Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 jNtocgim Útgefandi nHiifrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Stúdentadeilur í Frakklandi Franska ríkisstjómin hefur nú fallið frá áformum sínum um lagabreytingar, er snerta hag stúdenta landsins. Það voru eink- um fjórar ráðstafanir, sem fóru fyrir brjóstið á stúdentum: 1) Háskólamir áttu að fá að ákveða sjálfir, hverjir gætu skráð sig til náms í þeim. Einkunnir á stúd- entsprófi áttu ekki lengur að veita hindmnarlausan aðgang að há- skólanámi að vilja stúdenta. 2) Háskólar áttu að fá vald til að vísa stúdentum á dyr eftir tveggja ára nám. 3) Háskólaborgarar áttu framvegis að láta þess getið frá hvaða skóla þeir hefðu tekið próf. 4) Háskólar áttu sjálfir að fá að ákveða innritunargjöld. Þessar breytingartillögur bera allar þess merki, að ætlun stjóm- valda hefur verið að herða kröfur til þeirra, sem stunda háskólanám. Jafnframt hefur vilji þeirra staðið til þess að auka samkeppni meðal háskólamanna. í stuttu máli töldu námsmenn, að stefnt væri að auknum ójöfnuði í æðri menntun í landinu. Það hefur sem sé verið tekist á um gmndvallarþætti í háskólastefnu. Hið sama verður ekki sagt um stúdentaóeirðimar, sem urðu í París 1968. Þá var markmið forsprakkanna að um- bylta frönsku stjómkerfi. Fyrir níu mánuðum urðu þær breytingar í frönskum stjóm- málum, að hægrisinnar undir forystu Jacques Chirac unnu meirihluta í þinginu. Þar með var komið í veg fyrir, að Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, gæti skipað ríkisstjóm samhetja sinna. í fyrsta skipti í rúman ald- arfjórðung frá því að Charles de Gaulle, hershöfðingi, lét breyta stjómarskránni að sínu skapi sem forseti og jók hlut forsetans á kostnað ráðherra og ríkisstjómar, myndaðist sú staða í frönskum stjómmálum, að forseti og forsæt- isráðherra vom ekki skoðana- bræður. Hefur þess verið beðið með nokkurri óþreyju í Frakk- landi, að á það reyndi í samskipt- um forseta og forsætisráðherra, hvor þeirra hefði betur, ef skærist í odda. Ríkisstjóm Chiracs átti ekki von á að ienda í jafn harkalegum útistöðum við stúdenta og orðið hefur. Að sjálfsögðu hljóta ráð- herramir að hafa verið undir það búnir, að breytingartillögum þeirra yrði ekki tekið með þögn- inni. Hið sama á við um Frakkland og ísland, að stúdentar eru fullir tortryggni gagnvart öllum breyt- ingum. Þar eins og hér reka stjómmálamenn sig fljótt á, að auðvelt er að egna fólk til and- stöðu við yfirvöldin, ef unnt er sýna fram á, að þau séu að íþyngja mönnum meira en áður. Frá upp- hafí var það yfírlýst markmið ríkisstjórnarinnar að sýna fremur samningavilja en hörku í sam- skiptum við námsmenn. A fimmtudaginn í síðustu viku var stúdentum og menntaskóla- nemum stefnt saman til mótmæla í París. Nokkur hundmð þúsundir gengu um götur borgarinnar. Daginn eftir, á föstudaginn, skýrði René Monory, mennta- málaráðherra, frá því, að ríkis- stjómin ætlaði að slá tillögum sínum um innritunargjöld, gildi háskólaprófa og val á stúdentum í skóla á frest. Þá fóru um tíu þúsund námsmenn um götur Parísar og mótmæltu hörku lög- reglunnar daginn áður. Voru götuátök í hjarta Parísar aðfara- nótt laugardags og lést stúdent vegna þeirra. Þar