Alþýðublaðið - 23.03.1932, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.03.1932, Blaðsíða 6
e ALÞÝÐUBLAÐIÐ fats röggsamlega, — peir, sem sjá ísl. kaupmenn daglega, hefðu að vísu getað efast um pjóðemi þessa kaupmanns, en það var heild og samræmi í öllu hlut- verkinu, eins og æfinlega hjá Har- aldi innan þeirra. takmarka, sem honum eru sett (og hann virðist þekkja sjálfur). Ungfrú Amdis • Björnsdóttir fór smekkjiega með hið litlitla hlutverk frú Finndal. Við- ar Pétursson hafði hlutverik Gunn- steins læknis, sem er meðbiðdl) Jósafats, og talar um sambýli vort við aðra heima, er göfuglyndur eins og fyrirmyndarsöguhetja hjá Dickens, næstum eins og kristfflegt smárit, en að mestu laus við alla mannlega eiginleika. Um leik Við- ars Péturssonar er engin ástæða til að fjölyrða hér, en það er ó- neitanlega fremur viðkunnanlegt að sjá laglega menn uppi á leik- sviðinu. Leiknum var hið bezta tekið og hinn æruverði höfundur kallaður fram að leikslokum. H. K. L. ísland fyrir íslendinga Eins og eðlilegt er hefir krepp- an, sem nú heldur pjóð vorri í heljar greipum, valdið miklu at- vinnuleysi, bæði hér í bæ og ann- ars staðar á landinu. Svo að segja daglega missa menn atvinnu sína eða atvinnuvon. — Þegar svo er komið, að hundmð starfhæfra manna era orðnir atvinnulausir. er eðli/egt að menn fari að svip- ast um og íhuga, hvort hér sé hlt með feldu og hvort ekki megi ráða á vandræÖunum einhverja bót. Verður mönnmn þá meðal annars starsýnt á pað, að hér er fjöldi erlendra maninp i góðu yfir- Jæti við ýmis konar atvinnu, og alt af eru hingað að flytjast er- lendir menn, sem atvinnu fá við alls konar störf.. Aðrar pjóðir hafa þegar reist strangar skorð- ur við slíku, og virðist ekki nema sjálfsagt, að vér reynum eitthvað í þá átt líka. Fyrir foxigöngu tveggja manraa, Gisla Sdigurbjömssonar, form. verzlunarmanniafél. „Merkúr“, og Friðgeirs Sigurðssonar, form, Matsveina- og veitingaþjóna-fél. Islands, héldu formenn og fulltrú- ar nokkurra stéttarfélaga hér i bænum fund með sér síðastliðinn sunnudag, þar sem þetta mál var rætt all-ítarlega. Komu menn sér saman um, að æskilegt væri að stofna tffl sem víðtækastra og al- mennastra samtaka um að vinna að því, að hérlendir menn fengi að njóta allrar þeirrar vinnu, sem hér væri að fá og þeir væri færir til að leysa af hend-i, og að leitá fulltingis alþingis þess, sem nú situr, um, að það legöi svo fyrir, að takmörkuð yrði atvinnu- og dvalar-leyfi erlendra manna hér, að slik leyfi yrði ekki endurnýj- uð, sem útrunnin verða á næst- unni, né ný ieyfi veitt. Vora kosn- ir á fundinum þrír menn til að hafa framkvæmdir í þessu máli og undirbúa fyrir annan fund, sem halda skyldi sem fljótast, á- varp til alþingis um þetta mál. f þessa framkvæmdanefnd voru kjörnir þeir Gísli Sigurbjörnsson, Friðgeir Sigurðsson og Theodór Árnason, og boðuðu þeir til ann- ars fundar, sem haldinn var í gærkvéldi, formenn eða stjórnar- fulltrúa rúmlega þrjátíu stéttar- 'félaga hér í bænum. Var fundur þessi mjög vel sóttur og undir- tektir undir hugmynd forgöngu- mannanna