Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 49 um búið í ákvæðum laga og reglugerðar að þau myndi sam- stæða heild í skipan og starfsemi skólans. Þessimeginverkefni eru: 1. Starfsmenntun verðandi kenn- ara. 2. Endurmenntun og símenntun kennara. 3. Framhaldsmenntun. 4. Hlutverk KHÍ sem rannsókna- stofnunar. 5. Nýbreytni og þróun í störfum grunnskóla; sérstaklega hlut- verk Æfínga- og tilraunaskóla KHÍ. 6. Ráðgjöf og þjónusta við grunn- skóla og fræðsluskrifstofur umdæma." í sérstökum lið var ályktun þar sem rektor var falið að óska eftir því við menntamálaráðherra að laganefnd verði skipuð ekki síðar en fyrir árslok 1986 til að setja Kennaraháskólanum nýja löggjöf. Símenntun og f ram- haldsnám kennara Hér er ekki rúm til að rekja í ítarlegu máli starfsemi KHI á hveiju sviði sem að framan getur og hvaða breytingum er unnið að og hvar þær eru á vegi staddar. Vonandi verður unnt að skýra al- menningi nánar frá slíku á næs- tunni. — Þess skal einungis getið að áherslubreytingar verða væntan- lega í starfi endunnenntunar. Auka ætti og efla samstarf við grunn- skóla, styðja þróunarstörf og nýbreytni þar sem áhugi er fyrir hendi og koma á nánari tengslum við fræðsluskrifstofur umdæma. — Starfsemin í grunnskólum landsins er Kennaraháskóla íslands sam- bærilegt viðfangsefni og stundum er sagt að atvinnulífið sé mennta- stofnunum, sem sinna öðrum verkefnum í menntageiranum. Framhaldsdeild KHÍ, sem áður var nefnd, hefur starfað flest ár síðan skólinn var stofnaður. Oftast hefur verið efnt til eins árs náms fyrir sérkennara. Haustið 1985 hófst nám í sérkennslufræðum und- ir stjóm kennara frá Englandi. Námið er í fyrsta áfanga ætlað kennurum við skóla sem annast kennslu bama með miklar sérþarf- ir. Kennaraháskólinn hefur fengið samþykki menntamálaráðuneytis- ins fyrir námsbraut, sem veiti þeim er ljúka áföngum með tilskildum árangri, BA-gráðu í sérkennslu- fræðum. — Áætlanir liggja fyrir um eins árs sérkennslunám á Austfjörð- um, sem færi fram eystra að mestu leyti, en undir yfimmsjón Kennara- háskólans. Vonandi getur þetta nám hafist á næsta ári. Rammalöggjöf nauðsyn Kennarahásólinn þarfnast sem fyrst nýrrar löggjafar. Best færi á að um rammalög yrði að ræða, sem mörkuðu ótvíræða stefnu um mark- mið, meginskipan og hlutverk skólans en væm ekki svo nákvæm um framkvæmdaatriði að þau hindmðu nauðsynlega þróun hans á næstu áram og innri breytingar skólastarfsins. Erfítt er að gera ýmsar nauðsynlegar breytingar inn- an núverandi lagaramma og framhaldsmenntun í uppeldisgrein- um, sem þegar er byijuð eða í undirbúningi við skólann byggir á tæpum lagalegum forsendum. — Auk þessa er brýnt að löggjafinn bindi enda á þá óvissu sem öðmm þræði hefur loðað við skólann sl. 15 ár. Sá tvískinningur veikir starf- semi skólans og skaðar hagsmuni íslenskra kennara meir en margan gmnar. Helstu nýmæli sem felast ættu í nýrri löggjöf em þessi: 1. Gmnnnám fyrir verðandi kenn- ara verði a.m.k. fjögurra ára nám, jafnframt því sem breyt- ingar verði gerðar á náminu í heild frá því sem nú er. — Áherslu ber að leggja á að kenn- araefni fái sem beinasta reynslu af kennslu og skólastarfi, jafn- framt haldgóðri faglegri starfs- menntun og ömggri kunnáttu í einstöku námsgreinum. Nám- skrámefnd sem nú starfar f Kennaraháskólanum hefur lagt drög að slíkri uppstokkun B. Ed.