með var deila stúdenta og ríkisstjómar komin á nýtt stig. Spenna ríkti í Frakk- landi yfír helgina. Síðdegis á mánudag skýrði Jacques Chirac frá því, að ríkisstjórnin hefði dreg- ið frumvarp sitt til baka. Enn er ekki séð fyrir endann á deilum stúdenta og ríkisvaldsins í Frakklandi. Sárin vegna átak- anna í síðustu viku þurfa nokkurn tíma til að gróa. Verði sú skoðun ofan á, að Mitterrand, forseti, hafi tekið ráðin af Chirac, forsæt- isráðherra, hafa andmæli stúd- enta ekki aðeins orðið til þess að knýja stjómina til að breyta um stefnu heldur einnig til þess að styrkja forsetann á kostnað ríkis- stjómarinnar. Valdataflið á æðstu stöðum í Frakklandi er orðið flóknara en áður. Það er ljóst, að andmæli námsmannanna hafa ekki verið vinstrisinnum og stuðn- ingsmönnum forsetans á móti skapi. Að þessu leyti ógna þau löglega kjörinni stjórn landsins, þótt með öðrum hætti sé en 1968. Deilt um hænsnarækt Stéttarsamband bænda hefur hvatt Steingrím Hermanns- son, forsætisráðherra, og Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, til að hafa sömu skoðun á opin- beram afskiptum af hænsnarækt. Forsætisráðherra hét aðilum vinnumarkaðarins, að ekki yrði tekin upp opinber framleiðslu- og verðstýring í greininni. Alifugla- bændur álíta, að landbúnaðarráð- herra hafí lofað þeim opinberri framleiðslustjóm. Ráðherrar Framsóknarflokksins verða að höggva á þennan hnút. Loforð forsætisráðherra var ein af for- sendum nýgerðra kjarasamninga. Varla stefnir hann friði á vinnu- markaði í voða með því að ganga á bak orða sinna í þessu efni? Skömmu eftir að Natan (Anatoly) Shcharansky fékk frelsi frá Sov étríkjunum gekk hann á fund Ronalds Reagan i Hvita húsinu. Mannréttindi og af- vopnun eru grein- ar á sama meiði Eftir Natan (Anatoly) Shcharansky Á leiðtogafundinum í Reykjavík tókst ekki að draga úr spenn- unni, sem ríkir á miili stórveld- anna. Kom það mér ekki á óvart og ekki þeim mönnum öðrum, sem fylgst hafa með stefnu sové- skra stjórnvalda af þeim sjónar- hóli, sem er sovéskt fangelsi. Afvopnun byggist á gagnkvæmu trausti og traustið nærist á sam- eiginlegu gildismati en reynsla mín er sú, þvi miður, að enn sem komið er fyrirfinnist það ekki. Vínarfund þjóðanna 35, sem und- irrituðu Helsinki-sáttmálann um mannréttindi, er ekki hægt að af- greiða sem klaufalega tilburði vestrænna manna til að vinna þess- um hugsjónum brautargengi. Þeir Sovétmenn, sem hafa það starf að móta almenningsálitið á Vestur- löndum, litu þó á fundinn sem gott tækifæri til að sýna hve Gorbachev er sveigjanlegur og hve mikils hann metur þær hugsjónir, sem helgastar era í augum Bandaríkjamanna og Vestur-Evrópubúa. Sovétmönnum fínnst ákaflega mikilvægt að draga þá mynd upp af Gorbachev, að hann aðhyllist þetta gildismat. Þá er líklegt, að afstaðan til Sovétríkj- anna breytist og að auðveldara verði að komast að afvopnunar- samningum eftir sovéskri forskrift. Engin afvopnun án gagnkvæms trausts Til að ná raunverulegum samn- ingum um afvopnunarmál er nauðsynlegt að draga úr tortryggn- inni milli stórveldanna en vegna hennar hafa Vesturlönd séð sig til- neydd til að vígbúast og búa sig undir hugsanlega árás Sovétmanna. Gagnkvæmt traust og tiltrú