Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 69

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 69 Kjaxtan Ragnarsson, leikari, leikstjóri, leikhöfundur og „Skenunu- 8tjóri“ Hluti leikara í Djöflaeyjunni: Edda Heiðrún Bachmann, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Helgi Björnsson og Harald G. Haralds. blásurumm sem voru æði hávaðas- amir. Þessu þurfti að breyta. Hljómburðurinn er ekki heldur al- veg nógu góður héma og það er nokkuð sem við verður að reyna að finna lausn á,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir allt finnst aðstandend- um sýningarinnar húsið hafa það marga kosti að vel sé þess virði að nota það undir leikhús. Til að mynda var leikmyndin eiginlega til- búin þegar hópurinn kom til vinnu. Það var eiginlega hægt að leika hvar sem var og meðfram veggjun- um eru pallar sem nýtast mjög vel, allavega í þessari sýningu. Tíu leikarar taka þátt í Djöflaeyj- unni. Æfingar eru nú komnar vel af stað og er stefnt að frumsýningu um miðjan janúar í tengslum við 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Smásögur eftir sr. Sig- urð Helga Guðmundsson KOMIÐ ER út smásagnasafnið Flísar úr auga bróður míns eftir Sigurð Helga Guðmundsson prest í Víðistaðasókn i Hafnar- firði. Séra Sigurður hefur gefið út tvö ljóðakver áður, en þetta er fyrsta bók hans í lausu máli. Á bókarkápu segir: „Og nú stígur kennimaðurinn niður úr stólnum og sendir frá sér smásagnasafn. Eru í bókinni 11 smásögur og þættir. Flestar sagnanna eru gamanmál, nánast grínsögur enda er höfundur hrókur alls fagnaðar í góðum félagsskap og kann vel að skemmta sér og öðrum og enginn er fljótari að láta kviðlinga fljúga á fleygri stund. En þótt höfundur hafi hér brotið blað og skrifað gamanmál — sjálfum sér og öðrum til skemmtun- ar, eru samt í bókinni alvarlegir þættir sem eru til vitnis um skarp- skyggni höfundar og þekkingu á mannlegu eðli, margvíslegum ör- lögum og vandrötuðum leiðum á lífsbrautinni." Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Bókin er myndskreytt af Bjama Jónssyni listmálara. Hún er 90 bls. ogunnin í Prentsmiðju Hafnarfjarð- ar. Útgefandi er Bókaútgáfan Rauðskinna. Skammdegísvaka fatlaðra á morgun- ÖRYRKJABANDALAG íslands og Landssamtökin Þroskahjálp efna til aðgerða vegna vanefnda stjórnvalda á lögum um málefni fatlaðra, eins og segir í frétt frá samtökunum, fimmtudaginn 11. desember. Aðgerðimar verða í tengslum við aðra umræðu um fjárlagafrum- varpið. Aðalkrafan er að staðið verði við lögbundið framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Ónnur mál sem ætlunin er að vekja at- hygli á eru aðrar fjárveitingar til málefna fatlaðra, ástandið í bif- reiðamálum öryrkja, tryggingar- mál, húsnæðis- og vistunarmál fatlaðra, atvinnumál, aðstoð við aðstandendur og ferlimál. Þessum aðgerðum hefur verið gefið nafnið Skammdegisvaka fatl- aðra. Dagskrá Skammdegisvökunnar verður þannig: Kl. 14.00 verður safnast saman fyrir framan Alþingishúsið. Kl. 14.30 hefst dagskrá á Hótel Borg. Þar verður rekin upplýsinga- miðstöð, fulltrúar samtaka fatlaðra sitja fyrir svörum. Ýmsar uppákomur verða á Skammdegisvökunni s.s. tónlist, skemmtiatriði og myndasýningar. Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 17.00. Dregið í Ólympíuhappdrættinu DREGIÐ hefur verið í Ólympíu- happdrættinu. Eftirtalin númer hlutu vinninga: Volvo bifreið að verðmæti kr. 584.000: 36867, 75583. Volvo bifreiða að verðmæti kr. 414.000: 25415, 32241, 51041, 96509, 29512, 33538, 63928, 124216. Vélsleði að verðmæti kr. 400.000: 32497, 140262. Vélsleði að verðmæti kr. 250.000: 37404, 47962, 79429, 124438. Ferðavinningur að verðmæti kr. 53.300: 17684, 38613, 58874, 83061, 118408, 137612. Vinninga skal vitja á skrifstofu Ólympíunefndar íslands í Laugar- dal. Vinningsnúmer eru birt án ábyrðar. Góð bók Átján sögur úrálf- heimum. Smásögur eftireinn af okkar bestu smásagnahöf- undum Indriða G. Þorsteinsson. INDRIDI G ÞORSTHlNSSON I tián át M Ælfh( mmum ■ Hér kennir margra grasa: harmsögur, gam- ansögur, ádeilusögurog ástarsögur, en hvert sem efnið er nýtur sín vel hinn sérkennilegi og ofurlítið svali stíll höf- undar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.