Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 41

Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 41 JÓLASVEINARNIR koma ár- lega i heimsókn i Hafnarstrætið á Akureyri. Þeir koma þá fram á svalir Vöruhúss KEA og þar birtust þeir síðastliðinn sunnu- dag við mikinn fögnuð við- staddra að vanda. Börn vaxa úr grasi og eignast börn - en jólasveinarnir eru alltaf jafn léttir og unglegir. Ungmennin i dag taka líklega jafn hraust- lega undir með sveinunum og áður - þessir ungu heiðursmenn fremst á myndinni syngja að minnsta kosti með miklum til- þrifum i göngugötunni á sunnudaginn. Ólafur Laufdal tek- inn við rekstri Hót- els Akureyri ÓLAFUR Laufdal, veitingamaður, hefur tekið Hótel Akur- eyri á leigu. Eins og mönnum er í fersku minni hefur hann nýlega keypt Sjallann. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann væri oft með mikið af fólki úr Reykjavík í vinnu í Sjallanum, bæði nokkuð af starfsfólki hússins og eins skemmtikrafta, þannig að það hefði verið ódýrari lausn fyrir sig að reka hótel sjálfur heldur en að kaupa gistingu fyrir hópinn annars staðar. „Mig vantaði gististað sem var í göngufæri frá Sjallanum. Þetta kom mjög snöggt upp á - eigandi Hótels Akureyri var að reyna að leigja staðinn og samningar tókust með okkur. Þetta er á besta stað í bænum þannig að ég er ánægð- ur,“ sagði Ólafur. Hann tekur við rekstrinum á núlli - yfirtekur eng- ar skuldir. Hann sér líka um rekstur Lautarinnar, veitingastað- ar á neðstu hótelsins. Hótel Akureyri er í gömlu húsi og sagði Ólafur að hann myndi örugglega lagfæra það - „fríska eitthvað upp á hótelið," eins og hann orðaði það. 20 herbergi eru á hótelinu - Ölafur sagðist örugg- lega alltaf nota að minnsta kosti einhvem hluta þess fyrir sitt fólk. „Þetta hótel hefur aldrei blandað sér í toppbaráttuna um gesti. Eg tek við rekstrinum fyrst og fremst til að fá gistingu fyrir starfsfólk á eigin vegum en auðvitað reynum við að fá til okkar gesti. Ég ætlaði mér nú ekki að fara út í hótelsam- keppni á Akureyri en þetta verður að sjálfsögðu rekið eins og hvert annað hótel.“ Hitaveituborun að Laugalaiidi. Afnot af heitu vatni í Hrafna- gilshreppi: Samningar hafa náðst AKUREYRARBÆR hefur náð samkomulagi við Hrafnagils- hrepp og Hjalta Jósepsson á Hrafnagili um afnot af heitu vatni í landi þeirra og virkjunar- rétt. Samningurinn er til 75 ára. Árið 1980 gerði bærinn samning við Hjalta, en hreppurinn kærði þann samning og vann málið í Hæstarétti. Fékk samninginn ógil- tann. Hreppurinn óskaði síðan eftir því að fá vatnsréttindin dæmd til sín og átti fljótlega að taka það mál fyrir. En bærinn leitaði eftir samningaviðræðum við hreppinn og Hjalta á nýjan leik og nú hefur verið gengið frá samningi. Ein hola var á sínum tíma boruð í landi Hrafnagils og er hún enn notuð. Er það mjög góð hola sem mikið vatn hefur gefið. Hjalti fær greiddar 350.000 krónur fyrir endumýjun á samn- ingnum nú auk þess sem hann fær ákveðna upphæð fyrir hvem sek- úndulítra sem dælt er á hveiju ári. Samskonar samningur var gerður við hreppinn en auk þess viðbótar- samningur sem felur í sér að Hitaveita Akureyrar selur hreppn- um ákveðið hámarks vatnsmagn, 7 sekúndulítra, sem hreppurinn sér síðan um dreifingu á í sveitinni. Vatnið kaupir hreppurinn á 40% af verði gjaldskrár Hitaveitu Akur- eyrar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bráðum koma blessuð jólin „Langbesta skíðasvæðið“ - nýlyftaá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli „OKKAR á milli og af lands- þekktri hógværð okkar Akur- eyringa þá er þetta auðvitað langbesta skíðasvæðið á landinu,'* sagði ívar Sigmundsson förstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli í samtali við Morgunblaðið í tilefni af þvi að um helgina síðustu var tekin formlega í notkun ný og glæsileg lyfta þar efra. Lyfta sem breytir allra aðstöðu í Hlíðarfjalli mikið. „Breytingamar eru í fyrsta lagi þær að nú eru tvær