era því algert skilyrði fyrir eðlilegum sam- skiptum við Sovétríkin í framtíðinni Fyrram klefafélagi minn, andófs- maðurinn Vaziz Meilanov, sagði einu sinni, að jafnvel þótt stórveldin afvopnuðust þar til þau hefðu að- eins steinaldarvopn í höndunum, myndi hættan, sem vestrænum lýð- ræðisþjóðum stafaði af árásargjöm- um, herskáum og miklu fjölmennari óvini, neyða þær til að vopnast á ný. Samningar, sem felast í því að fækka vopnunum án þess að upp- ræta ástæðumar fyrir vígbúnaðin- um, munu ekki reynast haldgóðir. Þeir geta í besta falli breytt stöð- unni um tíma en ekki lagt granninn að heimsfriði. Framtíðarsamningar, sem geta tekið frá mönnunum ótt- ann við kjamorkudauðann, munu því aðeins nást, að tortryggnin minnki og það er í sjálfu sér háð því, að unnt verði að ræða við Sovét- stjómina á eðlilegum grandvelli, þessa mestu gerræðisstjóm, sem til er. Áróðursbrög'ð og blekkingar Sovétmenn vita vel, að til að ná samningum um afvopnunarmál er nauðsynlegt að bæta andrúmsloftið í samskiptum þjóðanna. Tilraunir þeirra til að hafa áhrif á almenn- ingsálitið á Vesturlöndum era hins vegar byggðar á áróðursbrögðum og blekkingum og tilgangurinn sá að fela fyrirlitninguna, sem þeir hafa á mannréttindum, á bak við „mannlega ásjónu" Gorbachevein- ræðisins. Gennady Gerassimov er orðinn að nokkurs konar sovéskum Walter Cronkite og kemur reglu- lega fram í bandarísku sjónvarpi til að skýra út og yerja stefnu Sovét- stjómarinnar. í október sl. var David Goldfarb, öldraðum og sjúk- um andófsmanni, leyft að fara frá Sovétríkjunum og var þess vand- lega gætt, að þetta miskunnarverk færi ekki fram hjá neinum. Eftir margra mánaða bið eftir vegabréfi var gyðingafjölskyldu leyft að flytj- ast til ísraels svo að konan gæti gefíð fársjúkum bróður sínum bein- merg. Hefur í raun nokkuð breyst í Sovétríkjunum með tilkomu Gorbachevs? Gorbachev og gyð ingahandtökur Þótt fréttaskýrandi í New York eða Washington kunni að láta blekkjast af nútímalegri og fágaðri framkomu einræðisherrans er engin hætta á, að við, sem þjáðumst og þjáumst enn í Sovétríkjunum, föll- um í þá gryfju. Um helmingur gyðinga í fangelsum í Sovétríkjun- um, þeir, sem era í haldi fyrir það eitt að vera gyðingar og vilja sam- einast sínu fólki í Israel, var handtekinn eða dæmdur eftir að Gorbachev komst til valda á síðasta ári. Margir hafa ekki brotið annað af sér en að kenna hebresku. Á sama tfma og ég var látinn laus var slíkur kennari, Alexey Magarik, handtekinn og borinn upplognum sökum, kærður fyrir að hafa haft eiturlyf í fóram sínum. Annar hebr- eskukennari, Yuli Edelstein, er orðinn að farlama manni í fanga- búðunum og verður það til æviloka. Yuri Orlov hefur verið látinn laus eftir 10 ára fangabúðavist og útlegð en samt era meira en 40 félagar Helsinki-nefndarinnar á bak við rimlana. Undir hinni „upplýstu" og „framsæknu" forystu Gorbachevs hefur dómurinn yfír sumum þeirra verið þyngdur og aðbúnaður ann- arra hefur versnað mikið. Þegar ég skrifa þetta berast mér þær fréttir, að einhveijir hrottar á vegum KGB hafí barið Alexey Magarik vegna þess, að hann neit- aði að vinna með yfirvöldunum. Eiginkona annars fómarlambs Gorbachevs-stjómarinnar, hebr- eskukennarans