Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 3 Fimm veitinga- staðir til sölu og þrír nýir opna FIMM veitingastaðir og einn skemmtistaður í Reykjavík eru nú auglýstir til sölu eða leigu. Á sama tíma er verið að opna tvo nýja veitingastaði á höfuðborgar- svæðinu og verið að endurnýja einn, sem eigendaskipti hafa orð- ið á að hluta. Samkvæmt fasteignaauglýsing- um eru nú til sölu: „einn arðsamasti veitingastaður landsins"; „einn vin- sælasti skyndibitastaður borgarinn- ar“; „mjög þekktur skemmtistaður á frábærum stað“; „matsölustaður sem sérhæfir sig í jurtafæði"; „veit- ingastaður, vel innréttaður, m. góðri aðstöðu og tækjum. Vínveitinga- leyfi. V. ca 3 millj." Morgunblaðinu er einnig kunnugt um að minnsta kosti einn veitingastað enn sem er til sölu en hefur ekki verið auglýstur. Nýr veitingastaður, „Við Ijörn- ina“, var opnaður í síðustu viku í Templarasundi í Reykjavík og í und- irbúningi er opnun nýs veitingastað- ar við Strandgötu í Hafnarfirði sem ber nafnið „Fjaran". Þessir staðir hafa báðir fengið vínveitingaleyfi. Þá hafa orðið eigendaskipti að hluta á Kokk-húsinu við Lækjargötu í Reykjavík. Búið er að breyta nafni staðarins í „Bakki" og umsókn um .vínveitingaleyfí er nú hjá félags- málaráði. Morgunblaðið ræddi við Ernu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Sambands veitinga- og gistihúsa og sagði hún það ekkert óvenjulegt þó veitingahús sæjust á söluskrám. Það væri alltaf nokkuð um eigendaskipti (en lítið um að þau væru lögð niður. „En það er augljóst að veitingahúsa- bylgjan er alveg í hámarki núna og markaðurinn er orðinn vel mettaður, en hvemig kúrfan verður áfram skal ég ekki segja til um,“ sagði Ema. í frumvarpi um virðisaukaskatt, sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í vikunni, er gert ráð fyrir að skatturinn leggist á gistingu og matvæli. Hingað til hefur gisting, og veitingahúsarekstur að hluta, verið undanþegin söluskatti og Ema var spurð, hvaða áhrif þetta myndi hafa á verð veitinga- og gistihúsa. Ema sagði að ekki væri enn búið að ganga frá þessum málum og ekki séð fyrir endann á þeim, en það væri ljóst að með frumvarpinu óbreyttu yrði ekki komist hjá hækk- unum á þessari þjónustu. Leikarar úr Stellur í Orlofi, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Eggert Þorleifsson Stella í orlofi: Rúmlega 50 þúsund áhorfendur UM 50.000 manns hafa séð kvikmyndina Stella í orlofi, en hún var frumsýnd 18. október s.l. I Reykjavík hafa um 42.000 manns séð Stellu, og rúmlega 8.000 úti á landi, en myndin hef- ur verið sýnd á 11 stöðum. Um þessar mundir er verið að sýna hana í litla salnum í Austurbæj- arbíói, en ráðgert er að sýna hana aftur í stóra salnum um jólin. Þá verður Stella einnig jólamynd á Húsavík og Akranesi. A dögunum fór Þórhildur Þor- leifsdóttir með Stellu á kvenna- myndahátíð í Svíþjóð. Var henni einkar vel tekið og þótti hún ein af þremur bestu myndunum á þeirri hátíð. Mikið álag á helstu ferðamannastöðum ÁLAG á ýmsa af fjölsóttustu ferðamannastaði landsins er orð- ið það mikið að þvi er líkt við örtröð. Umráðamenn þessara staða hafa áhyggjur af því að stóraukinn ferðamannastraumur eyðileggi gróður á þessum stöðum og hafa verið að íhuga aðgerðir. Meðal annars hefur komið til tals að loka Dimmuborgum og setja „ferðamannaítölu" á Þórsmörk til að takmarka aðgang ferðamanna þangað. Stjórn Landvemdar hefur lýst áhyggjum sínum vegna þessa og telur áríðandi að brugðist verði skjótt við og nauðsynlegar úrbætur gerðar á ferðamannastöðunum, meðal annars með gerð göngustíga, bættri hreinlætisaðstöðu, auknu eft- irliti, gerð tjaldsvæða, aukinni fræðslu um umhverfísmál og endur- bótum á fjallvegum, til að koma í veg fyrir landspjöll. Telur Landvemd að veija þurfí verulegu fjármagni til þessarra framkvæmda og lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði á lögboðnu framlagi' til Ferðamála- ráðs, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins em Dimmuborgir taldar versta dæmið um ferðamannastaði þar sem gróður liggur undir skemmdum. Þangað koma tugir þúsunda ferðamanna á ári hveiju og allt að vaðast út. Dimmuborgir em í landgræðslugirðingu og er mikill átroðningur að eyðileggja það starf sem Landgræðslan hefur unnið þar. Hefur það komið til tals innan Landgræðslunnar að loka Dimmu- borgum ef ekki fást peningar til nayðsynlegustu úrbóta. Talið er að á annað hundrað þús- und ferðamenn komi að Gullfossi á ári hverju. Þar vantar aiveg hrein- lætisaðstöðu. Einnig er þar sögð mikil slysahætta en slys gæti haft slæm áhrif á ferðir fólks þangað. Þórsmörk á að heita friðuð fyrir sauðíjárbeit þar sem hún er í skóg- ræktargirðingu. Girðingar em þó ekki Qárheldar þannig að mikið beit- arálag er á svæðinu. Ört vaxandi straumur ferðamanna er í Þórsmörk er talið að svæðið þoli ekki þetta mikla álag. í ár var um 15 milljónum kr. veitt til Ferðamálaráðs. Þar af fór innan við ‘/2 milljón kr. til að byggja upp og lagfæra aðstöðu á ferðamanna- stöðum. Bankarnir yfirfæra mánaöarlega lífeyri til Costa del Sol fyrir þá sem þess óska. Sérstök ferðakynning 19. dosémber kl. 15—17. Heitt á könnunni. Gestir okkar verða: Þórir S. Guðbergsson og dr. med. Friðrik Einarsson. Feróaskrifstofan UTSÝN AUSTURSTRÆTI 17, S: 26611 6000 M d mm hhbsiwSSS sia.................. Beint leiguflug 4. janúar. ÞÆGINDI • ORYGGI • HLYINDI • TRAUST FERÐAÞJONUSTA Gefðu sjálfum þér góða jólagjöf Nú fara í hönd dimmustu og erfiöustu mánuöir ársins. Eiga þá margiróhægt um vik vegna kulda og hálku. Á þessum sama tíma er20—24°hitiá Costa delSol. Útsýn býöuruppá beint leiguflug Isólina þann 4. janúar. Verö frá 35.900 kr. S Islenskur hjúkrunarfræðingur • Sérkennsla í spænsku • Spilakvöld • Bingó • Skemmtiklúbbar • Kynnisferðir • Leiðsögn við innkaup • íslenskarfréttirsendar reglulega • Hvert er álit sórf róðra manna á ferð sem þessari. \ Dr. med. Friðrik Einarsson: Ég fagna því að ferðaskrifstofan Útsýn hf. býður upp á langtíma dvöl á Costa del Sol. Þetta styttir langan vetur fyrir eldra fólk og gerir því kleift að stunda útiveru, sem er því nauðsynleg. Ég fullyröi að á Costa del Sol geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.