Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Tveir fundir í sameinuðu þingi í gær: Ekki unnt að taka neitt mál fyrir Utandagskrárumræður um sölu Borgarspítalans á fimmtudaginn? EKKI reyndist unnt að taka neitt mál fyrir á Alþingi í gær vegna þess hve margir þingmenn og ráðherrar vorufjarverandi. Tveir fundir höfðu verið boðaðir í sameinuðu þingi. Á hinum fyrri, sem hófst kl. 15:00, voru tíu mál á dagskrá, og á hinum síðari, sem hófst er fyrri fundinum Iauk, voru níu mál á dagskrá. I upphafi fyrra fundarins kvaddi væri að gerast hið fyrsta. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sér hljóðs um þingsköp. Hann vakti athygli á því, að ekki fengist svar við fyrirspurn hans um kaup ríkis- ins á Borgarspítalanum, þótt hún væri á dagskrá fundarins, þar sem heilbrigðisráðherra hefði boðað for- föll. Þingmaðurinn sagði, að pukrast hefði verið með sölu spítal- ans og þótt fyrir lægi samnings- uppkast milli ríkisins og Reykjavík- urborgar hefði forstjóri Borgarspítalans ekki fengið að sjá það. Hann spurði, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að knýja ríkið til þess að kaupa eina 10 spítala á næstu dögum. „Er þetta valddreif- ingarstefna Sjálfstæðisflokksins?" spurði hann. Svavar Gestsson taldi nauðsyn- legt, að Alþingi ræddi sölu Borg- arspítalans áður en fjárlög væru afgreidd og óskaði eftir því, að for- seti sameinaðs þings sæi til þess að svar við fyrirspurninni kæmi fram í næsta fyrirspurnartíma eftir viku. Karvel Pálmason (A.-Vf.) taldi of seint að ræða málið næsta þriðjudag því þá væri aðeins eft- ir 3. umræða fjárlaga. Kvað hann það lágmarkskröfu, að þingið fengi vitneskju um það sem hér Halldór enekki Matthías SVAR á Alþingi um útflutning K. Jónssonar & Co. hf. á Akurda- eyri var f rá Halldóri Asgrímsml- issyni, sjvarútvegsráðherra, en ekki Matthíasi Bjarnasyni eins og missagt var á þingsíðu Morg- unblaðsins í gær. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.- Rvk.) sagðist vilja ítreka beiðni um umræður um málið hið fyrsta. Ef- nið varðaði stefnubreytingu í heilbrigðismálum, sem kæmi á óvart, þar sem allir hefðu talið að það væri stefna Sjálfstæðisflokks- ins að selja ríkisfyrirtæki en ekki að auka báknið. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, sagði, að ákveðið hefði verið að fresta 2. umræðu um fjárlög til fostudags og því myndi væntanlega gefast tími til þess á fimmtudaginn að ræða málefni Borgarspítalans. Að umræðum þessum loknum kvöddu þeir Hjörleifur Guttorms- son (Abl.-Al.) og Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sér hljóðs um þingsköp til að ræða tafir sem hafa orðið á skriflegum svörum við nokkrum fyrirspurnum. Að því búnu upplýsti forseti, að ekki yrði unnt að taka á dagskrá neina þeirra tíu fyrir- spurna sem fyrir fundinum lægi, þareð ýmist væru ráðherrar eða fyrirspyrjendur fjarverandi. Hann sleit síðan fundi og setti annan fund í sameinuðu þingi, þar sem níu þing- sályktanir voru á dagskrá. Þegar ganga átti til dagskrár síðari fundarins kom í Ijós, að flutn- ingsmenn titlagnanna voru ekki viðstaddir og þvf ekki unnt að taka þær fyrir. Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) bað þá um orðið til að tala um þingsköp og lét í ljós hneykslun á þeirri stöðu sem upp væri komin. Páll Pétursson (F.