Leonids Volvovsky, var barin úti á götu eftir að hafa talað við Nóbelsverðlaunaskáldið Elie Wiesel þegar hann var í Moskvu nú nýlega. Það er best að láta vestrænt fjöl- miðlafólk um að velta því fyrir sér að hve miklu leyti þetta er bara tilviljun. Pólitískir fangar í Sov- étríkjunum vita, að besti mæli- kvarðinn á breytta stjómarháttu er framkoma yfírvalda á hveijum stað í þeirra garð og íjölskyldna þeirra. Svidsett frjálslyndi Umfjöllun fjölmiðlanna og vel sviðsett merki um „aukið fijáls- lyndi" eru ætluð almenningsálitinu á Vesturlöndum. Sovéskir gyðingar vita hins vegar, að það hefur aldrei verið eins erfitt og nú að fá brott- fararleyfi. Síðan Gorbachev komst til valda hefur brottflutningurinn verið minni en á dögum nokkurs fyrirrennara hans frá því Krúsjeff leið. Samt hafa aldrei fleiri sótt um brottfararleyfí, um 400.000 manns, MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 37 og það þótt þeir viti, að gyðingur, sem vill flytjast burt, missir líklega vinnuna, sætir ofsóknum og verður hugsanlega dæmdur í margra ára fangelsi eða útlegð. Hrottaskapurinn, sem fyrri stjórnir hafa jafnan sýnt gyðingum og andófsmönnum, er jafnvel enn augljósari af hendi áróðursmeistar- ans Mikhails Gorbachev. Þrátt fyrir það hefur Sovétmönnum orðið vel ágengt í að búa til aðra og fegurri mynd af Gorbachev og alræðis- stjórninni, sem hann veitir forstöðu. Meðan á Daniloff-málinu stóð töldu margir vestrænir blaðamenn, að handtaka fréttamannsins bryti í bága við stefnu Gorbachevs og að KGB hlyti því að hafa tekið fram fyrir hendur honum. Þessar vanga- veltur sýna hve vel einræðisstjóm- inni hefur tekist að koma því inn hjá fólki, að hún eigi eitthvað sam- eiginlegt með Bandaríkjunum og öðrum fijálsum þjóðum hvað varðar siðferðilegt mat og mannréttindi. Hugtakab r e ngl Hvernig hefur Sovétstjómin farið að við að koma sér upp þessari ímynd? Ein aðferðin er að hamra á þeim hugtökum, sem Vestur- landabúar era vanir - „lögmæti", „lýðræði“, „þjóðþing", „réttarhöld" og „lögfræðingar". Ollum þessum orðum, sem eiga við í lýðræðisþjóð- félagi, er ætlað að gefa til kynna, að eitthvað sé sameiginlegt með bandarísku_ réttarfari og sovéska Gúlaginu. Ég hef skoðað fangelsi í ísrael og get því borið um það sjálf- ur, að á Vesturlöndum á jafnvel orðið „fangelsi" ekkert skylt við þær prísundir, sem ég hef séð í Sovétríkjunum. Sambandið, sem er á milli Bandaríska lögmannafélags- ins og þeirra, sem þeir halda að séu kollegar sínir í Sovétríkjunum, sýn- ir best hve aðferðin er árangursrík. Því miður er það svo, að raun- verulegir starfsbræður bandarísku lögfræðinganna, þeir, sem vilja vinna í anda réttlætis og laga, era á bak við lás og slá víða um Sov- étríkin. Ég var í Hollandi nýlega og hitti þar fyrir hóp manna, m.a. fulltrúa kirkjufélaga, friðarhreyfinga, Am- nesty Intemational, óháðra kommúnistaflokka og verkalýðs- félaga. Ég sagði þeim, að mér liði eins og ég væri aftur staddur öfugu megin við rimlana því að í Sovétríkj- unum væri aðeins hægt að finna þeirra líka í fangelsi. Tilraunir Sov- étmanna til að flagga með eftirlík- ingar af svona samtökum sýna hve stjómvöld telja það mikilvægt, að fólk haldi, að vestrænt gildismat