Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 62

Morgunblaðið - 10.12.1986, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 fclk f fréttum Ný bók eftir Shirley MacLaine á íslensku Jóginn kemur sér fyrir... ...og ekki bögglaðist það fyrir honum! Ljóð í dragsúgi ífellt koma út ljóðabækur og nú nýverið kom út bókin „Dragsúgur" hjá forlaginu Smekkleysu, en það er fyrsta bók útgáfunnar. Höfundur bókarinnar er Bragi Ólafsson og var hann króaður af fyrir skömmu og spurður um ljóðlistina. Ertu maður hínna frumlegu lífsskoðana? Nei, síður en svo — ég hef vissulega lífsskoðanir, en ég geri mér ekki sérstaklega far um að hafa þær frumlegar. í fyrsta lagi er slíkt ekki sérlega frumlegt, en þar fyrir utan reyn- ast þær nú gjaman vera grynnri en að var stefnt og ég held að nær sé að vera sannur sjálfum sér og öðrum. Til hvers yrkja skáldin Bragi? Ég hef nú ekki leyfi til þess að svara fyrir annarra hönd, en hvað mig varðar er tilfellið það að þegar ég gef mér ekki tíma til þess að skrifa ljóð, líður mér illa. Ég segi ekki að ég líði sálar- kvalir, en það er mér nautn og fró að skrifa. Síðan er önnur hlið á málinu þegar maður er farinn að koma út á bók — þá er maður að taka til í ljóðahirsl- unni. Nú er égt.d. búinn að skrifa í tvö ár og mér fínnst það sem eftir liggur prentsvertunn- ar virði og jafnframt ástæða til þess að leyfa öðrum að njóta. Vissulega brýst í manni hvort leggja skuli í að breiða sjálfan sig út eður ei, en það er lítið vit í að skrifa til þess eins að af- henda ruslakörfunni eða læstri Bragi Ólafsson afkróaður. hirslu til varðveislu. Hvernig bók er þá Dragsúg- ur? Þetta er ljóðabók með prósa- ljóðum o g Spánn blandast málum soldið. A sama hátt og Guðbergur? Nei ekki beint, en bókin ge- rist að hluta til á Spáni... fólk verður bara að lesa sér til um Bókarkápa „Dansað í Ijósinu. Leikkonan Shirley MacLaine hefur fyrir löngu hlotið ærna viðurkenningu fyrir leik sinn, en undanfarin ár hefur hún vakið æ meiri athygli fyrir ritstörf sín. Hún hefur þótt hispurslaus í frásögn og hlífír engum, síst sjálfri sér. Minnast þess eflaust margir þegar Shirley upplýsti að hún hefði eitt sinn verið í tygjum við skandinavískan stjómmálamann. Margir Ieiddu getum að því að það hefði verið Olof heitinn Palme, en hann hafði löngum það orð á sér að vera kvenhollur. Shirley hefur nú ritað fímm bækur þar sem hún rifjar upp minningar sínar og lífreynslu, en tvær þeirra hafa verið þýddar _á íslensku. Hin fyrri, „Á ystu nöf“, kom út í fyrra og vakti talsverða athygli, en nú á dögunum kom hin nýjasta, „Dansað í ljósinu", út í íslenskri þýðingu. í bókinni segir leikkonan sem fyrr frá sjálfri sér; þegar hún vann hin eftirsóttu Óskarsverðlaun og erfíðleikum í tilfínningalífinu, en sérstaka áherslu leggur hún þó á hina sálrænu og dulrænu hlið sinna mála. Bók þessi hefur ekki þótt gefa hinum fyrri neitt eftir, enda er nú í efsta sæti bóksölulista The New York Times yfir bækur sem ekki eru skáldsögur, en það er sá listi í Bandaríkjunum, sem mest mark þykir takandi á um vinsældir einstakra bóka. Það er bókaútgáfan Geislar sem gefur bókina út, en hana þýddu þau Matthías Magnússon, Guðrún Egilsson og Magnús Rafnsson. Coudou í allri sinni lengd við hlið kassans. Að láta lítið fara fyrir sér Haldi menn að einhvemtímann sé þröngt um þá og olnboga- rými af skomum skammti, ættu þeir að hugsa til jógans Coudou. Hann er tæpir tveir metrar á hæð, vegur tæp 100 kg, en kemst samt fyrir í kassa, sem ekki er meira en 70 cm á hæð og 50 á breidd! Bragð þetta lék hann í síðasta mánuði á þingi parasálfræðinga skammt frá Versölum í Frakklandi. Maðurinn hlýtur að spara stóre- flis fúlgur í leigu. heljar L®'ðin niður er löng, 33 m alls, en hún er fljótfarin. Bandaríkjamaðurinn Dean Whitaker hefur það að atvinnu að stinga sér afturábak ofan ílaugina, sem ekki er nema 6 m í þvermál og tæpir 4 að dýpt. Þetta gerir hann daglega í skemmtigarði í Belgíu og stundum oft á dag. „Eg hef alltaf lifað hátt; hvers vegna ekki að gera það með stæl?1* Hæg er leið til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.