- Nv.) sagði, að eðileg skýring væri á fjarveru margra þingmanna og ráðherra og visaði til opinberrar útfarar Emils Jónssonar, fyrrver- andi forsætisráðherra. Sagði hann, að fjarvera manna stafaði því hvorki af hyskni né trassaskap. Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, kvaðst vilja vekja athygli á því, að þrír ráðherrar væru í þing- inu og sagði að menn mættu ekki láta eins og enginn ráðherra væri viðstaddur. Hann kvaðst hafa verið reiðubúinn til að svara fyrirspurn á fyrri fundi sameinaðs þings, en fyr- irspyrjandi hefði ekki mætt. Benti ráðherrann á, að þrátt fyrir fjarveru flutningsmanna þingsályktunartil- lagnanna mætti ganga til atkvæða um fimm mál á dagskránni. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, ávítaði ráðherrann fyrir orð hans. Hann sagði, að það væri fullkom- lega astæðulaust að benda forseta á að hægt væri að ganga til at- kvæða um mál. Forseta væri ljóst hvenær ganga ætti til atkvæða og hvenær ekki. Hann tók síðan undir þá skýringu á fjarveru margra þing- manna, að opinber útför hefði farið fram. Við svo búið sleit hann fundi og var klukkan þá 15:35. Fundirnar höfðu staðið í rúman hálftíma. AIÞinGI Mannréttindi f orsenda varanlegs friðar: Brot á mannréttindaákvæðum Helsinki-sáttmálans fordæmd Tillaga átján þingmanna Sjálf stæðisf lokks „ALÞINGI ályktar að fordæma brot á mannréttindaákvæðum Hels- inki-sáttmálans og felur ríkisstjórninni að vinna að því að mannrétt- indamál fáí aukið vægi á þriðja framhaldsfundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem nú stendur yfir í Vín, og einnig á sérfræðingafundum eða öðrum framhaldsfundum ráðstefnunnar sem ákveðnir verða í Vín". Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) er fyrsti flutningsmaður framan- greindrar tillögu til þingsályktunar, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Meðflutningsmenn eru sautján aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki. í greinargerð er vitnað til Helsikni- sáttmálans, sem gerður var fyrir 11 árum. Sáttmálinn var gerður til þess annarsvegar að draga úr spennu milli austurs og vestur en hinsvegar til að styrkja viðurkenn- ingu og virðingu á mannréttindum almennt sem forsendu varanlegs friðar. í greinargerð er og vitnað til framhaldsfunda ráðstefnu um ör- yg&i °g samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem haldnir vóru í Belgrad (1977-8), Madríd (1980-83) og Vín (standa nú yfir). Vitnað er til ræðu Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, á Vínarráðstefnunni 6. nóvember sl., þar sem hann sagði m.a.: „Við skulum líta ögn nánar á stöðu mannréttindamála í sumum ríkjanna. Andófsmenn þurfa að þola harðræði í þrælkunarbúðum eða á geðsjúkrahúsum, sem notuð eru í þágu pólitískra markmiða. í hvert skipti sem slíkum aðgerðum er mótmælt er skírskotað til „full- réttis". Þá eru það talin innanríkis- mál þegar einstaklingar vitja flytja úr landi en fá það ekki. I augum Islendinga eru þetta dæmi um mannréttindabrot og mannréttindi eiga sér engin landamæri. Orð fá ekki brúað þetta hyldýpi, þar megna verkin ein að skapa aukið traust.... í þessum efnum kristallast munur- inn á opnum samfélögum Vestur- landa og lokuðum safélögum Austur-Evrópu". Stuttar þmgfréttir Sky ldumat ferskfisks af - numið Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp sem kveður á um að skyldumat á ferskum fiski verði af- numið. Þess í