ráði einnig austur þar. Helsinki-fundurinn í Vín og leið- togafundurinn í Reykjavík, annar um mannréttindamál og hinn um afvopnun, eru greinar á sama meiði og óaðskiljanlegir. Eftir fundinn í Reykjavík kváðust talsmenn Gorbachevs gera sér fulla grein fyrir því en sneru síðan öllu á hvolf. Mannréttindi tekin sem gísl Sovétmenn, sögðu þeir, era til- búnir til að gefa eftir hvað varðar sovéska gyðinga en áhersla Reag- ans, Bandaríkjaforseta, á geim- varnaáætlunina er hér Þrándur í Götu. Þessi augljósa atlaga að varn- arstefnu forsetans er dæmd til að mistakast. Hún er byggð á þeim misskilningi Sovétmanna, að leyfí- legt sé að taka mannréttindin í gíslingu til að ná fram meiri eftir- gjöf í öryggismálunum. Með tilvísan til þessara undarlegu skoðana hafa sumir vestrænir fréttaskýrendur bent á, að kannski væri rétt að leggja minni áherslu á mannréttind- in og lækka þannig verðið, sem Sovétmenn setja upp fyrir að fylgja Helsinki-sáttmálanum. Fijálsum þjóðum ber skylda til að skýra út sambandið á milli ör- yggismála og mannréttinda. Aherslan, sem vestrænar þjóðir leggja á raunverulegt frelsi í Sov- étríkjunum, er engin uppgerðar- krafa, sem sovéskir samningamenn geta svarað með gagnkröfu. Hels- inki-sáttmálinn skyldar Sovét- stjórnina til að virða borgaraleg réttindi og í honum era framtíð- arsamskipti Austurs og Vesturs bundin því, að við samninginn sé staðið. Skyldu kröfur okkar um mannréttindi og brottflutningsleyfi valda því, að Sovétmenn gera sífellt meiri gagnkröfur? Ættum við að hætta þeim? Verslum ekki með fólk Svarið er afdráttarlaust nei. Við erum ekki á neinum uppboðsmark- aði. Við megum ekki nota gyðinga sem gjaldmiðil fyrir eða gegn geim- varnaáætluninni. Við getum ekki fallist á þann skilning Sovétmanna, að rétt sé að versla með líf manna. Við verðum að herða baráttuna fyrir frelsi allra samviskufanga. Við verðum að beijast fyrir því, að sov- éskir gyðingar fái að flytjast úr landi. Raunveralegur árangur í af- vopnunarviðræðum er kominn undir árangri í þessum efnum. Ef þetta fólk fengi frelsi myndi það sýna, að Sovétmenn hefðu í raun stigið skref í átt til gagn- kvæms trausts og skilnings. Við, sem ekki viljum slá af kröfunum gagnvart Sovétmönnum, vitum, að það erum við, sem erum að leggja granninn að gagnkvæmu trausti og búa í haginn fyrir raunverulegri afvopnun. Þessi era tengslin milli Reykjavíkur og Vínar. Höfundur varísovéskum fanga- búðum frá árinu 1978þar til bann var látinn laus ífebrúar & ]>essu ári. Hann ernú búsettur í tsrael. Grein þessi birtist uppbaflega í The Wall Street Journal Of margir farsímar í Reykjavík: Rásum fjölgað í byrjun janúar RÁSUM í móðurstöðvum far- símakerfisins verður fjölgað um næstu áramót til að bregðast við örri fjölgun notenda. Að sögn Ólafs Indriðasonar, deildarstjó- ara tæknideildar Pósts og Síma, ríkir nú hálfgert vandræða- ástand i farsímamálum i Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Um síðustu helgi höfðu verið seldir 1940 farsimar. Fimm mánuðir eru liðnir eru síðan kerfið var opnað. Til sam- anburðar eru jafn margir far- símar á íbúa í Finnlandi þar sem kerfið var sett upp fyrir fimm árum. Ólafur sagði að kerfið hefði upp- haflega verið