Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
9
HUGVEKJA
Jóhannes
skírari
eftir ÓSKAR JÓNSSON
I
„Jóhannes þurfti ekki aÖ fara inn í bœi
og borgir til að prédika. FólkiÖ kom
til hans hvaðanœva úr landinu og hlust-
aÖi á boðskap hans. “
Texti. Matt. 11,2—11.
Jóhannes heyrði í fangelsinu
um verk Krists. Þá sendi hann
honum orð með lærisveinum
sínum og spurði: „Ert þú sá, sem
koma skal, eða eigum vér rað
vænta annars?"
Jesús svaraði þeim: „Farið og
kunngerið Jóhannesi það, sem
þér heyrið og sjáið: „Blindir fá
sýn og haltir ganga, líkþráir
hreinsast og daufír heyra, dauð-
ir rísa upp, og fátækum er flutt
fagnaðaerindi. Og sæll er sá sem
hneykslast ekki á mér.“
Þegar þeir voru famir, tók
Jesús að tala til mannfjöldans
um Jóhannes: „Hvað fóruð þér
að sjá? Prúðbúinn mann? Nei,
prúðbúna menn er að fínna í
sölum konungs. Til hvers fóruð
þér? Að sjá spámann? Já, segi
ég yður, og það meira en spá-
mann. Hann er sá, sem um er
ritað: Sjá, ég sendi sendiboða
minn á undan þér, er greiða mun
veg þinn fyrir þér. Sannlega
segi ég yður: Enginn er sá af
konu fæddur, sem meiri sé en
Jóhannes skírari. En hinn
minnsti í Himnaríki er honum
meiri.“
Jóhannes skírari var alltaf
hreinn og beinn, bar sannleikan-
um vitni og fór ekki í manngrein-
arálit, heldur sagði öllum til
syndanna, einnig konunginum
Heródesi, sem varð til þess að
honum var varpað í fangelsi og
síðan hálshöggvinn. Hann hafði
sagt við Heródes: „Þú mátt ekki
eiga konu bróður þíns.“
Davíð Stefánsson segir í
kvæðinu um Jóhannes skírara,
meðal annars:
Rödd hans er sterk eins og stormsins
og þrumunnar gnýr.
Hann er stoltur sem Qallið, er glóandi
eldinum spýr.
Hinn vesæli lýður, hin villta og sundraða
hjörð -
hún verður að hlusta. - Það bergmála
himnar og jörð ...
Ég kom til að beijast og kveikja hið
andlega stríð.
Ég kom til að hrópa og vekja hinn sofandi
lýð.
Ég kom til að sjá um, að illgresið felli
ekki fræ,
og flugumar geti ekki sogið hin eitruðu
hræ ...
í skínandi elfinni skíri og lauga ég þá,
er skrifta og iðrast og frelsara
mannkynsins þrá.
Ég veit, að hann kemur... Ég kom til
að ryðrja honum slóð.
Ég kom til að vekja þig, skriftlærða
Gyðingaþjóð.
Jesús segir í textanum að
Jóhannes sé meira en spámaður,
já, jafnvel mestur allra þeirra
sem af konu eru fæddir. „Hann
var logandi og skfnandi lampi.
Þér vilduð um stund gleðjast við
ljós hans,“ sagði Jesús við lýð-
inn. Jóh. 5,35.
Jóhannes þurfti ekki að fara
inn í bæi og borgir til að pré-
dika. Fólkið kom til hans
hvaðanæva úr landinu og hlust-
aði á boðskap hans og fjöldinn
allur iðraðist synda sinna og lét
hann skíra sig í ánni Jórdan.
Jóhannes sagðist vera sendur
í heiminn til að ryðja braut fyrir
Messías. Þegar Jesús nálgaðist
staðinn þar sem Jóhannes var
að skíra, bendir hann á Jesúm
og segir: „Sjá, Guðs lamb, sem
ber synd heimsins ... Hann er
sá sem skírir með heilögum
anda.“ Jóh. 1,29.
í fangelsinu var Jóhannes
einn og yfirgefinn og margar
spumingar vöknuðu hjá honum.
Engir komu í heimsókn, nema
lærisveinar hans af og til.
Þó svo að Jóhannes væri mik-
ilmenni, fóru efasemdir og órói
að gera vart við sig. Hefur mér
skjátlast? Er Jesús Messías sem
koma átti samkvæmt ritningun-
um?
