Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 71 • Arna Steinsen og stöllur hennar úr Fram unnu sannfærandi sigur á Vflcing, 24:16, í 1. deild kvenna um helgina. Fram-stúlkurnar er í efsta sœti með 12 stig og hafa aðeins tapað einum leik. Arna skoraði þrjú mörk gegn Víking. Stjarnan vann Val UM helgina voru spilaðir 3 leikir f 1. deild kvenna. Fram vann Víking með 24 mörkum gegn 16, KR vann Ármann 24-17 og Stjarn- an vann Val 17-15. Fjórða leiknum í deildinni var frestað, því FH- stúlkur komust ekki til Vest- mannaeyja vegna veðurs. Fram-Víkingur 24-16 Fram-stúlkur áttu ekki í vand- ræðum með vængbrotið lið Víkings. Tvær af aðalmanneskjum Víkings eiga við meiðsli að stríða og voru ekki meö í þessum leik frekar en á móti Val á dögunum. Víkingsstúlkur tóku Guðríði úr umferð frá fyrstu mínútu, en það dugði þó ekki til því Framarar náðu strax yfirhöndinni í leiknum og skildu 5 mörk liðin af í hálfleik, 14-9. í síðari hálfleik jafnaðist leik- urinn aðeins enda fengu ungar og óreyndar Fram-stúlkur að spreyta sig og leiknum lauk með sigri Fram, 24-16. í Fram-liðinu áttu bestan leik Kolbrún en hún varði alls 21 skot, einnig átti Margrét sinn besta leik til þessa í vetur. Þá var Guðríður örugg í vítaskotum og skoraði auk þeirra 4 mörk þrátt fyrir að vera í strangri gæslu allan leikinn. (Víkingsliðinu átti Sigurrós góð- an leik, einnig sýndi Eiríka góða taktal Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 9/5, Margrét Blöndal, 5, Súsanna Gunn- arsdóttir og Arna Steinsen 3 mörk hvor, Ósk Víöisdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir 1 mark hver. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 6/3, Sigurrós Björnsdóttir 5, Hrund Rúdólfs- dóttir 2, Jóna Bjarnadóttir, Rannveig Þórarinsdóttir og Vilborg Baldursdóttir eitt mark hver. KR-Ármann 24:17 Fyrri hálfleikur í leik KR og Ár- manns var frekar jafn, og var staðan í hálfleik 10-8 fyrir KR. f seinni hálfleik sigu KR-stúlkur þó fljótlega fram úr, er þær náðu góð- um hraðaupphlaupum á Ármanns- liðið. Það var aðallega Elsa Ævarsdóttir sem var atkvæðamikil þar. Lokastaðan í leiknum var 24-17 fyrir KR. KR-liðið var ekki sannfærandi í þessum leik, en atkvæðamestar voru þær Elsa og Sigurbjörg Sig- þórsdóttir. Þrátt fyrir að Ármann hafi tapað þessum leik, er þó hægt að sjá góðan punkt í spili liðsins. Það er athyglisvert hve markaskorunin skiptist jafnt hjá liðinu í þessum leik, miðað við áður þar sem yfir- leitt hafa tvær manneskjur séð um að skora. Mörk KR: Elsa Ævarsdóttir 7, Sigur- björg Sigþórsdóttir 6, Snjólaug Benj- aminsdóttir, Arna Garðarsdóttir og Karólina Jónsdóttir 3 mörk hver og Aldís Arthúrsdóttir tvö mörk. Mörk Ármanns: Margrét Hafsteins- dóttir 5, Elisabet Albertsdóttir og Guð- björg Ágústsdóttir 4 mörk hvor, Bryndís Guðmundsdóttir 3 og Ellen Einarsdóttir eitt mark. Stjarnan-Valur 17:15 Stjörnustúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum, en Valsar- ar náðu að jafna og eftir það voru þær fyrri til að skora í annars mjög jöfnum hálfleik. Erla Rafnsdóttir náði að jafna fyrir Stjörnuna nokkr- um sekúndum fyrir leikhlé úr hraðaupphlaupi og var staðan í hálfleik 7-7. í seinni hálfleik snerist dæmið algerlega við. Valsliðið