Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 61 Minning: Matthildur Guð- mundsdóttirfrá Bæ Fædd 19. júlí 1905 Dáin 3. desember 1986 Matthildur Guðmundsdóttir fæddist á Drangsnesi við Steingrimsfjörð 19. júlí 1905. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Guðmundssonar sjósóknara og bónda í Bæ á Selströnd og Ragn- heiðar Halldórsdóttur konu hans. Þau áttu saman 14 börn. Þrettán þeirra komust til manndómsára, öll svipmikið og dugandi fólk. Fjöl- skyldan átti heima á Drangsnesi í ellefu ár og þá var lífsbjörg heimilis- ins því nær eingöngu til sjávar sótt. Þótti Guðmundur öðrum fremri sem aflasæll og glöggur árabátaformað- ur. Árið 1914 keypti Guðmundur hálfa jörðina Bæ á Selströnd, og þá víkkaði athafnasviðið, því nú varð landbúnaður stærri þáttur í heimilisumsvifunum. Þegar fjölskyldan fluttist að Bæ voru þar fyrir á eign Guðmundar tvær fjölskyldur barnmargar í fastri ábúð á hluta jarðarinnar. Fyrstu árin var því þröngt setinn bekkur þar sem þrjár fjólskyldur bjuggu í sömu baðstofu, þar af 18—20 börn innan fermingar. En öllu þessu fólki farnaðist vel og samskiptin voru þægileg. Þar ríkti oftast söngur og gleði þegar tóm gafst til frá fjölskyldustörfun- um. Bæjarsystkinin urðu ung hlutgeng og athafnasöm á þeim vettvangi. Systurnar jafnt sem bræðurnir máttu ganga að hverju því verki sem þau voru talin duga til, en þarna var starfssviðið fjöl- þætt til sjós og lands. Öll voru systkinin kjarkmikil og létu lítt á sig fá þótt stundum þyrfti að leggja nótt með degi þeg- ar mestar annir kölluðu að. Hún Matthildur varð því ung að taka til hendinni við heimilisstörfin. Hún óx upp og varð mjög falleg kona, glaðvær og sönghneigð. Það er ekki ofmælt að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Margir ungir menn litu hýru auga heim að Bæ þegar hún var þar í blóma ungmeyjaráranna. Eg sem þessar línur set á blað þekkti yel Bæjarheimilið á þeim árum. Ég var á svipuðu reki og sumir krakkarnir þar og við Gunn- ar, bróðir Matthildar, stóðum saman á kirkjugólfinu á Kaldrana- nesi þegar við fermdumst. Milli bæjanna er aðeins stuttur háls sem aldrei var svo örðugur yfirferðar, að ekki væri hægt að komast þar um til að njóta saman leikgleði æskunnar. Og vináttubönd sem þá voru tengd urðu furðu haldgóð þótt árunum fjölgaði og oft væri vík milli vina. Ragnheiður, móðir Matthildar, var greind kona og hög bæði til munns og handa. Hún kenndi dætr- um sínum að feta þá sömu slóð hvað viðkom verkshætti og heimilis- haldi, enda kom það í ljós þegar Matthildur sjálf fór að halda heim- ili að henni var í engu áfátt á því sviði. Hún giftist árið 1927 Hall- dóri Magnússyni ættuðum úr Borgarfírði. Þau bjuggu fyrst tvö ár í Bæ en fluttust svo í Hamars- hæli innar við Steingrímsfjörð, þaðan stundaði Halldór útgerð og sjómennsku. Árið 1947 fluttust þau svo á Akranes og áttu þar heimili þangað til Halldór lést 6. október 1966. Þau hjón voru barnlaus en tóku í fóstur frá frumbernsku Björn M. Björnsson frá Smáhömrum. For- eldrar hans voru Björn Halldórsson og Elínborg Benediktsdóttir. Þau eru bæði látin. Hann er því af sama stofni og Matthttdur fósturmóðir hans því hún og Björn faðir hans voru systrabörn. Ekki þarf að draga í efa að piltur- inn sá hefur fengið góðan samastað hjá frændkonu sinni og manni hennar, enda mun mega sjá þess merki. Hann er nú hafnarstjóri á Akranesi, kvæntur Gýgju Gunn- laugsdóttur og eiga þau sex börn. Eftir að Matthildur missti mann sinn var hún fyrst þrjú ár á Akra- nesi,- en síðla árs 1969 fór hún bústýra til Þorláks Jónssonar raf- virkjameistara frá Súgandafirði, sem þá hafði misst konu sína og bjó einn með syni sínum á heimili þeirra í Reykjavík. Þessi þáttaskil í lífi Matthildar hygg ég að hafi orðið upphaf þess auðnuvegar sem hún síðan gekk í 17 ár eða til banadægurs. Þorlákur var í sárum þegar hún kom til hans. Sjálf hafði hún reynt þau umskipti og átti því auðvelt með að skilja hvernig málin stóðu. Það kom líka fljótt í ljós að hún var þessum vanda vaxin. Eðlislæg glaðværð hennar og hlýhugur færði birtu inn á heimilið, sem gerði þeim feðgum ljúfara lífið og auðveldara að sætta sig við orðinn hlut. Þau Þorlákur og Matthildur urðu vinir og félagar. Hún stjórnaði heimili hans af myndarskap og smekkvísi. Þannig urðu þessi sam- vistarár þeim báðum góð ár laus við einsemd og ama ellinnar sem oft vill hrjá