Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Alþingi ræðir virðisaukaskatt: Réttlátt hlutlaust skattkerfi í stað úrelts segir fjármálaráðherra „Niðurstaðan af þeim ráðstöf- unum sem hér hafa verið kynntar [upptöku virðisauka- skatts og hliðaraðgerðum, samkvæmt frumvarpi] er sú, að niðurgreiddar búvörur hækka ekki í verði. Önnur matvæli munu hækka að meðaltali um *14%, þrátt fyrir að á þau komi 24% virðisaukaskattur, en mat- væli alls, að meðtöldum búvör- um, munu hækka um 10,5% að meðaltali. Þar sem verðlag á annarri einkaneyzlu lækkar lítil- lega og þar sem hún vegur þyngra i í heildameyzlu almenn- ings mun álagning virðisauka- skatts þvi aðeins hafa i för með sér 1,2% hækkun á verðlagi einkaneyzlu (framfærsluvísi- tölu). Þær breytingar, sem gert er ráð fyrir í álagningu tekju- skatts með hækkun bamabóta munu hins vegar hafa í för með sér að heildarframfærslubyrði hækkar um 0,5% að meðatali hjá fjölskyldum í landinu en lækkar ef eitthvað er hjá þorra hjóna með tvö börn eða fleiri. Fjár- hagur fjögurra manna fjölskyldu ætti því að verða heldur rýmri eftir breytingna en fyrir“. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra mælti í gær fyrir stjómar- frumvarpi um virðisaukaskatt. Framangreindur ræðukafli fjallaði um áhrif skattsins til hækkunar í verðlagi matvæla, sem undanþegin eru söluskatti. Hér á eftir verða rakin nokkur efnisatriði úr máli ráðherrans. Aðdragandi Umræða um virðistaukaskatt hefur senn staðið í tvo áratugi. Frumvarp um þennan skatt var flutt haustið 1984 og aftur haustið 1985. í hið síðara skiptið var frumvarpinu vísað til ríkisstjómarinnar á þeirri forsendu og það fæli ekki í sér nauðsynlegar hliðarráðstafanir til að vemda hag þeirra, sem virðis- aukaskattur bitnar harðar á en söluskattur. Fmmvarp það, sem nú er flutt, felur í sér þessar hliðarráð- stafanir. Þrír stjómmálaflokkar „hafa tek- ið afstöðu með kerfisbreytingu af þessu tagi, þó að ágreiningur sé um hliðarráðstafanir og einstök framkvæmdaatriði". Réttlátt, hlutlaust skattkerfi Meginmálið er að leggja niður úrelt skattkerfi, sem skilar sér illa, og taka upp réttlátt, hlutlaust kerfi í þess stað. Flestar þjóðir V-Evrópu hafa tekið upp virðisaukaskatt og þetta frumvarp er m.a. byggt á dönsku kerfi, sem talið hefur verið til fyrirmyndar bæði á vettvangi Norðurlanda og Evrópubandalags- ins. Þessi skattkerfisbreyting þykir m.a. nauðsynleg til að styrkja sam- keppnishæfni íslenzkra atvinnu- vega, en söluskattskerfið hamlar gegn framfömm í atvinnulífi og eðlilegri verkaskiptingu milli fyrir- tækja og atvinnugreina, vegna uppsöfnunaráhrifa. Möguleikar til skattundandráttar em og vemlega minni í virðisauka- skatti en söluskatti. Neyzluskattur af þessu tagi verð- ur að vera hlutlaus gagnvart framleiðslu, dreifingu og neyzlu. Hann má ekki mismuna fram- leiðsluaðferðum, viðskiptaháttum og atvinnugreinum, þ.e. stýra neyzlu, eins og söluskatturinn gerir. Undanþágnr Undanþágur frá virðisauka- skatti, sem em verulega færri en frá söluskatti, em í gmndvallarat- riðum tvenns konar. Annarsvegar er ákveðnum þjónustusviðum haldið utan kerfísins, svo sem þjónusta sjúkrahúsa, lækna, banka, sam- göngufyrirtækja og vátrygginga. Þessi þjónusta greiðir „innskatt" af aðföngum en ekki „útskatt" af veittri þjónustu. Hinsvegar kemur til endurgjald fyrir tiltekna vöm eða þjónustu við