Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 59 Minning: Alfreð Rasmussen, skósmiður Fæddur 26. september 1904 Dáinn 29. nóvember 1986 Það er erfítt að hugsa til þess að hann hafí okkar sé dáinn. Hann var alltaf svo hress og em miðað við aldur. Hann fæddist 26.9. 1904 á Sjálandi í Danmörku og kom til íslands 1937, og hefur búið hér síðan. Árið 1948 giftist hann ömmu okkar, Margréti Þórðardóttur frá Efri-Brunná í Dalasýslu. Þau eign- uðust 3 böm, Sigurlaugu, Níels Emil og Grétu, en misstu drenginn sinn 1950. Afí var lærður skósmíðameistari og smíðaði m.a. fyrir fatlaða og í mörg ár smíðaði hann fyrir lögregl- una. Hann hafði verkstæði í Stórholtinu. Stundum voru skómir okkar í miður góðu ástandi, en frá afa komu þeir eins og nýir. Hann var mjög snyrtilegur og vandvirkur og allt lék í höndum hans. A verk- stæðinu hafði hann nokkuð af blómum og allt blómstraði þetta hjá honum, einnig hafði hann nokkra páfagauka sem hann hugsaði sér- staklega vel um. Já, hann afí var einstakur. Fyrir 2 mánuðum seldi hann verkstæðið og fengum við þá tvo unga frá honum, og þegar hann kom í heimsókn varð hann að heilsa upp á litlu vinina sína og athuga hvort þeir hefðu það ekki gott. En nú er hann allur og við minn- umst hans með hlýjum hug fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og foreldra okkar. Við vonum að vegur hans hinum megin sé blómum skrýddur. Guð styrki þig í sorg þinni elsku amma okkar. Hafí elsku afí þökk fyrir allt og megi hann hvíla í Guðs friði. Magga og Inga Nanna Fundur Bahá’ía um mannréttindi í TILEFNI mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember verður opinn fundur í ráðstefnusal Hótels Loftleiða í kvöld. Verða tvö framsöguerindi flutt. Sigríður Ingvarsdóttir tal- ar fyrir hönd Amnesty Inter- national um mannréttindi og Guðjón Eyjólfsson talar um mannréttindi frá sjónarmiði Bahá’í. Flutt verður tónlist í tengslum við efni fundarins. Fundurinn er þáttur í viðleitni Bahá’ía til þess að taka virkari þátt í íslensku þjóðlífí. Önnur starfsemi af svipuðum toga er fundur á ísafirði með fulltrúum friðahreyf- inga, fundur á Suðumesjum um kvennréttindi og fyrirhuguð ráð- stefna um nauðsyn alþjóðatungu- máls sem væntanlega verður haldin í samvinnu við samtök Esperant- ista, segir í frétt frá Bahá’í sam- félaginu á íslandi. Fimmtíu prósent fara í vimiinga Fjörutíu prósent fara til íþróttamála Hver röð kostar ekki nema fimm krónur ✓ Islenskar getraunir starfa fyrir íþróttahreyFinguna um allt land Islenskar getraunir bjóða símaþjónustu - síminn er 688-322 Vinningarnir eru sendir heini Milljónir í vinninga í hverri viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.