Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 48

Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 48
48____________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 _ Kennaramenntun og efl- ing Kennaraháskólans eftir Jónas Pálsson Þegar smáupphlaup verða í §öl- miðlum um skólamál hérlendis, sem gerist af og tii, stundum í skrýtnu samhengi, er oft látið beint eða óbeint að því liggja að það sem miður fer í uppeldi og fræðslu bama og unglinga um þessar mundir megi relga til lélegrar kennara- menntunar. Einkum virðist þá Kennaraháskólinn ofarlega í hugum manna, jafnvel þeirra sem annars hafa ekki haft sérstakar áhyggjur af því hvemig að þeirri stofnun er búið. En hvað sem öðru líður er ánægjuefni þegar athygli beinist að starfsmenntun kennara. Umræður um uppeldis- og skóla- mál em eins og kunnugt er heldur fátæklegar hérlendis. Sjálfsagt sýn- ist sitt hverjum hvemig á þessu standi; vísast jafnvel að sumum þyki lítil ástæða til að eytt sé fyrir- höfn og tíma í að fjalla um slík mál af alvöru. Sá er hér heldur á penna er hins vegar þeirrar skoðunar að upplýst og vönduð umræða um uppeldis- og skólamál sé mikil nauðsyn íslensku samfélagi í dag. Nýlega hafa. birst greinar í dagblöðum og viðtöl í útvarpi, þar sem fjallað er iun skólastarf og menntamál af heldur meiri þekkingu og yfirsýn sn algengast hefur verið lengi und- infarin ár. Vonandi er það vísbend- ing um að ( þessu efni sé að verða einhver breyting til batnaðar. Er umræðan gagnslaus? Nú verður að játa að kennarar, fóstmr og starfsmenn í hinum ýmsu stofnunum menntamála geta að vemlegu leyti sjálfum sér um kennt hvemig ástatt er í þessum efnum. Við ættum að halda uppi mark- vissri faglegri umræðu í landinu hversu lítil eða neikvæð sem við- brögðin annars kunna að vera hjá lesendum, embættismönnum og stjómmálamönnum. Hins vegar virðist nú gæta vissrar uppgjafar hjá fólki úr uppeldisstéttum. Menn segja að það sé vonlaust að ræða um þessi málefni á opinbemm vett- /angi, þau eigi ekki hljómgmnn, afnvel ekki hjá ungum foreldrum sem þó ættu að láta sig málefnið nokkm skipta og eiga beinna hags- muna að gæta. Hinu má svo ekki gleyma að mannlíf á íslandi er, þrátt fyrir marga ágalla á ýmsum sviðum, manneskjulegra og beinlín- is auðugra að gæðum fyrir þorra fólks en gerist í nágrannalöndum. En þessi ómetanlegu verðmæti kunna að glatast skjótt ef við gæt- um ekki að okkur. Gjörbreyttir uppeldishættir Hvað sem tómlæti manna um uppeldisskilyrði líður stoðar ekki að leggja árar í bát. Staðreynd er að uppeldis- og menntunarskilyrði em allt önnur í íslensku samfélagi nú en var fyrir seinni heimsstyijöld. Þetta á við bæði um þéttbýli og stijálbýli. Lífshættir fólks og þar með uppeldisaðstæður hafa gjör- breyst. íslenskt menningarsam- hengi, sem Sigurði Nordal varð svo tíðrætt um, er vafalaust í meiri hættu en nokkm sinni fyrr. Mál- farsbreytingar, sem ég tel mig merkja síðustu misseri, em gleggsta vitni þessa. Sennilega er nú að verða til sú stéttarlega mál- skipting sem lengi hefur einkennt stærri menningarsamfélög en talið er, ég held með réttu, að hér hafi lítt gætt. En nóg um það. Nútíma félagsgerð og atvinnu- hættir krefjast dagvistarstofnana, skóla og annarra uppeldis- og fræðslustofnana hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Hæfni starfsmanna, fóstra og kennara, ræður úrslitum um gæði þeirrar þjónustu, sem þessar stofnanir veita á sviði félagsmótunar, uppeldis og fræðslu. Þessi staðhæfíng gildir við núverandi félagsaðstæður um öll skólastig en vafalaust er réttmæti hennar ótvíræðast þegar í hlut eiga gmnnskólinn og dagvistarstofnanir af ýmsu tagi. I þessu greinarkomi verður vikið lítið eitt