stað verði tekið upp gæðamat á ferskfiski í höndum við- skiptaaðila, seljenda og kaupenda. Landkynning að loknum leiðtogafundi Dávíð Aðalsteinsson og flejiri þing- menn Framsóknarflokks flytja þingsályktunartillögu til áskorunar á ríkisstjórnina um sérstakt kynning- arátak erlendis á íslenzkri vöru, þjónustu og ferðamálum í því skyni að nýta þann byr sem íslendingar fengu í fréttaljósi leiðtogafundarins. Framtíðarskipan kenn- aramenntunar Hjörleifur Guttormsson og fleiri þing- menn Alþýðubandalags flytja tillögu, þessefnis, að ríkisstjórnin láti endur- skoða inntak og skipan kennara- menntunar fyrir grunnskóla- og framhaldsskólastig. Sett verði á fót nefnd á vegum menntamálaráðuneyt- is með fulltrúum frá samtökum kennara og stofnunum sem annast kennaramenntun. Fiskeldi búgrein hjá bændum Davíð Aðalsteinsson og fleiri þing- menn Framsóknarflokks flytja til- lögu, þessefnis, „að fela ríkisstjórn- inni að láta vinna að því ötullega að fiskeldi geti orðið búgrein á þeim jörð- um sem hafa til þess náttúruleg skilyrði". Verðsveiflur í loðdýra- , rækt Davíð Aðalsteinsson er einnig fyrsti flutningsmaður að tillögu um trygg- ingarsjóð loðdýraræktar gegn verð- sveiflum. Tillagan kveður á um nefndarskipan til þess að kanna með „hvaða hætti megi bezt tryggja hag loðdýrabænda gegn verðsveiflum á loðskinnamörkuðum. Menntastofnun á sviði matvælaiðnaðar Sami þingmaður er fyrsti flutn- ingsmaður að áskorunartillögu á ríkisstjórnina um að hafa „forgöngu um að nú þegar verði komið á fót menntastofnun sem veiti fræðslu á sem flestum sviðum matvælaiðnaðar, hótel-, veitinga- og almennrar ferða- mannaþjónustu". Álafosskórinn í Mosf ellssveit Reylgum. FRÉTTARITARI brá sér nýlega á æfingu hjá „Álafosskórnum" til öfl- unar frétta af starfseminni. Þar reyndist allt vera í fullum gangi og æft af kappi fyrir jólatónleika. Álafosskórinn er nú að hefja sjötta starfsárið og eru félagar f honum starfsfólk Álafoss, um fjöru- tíu manns, konur og karlar. Stjórn- andi kórsins er Páll Helgason og hefir hann verið það frá upphafi. Páll er frá Akureyri og stundaði allnokkuð dægurmúsík í sinni heimabyggð og var í hljómsveitum er spiluðu fyrir dansi. Eftir að Páll kom að Álafossi stundaði hann nám í Tónlistarskól- anum að Brúarlandi og var jafn- framt söngmaður í Karlakórnum Stefni í Kjósarsýslu. Þar sá hann einnig um píanóundirleik og radd- setningu við góðan orðstír. Hann hefur nú snúið sér ein- göngu að þessum „vinnustaðakór" sem er fremur sjaldgæft fyrirbæri hér á landi en hinsvegar mjög al- gengt í ýmsum iðnaðarlöndum í Evrópu en þó einkum S Ameríku. Kórinn hefir sungið mikið við ýmis tækifæri innanlands en einnig erlendis. Þessar ferðir eru þá eink- um í því fólgnar að heimsækja umboðsaðila verksmiðjunnar svo sem í Finnalndi, Þýskalandi og stór ferð var farin til Rússlands en svo síðast í sumar til Ameríku. Móttök- ur hafa allstaðar verið feikna góðar, einkum í Rússlandi og þó sérstak- lega vel var þeim tekið í Ameríku. Ameríkuferðin var mjög vel heppnuð eins og áður segir og var farið þann 12. júll í sumar og hald- ið til Washington D.C. Þar stóð íslendingafélagið fyrir móttöku undir forystu Guðrúnar Martyny og fleiri félagsmanna sem hlýddu á söngskemmtun í borginni. Þá var haldið til Coldwater Sea- food Co. í Cabridge f Maryland. Þar tók Pétur Pétursson við hópnum og lýsti