Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER'1986 43 Hugleiðingar um eiturlyf eftir Grím •• Ogmundsson í flestum dagblöðum er ég les og líka í útvarpi er oft skýrt frá þeim vandamálum er varða inn- flutning á eiturlyfjum, sem flutt eru inn til Islands. — Ég hef aldrei séð birt nöfn þeirra manna sem gera það. Það er bara skrifað um þetta vandamál og menn sumir hveijir settir inn í fangelsi, svo sem réttlæt- anlegt er. Einnig fá menn sektir fyrir þennan innflutning. Flestir eru þetta ungir ævintýramenn. Þetta getur verið stórgróði, ef þeim tekst það. Það munu flestir þessara ungl- inga vera eignalausir og því er það tilgangslaust að sekta þá. Það eina sem gildir er að nefna nöfn þessara manna og birta myndir af þeim. Þjóðin mundi líta niður á þá. Það er oft skrifað um það, að sjómenn séu með smyglað vín og tóbak. Vínið og tóbakið er gert upptækt og ríkissjóður íslands hef- ur tekjur af þeim innflutningi, þegar í hann næst. Ég lít þennan víninn- flutning sjómanna allt öðrum augum. Það eru sjómennimir sem skapa gjaldeyrinn. Þó svo þeir komi með eitthvað meira vín til landsins en er leyfilegt er betra að þeir geri það en eyði gjaldeyri sínum í hórukrám utanlands og flytji inn kynsjúkdóma. Hvað geta sjómenn gert við sinn gjaldeyri? Flestir vilja eyða honum í eitthvað sem þeir geta þénað á. Þá má geta þess, að margt fullorð- ið fólk fer utan í innkaupaferðir til að kaupa föt á sig og meira en leyfi- legt er. Það mun leyfílegt að flytja inn fatnað og ýmislegt glingur fyr- ir kr. 7.000. Flestir gera það og sumir langtum meira, svo sem skilj- anlegt er, því að nú fær fólk gjaldeyri eins og það óskar eftir. Einnig fæst gjaldeyrir utan banka í stórum stíl á réttu verði. Ég lít svo á, að íslenskt ferðafólk fái alltof mikla ferðapeninga. Það er óeðlilegt, að skemmtiferðafólk fái svona mikla ferðapeninga, þegar gjaldeyrisstaða íslands er neikvæð. — Fjármálaráðherra og ríkisstjóm ættu að skammta gjaldeyri meira en gert er í dag. Um víninnflutning er það að segja, að allur fjöldinn gefur sitt vín vinum sínum, en af því leiðir, að það er drukkið meira og jafnvel selt meira vín í Áfengisverslun ríkis- ins. Höfundur er bóndi á Syðri-Reykj- um í Biskupstungum. Stykkishólmur: Leikfélagið Grímnir sýnir 1 Stykkishólmi Stykkishólmi. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk- ishólmi hefir brátt lokið sinu 19. starfsári og sýnir nú gamanleik- ritið „Gripið i tómt“ eftir Derek Benfield í þýðingu Hauks Sig- urðssonar. Leikstjórinn hefir annast Guðjón Ingi Sigurðsson sem um mörg ár hefir stjórnað Ieiksýningum viða um land. Leik- félagið samanstendur af áhuga- fólki sem vinnur gott starf í þágu leiklistarinnar. Leikendur ekki menntaðir sem slíkir og því er það ángæjuefni að enn má finna, i þessu hraðfleyga velmegunar- þjóðfélagi, fólk sem leggur á sig fyrirhöfn og erfiði til að lífga upp staði út um land. Leikritið hefir ekki mikinn boð- skap, þeim mun meira af misskiln- ingi og gleði og skal ekki farið út í efni þess að öðru leyti. Ég sá sein- ustu sýninguna og þeirri kvöldstund var vel varið og í leikslok var vel þakkað fyrir sýninguna með dynj- andi lófataki. Þessi sýning hefir kostað margar tómstundir — og æfingar. Kröfur dagsins í dag eru meiri en þegar ég man fyrst eftir í fábreytni dag- anna. En um meðferð leikenda á hlutverkum er erfitt að gera upp á milli, því leikurinn var með skemmtilegum hraða allan tímann. Hvergi skeikaði í meitluðum