Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Steypustöðin: Steypan stenzt ekkí kröfur um styrkleika SAMKVÆMT steypusýnum, sem Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins hefur tekið úr steypu frá Steypustöðinni hf. í sumar, kemur í ljós að um 40% þeirra standast ekki gæðakröfur. Helzta skýring þess er talin að of Iítið af sementi hafi verið not- að i steypuna. Ennfremur er talið að steypuskemmdir í menningar- miðstöðinni í Gerðubergi séu af sömu sökum, en steypa í húsinu er frá Steypustöðinni. Upplýs- ingar þessar komu fram hjá Þórði Þorbjarnarsyhi, borgar- verkfræðingi á borgarráðsfundi Mæðrastyrksnefnd: Ástandið síst betra en í fyrra Mæðrastyrksnefnd hefur árum saman séð um dreifingu á fatnaði, sérstaklega í jóla- mánuðinum. Að sögn starfs- manns Mæðrastyrksnefndar er ástandið síst betra fyrir þessi jól en verið hefur undan- farin ár. Margar beiðnir um peninga og fatnað hafa borist frá því í byijun desember. Mæðrastyrks- nefnd hefur borist mikið af fatnaði til dreifmgar og hefur nú verið lokað fyrir móttöku á honum. Aftur á móti er sár þörf fyrir peninga og ef fólk er af- lögufært myndi það koma sér afskaplega vel fyrir Mæðra- styrksnefnd, að þvi er starfs- maðurinn tjáði blaðinu. Hjálpræðisherinn hefur sömu sögu að segja. Starfsemi hans er með nokkuð öðru sniði en hjá Mæðrastyrksnefnd. Herinn safnar peningum og reynir að gefa til þeirra sem vitað er að eiga um sárt að binda. Einnig dreifa starfsmenn Hjálpræði- hersins matvælum, einkum til þeirra sem búa við áfengis- vandamál.f Starfsmaður Hjálp- ræðishersins kvað ástandið svipað og verið hefur undanfarin ár. á föstudág. Sýni úr steypu frá B.M. Vallá og Osi gefa hins vegar ekki til- efni til athugasemda og benda ekki til annars en að steypan frá þeim sé í lagi. Gunnar Sigurðsson, byggingar- fulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að emb- ætti hans hefði undir höndum niður- stöður sýnatöku á steypu, sem Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins hefði tekið í sumar. Steypu væri skipt í þijá styrkleikaflokka eftir því hve mikinn þrýsting hún ætti að þola. í steypu frá Steypu- stöðinni hefði komið í ljós, að 40% sýna úr styrkleikaflokki s—200, hefðu ekki staðizt kröfur, en leyfí- legt væri að allt að 20% sýna væru undir mörkum. í öðrum styrkieika- flokkum hefði ástandið verið nokkru betra. Hann sagði, að í kjölfar þessa, yrði þess óskað við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, að tekin yrðu fleiri steypusýni á næst- unni. Hann sagði, að helzta skýring á því, að steypan stæðist ekki styrk- leikamörk, væri sú, að of lítið sement væri notað í hana. Þá gat hann þess, að nú stæðu yfir stein- steypuviðgerðir á menningarmið- stöðinni í Gerðubergi og hugsanlega stöfuðu þær af of litlu sementi í steypunni, sem hefði verið frá Steypustöðinni. Hann sagði endan- legar niðurstöður rannsókna á orsökum þó ekki liggja fyrir. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Kirkjubyggingin þokast áfram KIRKJUBYGGINGIN á Selíjarnarnesi þokast áfram. Iðnaðar- menn eru þessa dagana að vínna við að setja þakið á. Kirkjan er á Valhúsahæð, við hliðina á Mýrarhúsaskóla. Hluti kirkjunnar hefur þegar verið tekinn í notkun, það er salir í kjallara þar sem guðsþjónustur fara fram og fundir og þar er einnig skrif- stofa sóknarprestsins, séra Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Myndin var tekin fyrir skömmu er smiðir voru að festa hvítar stálplötur á þak kirkjunnar. Skaftárhlaupið: Mælingar sýna f leiri gos undir jöklinum JARÐFRÆÐINGAR sem rann- sakað hafa jarðhræringar í Vatnajökli i kjölfar jökulhlaups- ins í Skaftá um síðustu mánaða- mót telja að lítið eldgos hafi orðið undir Skaftárkötlum aðfaranótt sunndagsins 30. nóvember. Aður var talið að tvö lítil gos hefðu orðið þar eftir hádegi þann dag, um það leyti sem hlaupið var að ná hámarki. Nú er verið að kanna gögn frá jarðskjálftamælum i fyrri Skaftárhlaupum til þess að ganga úr skugga um hvort gos- virkni hafi áður fylgt jökulhlaup- um i ánni. