta og ríkisstjórnar komin á nýtt stig. Spenna ríkti í Frakk- landi yfir helgina. Síðdegis á mánudag skýrði Jacques Chirac frá því, að ríkisstjórnin hefði dreg- ið frumvarp sitt til baka. Enn er ekki séð fyrir endann á deilum stúdenta og ríkisvaldsins í Frakklandi. Sárin vegna átak- anna í síðustu viku þurfa nokkurn tíma til að gróa. Verði sú skoðun ofan á, að Mitterrand, forseti, hafi tekið ráðin af Chirac, forsæt- isráðherra, hafa andmæli stúd- enta ekki aðeins orðið til þess að knýja stjórnina til að breyta um stefnu heldur einnig til þess að styrkja forsetann á kostnað ríkis- stjórnarinnar. Valdataflið á æðstu stöðum í Frakklandi er orðið flóknara en áður. Það er Ijóst, að andmæli námsmannanna hafa ekki verið vinstrisinnum og stuðn- ingsmönnum forsetans á móti skapi. Að þessu leyti ógna þau löglega kjörinni stjórn landsins, þótt með öðrum hætti sé en 1968. Deilt um hænsnarækt Stéttarsamband bænda hefur hvatt Steingrím Hermanns- son, forsætisráðherra, og Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, til að hafa sömu skoðun á opin- berum afskiptum af hænsnarækt. Forsætisráðherra hét aðilum vinnumarkaðarins, að ekki yrði tekin upp opinber framleiðslu- og verðstýring í greininni. Alifugla- bændur álíta, að landbúnaðarráð- herra hafi lofað þeim opinberri framleiðslustjórn. Ráðherrar Framsóknarflokksins verða að höggva á þennan hnút. Loforð forsætisráðherra var ein af for- sendum nýgerðra kjarasamninga. Varla stefnir hann friði á vinnu- markaði í voða með því að ganga á bak orða sinna í þessu efni? Skönunu eftir að Natan (Anatoly) Shcharansky fékk frelsi frá Sov étríkjunum gekk hann á fund Ronalds Reagan í Hvíta húsinu. Mannréttindi og af- vopnun eru grein- ar á sama meiði EftirNatan (Anatoly) Shcharansky Á leiðtogafundinum í Reykjavík tókst ekki að draga úr spenn- unni, sem ríkir á milli stórveld- anna. Kom það mér ekki á óvart og ekki þeim mönnum öðrum, sem fylgst hafa með stefnu sové- skra stjórnvalda af þeim sjónar- hóli, sem er sovéskt fangelsi. Afvopnun byggist á gagnkvæmu trausti og traustið nærist á sam- eiginlegu gildismati en reynsla mín er sú, því miður, að enn sem komið er fyrirfinnist það ekki. Vínarfund þjóðanna 35, sem und- irrituðu Helsinki-sáttmálann um mannréttindi, er ekki hægt að af- greiða sem klaufalega tilburði vestrænna manna til að vinna þess- um hugsjónum brautargengi. Þeir Sovétmenn, sem hafa það starf að móta almenningsálitið á Vestur- löndum, Iitu þó á fundinn sem gott tækifæri til að sýna hve Gorbachev er sveigjanlegur og hve mikils hann metur þær hugsjónir, sem helgastar eru í augum Bandarikjamanna og Vestur-Evrópubúa. Sovétmönnum finnst ákaflega mikilvægt að draga þá mynd upp af Gorbachev, að hann aðhyllist þetta gildismat. Þá er líklegt, að afstaðan til Sovétríkj- anna breytist og að auðveldara verði að komast að afvopnunar- samningum eftir sovéskri forskrift. Engin afvopnun án gagnkvæms trausts Til að ná raunverulegum samn- ingum um afvopnunarmál er nauðsynlegt að draga úr tortryggn- inni milli stórveldanna en vegna hennar hafa Vesturlönd séð sig til- neydd til að vígbúast og búa sig undir hugsanlega árás Sovétmanna. Gagnkvæmt traust og tiltrú eru því algert skilyrði fyrir eðlilegum sam- skiptum við Sovétríkin í framtíðinni Fyrrum klefafélagi minn, andófs- maðurinn Vaziz Meilanov, sagði einu sinni, að jafnvel þótt stórveldin afvopnuðust þar til þau hefðu að- eins steinaldarvopn í höndunum, myndi hættan, sem vestrænum lýð- ræðisþjóðum stafaði af árásargjörn- um, herskáum og miklu fjölmennari óvini, neyða þær til að vopnast á ný. Samningar, sem felast í því að fækka vopnunum án þess að upp- ræta ástæðurnar