setn- ingum, og spenningur hélst allan tímann. Þama voru nýliðar á svið- inu sem komu mjög á óvart og sýndu að víða um land er enn hægt að líta „leikara af guðs náð“ eins og þar stendur. En það sem vakti mesta athygli mína voru leiktjöldin, en þau eru gerð af góðum Hólmara, Jóni Svani Péturssyni, sem er einn af okkar ágætu listamönnum sem um árin hefír sýnt okkur hvað í honum býr. Hvort sem hann málar, teiknar, leikur á hljóðfæri, er listin alltaf með í ferðum. Ég er þess viss að ef hans meðfædda lítillæti drægi ekki aftur af honum og ef hann hefði fetað listamannabrautina ætt- um við Hólmarar þar góðan full- trúa, það sýndi leiksviðið sem var að mínum dómi hið smekklegasta og um leið svo hagkvæmt og svar- aði mestu kröfum okkar tíma. Þökk sé Jóni Svan. Hann þyrfti að snúa sér meira að myndlist og halda sýn- ingu. Það væri gaman. Ljósin voru bæði smekkleg og þjónuðu sviðinu piýðilega. Þar var að verki Birgir Sigurðsson og þykir mér rétt að nefna nafn hans, því hann gerði vel. En það fer ekki á milli mála að sýningin var leikfélaginu og leik- endum til mikils sóma. Arni Aðventukvöld í Melstaðarkirkju Staðarbakki. AÐVENTUKVÖLD var í Mel- staðarkirkju s.l. sunnudagskvöld. Lesið var úr ritningunni og kvæði flutt. Þá söng kirkjukór- inn og börn 10-11 ára úr Laugarbakkaskóla sungu við gítarundirleik. Og lúðrasveit úr Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu lék nokkur lög. Þá sýndu unglingar úr Laugar- bakkaskóla helgileik. Að endingu var almennur söngur við kertaljós. Kirkjan var þéttskipuð og að athöfn lokinni buðu prestshjónin kirlq'u- gestum veitingar í gamla prestset- urshúsinu, en þar hafa þau annast ferðamannaþjónustu á þessu ári. Ekki er ástæða til að kvarta yfir slæmu tíðarfari, undanfarið hefur að jafnaði verið hægviðri og úrkom- ulítið, svo til alveg snjólaust hér í lágsveit og allir vegir í besta lagi. Benedikt Grímur Ögmundsson „Þaö eina sem gildir er að nefna nöfn þessara manna og birta myndir af þeim.“ Ríkisútvarpið: Auglýsingar aras 1 RÍKISÚTVARPIÐ hefur lækkað auglýsingaverð sitt fyrir rás 1 um 12 */2%. Hinsvegar hefur aug- lýsingaverð í sjónvarpi verið hækkað um 25%, en auglýsinga- verð á rás 2 hefur staðið í stað. Helgi S. Helgason, forstöðumað- ur auglýsingadeildar RUV, sagði í samtali við Morgunblaðið að undan- farin ár hefði átt sér stað hækkun í nóvember á auglýsingaverði fyrir jólavertíðina, bæði í sjónvarpi og útvarpi, en það lækkað síðan aftur um áramót. „Lækkunin nú á aug- lækka lýsingaverði rásar 1 er til komin vegna þess að auglýsingar á rás 1 hafa ekki skilað sér nógu vel miðað við þá miklu hlustun sem við virð- umst hafa samkvæmt könnunum. Við viijum með þessu auka sölu auglýsinganna og einnig verðum við að bregðast við aukinni sam- keppni á réttan hátt.“ Helgi sagði að auglýsingaverð sjónvarps myndi lækka aftur um áramót um 25%, en sú lækkun, sem orðin er á auglýsingum í hljóðvarpi héldist áfram. — UM SKIÐAPAKKANA Bjóðum sérstaklega 5 tegundir af skíðapökkum þar sem veittur er verulegur afsláttur. Skiðapakkarnir innihalda skíði, bindingar, stafi, skó og ásetningu. ALLT rtYJAR OPFVÖRUR VIÐ SELJUM ATOMIC SKIÐI, SALÓMON SKÍÐASKÓ OG BINDINGAR SPORTBÆR Selfossi SPORTVAL v/Mlemm SPORTBÚÐ ÓSKARS Kcflavík BiKARIMri Skólavörðustíg JÓN HALLDÓRSSOn Dalvík SPORTfHISiÐ Akureyri SPORTBÚÐIM Drafnarfelli MÚSIK & SPORT Mafnarfirði SKÍÐALEIQAM v/Umferðarmiðstöðina SPORTULAÐAM ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.