þá sem einir ganga. Vinátta tókst með Matthildi og börnum Þorláks og ættmennum. Hún naut hjá því fólki þeirrar virð- ingar sem hún hafði til unnið með stjórnsemi, heiðarleika og vinarþeli í starfi sínu. Og líklega eru hcilindi í vináttu engum nauðsynlegri en þeim sem farnir eru að fella flug- fjaðrirnar. Matthildur var ljóðelsk og orðhög og eru til eftir hana vel dregnar lífsmyndir bæði í bundnu og óbundnu máli. Hún skilur eftir sig ljúfar minningar hjá þeim sem hana best þekktu. Þannig ganga góðar konur um garð hvar sem þær fara. Ég votta vinum hennar og að- standendum öllum dýpstu samúð. Þorsteinn frá Kaldrananesi Matthildur fæddist 19. júlí 1905 á Drangsnesi við Steingrímsfjörð og voru foreldrar hennar Ragn- heiður Halldórsdóttir og Guðmund- ur Guðmundsson á Drangsnesi. Ólst hún þar upp til 9 ára aldurs eða þegar faðir okkar hætti sjómennsku og kaupir hálfa bújörðina Bæ á Selströnd. Þegar hugurinn reikar til liðinna ára er svo margs að minnast frá áhyggjuleysi og glöðum stundum. Systkini Matthildar voru 12, níu bræður og þrjár systur. Er nóg að starfa bæði til sjós og lands. Matt- hildur var í foreldrahúsum að Bæ, utan einn vetur sem hún dvaldi hjá frændkonu sinni á Akureyri við menntun og hafði af því bæði gagn og gleði. j Hún giftist manni sínum, Hall- dóri Magnússyni, fæddum 4. júlí 1898. Þau bjuggu að Bæ frá 1927—1929. Þá er að rísa vísir að útgerð í svokölluðu Hamarsbæli. Þar byggir Halldór myndarlegt tveggja hæða hús og flytja þau þangað 1929. Hann kaupir bát ásamt svila sínum, Árna Andrés- syni, og síðar Hermanni Guðmunds- syni mági sínum. Það urðu fljótt mikil umsvif og reyndi þar mikið á dugnað Matthildar, þar sem hún tók í fæði og aðhlynningu háseta sem voru aðkomnir. Þau Halldór eignuðust engin börn, en Matthildur tók dreng sem misst hafði föður sinn á besta aldri. Ekkjan stóð uppi með fjögur börn og eitt ófætt. Þegar það fæddist, sem var drengur, sótti Matthildur hann nýfæddan og var hann svo skírður eftir fóður sínum, Birni Halldórssyni, er bjó á Smáhömrum. Móðir hans hét Elínborg Benedikts- dóttir. Björn Björnsson komst I hlýjan móðurfaðm, þar sem hún Matthildur var, einnig mun hún hafa fengið útrás fyrir óuppfylltar móðurtilfinningar. Næst flytja þau hjón á Akranes 1947. Þar vann Halldór við vél- smiðju Þorgeirs Jósepssonar á meðan heilsan entist. Björn fóstursonur þeirra hjóna giftist Gígju Gunnlaugsdóttur kennara og eiga þau 5 börn, svo Matthildur fékk óspart að kynnast ömmuhlutverkinu. Það bjó í sama húsi, þó hún væri á sinni hæð. Börnin urðu fullorðin og mun Matt- hildi hafa fundist hún vera meira En fyrir nokkrum árum gerðist hún ráðskona hjá Þorláki Jónssyni hér í bæ, rafvirkja á Grettisgötu 6. Þeir voru tveir feðgar og þurftu umhirðu. Að fara í þá stöðu var hennar stóra lán. Hann er góður og glaðsinna maður og hún er full- komin húsmóðir, enda virtu þau hvort annað. Matthildur var frjáls og hún naut þess að skemmta sér og fara í smá ferðalög með honum. Matthildur var falleg kona og meira gaf Guð henni, hún var vönd- uð til orðs og æðis og mátti ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Hún sótti ekki á að kynnast fólki, en trygg og hinn góði félagi þeim sem hún umgekkst og glöð í vina- hópi. Eftir að Matthildur flytur suður vann hún mikið að líknarmálum s.s. byggingu Hallgrímskirkju sem hún bæði gaf fé og vinnu og fleiri félögum vann hún á þann hátt. Enn var höggvið skarð í þrettán systkina hópinn frá Bæ. Fimm bræður hafa kvatt af níu og þrjár systur af fjórum. Við Matthildur vorum svo lánsamar að fylgjast að mest á æfinni. Matthildi á ég svo margt að þakka, friður Guðs geymi hana og blessi, leysta frá jarðlífsþrautum. Með systurlegri kveðju, Þuríður frá Bæ í Steingrímsfirði. Rauð epli ............*................ 1 Kg Kr. Appelsínur 1 Kg Kr. RósaKál ............................... 1 Kg Kr. BlómKál Ali appelsínusafi 1 Kg Kr. 1 Itr Kr. ODYRT GODMEIT 65,00 65 00 29 00 65,00 44 90 44 90 36 50 4990 9600 9600 186,00 AM eplasafi........................... 1-Itr Kr. AM majones ........ .........350 gr Kr. A plus túnfisKur.............................Kr. Farm frites fransKar Kartöflur Oven fried...........................907 gr Kr Crincle cut ovenfried...........'.. 907 gr Kr. 5traight cut ovenfried........... 1,8 Kg Kr SPARADU FTRIRJÓLIN HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.