því helsta sem fyrir augu bar asamt sögu og þróun þessa fyrirtækis íslendinga. Veitingar voru ekki skornar við nögl og boðið uppá framleiðslu verksmiðjunnar ásamt 400 manns af starfsfólki fyrirtækisins. Söngstjórinn leikur undir á píanó í sumum lögunum en einnig eru með 3 aðrir hljómlistar- menn sem leika með ef því er að skipta. Hljómsveitin innleiddi skemmt- unina án kórsins með léttri sveiflu en síðan söng kórinn við feikna góðar undirtektir og með þeim hætti sem ungt fólk í Bandaríkjun- um tjáir fögnuð sinn. Einsöngvari með kórnum var að þessu sinni Helgi Einarsson bassi. Var það mál manna að aðrar eins viðtökur hefði kórinn aldrei fengið fyrr. Um kvöld- ið var boðið til veislu með íslending- um og fleiri gestum og var þá einnig tekið lagið en samkoman stoð fram á nótt. Daginn eftir var haldið til Princeton en svo sem kunnugt er er þetta nafnkenndur háskólabær en þar sá um allt hr. Stephan Howard, stjórnandi drengjakórsins „American Boycho- ir", sem heimsótti Island fyrir nokkrum árum. Þarna var sungið þrisvar sinnum: fyrst fyrir stúd- enta, síðan í kaffisal en að lokum í tilraunastöð sem heitir „Fusion Energy Lab.", bæði innan húss og utan við alveg feikilega góðar und- irtektir, svo af varð umferðarteppa á götunni. Þá var fyrirtækið Robert Landau heimsótt en það hefir í mörg ár sérhæft sig í sölu á íslenskum ullar- vörum af ýmsu tagi. Eigandinn, hr. Landau, er kunnur maður í heima- byggð sinni og þekktur íslandsvin- ur. Hr. Landau var mjög ánægður með komu kórsins og frammistöðu hans við þetta tækifæri. Einnig og ekki síður heppnaðist vel tískusýn- ing kórfélaga þarna eins og annars staðar, enda förin að hluta farin til þess að kynna íslenska framleiðslu. Að lokum var haldið til New York en þar sá íslendingafélagið um allar móttökur og þær ekki af verri endanum. Söngskemmtun var haldin f góðum sal á hóteli á Man- hattan. Var þar saman kominn mikill fjöldi gesta, aðallega landar, makar og gestir þeirra. Þessum móttökum þarf vart að lýsa enda eru íslendingar í New York margir °g þjóðhollir af dvöl sinni í stórborg- inni. Þessi skemmtun var frábær og endaði svo með dansleik að góð- um íslenskum sið. Jóhann Scheving sá um allar móttökur með tniklum glæsibrag. Eftir heimkomuna söng kórinn þetta prógramm inná plötu sem nú er kominn á markað en tónlistin er þarna með sérstökum hætti í léttum dúr með sveiflu, enda leikið undir _af þeim Hans þór Jenssyni sax, Árna Scheving Alto, Ómari Axelssyni bassa, Guðjóni Inga Sig., trommur og stjórnandanum á píanó. Plata þessi er nokkuð sér- stæð en selst vel enda þykir mörgum útsetningar söngstjórans mjög nýstárlegar. Þessi félagsskapur stendur nú þegar á traustum grunni og þar er enginn skortur á söngfólki. Starf- semin hefir mikla þýðingu fyrir rekstur og auglýsingu í verksmiðj- unni og þjóðhagslega skal þetta ekki vanmetið. Formaður kórsins er Guðrún Sigurðardóttir. í þessum mánuði áformar kórinn ýmiskonar uppákomur; t.d. þann 6. desember var sala á fatnaði og plötunni á Lækjartorgi. Þann 11. desember sungið í Sjálfsbjargar- húsinu en þann 13. desember verður farin sölu- og söngferð um Reykjavík, t.d. Alafossbúðina, Nýjabæ, Kaupstað, Miklagarð og víðar ef tíminn leyfir. Vilja forráða- menn kórsins með þessu lífga uppá tilstandtð í jólaösinni. — JMG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.