hinar beztu og allar á einn veg. Lagði framkvæmda- nefndin fram uppkast að ávarpj táil alþingis, sem rætt var ræki- lega og samþykt með nokkurri breytingu, og síðan undirskrifað af öllum fundarmönnum. • Fer ávarp þetta hér á eftir: „Þar sem atviranuhorfur eru mjög ískyggilegar, bæði hér í bæ og annars staðar á landinu, leyf- um vér oss, undirritaðir fulltrúar raebanskráðra félaga í Reykjavík, að skora á hið háa alþingi, að það taki nú þegar til rækilegrar íhugunar, hverjar leiðir séu til þess, að takmarka endurnýjun dvalar- og atvinnu-leyfa útlend- inga, sem atvinnu stunda hér á landi, en sem hérlendir menn era færir til. Um leið leyfum vér oss að benda á, að mjög hefir verið á- bótavarat eftirliti vegabréfa er- lendra manna, er hingað koma. og má telja það eitt af mörgu, sem hefir orðið til þess, að svo mikið af útlendingum hefir hing- að fluzt. Einnig hefir þess ekki verið nægilega gætt, hvort þeir útlendhigar, sem hér stunda at- vínnu, hafi skjöl sín í lagi, sér- staklega að því er snertir atvinnu- og dvalar-Ieyfi. Á seinni árum virðast ríkis- stjórnirnar hafa verið allörlátar um atviranuleyfi til útlendinga, sem vér teljum, að nú ætti að girða fyrir með öllu, eins og at- vinnumöguleikum landsmanna er nú háttað. Þegar um er að ræða að veita atvinnuleyfi erlendum mönnum, álítum vér æskilegt, að ávalt væri leitað álits þess félags, sem Miut á að máli, um það, hvort ekki sé völ á innlendum mönnum tffl starfsins. Vér treystum því, að hið háa alþingi taki þetta mál tffl íhugun- ar og skjótrar úriausnar." Virðingarfylst. f. h. verzlunarm.fél. „Merkúr“ Gísli Sigurbjörnsson. f. h. Félags ísl. hljóðfæraleiikara Theodór Árnason. f. h. Trésmiðafélagsins Björn Rögnvaldsson. f. h. Kennarafélaigisins Einar Magnússon. f. h. Matsveina- og vedtingaþjóna- félags fslands Friðgedr Sigurðsson. f. h. Stýrimannafélagsins Jón Axel Pétursson. f. h. Úrsmiðafélags Reykjavíkur Jóh. Nordfjörð. f. h. Símamannafélagsins Andrés G. Þormar. f. h. sölumanna í Reykjavík Valg. Stefánisson. f. h. Fél. járniðnaðariraanna Loftur Þorsteinsson. f. h. Fél. pípulagningamanna Sigurgeir Jóhanrasson. f. h. Sjómannafélags Reykjiavíkur Sigurjón Á. Ólafsson. f. h. Hins ísl. prentarafélags Bjöm Jónsson. f. h. Hárgreiðislukviennafélagsins Kristolina Kragh. f. h. Veggfóðrarafél. Reykjavíkur Victor Helgason. f. h. Verzlunarmannafél. Rvíkur B. Þorsteinsison. f. h. Bakarasvednafélagsins Theodór Magnússon. f. h. Rafvirkjafélags Reykjavíkur Sig. Jónsson. f. h. Fél. ísl. hjúkrunarkvenna Sigríður Eiriksdóttir. f. h. Málarasveinafélagsins Jón Ágústsson. f. h. Klæðiskerafélagsins Helgi Þorkelsson. f. h. Rakarasveimafélagsins Þorbergur Ólafsson f. h. Bifredðastjórafél. „Hreifill" Bjami Bjarnason. f. h. Ljósmyndarafél. fslands Sig. Guðmundsson. Það skal tekið fram, samkv. einróma ósk fundarmanna, að ekki er til þess ætlást, að seilst verði til þeirra erlendu manraa, sem hér hafa ílendst og búið um sig, nema óþarfamenn séu, — heldur er átt við fólk, sem nýlega er flutt hingað, að ekki verði end- urnýjuð dvalarleyfi þess, og að ekki séu veitt