Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 67 Tillaga um kjördag vorið 1987 Þann 4. þ.m. var samtalsþáttur í útvarpinu um væntanlegan kjör- dag á næsta vori. Flestum þóttu aprílkosningar óæskilegar. Sumir bentu á Sjómannadaginn, en þar sem laugardagur er lögbundinn kosningadagur voru þær tillögur ekki raunhæfar. Mín tillaga er að kosið verði 23. maí og þingmenn framlengi umboð sitt um 30 daga. Fordæmi er fyrir þessu frá 1941. Þá samþykktu al- þingismenn, 15. maí, þingsályktun- artillögu um að framlengja umboð sitt um óákveðinn tíma, þó ekki lengur en í Qögur ár. Kosningar voru þó ári síðar. Ef kosið væri 25. apríl gætu þingmenn lent í sama vítahringnum eftir ijögur ár. Sigurjón Sigurbjörnsson Þessir hringdu . . . Vinsamlegtil- mæli til bóka- forlaga Ingibjörg Þorgeirsdóttir hringdi: Föstudaginn 28. nóv. lauk Sig- urður Gunnarsson, fyrrverandi skólastjóri, lestri á sögunni „Ör- lagasteininum" eftir Sigbjöm Hölmebakk. Er það ekki í fyrsta skiptið sem Sigurður leggur út- varpinu til gott efni, frumsamið eða þýtt, og skilar því áfram til hlustenda með prýðilega skilrík- um flutningi. Nú kynnti hann okkur norskan rithöfund sem er vel metinn og frægur rithöfundur í sínu heimalandi og um önnur Norðurlönd nema hér. Hafa nokkrar af sögum hans þegar verið kvikmyndaðar m.a. „Örlaga- steinninn". En sú saga mun vera talin eitt af hans bestu og athygl- isverðustu verkum. Ég efast heldur ekki um að flestir þeirra sem náðu eitthvað að kynnast sögunni í gegnum út- varpsflutning Sigurðar myndu fagna því ef eitthvert bókaforlag- ið hér tæki að sér að koma henni til okkar í fallegu bókarformi. Og eiginlega væri það eðlilegt fram- hald af lofsverðu kynningarstarfi Sigurðar. Síminn í ólagi en... Símnotandi hringdi: Síminn hjá mér er nokkuð dynt- óttur og stundum þegar hringt er neitar hann að gefa samband við tækið sem hringt er í. Ég vildi, sem von var, fá gert við þetta og lét þá hjá símanum vita. Þeir sögðu mér það svo síðar að þeir hefðu athugað málin hjá sér en ekkert fundið athugavert. Ég yrði því bara að sætta mig við að ná ekki alltaf sambandi í gegn- um símtækið mitt. Við þetta tækifæri spurði ég þá, og spyr reyndar enn, hvers á ég að gjalda? Ég borga mitt afnotagjald og hlýt því að eiga rétt á betri þjónustu frá símamönnum en þetta. Fann lyklakippu Jónas hringdi og kvaðst hafa fundið lyklakippu við Blómaval. Á henni eru tveir lyklar, húslykill og bíllykill, og að auki spjald merkt Samvinnutryggingum. Eig- andi hringi í s. 35190. Eritt að ná sam- bandi við Land- spítalann Langþreyttur hringdi: Mig langar til að vekja athygli á því hversu erfítt er oft að ná sambandi við Landspítalann í há- deginu og eftir matinn. Mig langar einnig mikið til að fá skýr- ingu á því hvemig á þessu stendur? Siglingin tekur tíma Sjómannskona hringdi: Mig langar til að gera athuga- semd við grein G.G. í Morgun- blaðinu um kjör sjómanna. Þar segir að sjómenn á skipi, sem sigli með aflann, hafí helmingi hærri tekjur en sá er landar heima. Það er rétt miðað við magn af fiski. Hins vegar gleymdist að einn sigl- ingatúr tekur jafnlangan tíma og tveir heimalöndunartúrar og þar með eru dæmin jöfn. Bestu tekjumöguleikar sjó- mannsins felast þessvegna ekki f siglingu heldur í því að aflanum sé landað heima í gáma. Mikíð álag* á 08 Símnotandi hringdi: Það er afskaplega erfítt að ná sambandi við 03 svo ekki sé meira sagt. Stúlkumar segja mér að þær séu á fullu allan daginn en það dugi bara ekki til. Bætt er á þær símkerfum án þess að starfsfólki sé neitt flölgað og það segir til sín. Nú spyr ég, hafa yfírvöld þessara mála ekki fullan hug á að bæta hér úr? Stöð 2, takk fyr- ir körfuboltann íþróttaáhugamaður hringdi: Eg vil þakka Stöð 2 fyrir að sýna frá körfuboltanum banda- ríska. Gaman væri nú að fá að sjá Pétur Guðmundsson í leik. Mig langar líka til að biðja stöðv- armenn um að sýna lengri kafla úr leilqunum, helst leikina alla. Það mætti þá vera einn leikur í þætti. í þriðja lagi spyr ég ykkur hjá Stöð 2 hvort þið getið ekki tekið upp þráðinn þar sem ríkis- sjónvarpið sleppti honum og sýnt úrslitaleikina í NBA keppninni á síðasta keppnistímabili? Bjami var búinn að sýna tvo en hinir em eftir. Hneykslaður á Stöð 2 Unglingur hringdi: Ég er ferlega svekktur með að þeir á Stöð 2 ætli sér að trafla „Musicboxið". Þættimir era tíðum fyrir kvöldmat og þetta er þá eina efnið sem þeir trafla á þeim tfmum. i hvað skyni er þetta gert? Og til að kóróna þetta athæfi þá era ekki til neinir lyklar, og verða þeir ekki fáanlegir fyrr en eftir jól, eftir því sem mér er sagt. En auðvitað á maður ekki að gera þeim það til geðs að gerast áskrif- andi að dagskránni á Rás 2 þegar svona er í pottinn búið. Týnt kvenúr Kona hringdi: Ég varð fyrir því óhappi ein- hversstaðar í austurbænum í Reykjavík að týna úrinu mínu. Það er Delma kvenúr, gyllt. Finnandi hringi í s. 40503. MÆLDU VEGGINN Oslo Maghony kr. 39.980.- Bergen í kótó kr. 44.190.- Korfu í kótó kr. 49.740.- /■ System II raðskápar í hvítu, svörtu, beiki, kótó og maghony. Bonn hvítt og beiki. Uppstilling kr. 29.490.- Tunö raðskápar og massíf fura. mii eurocaro V/SA BESTU GREIÐSLUKJORIBÆNUM ^húsgagnaAöllin J BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.