Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 52
52 ____________MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986_ Skipbrot hitaveitna eftír Wilhelm V. Steindórsson í dag býr 80% af þjóðinni við hitaveitu eða um 190 þús. íbúar. Þar af eru um 130 þús. Mar á höfuðborgarsvæðinu. Hitaveitur landsins eru 34 talsins. Um helm- ingur hitaveitnanna hefur verið byggður eftir 1970. Hitaveita Reykjavíkur er elst og stærst íslenskra hitaveitna, tekin í notkun árið 1930. Hitaveitur eru orkufyrirtæki sem krefjast sömu fyrirhyggju í upp- byggingu og rekstri og öll önnur rekstrarfyrirtæki, hvort heldur þau eru opinber eða í einkaeign. Þær eru orkufyrirtæki sem krefjast markvissrar og ábyrgrar stjómun- ar, þar sem hagsmunir allra við- skiptavina viðkomandi veitu, til lengri tíma litið, eru hafðir að leið- arljósi. Draga á stjómendur þessara fyrirtækja til ábyrgðar, ekki síður en fyrirtækja í einkarekstri. E.t.v. ennþá frekar, þar sem fjárhagslegir einkahagsmunir stjómarmanna veita þeim að jafnaði ekki það að- hald, sem nauðsynlegt er. Vald yfir fjármunum almennings er ekki á allra færi að fara með. Uppbygging Mjög algengt er að rekstur fyrir- tækis sé erfiður í nokkum tíma eftir uppbyggingu þess. Ráðast þeir erfíðleikar mjög af útsjónarsemi og fyrirhyggju stjómenda fyrirtækis- ins, hæfni þeirra og þekkingu á fyrirtækjarekstri. Efyrstu rekstrar- árin em að jafnaði viðkvæmust fyrrir öllum breytingum á ytri aðstæðum, m.a. vegna óhjákvæmilegra skuld- fy^indinga fyrirtækisins í uppbygg- ingunni. Hér reynir framar öllu á hæfíleika og ábyrgðarkennd stjóm- endanna og ekki má dotta á verðin- um eða taka óþarfa áhættu. Slíkt kemur í bakseglin fyrr eða síðar. Gera þarf áætlanir fram í tímann, sem endurskoða þarf og breyta eft- ir aðstæðum. Þetta þekkja m.a. íbúðarbyggjendur og kaupendur. Hvað varðar uppbyggingu íslenskra hitaveitna hin síðari ár, virðist því miður sem ábyrgð og fyrirhyggju hafi ekki allstaðar verið beitt sem skyldi. Hefur þetta m.a. komið fram í því að ekki hefur nægjanlega verið vandað til rekstr- aráætlana veitnanna og þær ekki hlotið tilskilda endurskoðun. Dæmi eru um að sveitarstjómarmenn hafí stungið hausnum ofan í sandinn og brugðist þannig ábyrgð sinni og skyldum gagnvart fyrirtækjunum og viðskiptavinum þeirra. Þeir hafa setið aðgerðarlausir á meðan að rekstrarhalli (tap) veitnanna hefur aukist ár frá ári. Lausn á fjár- hagsvanda er hægt að fresta og velta á undan sér í skamman tíma. Það kemur að því fyrr en síðar, að á vandanum þarf að taka og er hann þá að jafnaði orðinn bæði stærri og erfíðari viðfangs. Orkuverð Upphitun íbúða er ein af grund- ‘‘vallarþörfum okkar og hefur samanburður á orkuverði hitaveitna verið nokkuð til umræðu að undan- fömu. Er mismunur á orkuverði sveitarfélaga nokkur sem er afar eðlilegt, þar sem orkuverð er að mestu háð aldri veitnanna, ytri að- stæðum og hæfni stjómenda þeirra. Lækkun olíuverðs hefur þó valdið nokkrum óróleika meðal almenn- ings að undanförnu. Framangreind- ar staðreyndir em flestar tímabundnar og breyta engu um tilurð íslenskra hitaveitna, þörf þess , að reka þær hveija og eina af ábyrgð og öryggi. Hvað orkuverð má vera hátt til upphitunar, hefur eins og við höfum í sjónvarpi nýlega orðið vitni að, staðið all nöturlega í valdhöfum fólksins að skilgreina. Kemur það ekki á óvart, því einhlítt svar er ekki til. Orkuverðið á að vera það sem rekstur hverrar hitaveitu krefst, þannig að rekstraröryggi þeirra tæknilegu og fjárhagslegu, sé ekki stefnt í hættu til lengri tíma litið. Stöðugur samanburður við þá sem við teljum að betra hafí það á einhverjum sviðum ogjafnvel öfund í þeirra garð eru dyggðir sem okkur ber að varast. Að