flutningsleiðir upp í Strýtu og við gerðum ráð fyr- ir því að biðraðir verði nú að miklu leyti úr sögunni - í bili að minnsta kosti," sagði ívar. Ástæða þess að flutningsleiðir í Strýtu eru nú tvær er sú að gamla T-lyftan hefur verið flutt niður í Hjallabraut við hlið stólalyftunnar. „f öðru lagi verður sú breyting að nýja lyftan flytur um 1.000 manns á klukkustund og nær upp í 1.000 metra hæð. Hin náði upp í um 900 metra hæð og flutti mun færra fólk,“ sagði ívar. Að sögn ívars er fallhæð á lyftum í Hlíðarfjalli nú loks orðin löggild til að hægt sé að halda þar alþjóðleg skíðamót. „Menn settu það fyrir sig áður að fallhæðin var ekki nægileg." Þá sagði ívar að nú, þegar nýja lyftan næði þetta langt upp, fengi fólk miklu lengri og erfíða brekkur til að renna sér í og miklu fleiri brekkur - fleiri möguleika. Þá er hægt að velja um tvo mögu- leika niðri í Hjallabraut - stólalyft- una og gömlu T-lyftuna. „Okkur sýnist þróunin verða sú, ef marka má þessa daga sem liðnir eru síðan við opnuðum, að við munum aðeins nota stólalyftuna þegar mikið álag er á hinni lyftunni - fólk virðist miklu frekar vilja nota toglyftuna. Það talar um að stólaljrftan fari of hægt og það sé óþægilega kalt í henni." Stólalyftan var sett upp í desem- ber 1967 og gamla T-lyftan árið 1978. ívar sagði að það hefði því verið langþráð stund þegar nýja lyft- an var tekin í notkun. „Já, við erum búnir að bíða lengi óþreyjufullir eft- ir þessu," sagði hann. m t Guðrún H. Kristjánsdóttir og Gunnar Ragnars fóru fyrstu ferðina með nýju lyftunni. Aðsókn hefur ekki verið góð í Fjallinu þessa fáu daga síðan opnað var en ívar sagði eðlilegar skýringar á því. „Aðsóknin er alltaf léleg í desember. Skólakrakkar eru í próf- um, fólk vinnur mikið og stendur í jólaundirbúningi. Það er því aðeins opið hjá okkur um helgar núna, en þegar skólamir gefa frí höfum við opið virka daga. Það verður svo opið milli jóla og nýárs ef veðrið verður ekki vitlaust." ívar sagði það næsta sem þyrfti að gera 1 HlfðariQalli væri að endur- byggja gamla hótelhúsið. „Við erum vel settir með lyftur nú en næstu tækjakaup verða trogari. Með þess- ari nýju lyftu kemur svo stórt pláss til viðbótar sem þarf að troða að við ráðum ekki við það með þeim tækj- um sem við höfum í dag.“ Það voru þau Guðrún H. Krist- jánsdóttir, skíðadrottning Akur- eyrar, og Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, sem fóru fyrstu ferð- ina í nýju lyftunni. Áður en þau fóm af stað héldu stutt ávörp Ivar Sig- mundsson og Páll Stefánsson, varaformaður íþróttaráðs. Þá kom hópur ungra akureyrskra skíða- manna í halarófu niður brekkuna við nýju lyftuna, vopnaðir fánum, og stóðu síðan heiðursvörð sitt hvoru megin lyftunnar meðan þeir fyrstu fóru með henni upp. Nýja lyftan er framleidd hjá aust- urríska fyritækinu Doppelmayer. Hún er 760 metra löng og hæðar- munur er 270 metrar. I lyftunni eru 8 möstur, 7 m há. Þess má geta að lokum að frá efri endastöð nýju lyftunnar niður að stólalyftu eru rúmlega 2,5 kíló- metrar í skíðaleiðum. Stefán Yalgeirsson: Raðað á listann eftir áramót REIKNAÐ er með að gengið verði frá framboðslista Stefáns Valgeirssonar í Norðurlands- kjördæmi eystra strax eftir áramót. Nú þegar hefur verið ákveðið að Stefán skipi fyrsta sætið og séra Pétur Þórarins- son á Möðruvöllum annað sætið. Það verður ekki ákveðið fyrr en eftir áramót hvemig listinn verður skipaður að öðru leyti en sjö einstaklingar til viðbótar hafa lýst sig reiðubúna til að taka sæti á honum og er nokkuð Ijóst að þeir verða allir á lista Stefáns. Þetta eru Ágúst Guðröðarson bóndi á Sauðanesi, Lilja Bjöms- dóttir húsmóðir á Raufarhöfn, Jón ívar Halldórsson skipstjóri á Ak- ureyri, Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri á Þórshöfn, Bjami Guðleifsson ráðunautur á Möðm- völlum, Auður Eiríksdóttir oddviti í Saurbæjarhreppi og Sigurður Olgeirsson skipstjóri á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.