ákveðnar kringumstæður. Almenna reglan er sú að virðis- aukakattur er greiddur af allri sölu og þjónustu, þó ekki sölu úr landi. Pj ölstigaskattur Þar sem virðisaukaskattur er fjölstigaskattur með sárafáum und- anþágum fjölgar framteljendum til virðisaukaskatts vemlega frá framteljendum til söluskatts. Framteljendur nú em um tíu þús- und en gætu orðið tuttugu til tuttugu og tvö þúsund. Helmingur þeirra fellur þó undir svokallaða einfalda uppgjörsaðferð varðandi landbúnað. Nú starfa aðeins 35 starfsmenn hjá skattyfirvöldum við störf er snert eingöngu söluskattinn. Alln- okkur fjölgun starfsmanna kemur til, ef tekinn verður upp virðisauka- „Sigmund í stjömustríði“ á leið til Washington Fær ekki áritun til Moskvu Morgunblaðið/Bjami Nicholas Ruwe sendiherra Bandaríkjanna á íslandi tekur við eintaki af nýju bókinni „Sigmund í stjörnustríði". Eigendur Prenthússins, þeir Reynir Jóhannsson og Árni M. Björnsson, afhentu sendiherran- um bókina. ÚT ER er komin ný bók eftir Sigmund hjá Prenthúsinu og ber hún nafnið „Sigmund í stjörnu- stríði“. Bókin hefur að geyma 126 myndir frá þessu ári, meðal annars frá Ieiðtogafundi Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev í Höfða, sem haldinn var í október sl. Eigendur Prenthússins, þeir Reynir Jóhannsson og Ámi M. Bjömsson, ákváðu að færa leið- togum Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna að gjöf sérbundin árituð eintök bókarinnar og afhenda þau í sendi- ráðum ríkjanna. „Við vomm búnir að hafa samband við bæði sendiráð- in og ákveða stund og stað til afhendingarinnar. Klukkan 10.30 í gærmorgun mættum við í Sendiráð Sovétríkjanna ásamt blaðamönn- um, sem höfðu ætlað sér að vera viðstaddir afhendinguna, en þá kom babb í bátinn," sagði Reynir í sam- tali við Morgunblaðið. „Kváðust starfsmenn sendiráðsins ekki treysta sér til að veita bókinni form- lega viðtöku fyrr en þeir hefðu kannað innihald hennar nánar. Hér væri um skopteikningar að ræða og þar sem málið varðaði æðsta valdamann Sovétríkjanna væri það mjög viðkvæmt og hinn nýi sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi yrði að ákveða framhald málsins." Afhending bókarinnar gat því ekki farið fram eins og ráð var fyr- ir gert, en bókin var þó skilin eftir í sendiráðinu til nánari athugunar ásamt bréfí og rússneskri þýðingu þeirra myndatexta bókarinnar sem fjalla um alþjóðamál og kváðust starfsmenn sendiráðsins mundu láta útgefendur vita fljótlega hvort og þá hvenær sendiráðið gæti veitt bókinni formlega viðtöku. Reynir sagði að engin slík uppá- koma hefði orðið í bandaríska sendiráðinu og hefði bandaríski sendiherrann sjálfur veitt bókinni viðtöku ásamt bréfi og enskri þýð- ingu þeirra myndatexta bókarinnar sem fjalla um alþjóðamál. Þakkaði hann þessa ágætu gjöf og gat þess um leið að hann væri ákafur aðdá- andi Sigmund. Kvaðst hann ábyrgj- ast að bókin yrði komin í hendur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta fyrir jól. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra. skattur. Einföldun tollskrár og tekjuskattskerfis, sem að er unnið, sparar hinsvegar mannafia. Þess- vegna verður að hluta til um til- flutning starfskrafta innan tekjuöflunarkerfísins að ræða. Hliðarráðstaf anir Þtjár leiðir komu til greina til að mæta aukinni framfærslubyrði af virðisaukaskatti: 1) lækkun beinna skatta og auknar útgreiðslur úr skattakerfinu í formi bamabóta og greiðslna almannatrygginga, 2) lækkun tolla og vörugjalds á vörur sem vega þungt í neyzlu almenn- ings, 3) hefðbundin niðurgreiðsla til að halda niður verðlagi ákveð- inna vara, t.d. búvöru. Að hluta til er farið inn á allar þessar leiðir í frumvarpinu. Samtals er áætlað að þessar ráð- stafanir megi kosta 2.650 m.kr. miðað við 24% virðisaukaskatt. Síðan rakti ráðherra verðþróunar- áhrifín eins frá er sagt í upphafí þessarar fréttafrásagnar. Niður- staða: „Fjárhagur fjögurra manna fjölskyldu ætti því að verða heldur rýmri eftir breytinguna en fyrir". Húsbyggingar verða ekki undan- þegnar virðisaukaskatti, en gert er ráð fyrir að „endurgreiða hús- byggendum virðisaukaskatt miðað við hvem fermetra í hinu nýbyggða húsnæði, þó að vissu hámarki...". Skattahækkun á lág- launafólk Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags, lýsti yfir and- stöðu flokks síns við frumvarpið um virðisaukaskatt. Hann færði fram þrjár meginástæður: 1) Hér væri um að ræða skattat- ilfærslu, frá fyrirtækjum yfir á neytendur; skatta'.iækkun á lág- launafólk. 2) Ræddar millifærslu- leiðir væm ’oljósar og óákveðnar. 3) Ekki væm færð fram nægileg rök fyrir því að virðisaukaskattur skilaði sér betur en t.d. endurbætt- ur söluskattur. Flokksformaðurinn tók dæmi af fjölskyldu sem ver kr. 20.000 til matarkaupa á mánuði, þar af helm- ingi til búvöm. Frumvarpið myndi hækka þessi útgjöld um kr. 2.000.- á mánuði eða kr. 24.000.- skat- tauka á ári. Hann lagði til að frumvarpinu væri vísað aftur til ríkisstjómarinn- ar. Styðjum ekki frum- varpið Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks, sagði Alþýðuflokkinn ekki styðja frum- varpið. Ástæður: 1) Skattprósentan væri of há, 2) Andstaða við ráðgerð- ar niðurgreiðslur búvöm, sem væm neyzlustýring, 3) Tekjuáhrif fmm- varpsins væm vanmetin, 4) Upplýs- ingar skorti, t.d. um áhrif þessa skatts á smærri fyrirtæki, einkum í þjónustugreinum. Flokksformaðurinn kvað Alþýðu- flokkinn hinsvegar til viðræðu um virðisaukaskatt. Ólíklegt væri hins- vegar að pólitísk samstaða næðist um jafn viðamikið mál á þessu væntanlega stutta kosningaþingi. í kjölfar kjarasamninga: V eruleg hækkun bóta almannatrygginga sagði heilbrigðisráðherra Bætur almannatrygginga hækkuðu, þegar frá 1. desember sl. talið, um 4,59%, sagði Ragn- hildur Helgadóttir, heilbrigðis- ráðherra á Alþingi i gær. Bætur almannatrygginga hafa hækkað á þessu ári til samræmis við kauphækkanir á almennum vinnumarkaði og frá sama tíma, þó lög kveði á um tilsvarandi hækkun á næstu sex mánuðum eftir kauphækkun. Nauðsynlegt var að ákveða þessa hækkun strax um sl. mánaðamót, tii að hún kæmi inn í greiðslur til bóta- þega 10. þessa mánaðar. Nú er verið að vinna að reikningslegri útfærslu áhrifa af nýgerðum kjarasamningi á bætur, sem væntanlega liggja fyrir næstu daga, en fyrirsjáanlegt er að verulegar hækkanir verða á bót- um almannatrygginga, sagði ráðherra efnislega. Ummæli ráðherra komu fram í umræðu um stjórnarfrumvarp, sem hún mælti fyrir í gær, og fjallar um heimilt til að greiða mæðralaun til maka elli- eða örorkulífeyris- þega, þegar svo stendur á, að bætur bótaþega ganga að fullu til stofnun- ar, sem bótaþegi er vistaður á, svo og þegar 60. grein laganna á við um hagi bótaþega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.