kjömir sveitar- stjómarfulltrúar fari að hafa forgöngu hér um er ekki fyrirboði góðs. Velgengni á kostnað annars en eigin frumkvæðis og framtaks skilar ekki þvi sem til er ætlast og á annað til með að hefna sín. Sam- fögnum þeim sem gera góða hluti og stuðlum að því, að þeir fái að njóta þess. Reynum jaftiframt að læra af þeim og nýta okkur það. Uppgjöf? Er það því mjög alvarlegt mál þegar sveitarstjómarmenn annars stærsta sveitarfélags landsins, þ.e. Akureyrar, gefast upp fyrir ímynd- uðum óyfírstíganlegum rekstrar- vanda sinnar hitaveitu á viðkvæmasta tíma og verða sér og sínu sveitarfélagi til skammar með framgöngu sinni. Virðast þeir ganga til þess leiks, að ala á upp- gjöf og barlómi hvað önnur sveitar- félög í landinu varðar, í þeim tilgangi einum að drepa á dreif eig- in eymd og ábyrgðarleysi, ef verða mætti þeim sjálfum til einhverrar björgunar við að halda í hylli fólks- ins. Næsta erfítt er að átta sig á hvort talsmenn barlómsins eru full- trúar íhalds eða sósíalista eða allt þar á milli, svo er sefjunin orðin algjör. Ekki þarf að tíunda nauðsyn- legt jafnvægi fólksins undir slíkri uppgjöf forystunnar. Upphaf upp- gjafarinnar má hins vegar rekja til örfárra negrastráka norður á Akur- eyri, sem telja sig boðbera einstakl- ingsfrelsis, fijálshyggju og auðvalds. Er ég ekki í vafa um að sögulega séð verði framganga þeirra í þessu mikilvæga hags- munamáli og sjálfræðismáli þjóðar- innar, túlkuð sem svik við þann grundvallandi málstað sem þeir þykjast vera boðberar fyrir. Til þessara afreksverka, sem nú þegar hafa náð að grafa undan nauðsynlegu jafnvægi í stjómun orkumála landsins, velja þeir síðustu mánuðina fyrir alþingis- kosningar, þegar stjómsýsla lands- ins er hvað viðkvæmust fyrir hvers kyns sefjun fólksins. Trúnaöarbrestur Það hefur verið baráttumál meg- inhluta orkuveitna landsins ef ekki allra á undanfömum ámm, að losna undan stöðugum inngripum og beinum afskiptum ríkisvaldsins í rekstur veitnanna. Sjálfræði sveit- arfélaganna til gjaldskrársetninga hefur verið skýlaus krafa þeirra. Enginn er betur í stakk búinn en viðkomandi veita til að meta þörfína fyrir tekjur sínar á hveijum tíma. í tíð núverandi ríkisstjómar náð- ist þetta mikilvæga hagfsmunamál veitnanna á þann hátt, að sjálfræði í gjaldskrársetningum orkuveitn- anna var fært heim í hémðin. Þessari ráðstöfun fylgdi sjálfkrafa aukin ábyrgð hvers sveitarfélags á Wilhelm V. Steindórsson „ Af kynnum mínum af hitaveitum landsins á undanf örnum árum tel ég að engin íslensk hitaveita sé svo illa stödd í dag að hún þurfi að segja sig til sveitar. Orkuverð nokkurra þeirra hefði hins vegar getað verið lægra ef þeim hefði verið betur stjórnað.“ rekstri sinna veitna. Aukið traust var með þessum ráðstöfunum fært á stjómendur veitnanna og sveitar- félögin. Akureyri, stolt íslendinga í norðri og útvörður, hefur nú á heldur dap- urlegan máta bragðist þessu trausti. Hætt er við að þessi brestur eigi eftir að hafa skaðleg áhrif fyr- ir viðleitni annarra orkuveitna bæði hitaveitna og rafveitna, til aukins sjálfræðis og sjálfstæðis í langan tíma, óháð því hvaða árangur vænt- anlegar hungurgöngur stjómsýslu- fulltrúa Akureyrarbæjar til höfuðborgarinnar hafa á næstu vik- um og mánuðum. Mistakasaga HA Hef ég á undanfömum mánuðum ritað nokkuð um málefni Hitaveitna Akureyrar í blöð norðanlands, nú síðast röð ellefu greina. Var þetta gert til að reyna að upplýsa notend- ur Hitaveitunnar um núverandi stöðu veitunnar bæði fjárhagslega og orkuöflunarlega. Hjá því var ekki komist að fjalla nokkuð um aðdraganda og uppbyggingu veit- unnar. Það býr lengi að fyrst.u gerð. Ef litið er til baka í dag er augljóst að grandvallandi