Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Glerkýrnar Ný verslun Tísku skartgripir Postulín — Kristall Heildsala/smásala GLERKYRNAR Miðbæjarmarkaðnum, Aðalstræti 9, 2. hæð. Sími: 18370. Barnahjálp SÞ 40 ára: Geiturnar þrjár og Gettu hver ég er Glænýjar bækur fyrir lítil börn. Fallegar, ódýrar, á vönduðu máli, með íjölda mynda í 4 litum. Þetta eru vinsælustu bækurnar á bókamarkaðnum fyrir yngstu börnin og hinar skemmtilegustu. Hver kannast ekki við bókaflokkinn: Skemmti- legu smábarnabækurnar. Sumar þeirra hafa komið út í 40 ár, en eru þó alltaf sem nýjar. Þær heita: 1. Bláa kannan 2. Græni hatturinn 3. Benni og Bára 4. Stubbur 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10. Kata 11. Skoppa 12. LeikfÖngin hans Bangsa 13. Dísa litla 14. Dýrin og maturinn þeirra 15. Kalli segir frá 16. Geiturnar þrjár 17. Gettu hver ég er Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðuvagninn Palli var einn í heiminum Selurinn Snorri Tóta tætubuska Fást í öllum bókaverslunum. Bókaútgáfan Bjðrk. Unnt er að bjarga milljónum bamslífa ef við bara viljum Með þeim einföldu og handhægu aðferðum, sem nú eru tiltækar til að vemda heilbrigði bama, hefur fjórum milljónum bamslífa verið bjargað undanfarin fimm ár. Og það er hægt að bjarga enn fleirum. I nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) er því haldið fram, að unnt sé að bjarga sjö milljónum bamslífa á ári með aðferðum sem þegar em kunnar og em í senn einfaldar og ódýrar. Skýrsla þessi kemur út á 40 ára afmæli Bamahjálparinnar. — Það er kominn tími til að við nýtum þau tækifæri, sem fyrir hendi em til þess að bjarga manns- iífum, segir í skýrslunni (The State of the World’s Children Report). Batnandi heimur Framkvæmdastjóri Bamahjálp- arinnar, James Grant, bendir á það, að undanfama fjóra áratugi hafí átt sér stað veruleg breyting á af- stöðu fólks í veröldinni. Hann segir m.a.: „Nú á dögum sættum við okkur hreinlega ekki við það, að milljónir bama deyi vegna þurrka, eða hungurs nokkurstaðar í veröld- inni. Hvort sem neyðarástand skapast í Afriku eða Kampútseu, þá hafa fjölmiðlar þau áhrif, að þjóðir og ríkisstjómir koma í veg fyrir að um fólksfelli verði að ræða.“ Fyrir fjórum áratugum var ekki um neitt slíkt að ræða. Upp úr 1940 urðu til dæmis þtjár milljónir manna, kvenna og bama hungUr- morða í Kalkútta og Bengal, án þess að umheimurinn í raun hefði hugmynd um það, — allavega var ekkert gert til þess að koma til hjálpar. „Sú breyting, sem átt hefur sér stað, er vissulega þýðingarmikið skref til betri heims. En nú þegar Bamahjálpin er að verða fertug, þá er tími til kominn að stíga næsta skref,“ segir í skýrslunni. Hin hljóða neyð Alvariegasta hættan, sem steðjar að bömum í heiminum í dag, er næsta lítið umtöluð, og er stundum nefnd „hin hljóða neyð“, og er fyrst og fremst næringarskortur og ýms- ir algengir smitsjúkdómar. „Engin sérstök neyð eða kreppa, engin hungursneyð, engir þurrkar, engin flóð hafa nokkru sinni banað 280 þúsund bömum á viku. Það gerir hinsvegar þessi hljóða neyð, — í hverri einustu viku. BILABRAUT FRÁ POLISTIL.. er sívinsæl gjöf. Fást í fjölmörgum stæröum og verðflokkum. Sendum gegn póstkröfu um land allt - Góö aökeyrsla — Næg bílastæði. TÓmSTUflDflHÚSIÐ HF Laugavegi 164, sími 21901 280 þúsund börn deyja vikulega, segir í nýrri skýrslu um stöðu barna í veröldinni Svo sem alkunna er hefur ástand- ið verið alvarlegt víða í Afríku undanfarin tvö ár, en samt dóu þá fleiri böm í Indlandi og Pakistan en í öllum hinum 46 löndum Afríku til samans. „Það breytir engu, að þessar milljónir bama dóu ekki á ákveðn- um stað, eða á ákveðnum tíma," segir James Grant í skýrslu Bama- hjálparinnar. En það þýðir, að þau komast ekki að linsu sjónvarps- myndavélanna, og það þýðir að þjáningar þeirra em ekki frétt og þessvegna vaknar ekki samviska heimsins þessum bömum til hjálp- ar. Þessi fómarlömb hinnar hljóðu neyðar deyja samt. Og ástúð og vonir fjölskyldna þeirra breytast í sorg. Ódýrar leiðir Því er haldið fram í skýrslu Bamahjálparinnar, að þjóðir heims séu nú í stakk búnar til þess að beijast með góðum árangri gegn smitsjúkdómum og næringarskorti, jafnvel þótt sumstaðar sé talað um erfíðleika í efnahagsmálum." Það er kominn tími til