sem áður hafði haft yfirhöndina var ekki svip- ur hjá sjón og Stjörnurnar gengu á lagið. Þær náðu strax 3 marka forskoti og héldu því mest allan hálfleikinn. Undir lok leiksins náðu Valsstúlkur að minnka muninn í eitt mark og virtist sigurinn geta lent báðum megin. En Stjörnu- stúlkur nýttu færi sín betur á lokamínútunum og sigruðu í leikn- um 17-15. í liði Stjörnunnar var Margrét Theodórsdóttir best, eftir að Erla Rafnsdóttir hafði verið tekin úr umferð. Einnig átti Guðný Gunn- steinsdóttir ágætan leik, sérstak- lega var gott samspilið milli hennar og Margrétar. Þá nýtti Hrund færi sín vel í horninu. Ekki er hægt að hrósa einstök- um leikmönnum Vals fyrir góðan leik, en einna helst sýndi Erna Lúðvíksdóttir góöa baráttu í vörn meðan hennar naut við, en hún meiddist í fyrri hálfleik og spilaði eftir það á öðrum fæti. Mörk Stjömunnan Margrét Theodórs- dóttir 6/3, Erla Rafnsdóttir 4/3, Hrund Grétarsdóttir 5 og Guðný Gunnsteins- dóttir og Ingibjörg Arnaldsdóttir eitt mark hvor. Mörk Vals: Guörún Rebekka Kristjáns- dóttir 5, Ásta Björk Sveinsdóttir 4, Katrin Friðriksen og Erna Lúövíksdóttir 2 mörk hvor og Soffía Hreinsdóttir og Harpa Sig- urðardóttir eitt mark hvor. ÁS/KF 1X2 «o % c 3 o £ > O c c Jj 1- c c 3 CD s « 1 « tc c Í \ S 1 c 3 tn S. a. 1 % c 1 •o r i • •5 § z 8 £ o, .s >> (D "O C 3 tn X n. fi 1 ¦ >, ¦ •D C 3 w SAMTALS 1 X 2 Aston Villa - Man. Unlted 2 X 1 X 1 2 1 1 1 X X X 6 5 2 Luton — Everton 2 1 1 1 1 2 X X X 2 X 2 4 4 4 Man. Clty — Wost Ham 2 2 2 2 2 X 2 X X 2 X X 0 6 7 Newcastle — Nott. Forast X 2 X 1 2 2 2 2 2 2 X 2 1 3 8 Norwich — Arsenal 2 X 1 2 1 2 2 2 2 X 2 2 2 2 8 QPR-Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Southampton — Coventry 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 1 0 Tottanham — Watford 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 1 11 0 0 Wimbledon — Sheff. Wad. 2 1 X X 2 1 2 X 2 2 X 3 4 5 Blackburn —Oldham 1 X 2 2 2 2 X 2 2 2 2 1 3 8 Plymouth - Darby 2 1 2 1 1 1 1 1 X 1 1 9 1 2 Sheff. Utd. — Portsmouth 2 2 1 2 X 1 X X X X X 1 3 6 3 Franska knattspyrnan: Marseille efst Frá Burnharði Valssyni, fréttaritara Morgunblaðstns ( Frakklandi. / m EFTIR 20 umferðir i' frönsku 1. deiidinni í knattspyrnu hefur toppbaráttan heldur harðnað. Marseille tapaði stigi heima um helgina, en Bordeaux og Monaco unnu bæði. Marseille er efst með 28 stig og hefur aðeins eitt stig á Bordeaux og tvö á Monaco. Það var Brest, sem er í 8. sæti, sem náði stigi af efsta liðinu. Brest náði forystu á 35. mínútu, en heimamenn jöfnuðu fyrir hlé. Brest komst aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks, en aðeins einni mínútu síðar jafnaði Zanon fyrir Marseille og við það sat til leiksloka. Bordeaux fékk Lille í heimsókn og voru gestirnir afgreiddir án nokkurra vandræða. Fargeon skor- aði fyrsta mark Bordeaux á 22. mínútu. Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst heimamönnum ekki að skora aftur fyrr en á 70. mínútu og var Ferreri þar að verki. Þremur mínút- um fyrir leikslok skoraði Júgóslav- inn Zlatko Vujovic þriðja mark Bordeaux. Monaco, sem hefur verið á hraðri uppleið að undanförnu, lék á heimavelli gegn Toulouse og vann 1:0 með marki Brunos Bell- one á 25. mínútu. Paris SG, sem er komið alla leið niður í 9. sæti, vann Auxerre 1:0 í París. Það var Vermeulen, sem skoraði mark Parísarliðsins á 32. mínútu. Á botninum er Toulon með 11 stig, en liðið tapaði 1:0 fyrir Nant- es. Rennes, sem sigraði Nice mjög óvænt 1:0, er í næst neðsta sæti með 13 stig. Victor Ramos hjá Toulon er markahæstur í deildinni með 9 mörk. Úrvalsdeild: Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik sem birtist f blaðinu í gær var ekki rótt og er beðist velvirðingar á því. Staðan eftir 10 umferðir er þessi: UMFN 10 8 2 Keflavik 10 7 3 Valur 10 7 3 KR 10 6 6 Haukar 10 3 7 Fram 783:686 16 738:638 14 686:660 14 681:724 10 718:738 6 10 0 10 586:676 0 11. umferö í úrvalsdeildinni verður um næstu helgi. Haukar og Fram mætast í Hafnarfirði á laugardaginn og á sunnudag- inn leika KR og UMFN í Hagaskóla og Valur og Keflavík í Seljaskóla. Stigahæstir eru þessir: PálmarSigurðsson, Haukum ÞorvaldurGeirsson, Fram Valur Ingimundarson, UMFN Guðni Guðnason, KR Helgi Rafnsson, UMFN Einar Ólafsson, Val GuðjónSkúlason, ÍBK Torfi Magnússon, Val Sturla Örlygsson, Val 235 203 187 175 153 150 146 133 128 Evrópukeppni félagsliða: Barcelona nær* öruggt áf ram áttaleikir íkvöld SEINNI leikirnir í 16 liða úrslftum Evrópukeppni félagsliða í knatt- spyrnu fara fram f kvöld. Barcelona fær Uerdingen í heimsókn. Spænska liðið vann það þýska 2:0 í fyrri leiknum, sem fram fór í Þýskalandi, og er Barcelona talið öruggt áfram og er reyndar spáð sigri í keppninni. Uerdingen getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði vegna leikbanns og meiðsla. Mönchengladbach leikur heima gegn Glasgow Rangers. Fyrri leiknum lauk með 1:1 jafntefli og eiga því Skotamir erfiðan leik fyrir höndum. Jupp Heynckes, þjálfari Gladbach, er viss um að þýska lið- iö komist í átta liða úrslit. en Graeme Souness, þjálfari og leik- maður Rangers, getur sett strik í reikninginn. Hann hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu, en gerir allt sem hann getur til að vera með í kvöld. Dundee United vann Hajduk Split 2:0 í fyrri leiknum, en í kvöld leika liðin í Júgóslavíu. Gautaborg á heimaleik gegn Ghent, en Svíarn- ir unnu 1:0 í Belgíu. Þá leika Inter Milan og Dukla Prag (1:0), Swarovski Tyrol og Spartak Moskva (0:1), Guimaraes og Groningen (0:1) og loks Bever- en og Torino (1:2), en Guðmundur Torfason má ekki leika með Bever- en í þessum leik. ÍBV ræður þjálfara - TÓMAS Pálsson og Arsœll Sveinsson voru f gærkvöldi ráðn- ir sem þjálfarar 2. deildarliðs ÍBV f knattspyrnu og mun Tómas jafn- framt leika með liðinu. -hkj Feldkamptil Frankfurt KARL-HEINZ Feldkamp, þjálfari Bayer Uerdingen, hefur verið ráð- inn þjálfari Eintracht Frankfurt r þýsku Bundesligunni í knatt- spyrnu og tekur samningurinn gildi að loknu þessu keppnistíma- blll. Frjálsíþrótta- samband íslands Frjálsíþróttasamband íslands óskar eftir starfsmanni í fullt starf á skrifstofu sína í Laugardal. Þekking á frjálsíþróttum og starfi íþróttahreyfingarinnar æskileg. Nánari upplýs- ingar veitir Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, í síma 651026. Umsóknir berizt FRÍ í póst- hólf 1099 fyrir 17. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.