mistök vora gerð í uppbyggingu Hitaveitu Akur- eyrar. Að það sé alltaf hægt að vera vitur eftir á er rödd þess óábyrga. Farsæl framtíð grundvall- ast á gagnrýnu mati á fortíðinni. Þau mistök, sem hér er verið að tala um og gerð hefur verið óbein krafa um að láta nú alla landsmenn axla, era af stærðargráðunni millj- arður króna. Ný Krafla, nýtt Hafskip? Rökum þess efnis að orsök skuldasöfnunar Akureyrarbæjar vegna Hitaveitunnar sé tilkomin af óðaverðbólgu innanlands, óhag- stæðri gengisþróun dollars og háum vöxtum hans á undanfömum áram, hef ég hafnað. Áhrif þessara þátta eru afleiðing en ekki orsök. Örsökin er yfirfjárfesting bæjarfélagsins frá uppbyggingartíma veitunnar og vöntun á fyrirhyggju og e.t.v. ábyrgðarkennd. Þráseta hönnuða Hitaveitunnar í stjóm hennar hefur stórskaðað veituna og hvet ég alla aðila til að standa vörð um að það siðleysi og hagsmunapot, sem af hálfu verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri nánast allan rekstrartíma hennar hefur verið viðhaft, nái ekki að endurtaka sig annars staðar. Að best verður séð fer hönnunar- kostnaður þessarar tiltölulega litlu veitu að nágast 100 milljónir króna. Nánast ekkert af því sem skiptir máli í þeirra framáætlun hefur gengið eftir. Að þeir, eins og full- yrt hefur verið og að mínu mati þeir ekki náð að bera af sér, hafí leynt lykilmenn og sérfræðinga hitaveitumála hönnunarforsenduni Hitaveitu Akureyrar á sama tíma og þeir sitja í stjórn veitunnar, er vítavert af hálfu ráðgjafarverk- fræðinga og þarfnast sérstakrar umijöllunar. Vona ég og trúi verk- fræðistéttarinnar vegna, framtíð hennar og starfsheiðurs hennar vegna, að sá alvarlegi brestur á siðferðiskennd sem ríkjandi er hjá útibúi VST á Akureyri og sem ég tel að sé orðin vísir að stéttarlegri spillingu, sé bundin þeirri stofu ein- göngu en nái ekki til Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen í heild. Rekstrargrundvöllur Með markvissum aðgerðum und- anfarinna ára hefur Akureyringum tekist að tryggja framtíðarrekstur sinnar Hitaveitu með því grann- orkuverði sem er í dag. Ef rétt verður á málum veitunnar haldið á næstu áram er hægt að byija að hafa áhrif á orkuverðið til hins lægra innan aðeins örfárra ára. Þannig að á næstu áram fari verð- ið stöðugt lækkandi og að veitan verði skuldlaus í lok afskriftartíma- bils hennar. Niðurgreiðslur skulda era þegar hafnar. Miðað við skuld- lausa veitu þyrfti gjaldskrá Hita- veitu Akureyrar að vera um 15 kr./m3 . Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur er 18,50 kr./m3. Nú- verandi orkuverð Hitaveitu Akur- eyrar er um 8% hærra en orkuverð Rafveitu Akureyrar til húshitunar, sem það og hefur verið í gegnum árin án teljandi upphrópana not- enda. Með markvissum aðgerðum und- anfarinna ára hefur Akureyringum tekist að tryggja orkuöflun sinnar hitaveitu um langa framtíð. Ef rétt verður á málum veitunnar haldið á næstu áram era allar stærri orku- öflunarframkvæmdir óþarfar um mjög langan tíma. Verður að telja þennan árangur Akureyringa nokkuð góðan á ekki lengri viðreisnartíma. Fýrir aðeins þremur áram snerist öll umræða á Akureyri um að Hitaveitan væri bæði gjaldþrota og vatnslaus. Var sú umræða alls ekki óeðlileg miðað við þáverandi stöðu og skilning al- mennings á möguleikum veitunnar. Þolinmæði og þrautseigja hefur ein- kennt notendur Hitaveitu Akur- eyrar á undanförnum áram, í markvissum aðgerðum þeirra við að snúa vöm í sókn í sínum hita- veitumálum. Það er því þeim mun tilfínnanlegra að aðeins örfáir óábyrgir negrastrákar skuli geta unnið veitunni einmitt nú eins mik- ið skemmdarverk og raun ber vitni. Hver á að borg-a brúsann? Fjárfestingarmistök stjómsýslu- fulltrúa Akureyrarbæjar