að starfsmenntun gmnn- skólakennara og stuttlega greint frá hugmyndum til úrbóta á því sviði, sem bomar hafa verið fram af Kennaraháskóla íslands á und- anfömum mánuðum og kynntar yfirstjóm skólans í menntamála- ráðuneytinu og forsvarsmönnum kennarasamtaka í landinu. Kennarinn ræður úrslitum Vönduð starfsmenntun er undir- staða að hæfni kennara í starfi alveg eins og i öðmm sérhæfðum starfsgreinum. Staðreynd er þó að alltof margir íslendingar skella skolleymm við þessu mikilvæga atriði og virðast líta á kennarastarf- ið eins og hveija aðra almenna atvinnu sem yngra fólk, einkum konur, grfpi til þegar hentar og ekki er aðra ábatasamari eða þægi- legri vinnu að fá. Þetta er viðsjár- vert viðhorf ef við viljum reka skóla þar sem uppeldi og fræðslu er sinnt af persónulegri alúð og faglegri kunnáttu. Af framangreindu viðhorfi mikils hluta fólks leiðir að tómlætis gætir um starfsmenntun kennara. Þessi afstaða bitnar harkalega á Kenn- araháskóla íslands, áður Kennara- skóla íslands, en telja verður að þessir skólar hafi þrátt fyrir erfiða aðstöðu lengst af öldinni verið höf- uðstöðvar kennaramenntunar í landinu. Kannski gefst tækifæri síðar til að rekja þá sögu lítið eitt nánar hér í blaðinu. Skal nú í fáum orðum greint frá skipulagi náms við Kennaraháskól- ann. Skipan náms við KHÍ Námið tekur að jafnaði þijú ár. Það skiptist í þijá hluta: uppeldis- greinar, námskjama úr kennslu- greinum gmnnskóla og loks valgreinar. Við þetta nám bætist svo æfíngakennsla, alls 12—14 vik- ur, sem dreifíst á allan námstímann. Námið er reiknað sem 90 námsein- ingar en er í rauninni nokkm meira ef reikriað er í námsvikum. Kenn- aranemar semja á þriðja námsári ritgerð, sem fjallar um skólastarf og kennslufræði. Byggja þeir á könnun heimilda um eitthvert af- markað efrii og/eða sjálfstæðari könnun á vettvangi. Ritgerðir þess- ar, sem em mikilvægur liður í starfsmenntun kennaranemans, em sumar mjög efnismiklar og vand- lega unnar og í þær lagður meiri tími en að réttu lagi er hægt að ætlast til. Allar námsgreinar gmnnskólans, að íþróttum og myndmennt undan- skildum, em nú kenndar sem valgreinar við Kennaraháskólann. Af bóklegum greinum velja menn tvær greinar og reiknast nám í hvorri 15 einingar. í list- og verk- grein er aðeins unnt að velja eina grein sem svarar þá 30 eininga námi. Réttindanám Með lögum nr. 51/1978 um emb- ættisgengi kennara og skólastjóra var Kennaraháskólanum falið að kennaramennta fólk, sem hafði kennt réttindalaust um tiltekið ára- bil á bama- og gagnfræðastigi. Því námi lauk með prófi sem veitti kennsluréttindi á gmnnskólastigi og hafa 100 manns lokið því. Með lögum um lögvemdun starfsheitis gmnnskólakennara er sams konar réttindanám boðað. Á undanfömum ámm hefur KHÍ, sbr. áðumefnd lög, veitt starf- andi kénnumm á framhaldsskóla- stigi 30 eininga nám í uppeldis- greinum. Fjöldi kennara í framhaldsskólum, einkum í list- og verkgreinum, hefur ekki átt_ kost á slfku námi og því hefur KHÍ form- lega verið falið að annast það fyrir þennan kennarahóp. Á þessu hausti hófst slíkt nám við skólann í fjórða sinn. Þess má geta að síðast fór kennslan fram bæði á Akureyri og í Reykjavík. Æfingaskólinn og nýbreytnistörf Æfingadeildir störfuðu við Kenn- araskóla íslands alveg frá stofnun hans 1908. Sérstakur Æfínga- og tilraunaskóli, sem frá fyrstu tíð vom ákvæði um í lögum um Kenn- araskólann, tók síðan til starfa 1968 þegar flutt var í nýtt skólahús á homi Háteigsvegar og Bólstaðar- hlíðar. Skólinn er hverfisskóli og þar em nú um 400 nemendur. Æfíngaskólinn er hluti af Kennara- háskólanum og rekinn af mennta- málaráðuneytinu með kostnaðar- þátttöku Reykjavíkurborgar að 2A hlutum. Öflugt