miðað við 2000 síma, með jafnri dreifingu á öllu landinu. í ljós hefur komið að notkunin í Reykjavík er mun meiri en búist var við. Móðurstöðvar sem þjóna farsímum á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar, á Öskjuhlíð, Þorbjamar- fjalli við Grindavík, Skálafelli og á Ákranesi. Nú era 28 rásir í þessum stöðvum en þeim verður fjölgað í 60 um áramótin. Einnig er fyrir- huguð stækkun á stöðvunum í Grímsey, Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði og Þverijalli í ísafirði. Ólafur sagði að víða úti á landi væru móðurstöðvar aðeins búnar tveimur rásum. í bígerð væri að stækka þessar stöðvar um helming. Níutíu og fjórar rásir væra í notkun á öllu landinu en í vetur yrði þeim fjölgað um a.m.k. 50%. Hvort fram- hald yrði á þeirri vinnu næsta sumar væri hinsvegar vafa undirorpið, þar sem ýmsar blikur væra á lofti í tekjumálum Pósts og Síma. Útgjöld til hermála eru að sliga efnahag Sýrlendinga. Assad forseti á við ærinn vanda að etja Sýrland: AF ERLENDUM VETTVANGi eftir ÁSGEIR SVERRISSON ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir Hafez Assad, forseta Sýrlands, þessa dagana. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórn hans og áhrif hans innan arbaheimsins fara ört dvínandi. Þá er gríðarleg hernaðaruppbygging undanfarinna ára að sliga efna- hag Sýrlendinga. Vestrænir fréttaskýrendur telja að upphaf ógæfunnar megi rekja til ársins 1983 þegar Assad fékk hjartaáfall. Þá hófst mikil valdabarátta innan hers og stjómar og litlu munaði að borg- arastyijöld skylli á. Áhrifa þessa gætir enn. Ássad getur heilsu sinnar vegna ekki sinnt störfum sínum af sömu elju og áður og það hefur veikt stöðu hans innan- lands. Assad er ljóst að veldi hans er ógnað. Að undanfömu hefur hann hert alla öryggisgæslu og er talið að um 250.000 manns séu í sérsveitum hers og lögreglu. Efnahagurinn að hrynja Útgjöld til öryggis- og vamar- mála hafa farið ört vaxandi á undanförnum áram. Síðustu fjög- ur ár hefur Assad varið 12 mill- jörðum Bandaríkjadala til að treysta vamir landsins.I ár rennur helmingur tekna ríkissjóðs til ör- yggis- og vamarmála, samkvæmt opinberam tölum. Sökum þessa er efnahagur landsins kominn að hruni og óánægja almennings fer vaxandi. Miðstýring efnahagslífs- ins bætir ekki úr skák. Nauðsynja- vörur svo sem brauð, hveiti og mjólk era iðulega ófáanlegar og rafmagn er skammtað. Framboð á neysluvamingi er takmarkað þar sem innflutningur hefur verið heftur. Gífurlegur halli er á ríkis- sjóði og gjaldeyrisforði landsins er að þrotum kominn. Stuðningur Sýrlandsstjómar við írani í Persaflóastríðinu hefur einnig komið niður á efnahag landsins. Ríki vinveitt írökum hafa hætt efnahagsaðstoð við Sýrlendinga, sem talin er hafa numið 1,3 milljörðum Banda- ríkjadala á ári. Samhliða þessu hafa tekjur Sýrlendinga af olíu- sölu minnkað sökum fallandi olíuverðs. Brostnar vonir Sýrlandsstjórn hefur undan- fama mánuði orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðra á sviði ut- anríkismála. Fyrir nokkram mánuðum bundu ríki Vesturlanda vonir sínar um frið í Mið-Austur- löndum við Assad. Hersveitir hans réðu lögum og lofum í Líbanon og vestrænir embættismenn töldu hann geta fengið