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur á Raunvísindastofnun háskólans, sagði að jarðhræringamar hefðu komið fram á þremur mælum sem staðsettir eru í Vonarskarði, Jökul- heimum og Grímsfjalli. Það var síðastnefndi mælirinn sem sýndi sterkasta útslagið á sunnudagsnótt- ina. Við nánari athugun á mæling- um frá hinum stöðunum var staðfest að jarðhræringamar hefðu átt upptök sín í eystri Skaftárkatlin- Túlkun jarðfræðinga á Raun- vísindastofnun á þessum mælingum er að kvika hafi streymt upp úr berginu undir jöklinum þegar eystri Skaftárketillinn tæmdist í jökul- hlaupinu. Þetta er í fyrsta sinn sem eldgos hafa mælst í kjölfar Skaftár- hlaupa. Jarðskjálftamælamir þrír vom ekki settir upp fyrr en eftir síðasta hlaup Skaftár, árið 1984. Páll sagði að gögn frá jarð- skjálftamælum, sem staðsettir em fjær upptökunum, yrðu rannsökuð síðar. Hafí þeir greint jarðhræring- amar, sagði hann að næsta skrefið yrði að bera mælingamar saman við gögn úr fyrri Skaftárhlaupum til að ganga úr skugga um að þeim hafi ekki fylgt gosvirkni. LÍN skilar afgangi af ráðstöfunarfé sínu ALLT útlit er fyrir að Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna skili afgangi af ráðstöfunarfé á þessu ári og hefur það ekki gerst um árabil. Að sögn Ardísar Þórðar- dóttur, formanns stjómar LÍN er gert ráð fyrir að þessi afgang- ur verði á bilinu 1-2% af heildar- veltu sjóðsins á árinu 1986, en hún er um 1550 milljónir. Af þessum 1550 milljónum fara 1262,7 milljónir til námslána, 43,5 milljónir em ferðastyrkir, afborgan- ir og vextir af lánum em 214,6 milljónir og rekstur skrifstofu sjóðs- ins nemur 39 milljónum. Á fjárlög- um árið 1986 var fjárveiting til sjóðsins 865 milljónir og aukaíjár- veiting á þessu ári til viðbótar nam 258 milljónum. Auk þess var sjóðn- Fjarlög samþykkt tíl þríðju umræðu FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1987 var afgreitt til 3. um- ræðu á fundi sameinaðs þings í gærmorgun. Allar tillögur meiri- hluta fjárveitingarnefndar, sem samtals fela í sér hækkun fjár- laga um 448 milljónir króna, voru samþykktar. Allar breytingartil- lögur stjórnarandstæðinga voru felldar eða dregnar til baka fram að 3. umræðu, sem fram fer í næstu viku. Nafnakall var haft um nokkra liði fjárlagafmmvarpsins, m.a. um styrki til blaðanna og framlag til Atlantshafsbandalagsins. Blaða- styrkur til stjómmálaflokkanna var samþykktur með 30 atkvæðum gegn 21. Allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, nema þrír, greiddu atkvæði gegn styrknum. Einn sat hjá og þeir Þorsteinr. Pálsson, Qár- málaráðherra, og Pálmi Jónsson, formaður fjárveitingamefndar, greiddu atkvæði með honum. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, var á móti styrkn- um, en aðrir þingmenn listans greiddu atkvæði með honum. Tillaga Alþýðubandalagsmanna um að lækka framlagið til NATO úr 12,5 millj. kr. í 1.000 kr. var felld að viðhöfðu nafnakalli með 40 atkvæðum gegn 9. Allir þingmenn Kvennalistans sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. um gert að taka lán að upphæð 400 milljónir á þessu ári. Þá námu end- urgreiðslur af eldri lánum sjóðsins 87 milljónum. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1987 er fjárveiting til sjóðsins 865 milljónir og auk þess er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki lán að upp- hæð krónur 750 milljónir. „Með þessum lántökum er verið að færa vandann til komandi kynslóða og við gerðum fjárveitinganefnd grein fyrir því,“ sagði Árdís Þórðardóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að þessar lántökur myndu reynast sjóðnum erfíðar, þar sem lánsfé sjóðsins til námsmanna bæri ekki vexti. Hins vegar munaði ein- ungis 3% á áætlaðri fjárþörf sjóðs- ins á næsta ári og því fé, sem væri gert ráð fyrir að hann hefði til ráð- stöfunar á næsta ári í fjárlagafrum- varpinu og hefði ekki munað svona litlu um árabil, enda væri gert ráð fyrir að námsmönnúm fjölgaði að- eins um 5% á næsta ári frá árinu 0 INNLENT 1986. Þetta væri mikil breyting frá undanfömum árum, þegar náms- mönnum hefði flölgað árlega um 10-15%. Tekjur af bestu stóðhestunum milljón á ári TEKJUR af bestu stóðhestum Iandsins eru áætlaðar 800—1.200 þúsund krónur í ár, samkvæmt grein sem birtist i nýjasta tölæ blaði tímaritsins Bóndans. í greininni segir að tekjur eigenda bestu stóðhestanna af folatollum geti orðið á bilinu 1,5—2 milljónir á næsta ári. Stóðhesturinn Hervar númer 963 frá Sauðárkróki er talinn hafa aflað mestra tekna fyrir eiganda sinn í ár. Hann var notaður á meira en 200 hryssur og er folatollurinn metinn á 6 þúsund krónur. Þannig virðist eig- andi hestsins hafa haft að minnsta kosti 1,2 milljónir kr. í tekjur af hon- um. Algengast mun þó að stóðhestar séu notaðir á um 100 hryssur á ári og hafa tekjur eigenda heiðursverð- launahesta þá verið um 800 þúsund krónur, miðað við að folatollar þeirra hafí verið á 8 þúsund krónur eins og gengið er út frá í Bóndanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.