-námsins og byggir þar á reynslu af tilraunastarfi síðustu ára við KHÍ. 2. Sérhæfing verði markvissari en nú er; miðuð við annars vegar kennslu yngri nemenda og hins vegar nám og kennslu eldri nem- enda í efstu bekkjum gmnnskól- ans. — Hugsanlegt er að lengja námið enn meira í einstökum greinum (t.d. íslensku) eða greinasviðum (raungreinar, list- og verkgrein- ar). Þessa skipan mætti vafa- laust tengja símenntun og beita einhvers konar fjarkennslu að hluta til. 3. Skerfur list- og verkgreina í gmnnmenntun kennara verði aukinn og markvissar færður inn á námsskrá KHÍ; ekki síst byij- endakennslu. Má þar nefna sórstaklega tónmennt, mynd- mennt og íþróttir. Tvær síðast- nefndu greinamar hafa enn ekki fengist gerðar að valgreinum við skólann en Kennaraháskólinn leggur mikla áherslu á að svo verði gert hið fyrsta. 4. Framhaldsnám fyrir kennara á nokkram meginsviðum uppeldis- og kennslufræði yrði sett á stofn við Kennaraháskólann. Því námi lyki með prófum, sem veittu BA- eða M. Ed.-námsgráður eftir því sem við ætti. 5. Símenntun fyrir starfandi kenn- ara verði efld mjög vemlega við KHÍ. Gmnnnám fyrir verðandi kennara og símenntun mun skarast og tengjast meira en verið hefur. Þá er það von KHÍ að starfslið skólans, kennarar og aðrir sérfræðingar, fái að- stöðu til að aðstoða einstaka gmnnskóla og/eða fræðsluum- dæmi við þróunar- og nýbreytni- verkefni. Kennaraháskólinn staðfestir þannig þá stefnumótun um hlutverk og verkefni sem honum vom sett með lögum frá 1971 og ítrekuð var enn frekar í fmmvarpi til laga um Kennaraháskóla íslands og lagt var fram á Alþingi 1977 og endurflutt 1978 eins og áður var getið. Með lögunum og síðan frumvörpunum er mótuð sú stefna að Kennarahá- skólinn skuli starfa sem „vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun í uppeldis- og kennslufræðum". Kennaraháskólinn hefur á sl. 15 ámm sýnt með starfsemi sinni að hann er þrátt fyrir erfið starfsskil- yrði fær um að gegna þessu hlut- verki. Því til sönnunar er frumkvæði skólans um þróun B. Ed.-námsins, öflug endurmenntun, vaxandi og yfirleitt vönduð rannsóknarstarf- semi og nú síðustu árin nám í sérkennslufræðum og undirbúning- ur framhaldsnáms fyrir kennara á öðmm sviðum uppeldis- og kennslu- fræði. En til þess að þessar byrjanir renni ekki út í sandinn þarf ótvf- ræða staðfestingu Alþingis og yfirstjómar skólans á hlutverki hans sem miðstöðvar kennara- menntunar í landinu. Höfundur errektor Kennarahá- skóla íslands. byggist ekki hvað síst á heilnæmu lofti Úrval af viftum Sólviftur 16“ spaðar. Hagstætt verð. Borðviftur 9‘ 12“ og 16“. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI !0A - SlMI 16995 Bergþórugötu 2,101 Reykjavik. s:21215-21216. Nafnnr. 2712-6499 Notud innflutt litasjónvörp Ný sending Yfirfarin tæki Kreditkortaþjónusta Smiðjuvogi 6, Kópavogi simar 45670 — 44544. Rúm og rúmteppi Ný sending Electrolux Dl Electrolux BW-200 K Uppþvottavélin á jólatilboði Uppþvottavél fyrir 12—14 manna borðbúnað. Þessi uppþvottavél fékk nýlega viðurkenningu sænsku neytendasamtakanna fyrir það hversu hljóðlát hún er. © Aður: 35.000,- Nú: 31.500 Vörumarkaðurinn lif. Eiöistorgi 11 - sími 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.