fylgismenn ír- ana í Beirút til að sleppa gíslum sínum úr haldi. Allt reyndust þetta tálvonir einar. Bardagar liðs- manna Frelsissamtaka Palestínu og amal-shíta í Líbanon hafa aldr- ei verið harðaðri og allar friðar- umleitanir Sýrlendinga hafa reynst árangurslausar. Er þetta einkum neyðarlegt í ljósi þess að Assad var í eina tíð helsti stuðn- ingsmaður Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu. Þá hafa Sovétmenn, bandamenn Sýrlend- inga, aukið enn frekar á vanda Assads. Sovétmenn beita sér nú fyrir því að hinar ýmsu fylkingar Palestínumanna sameinist. Ef þær tilraunir reynast árangursrík- ar mun það verða til þess að draga enn frekar úr áhrifum Sýrlend- inga í Líbanon. Að sjálfsögðu er Assad andvígur slíkum samein- ingarhugmyndum en hann er í vanda staddur þar sem Sýrlend- ingar skulda Sovétmönnum 15 milljarða Bandaríkjadala og það lán geta þeir einfaldlega ekki borgað. Auk þess eru Sovétmenn í bandalagi við íraka og virðist Assad vera í litlu uppáhaldi hjá þeim þessa dagana. Áhrif Irana í Líbanon hafa auk- ist á kostnað Sýrlendinga og bandalag ríkjanna tveggja virðist riða til falls. Ayatollah Khomeini, leiðtogi Irana, stefnir að því að flytja íslömsku byltinguna út til Líbanon en Assad telur nauðsyn- legt að treysta ítök Sýrlendinga þar. Sýrlendingar mega ekki við því að missa tök sín á landinu og gildir þá einu hvort litið er til þeirra eigin öryggishagsmuna eða hugsanlegra átaka við ísraela. Stuðningur við hryðju- verkamenn Stuðningur Sýrlandsstjómar við hryðjuverkamenn sem látið hafa til sín taka á Vesturlöndum hefur einnig reynst æði dýrkeypt- ur. í Vestur-Þýskalandi vora nýlega kveðnir upp dómar yfir tveimur hryðjuverkamönnum sem notið höfðu aðstoðar sýrlenskra embættismanna við að fram- kvæma ódæðisverk sín. Stjómin í Bonn ákvað að reka fjóra sýr- lenska embættismenn úr landi og samskipti ríkjanna era lítil sem engin. Ríkisstjóm Margaret Thatcher sleit stjómmálasam- bandi við Sýrlendinga þegar fullsannað þótti að þeir hefðu staðið að baki tilraun til að sprengja ísraelska farþegaþotu í loft upp í London. Ríki Evrópu- bandalagsins og Bandaríkin ákváðu í kjölfar þessa að tak- marka stjómmálasamskipti við Sýrlendinga. Stuðningur Assads við írani hefur orðið til þess að draga úr áhrifum hans ekki síst eftir að ljóst varð að ísraelar höfðu flutt bandarísk vopn til ír- an. Allt hefur þetta orðið til þess að veikja stöðu Assads á alþjóða- vettvangi og innan arabaheims- ins. Sýrlendingar hafa einangrast og virðast vera að missa ítök sín í Mið-Austurlöndum. Stuðningur- inn við Irani gæti reynst banabiti Assads. Persónulegt hatur hans á Saddam Hussein, forseta íraks, hefur leitt hann út á hálan ís. Hafez Assad rændi völdum í Sýrlandi árið 1970. Að undan- fömu hafa þær raddir heyrst að honum kunni að verða steypt af stóli. Assad virðist hafa fullan stuðning hersins þannig að vald- arán er fremur ólíklegt. Hins vegar er ljóst að hann á erfitt verk fyrir höndum. Ef ekki tekst að finna lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar mun almenningur fagna nýjum valdhöfum. Heimildir: AP, Newsweek og Economist. Hafez Assad Sýrlandsforseti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.