Efasemdir sækja líka á okkur
þegar erfíðleikar og vonbrigði
koma á veg okkar. Hvers vegna
mæta þessir erfíðleikar mér? Er
Jesús í raun og veru frelsarinn
sem gefur eilíft líf? Hvað með
lífíð eftir dauðann? o.s.frv.
Tómas sagði forðum, þegar
hinir lærisveinamir sögðust hafa
séð Drottin upprisinn: „Sjái ég
ekki naglaförin í höndum hans
og geti sett fíngur minn í nagla-
förin og lagt hönd mína f síðu
hans, mun ég alls ekki trúa.“
Viku seinna var Tómas viðstadd-
ur þegar Jesús kom. Þá varð
Tómasi að orði: „Drottinn minn
og Guð minn.“ Jesús segir við
hann: „Þú trúir, af því að þú
hefur séð mig. Sælir em þeir,
sem hafa ekki séð og trúa þó.“
Saga Jóhannesar skírara
kennir okkur hvað skal gera ef
efasemdir gera vart við sig.
Hann losaði sig við einangmnina
og sendi tvo af lærisveinum
sínum til Jesú: „Ert þú sá, sem
koma skal, eða eigum við að
vænta annars"? Hveiju svarar
Jesús?" Kunngerið Jóhannesi
það, sem þér heyrið og sjáið.“
Það var nægjanlegt til að sann-
færa Jóhannes, því spádómarnir
vom að rætast fyrir augum
þeirra. Svo segir: „Verið hug-
hraustir, óttist eigi! Sjá, hér er
Guð yðar!... Hann kemur sjálf-
ur og frelsar yður.“ Þá munu
augu hinna blindu upp ljúkast
og opnast eym hinna daufu. Þá
mun hinn halti létta sér sem
hjörtur og tunga hins mállausa
fagna lofsyngjandi. Jes. 35,3—5.
Gleðiboðskapur Messíasar:
Andi Drottins er yfír mér, af því
Drotinn hefír smurt mig. Hann
hefur sent mig til að flytja nauð-
stöddum gleðilegan boðskap og
til að græða þá, sem hafa sund-
urmarið hjarta. Jes. 61,1—2.
Þegar vantrú og efasemdir
mæta okkur þurfum við líka að
koma til Jesú og fá svör við
spumingunum sem sækja á.
Þegar við lifum í daglegu bæna-
samfélagi við Jesúm ná vantrúin
og efasemdimar engum tökum
á okkur. Jesús segir: „Biðjið og
yður mun gefast." Matt. 7,7.
Hann óhreinn var og líkþrá þungri þjáður,
hann þurfti að forðast menn og kvaldist
einn,
ogjafnan ormi jámhörð örlög gerði hann,
en Jesús kom, og hann varð þegar hreinn.
Menn, blinda og þjáða af saurugleik og
Satan,
er Sonur Guðs að frelsa um allan heim.
Þeir öðlast sýn, og syndafjötrar rofna,
er sjálfur Jesús fær að dvelja í þeim.
Kór
Er Jesús kemur, flýr hin skæða freisting.
í fagran sigur ósigri hann snýr.
Hann gerir tár að björtu sólskinsbrosi.
Allt breytist, þegar Jesús hjá oss býr.
Oswald J. Smith
FJARFESTINGARFELAGIÐ
VERÐBREFAMARKAÐURINN
Genaiðídan
14. DESEMBER 1986
Markaðsfréttir
Veðskuldabréf - verðtryggð
Lánst. 2 afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu
12% 14% 16%
1 ár 4% 95 93 92
2ár 4% 91 90 88
3ár 5% 90 87 85
4ár 5% 88 84 82
5 ár 5% 85 82 78
6ár 5% 83 79 76
7 ár 5% 81 77 73
8ár 5% 79 75 71
9 ár 5% 78 73 68
10ár 5% 76 71 66
Veðskuldabréf - óverðtr.
Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti
20% HLV 15%
1 ár 89 84 85
2 ár 81 72 76
3 ár 74 63 68
4 ár 67 56 61
5 ár 62 50 56
KJARABRÉF
Gengl pr. 12/12 1986 = 1,805
Nafnverð
5.000
50.000
Söluverð
9.025
90.250
TEKJUBRÉF
Gefðu fjölskyldunni kjarabréf
- langtíma jólagjöf
með góðri ávöxtun
Gengi pr. 12/12 1986 = 1,090
Nafnverð
100.000
500.000
Söluverð
109.000
545.000
f jármál þín - sergrein okkar
Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn