Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 ¦* xám Séð yfir hluta af áhorfendapollum og sviði í Skenuminni. LR Skemman: Morgunblaðið/Einar Falur Djöf laeyjan um miðjan janúar í GÖMLUM bragga við Kapla- skjólsveg er Leikfélag Reykja- víkur að æfa „Djöflaeyjuna" um þessar mundir. Það er Kjartan Ragnarsson, leikari, sem hefur samið leikgerðina eftir sögum Einars Kárasonar „Þar sem Djöflaeyjan rís" og „Gulleyjan." „Við fengum leyfir hjá Borgar- stjóra til að nýta húsið í vetur, en vitum ekki hvert framhaldið verð- ur," sagði Kjartan Ragnarsson, aðspurður um þetta nýj'a leikhús. Þótt leikhús þetta sé nýtt, er húsið gamalt og kannast líklega flestir við það undir nafninu Grandi h/f. Til að breyta þessum gömlu fiskvinnslubröggum í leikhús þurfti m.a. að brjóta niður 15 tonn af steypu. Grandi h/f hætti vinnu í húsnæðinu þann 15. október og fyrsti samlestur Leikfélagsins var 25. október. Lítið hefur þó verið æft frá þeim tíma, því leikarar hafa unnið við að breyta húsnæðinu. Hafa þeir keyrt í burtu einn gám af timbri og einn af steini. Að sögn Kjartans hefur verið útbúið leikararými: búningsher- bergi, baðherbergi og kaffístofa. í anddyri voru fjarlægð þrjú herbergi til að útbúa anddyri, því aðkoma fyrir áhorfendur var ansi bágborin. Síðast en ekki síst hafa verið settir upp áhorfendapallar og rúmar hú- sið nú um 265 áhorfendur. Æfíngar hófust því ekki fyrr en í lok nóvember, en eru nú komnar á fullt: Aðspurður um það afhverju Leikfélagið hefði kosið að sýna Djöflaeyjuna á þessum stað sagði Kjartan að húsið hentaði þessu verki sérstaklega vel, þar sem það Ótetiandi verk þarf að vinna áður en hægt verður að sýna f skem- munni. Soffía Jakobsdóttir, leikkona, vopnuð gúmmíhönsk- um ogtusku, við hreingerningar. er hæfílega hrátt. Áhorfendur og leikarar eru í sasma rými og það er leikið allt í kringum áhorfendur. „Það sem okkur fínnst mest spennandi, er að nota þetta hráa umhverfí. Leikritið gerist í sjúskuðu braggahverfi og við erum í bragga. Hér er allt mjög ekta, til dæmis ekta landgangur og skítugar ösku- tunnur utan úr porti. Húsið er element sem maður getur notað eftir eigin höfði. Það er enginn arki- tekt sem þarf að gefa leyfí, við getum þessvegna tekið þakið af." „Helstu vandamál okkar voru hitamálin. Húsið var hitað upp með — 1 ¦ i'^£/I -í V. ¦-¦¦' í \í 1 \ ¦ \M- ¦> \ / \ Talsmaður stjórnar Verkamannabústaða, Ríkharð Brynjólfsson, tíl hægri, afhendir Jóni Halldórssyni, eiganda hússins, lykla að húsinu. Fyrst i verkamannabústaðurinn á Hvanneyri. Morgunblaoið/DJ. Andakílshreppur: Stjórn Verkamannabústaða af- hendir fyrsta húsið á Hvanneyri Líkan af Hall- grímskirkju í SAMRÁÐI við byggingarnefnd Hallgrímskirkju hefur verið gert lítið líkan af kirkjunni, sem steypt er í tin og silfurhúðað. Hæð turnsins er ca 13 cm og önnur mál eftir því. Á fyrstu eintökunum er merki 200 ára afmælisnefndar Reykjavíkur. Þessi eintök eru nú til sölu á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju, í skrifstofu Hins íslenska Biblíufélags og hjá nokkr- um minjagripaverslunum. Hvannatúni f Andakíl. STJÓRN Verkamannabústaða i Andakílshreppi afhenti fyrir íielgina fyrsta bústaðinn af þremur, sem í byggingu eru á Hvanneyri. Húsið er 110 fm og kostar innan við 4 millj. kr. Við formlega afhendingarathöfn á Hvanneyri sagði talsmaður stjórn- ar Verkamannabústaða í Andakíls- hreppi, Ríkharð Brynjólfsson, að þetta hús væri 110 fm að stærð og kostaði með fullfrágenginni lóð tæplega 4 milljónir kr. Uttektar- menn höfðu orð á því, að frágangur væri allur óvanalega góður. Húsið er úr timbri, verktaki var Pétur Jónsson húsasmíðameistari á Hvanneyri. Það er einangrað með 20 cm steinull í lofti, 15 cm stein- ull á veggjum og þreföldu gleri í gluggum. Allar innréttingar eru mjög snyrtilegar. Fyrr á árinu hafði verið flutt í fyrsta húsið, sem byggt er á þessum grundvelli í hreppnum. Það hús er í Bæjarsveit. Hinu megin við götuna á Hvann- eyri eru grunnar að tveim einbýlis- húsum, 130 fm að stærð. Áætlaður afhendingartími þessara húsa er 1. október 1987. Á meðan viðstaddir dvöldust í húsinu var verið að reisa veggi annars nemendabústaðarins, sem Morgunblaðið skýrði frá fyrr í haust. Einnig risu sperrur sama dag á húsi ísunga hf. Þessar byggingar eru nánast einu framkvæmdirnar í Borgarfírði í ár og ef miðað er við fólksfjölda, eins og oft er gert, samsvarar þetta að unnið hefði verið við 1370 verka- mannabústaði í Reykjavík á þessu ári. D.J. Dregið í happ- drætti Kaldár í Hafnarfirði DREGIÐ var í happdrætti Lionessuklúbbsins Kaldár í Hafnarfirði föstudaginn 5. des- ember sl. Vinningurinn, Subaru Coupe bif- reið árgerð 1987, kom á mjða nr. 263. Vinningsnúmer er birt án ábyrgðar. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.