Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 47

Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 47 Atvinnuleysi á jólaföstu eftir Sigurð Tómas Garðarsson Atvinnustefna Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágr. er æði skrautleg eins og hún birtist okkur áhorfendum og þolendum. Ég minni á stórrekstur atvinnuleys- isskrárinnar fyrr á árinu og þess fjaðrafoks er varð er athyglin var dregin að mótsagnakenndri starf- semi þeirra. Nú er nýtt mál komið í umferð og ekki síður athyglisvert. Almennt er talið að útgerð og fiskvinnsla á Suðurnesjum hafi far- ið illa út úr margfrægu kvótakerfi sjávarútvegsins og skráning at- vinnulausra var meðal annars afsökuð í skjóli kvótaleysisins. Það skýtur því skökku við, að nú á síðustu dögum ársins þegar sjó- menn og fiskvinnslufólk býr sig undir að taka á móti síðustu tonnum aflakvótans skuli VSFKN etja litl- um hluta félagsmanna sinna í verkfall, sem ekki aðeins orsakar atvinnuleysi hjá stórum hluta fé- lagsmanna þeirra, heldur sker enn frekar niður þann litla kvóta sem annars tilheyrir svæðinu. Sá grunur vaknar að annað og meira búi und- ir en velferð félagsmanna þeirra. Þeir sakna kannski umsvifanna af atvinnulevsisskráningunni? Afleiðing verkfalls beitumanna Sigurður Tómas Garðarsson nú í lok ársins á hvoru tveggja aflakvóta og atvinnuástand á verk- fallssvæðinu á Suðumesjum er ófýrirséð og varla réttlætanlegt við þær aðstæður og kjör, sem annars vegar beitumenn búa við og hins- vegar sjómenn og verkafólk, sem verkfallið bitnar á. Stefna verkalýðsforustunnar á Suðurnesjum í atvinnumálum er greinilega ein í orði og önnur á borði. Atvinnuleysisvofan sem verkalýðsformaðurinn sagði að grúfði yfir suðumesjum er þar m.a. vegna aðgerða VSFKN. Það stoðar lítið að hrópa á aukin fískveiðikvóta „Afleiðing verkfalls beitumanna nú í lok árs- ins á hvoru tveggja aflakvóta og atvinnu- ástand á verkfallssvæðinu á Suðurnesjum er ófyrir- séð og varla réttlætanlegt við þær aðstæður og kjör, sem annars vegar beitu- menn búa við og hinsveg- ar sjómenn og verkafólk, sem verkfallið bitnar á.“ á einum fundi ef síðan er komið í veg fyrir að hann verði veiddur á þeim næsta. Hún er köld aðventukveðjan frá VSFKN til fólksins við sjávarsíð- una. Á sama tíma og aðrir félagar þeirra fá nýjan tímamótasamning til að bæta upp mesta útgjaldamán- uð ársins, senda þeir fiskvinnslufólk og sjómenn sína í faðm atvinnuleys- isvofunnar og kvótaskerðingar á næsta ári. Lagleg jólagjöf það. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslu í Vogum. 2 hurðir 330 lítra. Verð aðeins kr. 24.900,-. PHILCOHB Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455-SÆTÚNI 8- S: 27500 1 hurð 240 lítra. Verð aðeins kr. 17.900,-. Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu œtt- ingjum, venzlamönnum og vinum — innan- lands sem utan — er minntust min hlýlega meÖ heimsóknum, símhringingum, heilla- skeytum, blómum og öörum ágœtum gjöfum á áttræÖisafmæli mínu nú á dögunum. Sérstaklega þakka ég bæjarstjórn Akureyrar fyrir stóran og fagran blómvönd og meöfylgj- andi óverÖskulduÖ viÖurkenningarorÖ i minn garÖ. — SíÖast, en ekki sizt, minnist ég og þakka skólastjórum og kennaraliÖi GagnfræÖa- skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, sem héldu mér veglegt samsæti á afmælisdaginn og leystu mig út með hlýjum orÖræÖum og góðum og dýrmætum gjöfum. GuÖ blessi ykkur öll. Jóhanrt Frímann. TAKTU EFTIR ☆ Pottur sem þú notar í örbylgjuofninn. ☆ Pottur sem þú notar í bökunarofninn. — já þú getur gratin- erað eða bakað í hon- um og borið síðan beintáborð. ☆ Panna sem þú notar líka sem eldfast bökunarform — tekur skaftið af og berðáborð. ☆ Steikir á pottlokinu ☆ Bakar kartöflur á eldavélarhellunni í pottinum Og taktu nú vel eftir — þú notar ekkert vatn í pottinn. ☆ Ótal margt fleira bjóða þessir pottar uppá. TEKK* KRISTALL Laugíivegi 15 simi 14320 / j r i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.