fyrir vígbúnaðin- um, munu ekki reynast haldgóðir. Þeir geta í besta falli breytt stöð- unni um tima en ekki lagt grunninn að heimsfriði. Framtíðarsamningar, sem geta tekið frá mönnunum ótt- ann við kjarnorkudauðann, munu því aðeins nást, að tortryggnin minnki og það er í sjálfu sér háð því, að unnt verði að ræða við Sovét- stjórnina á eðlilegum grundvelli, þessa mestu gerræðisstjórn, sem til er. Aróðursbrögð og blekkingar Sovétmenn vita vel, að til að ná samningum um afvopnunarmál er nauðsynlegt að bæta andrúmsloftið í samskiptum þjóðanna. Tilraunir þeirra til að hafa áhrif á almenn- ingsálitið á Vesturlöndum eru hins vegar byggðar á áróðursbrögðum og blekkingum og tilgangurinn sá að fela fyrirlitninguna, sem þeir hafa á mannréttindum, á bak við „mannlega ásjónu" Gorbachevein- ræðisins. Gennady Gerassimov er orðinn að nokkurs konar sovéskum Walter Cronkite og kemur reglu- lega fram í bandarísku sjónvarpi til að skýra út og verja stefnu Sovét- stjórnarinnar. í október sl. var David Goldfarb, öldruðum og sjúk- um andófsmanni, leyft að fara frá Sovétríkjunum og var þess vand- lega gætt, að þetta miskunnarverk færi ekki fram hjá neinum. Eftir margra mánaða bið eftir vegabréfí var gyðmgafjölskyldu leyft að flytj- ast til ísraels svo að konan gæti gefíð fársjúkum bróður sínum bein- merg. Hefur í raun nokkuð breyst í Sovétríkjunum með tilkomu Gorbachevs? Gorbachev og gyð ingahandtökur Þótt fréttaskýrandi í New York eða Washington kunni að láta blekkjast af nútímalegri og fágaðri framkomu einræðisherrans er engin hætta á, að við, sem þjáðumst og þjáumst enn í Sovétríkjunum, föll- um í þá gryfju. Um helmingur gyðinga í fangelsum í Sovétríkjun- um, þeir, sem eru í haldi fyrir það eitt að vera gyðingar og vilja sam- einast sínu fólki í lsrael, var handtekinn eða dæmdur eftir að Gorbachev komst til valda á síðasta ári. Margir hafa ekki brotið annað af sér en að kenna hebresku. Á sama tíma og ég var látinn laus var slíkur kennari, Alexey Magarik, handtekinn og borinn upplognum sökum, kærður fyrir að hafa haft eiturlyf í fórum sínum. Annar hebr- eskukennari, Yuli Edelstein, er orðinn að farlama manni í fanga- búðunum og verður það til æviloka. Yuri Orlov hefur verið látinn laus eftir 10 ára fangabúðavist og útlegð en samt eru meira en 40 félagar Helsinki-nefndarinnar á bak við rimlana. Undir hinni „upplýstu" og „framsæknu" forystu Gorbachevs hefur dómurinn yör sumum þeirra verið þyngdur og aðbúnaður ann- arra hefur versnað mikið. Þegar ég skrifa þetta berast mér þær fréttir, að einhverjir hrottar á vegum KGB hafi barið Alexey Magarik vegna þess, að hann neit- aði að vinna með yfirvöldunum. Eiginkona annars fórnarlambs Gorbachevs-stjórnarinnar, hebr- eskukennarans Leonids Volvovsky, var barin úti á götu eftir að hafa talað við Nóbelsverðlaunaskáldið Elie Wiesel þegar hann var í Moskvu nú nýlega. Það er best að láta vestrænt fjöl- miðlafólk um að velta því fyrir sér að hve miklu leyti þetta er bara tilviljun. Pólitískir fangar í Sov-* étríkjunum vita, að besti mæli- kvarðinn á breytta stjórnarháttu er framkoma yflrvalda á hverjum stað í þeirra garð og fjölskyldna þeirra. Sviðsett frjálslyndi Umfjöllun fjölmiðlanna og vel sviðsett merki um „aukið frjáls- lyndi" eru ætluð almenningsálitinu á Vesturlöndum. Sovéskir gyðingar vita hins vegar, að það hefur aldrei verið eins erfitt og nú að fá brott- fararleyfi. Síðan Gorbachev komst til valda hefur brottflutningurinn verið minni en á dögum nokkurs fyrirrennara hans frá því Krúsjeff leið. Samt hafa aldrei fleiri sótt um brottfararleyfi, um 400.000 manns,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.