Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 -->» r Ást er... * t 10 J. .. .að hugsa um hann. TM Reg. U.S. Pal. Oíf.—all rights reserved »1984 Los Angeles Times Syndicate Svínka mín, þú átt líka að fá dúkku! HÖGNI HREKKVÍSI ft-neiAfts , Bréfritari kvartar yfir lyktinni sem oft leggur yfir Eskifjörð. Um málfreyjur í Velvakanda fímmtudaginn 13. nóv. sl. biður Unnur um upplýsing- ar um hvernig hún geti komist í samband við málfreyjur. Ég efast ekki um að nú þegar hafa fleiri en ein málfreyja haft við hana sam- band og boðið henni að sitja fundi hinna mörgu deilda sem eru starf- andi hér á höfuðborgarsvæðinu. En það gætu verið fleiri sem áhuga hefðu á því að kynnast þessum ágæta félagsskap. Islenskar málfreyjur eru nú hátt á fímmta hundrað talsins og starfa í 23 deildum víðsvegar um landið. Deildarfundir eru haldnir tvisvar í mánuði og takmarkast aðilatalan við 30 í hverri deild svo að hver og einn njóti þjálfunar sem best og sé virkur þátttakandi. Innan deild- anna fer fram viðamikil þjálfuri og hvatning sem hver málfreyja veitir annarri. Starfið miðar að því að þjálfa einstaklinga til tjáskipta, fé- lagslegra samskipta og forustu. Einnig veita samtökin þjálfun í ræðuflutningi og fundarsköpum. Landssamtök málfreyja á íslandi eru aðilar að alþjóðasamtökum sem stofnuð voru í Bandaríkjunum 1938 og heita „International Training In Communication" (ITC). Ég vona að þessar upplýsingar um starf okkar málfreyja veiti Unni og fleirum einhverjar upplýsingar um félagsskapinn. Ef einhver vill fá nánari upplýs- ingar, t.d. um hvar fundir hinna ýmsu deilda eru haldnir, er ég (und- irrituð) fús til að veita þær upplýs- ingar í síma 51983 og einnig formaður útbreiðslunefndar Lands- samtakanna, Hanna Bachmann, í síma 25027. F.h. kynningarnefndar Lands- samtaka málfreyja á Islandi, Sólveig Ágústsdóttir formaður. Fnykur á Eskifirði Ég er hérna einn frá Eskifirði sem er að verða vitlaus á fnyknum úr bræðslunni okkar hér á staðnum. í hvert skipti sem verið er að bræða kemur þessi lfka rokna fýla og ég get ekki imyndað mér annað en að hún fari illa með lungun og heilsu fólks á staðnum. Mér fyndist ráð- legast að færa bræðsluna út úr bænum í stað þess að menga loftið fyrir saklausu fólki. Annars er nú nýkomið einhvers konar reykvarn- arkerfi sem eyðir hluta reyksins en lyktin er eftir. Ef það hefði nú ve- rið fundinn upp lykteyðir í staðinn þá hefði þetta verið í lagi. Þetta er meira að segja svo slæmt að þegar fólk er að þurrka þvott á snúrum og vindátt snýr að bænum angar hreinn þvotturinn svo honum er varla komandi f hús. Nú vona ég að einhverjir taki þetta til sín og ég veit að margir styðja mig í þessu máli. Vonandi gerist eitthvað á næstu árum í sambandi við þetta svo fólk þurfí ekki að stofna heil- sunni í hættu, og geti þurrkað þvott úti á snúru án þess að hann angi af stybbu. Með þökk Sigurður Magnússon Þakkir til Guðmund- ar Guðmundarsonar Ég vil með nokkrum orðum þakka Guðmundi Guðmundarsyni fyrir grein hans í Mbl. 4. þ.m. sem hann nefnir Dýrkun ræfíldóms og hortitta. Þetta eru orð í tíma töluð og öllum hugsandi mönnum um- hugsunar- og áhyggjuefhi. Hvernig ljóðformi er misboðið af allskonar lýð sem þar veður um á forugum skóm er undrunarefni og einkenni- legt að ekki skuli hafa verið vakin umræða um þessa hluti. Með þetta fyrir augum er skiljanlegt að ekki tókst að fá hátíðarkvæði, hvorki nú eða á seinustu þjóðhátíð sem kunnugt er. Það vekur líka athygli að okkar dýrmæti fjölmiðill Ríkisútvarpið, skuli alltof oft verða til þess að láta þessa hortitti flæða yfír og særa þar með brageyra landsmanna. Ríkisútvarpið hefir nú ágætan mál- vöndunarmann, sem hefír gert marga góða hluti, og er ég undr- andi yfír að hann skuli ekki hafa fjallað um og haft þau áhrif að þessir „textar" væru ekki birtir, því ef þeim er hafnað í fjölmiðlum er von til að vöndun geti átt sér stað bæði að efni og formi. Ég treysti Ríkisútvarpinu, sem er ábyggilega vanda sínum vaxið og veit að ef það tekur sig til er hægt að ráða bót á þessu, en vissu- lega er manni raun að þessum þvættingi sem Guðmundur minnist á og tekur dæmi af. Lágkúran má ekki ná lengra. Árni Helgason Víkverji skrifar Víkverji ræddi fyrir skömmu hversu mikilvægt það væri að koma vel fram við eldra fólk og þá ekki sízt í opinberum stofnunum. En það er annar hópur sem ekki heldur má verða útundan og það eru börnin. í þetta sinn var Víkerji með litlu barni í fataverzlun. Það var snemma morguns og afgreiðsl- ustúlkan var mjög stúrin, þó ekki ókurteis, hefur sennilega verið syfj- uð. En fundin voru fram föt sem barnið mátaði. I því kemur önnur afgreiðslustúlka, brosmild og hjálp- söm og barninu varð að orði: „Sjáðu, þessi er svo glöð!" - Jafnvel litlum mannverum líkar vel að kom- ið sé vel fram við þær. Hversu oft hefur það ekki komið fyrir að börn standi við afgreiðslu- borð í lengri tíma án þess að verða afgreidd. Yfírleitt endar það með að einhver viðskiptavinur bendir á að röðin sé komin að þessu barni. Ef hins vegar barninu verður á að benda á að það hljóti að vera næst, þykir það óendanleg frekja. XXX En úr því að minnst er á börn hér, þá minnist Víkverji þess fyrir nokkrum árum að hafa verið staddur á leikskóla á meðan barnið hans var að aðlagast skólanum. Börnunum var skipt í deildir eftir aldri, þannig að a.m.k. ár gat verið milli þess yngsta og elzta. Eitt barn- ið teiknaði sérstaklega vel, svo að Víkverja varð að orði eitthvað á þessa leið: „Mikið teiknar þú vel." Fóstran var fljót að grípa þetta og sagði: „Já, þau teikna ÖU svo vel." Víkverji fór nú ekki út í nánari rökræðiir við fóstruna, en hugsaði með sjálfum sér: Hvers vegna má ekki hrósa Jónu fyrir að teikna vel, án þess að hin börnin fái minni- máttarkennd. Ekki eru öll börn jafn dugleg að teikna. Jón er áreiðanlega duglegur að byggja bílabraut, Dísa að svæfa dúkkuna, Kristín að syngja o.s.frv. Er eitthvað neikvætt við að hrósa svo framarlega sem það er ekki gert á kostnað annarra? Isumum framhaldskólum og jafn- vel f elztu bekkjum-grunnskól- anna hefur verið komið upp punktakerfi fyrir mætingu. Víkverja finnst þetta með þvf frá- leitasta sem viðgengst í skólum. Hvað gerist svo þegar ungmennin koma út á vinnumarkaðinn vön aðeins 90% mætingarskyldu. Finnst þeim þá eðlilegt að nýta sér veik- indadaga, sem allir eiga í hverjum mánuði, þrátt fyrir engin veikindi? Finnst þeim eðlilegt eftir mikla gleðskaparhelgi að sleppa vinnu- degi vegna þess að þau eru vön 90% mætingarskyldu? Víkverji skilur ekki hvers vegna þessu var breytt úr upprunalega forminu eða að það geri neinum gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.