eiga engir að greiða aðrir en kjósendur þeirra. Krafa kjósendanna á að vera að fulltrúamir standi ábyrgir gerða sinna. Ábyrgð stjómenda felst í raun ekki í öðra en því að þeir víkji sæti þegar þeir verða uppvísir að mistökum eins og þeim er þeir sjálf- ir nú um ræða. Að leggja stór mistök fárra aðila á þjóðfélagið á að heyra undantekn- ingu til. Gerist það aðeins þar sem eftirliti og aðhaldi er ábótavant og ábyrgð brestur. Að slíkt gerist þannig að mistakavaldamir standi eftir með pálmann í höndunum, til- búnir að hefja nýjan leik, má aldrei fyrir koma. Að ríkissjóður yfírtaki skuldir fyrirtækja og sveitarfélaga er þó staða, sem getur komið upp og verið þjóðfélagslega eðlileg ráðstöf- un. Að rikissjóður yfírtaki skuldir Hitaveitu Akureyrar í dag og færi þannig fjármálalegan klaufahátt stjómsýslu Akureyrarbæjar á landsmenn er í alla staði óeðlileg ráðstöfun miðað við þróun mála og núverandi stöðu veitunnar. Ef stjómsýslufulltrúar Akur- eyrarbæjar hafa ekki það bein í nefínu sem til þarf til að standa undir ábyrgð á því grannorkuverði sem er í dag og halda því í örfá ár héðan í frá, eftir það sem á und- an er gengið, geta þeir lækkað orkuverðið strax með því Qárhags- lega svigrúmi sem er innan bæjar- kerfísins sjálfs. Það væri hins vegar óskynsamleg ráðstöfun í núverandi stöðu vegna annarra rekstrarþátta veitunnar. Það er gróf ögran við eðlilegar og sjálfsagðar aðhaldskröfur al- mennings, þegar fulltrúar úr stjóm- sýslu þeirra fyrirtækja sem ekki hefur verið betur stjómað en svo, að yfírvofandi er flutningur rekstr- armistaka þeirra á herðar almenn- ings, er falin aðild að úttekt og skilgreiningu á meintum vanda þeirra fyrirtækja. Enginn hlutlægur aðili á þar nærri að koma og í þeim tilvikum að ríkissjóður velur að leysa fyrirtæki frá skuldbindingum sínum á það að vera sann- gimiskrafa að skipt verði um alla yfírstjóm þess fyrirtækis. Aðeins með því móti verður nauðsynlegt aðhald til rekstrarábyrgðar tryggt. Niðurlag Af kjmnum mínum af hitaveitum landsins á undanfömum áram tel ég að engin íslensk hitaveita sé svo illa stödd í dag að hún þurfí að segja sig til sveitar. Orkuverð nokk- urra þeirra hefði hins vegar getað verið lægra ef þeim hefði verið bet- ur stjómað. Innan hitaveitnanna er harðduglegt og útsjónarsamt fólk sem á auðvelt með að tryggja far- sælan hitaveiturekstur á næstu árum ef þeim verða til þess sköpuð heilbrigð skilyrði. Það virðist hins vegar nokkuð viða þurfa að hressa uppá hina pólitískt kjömu sveitar- stjómarfulltrúa dreifbýlisins, sem margir hveijir eru greinilega famir að lýjast. Með því veganesti, sem núver- andi ríkisstjóm hefur þegar gefíð hitaveitum landsins, á framtíð þeirra að geta verið björt. Hin margþætta óbeina aðstoð og hvatn- ing iðnaðarráðuneytisins við hita- veitumar á undanfömum áram hefur skapað jákvæðan grandvöll fyrir hitaveitureksturinn og ef aðil- ar á annað borð vilja notfæra sér hann, þarf engu að kvíða. Ég skora á mína gömlu félaga að snúa bökum saman, láta af öllum barlómi og uppgjöf og hefja sjálf- stæða lokasókn í því átaki sem á undanfömum áram hefur verið gert meðal hitaveitnanna og missa ekki dampinn meira niður en orðið er. Að lokaátakið verði unnið með sjálf- ræði og sem mestu sjálfstæði hverrar veitu að leiðarljósi. Aðeins á þann hátt er hægt að skapa heil- brigðan hitaveiturekstur á næstu áram og afstýra því skipbroti og þeirri skömm sem nú blasir við íslenska hitaveitugeiranum og sem því miður mitt sveitarfélag ber ábyrgð á og ég harma. Höfundur er fyrrverandi hita- veitustjóri á Akureyri og fyrrver- andi formaður Sambands íslenskra hitaveitna. Bunan sem kom öllu af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.