nýbreytni- og tilrauna- starf hefur þróast í Æfingaskólan- um undanfarin ár, tengt hlutverki hans að vera miðstöð verklegs náms fyrir kennaranema. Við Æfinga- skólann starfa 12 fastráðnir æfingakennarar, sem sjá að hluta til um hagnýta kennslufræði í kenn- aranáminu og hafa jafnframt umsjón með æfingakennslu kenn- aranema undir forystu kennslu- stjóra og æfíngastjóra. Endurmenntun — fjarkennsla Endurmenntun fyrir starfandi kennara hefur verið haldið uppi inn- an KHÍ síðan 1974 en var áður í höndum Skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins. Haldin hafa verið á hveiju sumri milli 20 og 30 námskeið, sem 700—1.000 kennarar hafa sótt. Einnig eru haldnir fræðslufundir og námskeið á starfstíma skóla víðs vegar um landið með 1.500—2.000 þátttak- endum árlega. Hefur þetta starf haft mikil áhrif á þróun íslenska grunnskólans sl. 15—20 ár. Það er skoðun mín að á næstu árum muni stofnnám fyrir kennara- nema, framhaldsnám í uppeldis- og kennslufræði og símenntun fyrir starfandi kennara skarast með margvíslegum hætti. Sú þróun sprettur eðlilega af nýrri tækni í miðlun sem gerir fjarkennslu með ýmsu sniði mögulega meira en ver- ið hefur. Kennaraháskólinn hefur þegar hafið undirbúning að fram- kvæmdum á þessum vettvangi eins og honum ber og skólinn hefur raunar flestar forsendur til að hrinda áleiðis aðrar en hinar fjár- hagslegu. Öflugt bókasafn oggagnasmiðja Bókasafn skólans hefur undir öruggri forystu starfsmanna þess vaxið ört síðan það tók til starfa í sinni núverandi mynd árið 1972 skömmu eftir stofnun Kennarahá- skólans. Það er nú öflugasta bókasafn landsins á sviði uppeldis- mála. Safiiið er forsenda rannsókna og fræðistarfa við Kennaraháskól- ann og undirstaða að starfsemi hans sem háskólastofnunar. Námsgagnaverkstæði er nú starfandi við KHÍ og vex hratt fisk- ur um hrygg þrátt fyrir þröngt húsnæði og naumar fjárveitingar til tækjakaupa og búnaðar. Skortur á starfsfólki til þjónustustarfa háir starfinu mjög. Áð því er stefnt að gagnasmiðjan verði virkur aðili við námsefnisgerð, ^arkennslu og ný- breytni í skólastarfi bæði innan KHÍ og í skólum landsins. Ráðgjöf — þjónusta í eigu Kennaraháskólans munu aðeins hafa verið tvær tölvur árið 1983. Nú er sérstök tölvustofa í skólanum með nauðsynlegasta bún- aði til kennslu. Lektor í tölvufræð- um og tölvufræðslu hefur verið ráðinn. Auk þess eykst stöðugt tölvunotkun kennara og skrifstofu- fólks. Þess má geta að skólinn stendur í þakkarskuld við IBM- fyrirtækið á íslandi sem færði honum 5 tölvur að gjöf um áramót- in 1983/84 og nú nýlega tengibún- að fyrir tölvur í kennslustofuna. Það er stefna skólans að tengja starfsemi þessara þriggja eininga, þ.e. bókasafns, námsgagnasmiðju og tölvustofu í samvirka starfsheild, þannig að þær þjóni á sem fyllstan og hagnýtastan hátt starfsemi skól- ans að því er snertir kennslu, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði námsefnisgerðar og kennslu- aðgerða, auk ráðgjafar og þjónustu við skóla landsins. Tómlæti og nýjungar Alþingi, stjómsýsla og almenn- ingur á íslandi hafa lengst af þessari öld sýnt kennaramenntun lítinn áhuga eins og áður var að vikið. Þetta virðist ekki hafa breyst mikið eftir 1970. Annars hefði þó mátt vænta þar eð 7. og 8. áratug- urinn einkenndust öðru fremur af áhuga á skólamálum og umbótum á því sviði. — Að vísu var Skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- nejrtisins sett á stofn árið 1966. Vera má að tilkoma hennar hafi átt að leysa þróunarvandann og stofnun deildarinnar jafnframt ver- ið öðrum þræði vantraust á Kennaraskólann og forystumögu- leika hans í skólamálum. Ber þá að hafa í huga að aðstæður í Kenn- araskólanum voru