Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 70

Morgunblaðið - 10.12.1986, Page 70
GOTT FÖLK / SÍA 70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 A YFIR100 SOLUSTOÐUM UM LANDALLT A Hér geturðu hækkað eða tækkað í þeim sem þú talar við. Gott fyrir !>£%.> heyrnarskerta. i 4 mismunandi stillingar á hringingu. Sé lokað fyrir hljóðnemann heyrir viðmælandinn í A símanum ekki sam- A \ tal notandans við , j aðra á staðnum. |p? Hér er stillitakki fyrir mis■ gF-------munandi hringingar. Til að setja símanúmer í minni, velja númer úr minni og endur- velja síðastvalda númerið. Litir: rauður, hvítur og svartur. Rofi fyrir hátalara, þegar þú talar i símann með hendur lausar og þegar aðrir viðstaddir eiga að hlusta á samtalið. Litir: hvítur, dökkgrár, Ijósblár, rauður, vínrauður. Um leið og þú velur birtist númerið á skjánum.. Hér er lokað fyrir hljóðnem ann og viðmælandinn „geymdur". Þú getur lok, hlióðnemaat Plata fyrir númer í minni. Þessir takkar sjá ui á því númeri senÉ varhringtí. I Til að velja aftur númerið----_ sem hringt var í síðast, þarf aðeins að ýta á endurvalstakkann. Hann hefur níu númera minni. Hefur minni fyrir 9 númer. Litir: drapplitaður, blár, rauður, svartur og hvítur. Litir: hvítur, rauður, svartur. Hér eru fjórirsímar frá Pósti & Síma og einn þeirra hentar þér alveg örugglega heima eða á vinnustaðnum. Póstur & Sími hefur aukið þjónustu sína við símnotendur og nú eru rúmlega 100 sölu- deildir á pósthúsum um land allt. Par eru sölumenn reiðu- búnir að veita þér allar upplýs- ingar um símana, möguleika þeirra og notkun. Á pósthús- unum getur þú fengið að prófa símana og finna út hver þeirra hentar þér best. Með símunum fylgja nákvæmar leiðbeiningar á íslensku og við bjóðum einnig eins árs ábyrgð á öllum símum. Líttu við á næsta pósthúsi og þú finnur örugglega símann sem þig vantar. PÓST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Handbolti: KAfær Víking í heimsókn - þrír leikir í 1. deild í kvöld ÞRÍR leikir veröa í 1. deild karla í handbolta f kvöld, aðrir þrír í 1. deild kvenna og einn í 2. deild karia. Víkingur fer norður á Akureyri og leikur gegn KA. Víkingur hefur tveggja stiga forystu í 1. deild karla og hefur aðeins tapað einum leik. KA er í 5. sæti, en hefur sigrað bæði FH og Val og gert jafntefli við UBK, en öll þessi lið eru fyrir ofan KA í stigatöflunni. Leikurinn hefst klukkan 20. Klukkan 20.15 hefst leikur Vais og Stjörnunnar í Laugardalshöll. Miklar vonir voru bundnar við liðin í upphafi móts, en stöðugleikann hjá þeim hefur vantað og hafa bæði tapað þremur leikjum. Engu að síður eru þessi lið með í topp- baráttunni og sérstaklega virðast Valsmenn að vera að rétta úr kútn- um. Seinni leikurinn í Höliinni verður viðureign KR og Hauka, sem hefst klukkan 21.30. Haukar eru í næst neðsta sæti og hafa aðeins sigrað botnlið Ármanns. en liðið hefur tapað þremur sfðustu leikjum með litlum mun. KR-ingar byrjuðu illa í mótinu, en afturkoma Hans Guð- mundssonar hefur hleypt nýju lífi í liðið, sem hefur unnið fjóra og tapað fjórum leikjum til þessa. Þrír leikir verða í 1. deild kvenna í kvöld. ÍBV og Ármann leika íVest- mannaeyjum og Stjarnan og Fram í Digranesi, en báðir þessir leikir hefjast klukkan 20. Klukkan 19 hefst hins vegar leikur KR og Vals ( Höllinni. Leikur (BV og Gróttu í 2. deild karla, sem frestað var á laugardag- inn, verður í Eyjum í kvöld og hefst klukkan 19.30. Kesslertil Antwerpen FYRRUM þjálfari knattspyrnuliös Kölnar í Þýskalandi, Georg Kessl- er, hefur fallist á að taka við liði Antwerpen f Belgfu það sem eftir er keppnistímabiisins. Antwerpen rak Leon Nollet fyrr í þessari viku enda hefur liðinu gegnið afskaplega illa og tapaði stnum tíunda leik í röð í vikunni. FH — Ármann: Mörkin gleymdust í frásögn af leik FH og Ármanns f 1. deildinni í handknattleik í blaðinu í gær féll niður hverjir skoruðu mörkin. FH-ingar sigr- uðu með 24 mörkum gegn 19, en f hálfleik var staðan 11-10. Markaskorarar voru: Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 6, Óskar Ármannsson 6/3 v., Héðinn Gilsson 4, Pótur Petersen 4, Óskar Helgason 2 og Þorgils Óttar Mathiesen 2. Mörk ÁRMANNS: Bragi Sigurðsson 6/1 v., Einar Naabye 4, Egill Steinþórsson 3, Haukur Haraldsson 3, Einar Ólafsson 2 og Björgvin Barðdal 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.