Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 53 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Fimmtudagur 11. desember „Kæri stjörnuspekingur! Ég hef mikinn áhuga á að kom- ast að sem flestu um sjálfan mig, þar sem ég er helst til ráðvilltur. 27.04. 1967 kl. 12.04 er minn tími. Hvernig passar hann við 20.09. 1962 kl. 15.45? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna." Svar: Þú hefur Sól og Miðhimin í Nauti, Tungl í Bogmanni i 5. húsi, Merkúr í Hrút, Venus í Tvíbura, Mars í Vog og Ljón Rísandi. Eirðarlaus Ástæðan fyrir því að þú ert ráðvilltur er líkast til sú að þú hefur Tungl, Venus og Úranus í spennuþríhyrning. Það táknar að þú ert eirðar- laus og hefur þörf fyrir fjölbreytileika og þolir ekki stöðnun og vanabindingu. Það kemur f veg fyrir að þú festir þig í einu málefni. Öryggi Ofan á þetta kemur að þú ert Naut. Nautið vill sjá áþreifanlegan árangur gerða sinna, vill skapa sér öryggi og fást við uppbyggileg mál- efni. Ljónshlið þín vill síðan virðingu frá umhverfinu. Engar ásakanir Það æskilega i slíkri stöðu, er í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir þessum ólíku þátt- um og sætta sig við þá. Mikilvægt er að þú ásakir ekki sjálfan þig, eða farir að telja þig á einhvern hátt ómögulegan. Þú ert ágætur, þarft einungis að finna far- veg fyrir orku þína. Um leið og það gerist verður þú ánægður. Vandinn Vandi þinn er hugsanlega sá að þú einblínir um of á eitt afmarkað nám eða svið sem er það þröngt að þú tapar áhuga eftir smá tíma. Lausn gæti verið fólgin í viðhorfs- breytingu, að þú gerir þér grein fyrir því að eitt af- markað svið á ekki við þig. FjöltœkniþjóÖfélag Kannski ættir þú að sætta þig við eirðarleysi þitt og til- hneigingu til að fara úr einu f annað. Ná þér f menntun sem gefur kost á breiðum starfsvettvangi síðar meir. Sem dæmi má nefna tungu- málanám, það að taka nokkra áfanga í viðskiptum, fara erlendis og kynnast menningu annarra þjóða, læra fjölmiðlun, fara út á hinn almenna vinnumarkað og reyna að kynnast þjóð- félaginu á sem fjöiþættustum grunni. Þjóðfélagið í dag er flókið og not eru fyrir per- sónuleika sem hafa fjöl- breytilega reynslu. Að lokum í þessu sambandi: Þú ert ennþá ungur og ættir því ekki að flýta þér, vera róleg- ur og sjá hvað setur. Það er engin ástæða til þess að þú festir þig niður. Ef þú þarft að velja nám, athugaðu þá fög sem eru lifandi, ekki of langvarandi og gefa kost á fjöibreytilegu starfi sfðar. Ósanngirni Hvað varðar ósanngirni sem þú nefnir í óbirtum kafla f bréfinu, myndi ég athuga hvað það er í hegðun þinni sem kallar á þessa framkomu hjá öðrum. Fyrst og sfðast löðumst við að vinum sem höfða til einhvers í eigin fari. Ágœt saman Kort ykkar eru lík. Naut og Meyja eiga vel saman og sömuleiðis Tungl f Bogmanni og Tvíbura. Þú ert hins vegar of ungur og óráðinn til að vera að binda þig. Eigi að síður getur sambandið verið ánægjulegt. !!i!l!l!!!!!í!í::::: :i!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!'ii""ni!!!!!!!!!! ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: . ¦ : :::::::::::::::: X-9 ¦fé/VA//, -rtæs#&3>//vif/, x ay////A/t/*7 ' GRETTIR O/HVUTTI. B.G. Et-SKA plG.ÉG, KNÚSA Þk3 03 KR.BISTI pl&'- E<3 6/ETI HALVIV'A ÞÉRTUtriLiFDARj GÓPA NÓTX HVUTT) iiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiii»iii>m;>ii;;í»;;;';;íímm;;ii<iimí;íí;íí;;iii TOMMI OG JENNI TO/VMI EZBARft\/'fr!riMÍH BK íi 'SÆ.TTU ÞI6 Btoo woþerlR 1 \S/ndOhenwI APfHJSéf>r{ i>é/Z$mKUt% 12/25 IIIIIIHfmTfWWfffWTfWmnTTtWTfTWHtlllllllllllllllllllllllflllllllHlllllllllllllllllWllllllirtllllllllllllllllllllTmilllllltttttWTf" UOSKA ~-------:------_ iiiii— ISSKAPAR e^ru ^' SÉRFRyTTEX /WANNS-) (s£i\ lllllllllllfWTWWWWWWTWWWWWWWWWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIWIIWWWWWWTWWIIIIIIIIIIIIIIIIII FERDINAND SMAFOLK THEVrlAVETHESETHINeS WITH LITTLE 5QUARE5 ANP NUMBER5 0NTHEM... _ THEVUSETHENUMBER5 10 KEEP TRACK OF THE PAY5,ANPMONTrl5,ANP YEAR5ANPEVERVTHING... THAT'SrlOUJTHEYKNOUt) AN0THERYEARHA5 60NE BY, ANP A NEU) ONE 15 AB0UTT0BE6IN.. Þeir eru með þessa hluti með litlum ferhyrning- um og það eru tölur á þeim... Þeir nota tölurnar til að Þannig vita þeir hvenær Satt segirðu . . . eins og fylgjastmeðdögunumog árið er liðið og hvenær öllum megi ekki standa á mánuðunum og árunum nýtt ár er að byrja . . . sama. og hver veit hvað . . . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvernig er hægt að skýra spilamennsku sagnhafa í eftir- farandi spili? Vestur gefur; allir á hættu: Norður ? 84 ¥7643 ? 87432 + 106 Vestur Austur ? K +7532 VDG952 |!ÍSh VK10 ? ÁKD10 *95 ? 874 ? DG952 Suður ? ÁDG1096 VÁ8 ? G6 + ÁK3 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 1 grand Dobl 2 tfglar Pass 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur byrjaði á því að spila þremur efstu í tígli. Suður trompaði þriðja tígulinn, tók AK í laufi og stakk lauf í blindum. Spilaði svo spaða upp á ás og felldi kónginn blankan fyrir aft- an! Nokkur svör koma til greina:. (1) Sagnhafí er ótrúlegur grisari. (2) Sjón hans er „betri" en gerist og gengur. (3) Hann vissi að vestur átti aðeins einn spaða, svo eina vonin var að ein- spilið væri kóngurinn. Öll svörin geta svo sem verið rétt. En hið þriðja er sennileg- ast. í sögnum hafði vestur sýnt 9 rauð spil. í spilamennskunni fékkst það svo staðfest að hann ætti nákvæmlega fjóra tígla og a.m.k. þrjú lauf. Það var því ekki rúm fyrir meira en einr^ spaða á hendi hans. BRIDS Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Á Ólympíumótinu í Dubai kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Predrags Nikolic, Júgóslavíu, og Kiril Georgiev, Búlgaríu, sem hafði svart og átti leik. 32. - Hf 1+! og Nikolic gafst upp, því eftir 33. Kxd2 — Hd8+ 34. Kc2 - Be4+ verð- ur hann skiptamun undir f endatafli. Skákin var tefld á tólftu umferð og færði Búl-« görum mikilvægan sigur yfir nágrönnunum Júgóslövum, 2 lh— IV2. Búlgarar urðu í sjötta sæti á mótinu, en Júgó- slavar aðeins í því 15. Samt voru Júgóslavar fyrirfram taldir vera með fjórðu sterk- ustu sveitina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.