Alþýðublaðið - 07.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Æ.£|g**ei<5®la) blaðsia3 er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sfmi 988. Auglýsingum sé skilað þangad eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein lir|- á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðair að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársQórðungslega. Bannlagabrot. Þegar Gullfoss fór vestur, var hann teptur á Siglufirði um 4 kl.tíma meðan á réttarhaldi stóð yfir bryta skipsins og þjóai á fyrsta íarrými, sem uppvísir höfðu orðið um vínsölu meðan skipið stóð við á Siglufirði. Höfðu þeir selt Steinþóri Pálssyni Árdal sína flöskuna hvor, en Steinþór hafði gefið? aðra flöskuna manni sem lögreglan handsamaði og kom hann upp um lögbrjótana. Var brytinn og þjónninn sekt- aðir um sínar 5 hndr. kr. hvor. Þegar GuIIfoss var hér á ferðinni hafði Sigmar Hósíasson náð í flösku hjá manni í skipinu, sem hann segist ekki hafa þekt. Sýtvir þetta, að þörf er á að hafa eftirlit með Gullfossi betra en verið hefir áður. Theodor brytinn á Gullfossi hafði borið sig mjög sakleysislega frammi fyrir lögreglunni hér, og sagt að hann vildi ekki komast í kast við lögin, en freistingin hefir orðið honum yfirsterkari þegar til Siglufjarðar kom, og sennilega hefir hún brugðið fæti fyrir hann einhverntíma áður, þó ekki hafi orðið uppvíst. Þegar Lagarfoss kom austan um voru vínbirgðir brytans óinnsigl- aðar þegar hingað kom. Með skip- inu var sýslumaður Sunnmýlinga Sigurjón Markússon, sem skylda bar til að innsigla vínbirgðirnar, þegar skipið kom fyrst að landi, en honum kvað koma bczt að hafa sem fæst innsigiin á vínílát- unum. Lagarfoss siglir með þetta yfirvald innan borðs fram hjá yfir- valdi Norðmýlinga og Þingeyinga með vínbirgðirnar óinnsiglaðar. Lögreglustjórunum er þó ætlað sérstakt fé fyrir að hafa eftirlit með skipum og innsigla vínbirgðir. Ekki heyrist annars getið en að þeir hirði peningana fyrir eftirlitið þessir lögreglustj., þó svikist sé um starfið. Má nærri geta, hvort annað eftirlit með bannlögunum er á marga fiska, fyrst þetta, sem s érstök borgun er greidd fyrir, er ekki betur rækt en raun ber vitni. „Verkam." 23/g Blaðið „íslendingur" ftr svo- feldum orðum um þetta sama: Það er óhæfa, að þeir brytar á íslenzkum skipum, sem gera sig seka í því að traðka landslögum af fíkn í svívirðilegan gróða, skuli ei tafarlaust vera reknir úr þjón- ustu útgerðarinnar. Elliær. S. Þ. karlinn er sýnilega orðinn elliær, eftir endileysunni, sem upp úr honum vellur í Morgunblaðinu i fyrradag. Hann svarar ennþá engu orði því, sem eg hefi í clfam greinum mínum haldið fram, og sýnir það ljósast hvert barn hann er, að hann ennþá stagast á því, að um ekkert hafi verið að ræða, nema hvort sannvirði væri á mjólkinni 1920I! Eins og áður, heid eg því fram, að mjólkin sé hér of dýr, til þess að fátækir almúgamenn geti neytt hennar eða notað hana handa börnum sínum. Hinu hefi eg aldrei haldið fram, að mjólkurbúin hér gætu seít mjólkina ódýrar, aðeins slegið þvl fram hvort ekki mundi ástæða til þess, ad rannsaka hvort ekki mætti selja hana ótíýrar. Öldungurinn úr Rádag&r'bi hefir, með rádkænsku sinni, ekki ennþá getað sýnt fram á, að mjólkur- verðið sé hæfilegf; jafnvel þó hann hafi tekið til þess ráðs að setja upp raramskakkan búreikning og hrekja hann síðan fyrir sjálfum sér. Og ekki vill hann heyra minst á ráð tii þess að bæta búskapinn og lœkka mjólkurverðið. Hann heldur kannske að gágnslaust sé að hefja endurbætur, nema hægt sé að ljúka þeim á einu ári og uppskera árangurinn samstundis* eins og hann heldur að Síberíu hafi skotið upp úr sjó á einu árl og ísöldin skollið á svo hastarlega, að dýr hafi ekki getað forðað sér undan jöklinum (sbr. fimbulvetrar- grein hans í Mgbl.). Hvernig f ósköpunum hefir maður með slfkum skoðunum get- að verið skólastjóri meðal manna með framfarahug í brjóstum og vit í kollinum? Fyrst er að hafa hug til þesst að þora að sjá íraman í sannleik- ann, og síðan að hefja baráttu fyrir hann. Með því að ræða mjólkurmálið hér við mann, sem hefði hug og dug til þess, að viija þjóðlélaginu. í heild vel, væri tímanum ekki varið til ónýtis, en að ræða þaö við öldung, sem orðinn er elliær, er illa farið. Eg hefi reynt að fá S. Þ. tilr þess, að ræða í fullri alvöru um endurbætur á búskaparlaginu hérE en hann vill ekki minnast á slfkt. Eg sé því að eg hefi gert mér hærri vonir um skapgerð og ment- un S. Þ. [en rétt var, og bið eg hann velviðingar á því. Úr þessu mun eg tiúa flestum „reifurunum" sem ganga manha á meðal um fyrverandi skólastjóranö. Og þykir mér það þó leitt. I. f. Sprengingm í lew-Yort 33 menn fórust. Fyrir cokkru síðan var skeyti? í blöðunum um sprengingu sem varð á götunni fyrir framan banka Morgans í Ntw-York; var þar sagt að 200 manns hefði særst og farist. Lögreglan kveðst hafa fundið orsöldna til sprengingarinnar. Kveð- ur hana þá, að sprengikúla, hlað- in mjög sterku sprengiefni, er heitir Trinitrotolnol og sem bland- að er járnbútum, hafi sprungið. Er helzt haldið, að kúlan hafi sprungið í flutningsvagni, sem dreginn var af hestum. Skaðinn var metinn yfir 2 miljónir dala. Meðal húsanna sem skemdust var kauphöllin. Alls dóu 33 menn, að því er opinber rannsókn hefir leitt í Ijós.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.