að almenningur viðurkenni og staðfesti, að það er alveg jafn óviðunandi að milljónir bama deyi árlega vegna næringar- skorts og smitsjúkdóma, eins og þau deyi vegna skyndilegra þurrka og hungursneyðar, segir í skýrsl- unni. Sú þekking og kunnátta, sem þegar er fyrir hendi á ódýrum leið- um til þess að bæta heilbrigði bama í þróunarlöndunum, nægir til þess að bjarga að minnsta kosti sjö millj- ónum bama á ári. Margar milljónir bama að auki gætu öðlast eðlilegan þroska gegn gjaldi, sem næstum öll lönd og allar fjölskyldur geta greitt. Bijóstagjöf er til dæmis ókeypis samanborið við mjólkur- duft. Aðrar aðferðir, sem Bama- hjálpin mælir með, em bólusetning- ar og að bæta í mat bamanna ákveðinni blöndu af vatni, sykri og salti, ORT. (Á ensku oral rehydra- tion therapy). Þetta kemur í veg fyrir þomun líkamans, í tengslum við niðurgang. Árið 1986 björguðu bólusetning- ar og ORT-blandan einni og hálfri milljón bama. Samkvæmt skýrslu Bamahjálp- arinnar er með öðrum orðum ekki unnt lengur að líta á það sem „eðli- legt“, að fjórtán milljónir bama deyi á ári hveiju. (Það em helmingi fleiri böm en Bamahjáipin telur unnt að bjarga með einföldum að- ferðum eins og bijóstagjöf, bólu- setningu og sykur- og saltblön- dunni. Hinum sjö milljónum reynir Bamahjálpin að þjarga með öðmm aðferðum, eins og til dæmis að út- vega hreint og ómengað drykkjar- vatn). Það er heldur ekki unnt að sætta sig við það, segir í skýrsl- unni, að enn fleiri böm skuli vera vannærð og sjúk. Samviska heimsins Það verður að vekja samvisku heimsins enn betur til vitundar um ástandið í þessum efnum og hvort það tekst mun skipta sköpum á ámnum fram til næstu aldamóta. í skýrslunni er það nefnt sem dæmi hvemig breytt afstaða fólks getur skapað forsendur fyrir nýrri stefnu, hvemig afstaða manna breyttist til þrælahalds og nýlendu- stefnu, kynþáttahaturs og aðskiln- aðarstefnu. Þetta var áður viðurkennt og óumdeilt, en svo er sannarlega ekki lengur. Samskonar breyting verður að eiga sér á af- stöðu fólks til þeirrar staðrejmdar að fjörutíu þúsund böm deyja á hveijum einasta degi, segir í skýrsl- unni. Framfarir í þróunar-löndunum í skýrslunni er greint frá rúmlega 20 löndum þar sem ódýmm að- ferðum hefur verið beitt með afar góðum árangri til að bæta heil- brigði bama. Mikil aukning bólu- setninga í Tyrklandi bjargar til dæmis 22 þúsund bömum á ári. í Egyptalandi hefur vaxandi notkun ORT-blöndunnar undanfarin þijú ár leitt til þess að dauðsföllum vegna niðurgangs hefur fækkað um helming, en ekki er svo ýkja langt sfðan að eitt hundrað þúsund böm létust árlega af þessum sökum í Egyptalandi. Enn mikilvægara en þessar nýju aðferðir á sviði heilsuvemdar er sú staðreynd, að í þróunarlöndunum hefur átt sér stað fj arskiptaby lting. Grant bendir á það, að á flestum heimilum em nú útvarpstæki, í flestum þorpum em sjónvarpstæki, og f velflestum minni samfélögum em skólar og heilbrigðisstarfsfólk. Möguleikar þróunarlandanna til að útbreiða þekkingu em miklu meiri en möguleikar þeirra landa sem nú teljast iðnvædd vom á sínum tíma, er þau vom á svipuðu stigi í þróun- inni og þróunarlöndin era nú. „Enginn getur neitað því, að fá- tæktin setur, og mun halda áffarn að setja okkur skorður," segir Grant. „En þrátt fyrir þær skorður og innan þeirra, er unnt að gera stórkostlegt átak til að bæta heil- brigði bama. Og með því að vemda líf milljóna bama er líka lagður fram skerfur í baráttunni gegn fá- tækt og fólksfjölgun. Það verður nefnilega ávallt náið samband milli andlegs og líkamlegs þroska bama og félagslegrar og efíiahagslegrar þróunar þess þjóðfélags sem þau búa í.“ (Frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.) Sex bæk- ur frá ísafold Bókaútgáfan ísafold gefur út sex bækur nú fyrir jólin, þar á meðal eru „Elliðaárnar“ eftir Asgeir Ingólfsson og „ís- lensk frímerki 1987“ eftir Sigurð H. Þorsteinsson. Auk þeirra gefur ísafold út bæk- umar: „Vil, vil ekki" eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, „Menn með mönnum" eftir Wilbur Smith í þýðingu Ás- geirs Ingólfssonar, „I blíðu og stríðu" eftir frönsku skáldkonuna Régine Deforges, og „Undir áhrif- um“ eftir James R. Milam og Katherine Ketcham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.