um þessar mundir mjög erfiðar sem og hitt að stofnanir með svipað hlutverk og Skólarannsóknadeild vom á þessum árum settar á laggimar í mörgum löndum. Vert er að minna á að Skólarannsóknadeild lagði í starfsemi sinni framan af megin- áherslu á samningu og útgáfu námsefnis. Ný löggjöf árið 1971 í lok 7. áratugarins voru málefni Kennaraskólans komin í óefni. Á þeim tíma óx mjög áhugi ungmenna á menntaskólanámi eða öðru fram- haldsskólanámi. Slíkir skólar voru þá fáir í landinu. Þessi bylgja skall á Kennaraskólanum og mætti e.t.v. orða það svo að skólinn hafi á árun- um rétt fyrir 1970 breyst í íjöl- mennan framhaldsskóla (nær 1.000 nemendur) með kennaramenntandi greinar sem sérsvið. (Stundum hvarflar _ að undirrituðum hvort menn á íslandi dreymi e.t.v. enn í dag um undirbúningsmenntun væntanlegra grunnskólakennara, sem sé með einhveiju áþekku sniði.) Forráðamenn Kennaraskólans sáu að við svo búið mátti ekki leng- ur standa. Grundvallarbreytingar varð að gera á kennaranáminu. Lög um Kennaraháskóla íslands voru svo samþykkt á Alþingi 1971 (lög nr. 38/1971). Dr. Broddi Jóhannes- son, var formaður nefndar, sem undirbjó lagasetninguna og jafn- framt höfuðsmiður hins endumýj- aða skóla. Breytingin á Kennaraskólanum í Kennaraháskóla virðist í rauninni hafa átt litlu fylgi að fagna meðal Jónas Pálsson „Staðreynd er þó að alltof margir íslending- ar skella skollaeyrum við þessu mikilvæga at- riði og virðast líta á kennarastarfið eins og hveija aðra almenna atvinnu sem yngra fólk, einkum konur, grípi til þegar hentar og ekki er aðra ábatasamari eða þægilegri vinnu að fá.“ alþingismanna, þótt einhvem veg- inn tækist að ná málamiðlun svo að frumvarpið varð að lögum með ákvæði um endurskoðun innan tveggja ára. Síðan em liðin 15 ár. Það má því segja að Kennarahá- skólinn hafi allan þann tíma starfað á gmnni eins konar bráðabirgða- laga. Að eflast af eigin rammleik Magnús Torfi Ólafsson, þáver- andi menntamálaráðherra, skipaði með bréfi dags. 29. nóv. 1972 nefnd til að endurskoða lögin um KHÍ og var dr. Broddi Jóhannesson rektor formaður hennar. Hún skilaði frum- varpi, sem var tvívegis lagt fyrir Alþingi, 1977 og 1978, en náði í hvomgt skiptið fram að ganga. — Þannig hefur Alþingi þrisvar á sl. 15 ámm fjallað um mál Kennarahá- skólans sem starfsmenntunarstofn- unar og í öll skiptin sýnt málinu áhugaleysi svo ekki sé meira sagt. Vera má að þessi tvídrægni stjómvalda samfara tómlæti al- mennings hafa valdið því að starfs- menn Kennaraháskólans og þá ekki síður kennaranemar hafi sýnt vem- lega viðleitni til að þróa og efla starfsemi skólans innan frá og af eigin rammleik. Starf í þessa átt var einkum öflugt á ámnum kring- um 1976—78. Skólastarfið býr enn í dag að miklu leyti við þá skipan og kennslutilhögun sem þá var mótuð. Síðastliðin 2—3 ár hefur af hálfu stjómenda skólans verið unn- ið að því að endurmeta starfshætti skólans og skipulag náms og gera þar á lagfæringar eftir þvf sem unnt er innan gildandi laga og reglugerðar. Takmarkað fjármagn og skortur á húsnæði og annarri starfsaðstöðu hefur sniðið þeirri viðleitni þröngan stakk. Ýmsu hefur þó þokað áleiðis og umbætur í rekstri skólans og framkvæmd náms og kennslu náð fram að ganga. Stefnumótandi samþykktir 1985 Á fundi skólastjómar KHÍ 13. nóvember 1985, vom samþykktar ályktanir sem móta stefnu fyrir núverandi starfsemi skólans og af- marka hlutverk hans sem stofnun- ar. — Ég leyfi mér að birta óbreyttan þennan kafia úr áður- nefndri samþykkt skólastjómar: „Við breytingar á lögum og reglugerð KHÍ skal þess gætt að eftirtalin sex meginverkefni verði þar skilgreind og þannig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.