atvinnu- og dval- ar-leyfi nýju erlendu fólki. Verður nánar vikið að þessuro samtökum í blööunum næstu daga. Er þess vænst, að þeir, sem hlut eiga að máli, sikilji það, að hér liggja ekki á bak við aðrar hviatir en þær, :sem til grundvallar liggjá sams konar íhreyfingu í öðrum löndum, — að hver þjóð reynir á þessum kreppu tímum og atvinnuleysis að not- ast sem mest við það, sem heiima er hægt að fá. Þetta þekkja t. d. flestir útlendingarnir, sem hér eru, miklu betur en við, og er þess vegna sennilegt að þeir skilji vel málstað vorn. Reykjavík, 16. marz 1932. Theodór Ánnason ritari framkv.raefndar. Málverkasýning Freymóðs Jóhannssonar. Það er hressandi að standa uppi á fjallstindi á fögrum sum- ardegi og horfa yfir „þar, sem víðsýnið skín“. .Það er yndislegt að horfa á litskrúð loftsins við sólris eða sólarlag, þegar dýrð þess er mest; og hvort getur Matjurta og blómafræ nýkomið. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Siml 24. Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sann- gjömu verði. Sporöskjurammar, flestax stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Síml 2105, Freyjugötu 11. nokkur varist því að hrífast af þeim yndissjónum, sem þar getur fegurstar ? Á öðram stundum, þegar ekki er kostur slíks náttúruljóma, þá er inndælt að geta farið til góðra liistamanna og horft á, hvernig þeim hefir tekist að ná ljöma náttúrannar í myndir sínar og varðveita lianda öldum o g ó- bornum fegurstu sýnirnar, sem þeim hafa borið fyrir augu, — sýna þær, eiras og þeir hafa séð þær, bæði hið ytra og í huga sér. Einn af listamönnum vorum. sem kann að birta okkur tign og fegurð fegurstu staða lands vors, svo að veruleg ánægja er á að horfa, er Freymóður Jóhannsson. Helgidagana, sem nú eru næstir, er einmitt tækifæri til að sjá mál- verkasýningu hans á Skólavörðu- stíg 12 (á mótum Skólavörðustigs og Bergstaðastrætis). Það er ó- blandin ánægja að horfa á beztu myndirnar, sem þar getur að líta. Þeir, sem séð hafa fegurstu hér- aðsmyndirnar, sem Frei'móður hefir dregið á leikhústjöld, þurfa naumast frekari vitna við, táil þess að þá langi til að sjá önnur mál- verk haras. Og af þessari sýningu er það líka skemst að segja, að sá, sem ann fegurð í litum, hann parf að koma og sjá hana. Ég vil t. d. nefna Hríseyjarmyndina, Svarfaðardal (nr. 30) með sólglit á fjöllum, Heklu (nr. 35), Hrauns- vatn í Öxnadal, „Frá Mývatns- sveit“ (nr. 32) og Möðrudalsmynd- ina, því þótt hann muni ætla að umbæta þá mynd enn og kalli hana ekki fullgerða, þá er hún samt mjög fögur eins og hún er. Enn er ótalin hin glæsta Hval- fjarðarmynd (nr. 38), auk margra annara ágætra landismálverka. Og þá er eftir að sjá smiðinn með járnið hvítglóandi (11. mynd), síldarvi'miumyndina, „Við flatn- ingsiborðið“, og fleiri myndir úr starfi fölksins, sem mörgum mun þykja ánægjulegt að virða fyrir sér. — Þesisá sýnirag er vel til þess fallin að koma þeim, sem fegurð unna, í hátíðarsfcap. Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaðuri Ólafur Fríðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.