Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 26

Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Allir ávextir tHJóla Ananas Plómur Appelsínur Pomelo Avocado Sítrónur Bananar Sweetiesjaffa Epli rauð Ugli RISASTÓR Vínberblá Epli rauð Vínbergræn Epli gul Epli græn Epli jonagold Ferskjur Ferskardöðlur Vínber LUXUS Grape hvítt Grape rautt Granat epli Jarðarber Kaki Kiwi Klementínur Kókóshnetur Lime Melónurgular Melónurgrænar Nektarínur Ristaðar jarðhnetur í skel Papayas Perur RI37Í Sigurjón Sigtryggsson hörðu lífsbaráttu á þessum slóðum. Á fáeinum blaðsíðum er eftirfarandi að finna: „Fórst í snjóflóði. .. Varð úti í stórhríð í Almenningum ... Drukknuðu tveir synir hans skammt undan landi. . . Drukknaði í fiskiróðri við fjórða eða fimmta mann . . . Varð úti á Siglufjarðar- skarði. . . Drukknaði við Siglu- nes ... Drukknaði í hákarlalegu ... Fórst með skipi sínu ... Drukknaði á leið frá Haganesvík við sjötta mann ... „Þetta eru aðeins fáeinar blaðsíður úr einu bindi af þremur. Umfjöllun höfundar er hrein náma fróðleiks. Virðist sem hann hafi tínt til alla fáanlega vitneskju og leitað víða fanga. Ritverk þetta skiptist í þijá að- alkafla. Sá fyrsti (42 bls.) nefnist Byggðin til forna og er það almenn lýsing og sögulegt yfirlit (Landnám, fjöll og leiðir, hreppamörk, kirkju- sóknin, hnignun byggðarinnar). Annar þáttur ritsins er langstærsti hluti verksins (bls. 53—789) og ber yfirtitil Bújarðir og bændatöl. Þar er ábúðarsögu og búendatal allra 23 jarða að fínna og er það geysi- mikil mannfræðileg heimild. Þriðji þáttur og sá síðasti nefnist Verslun og útgerð og er undirtitill Þéttbýli í mótun. Þar fer fyrst merk ritgerð sem heitir Ágrip af verslunarsögu og koma í kjölfar hennar Æviþætt- ir faktora. Eru það æviágrip 20 faktora frá 1792-1927. Næst kem- ur ritgerðin Kauptúnið byggist og fara þar á eftir æviágrip frum- byggja Siglufjarðar, 43 talsins. Þá kemur ritgerð um hákarlaveiðar og þar á eftir er grein gerð fyrir 25 hákarlaskipum og saga þeirra rak- in. Þá ertæplega 100 bls. nafnaskrá og lýkur bókinni með stuttum og yfírlætislausum eftirmála höfundar. Ekki er ég dómbær á nákvæmni eða áreiðanleika þeirrar geysimiklu vitneslqu sem hér er safnað saman, enda hefur skammur tími gefíst til að skoða það að gagni. En við fljóta sýn virðist mjög vandvirknislega hafa verið að verki staðið og ber- Sýnilega ekki flanað að neinu. Það sem maður kann helst að fínna að er að höfundur er mjög spar á að vísa til heimilda, en það útskýrir hann raunar sjálfur í eftirmáia sínum og má vísa til þess. Þetta ritverk er tvímælalaust óvenjulegt afrek og skyldi það því síst látið liggja í þagnargildi. Háskólabíó: Nafn rósar- innar frumsýnd Háskólabíó frumsýnir ! dag kvik- myndina Nafn rósarinnar, sem gerð er eftir samnefndri metsölubók ftalska rithöfundarins Umbertos Eco, er kom- ið hefur út í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Sean Connery og F. Murray Abra- ham, sem lék Salieri svo eftirminnilega í myndinni Amadeus. Leikstjóri er franski kvikmyndagerðarmaðurinn Jean-Jacques Annaud (Leitin að eldin- um). Myndin gerist á meðal munka innan klausturveggja á miðöldum, nánar til- tekið á fjórtándu öld, og segir frá röð dularfullra morða, sem munkurinn Vilhjálmur frá Baskerville (Connery) er fenginn til að rannsaka. Búendur við ysta haf Bókmenntir Sigurjón Björnsson Sigurjón Sigtryggsson. Frá Hvanndölum til Úlfsdala. I—III. Þættir úr sögu Hvanneyrar- hrepps. Sögusteinn — bókafor- lag. Reykjavík 1986. 1107 bls. Ég hef víst ekki lengi orðið jafn undrandi og ég varð hér á dögun- um, er ég alls óforvarandis hafði handa á milli þijú myndarleg og falleg bókarbindi sem bera heitið Frá Hvanndölum til Úlfsdala. í þeim bókum er rakin ábúðarsaga allra jarða í Hvanneyrarhreppi eins og hann hét lengi, en það er byggðin með ströndum fram milli Ölafs- fjarðar og Fljóta eða nánar tiltekið frá Hvanndölum að Máná. Fyrir utan lýsingu sveitar og jarða er grein gerð fyrir öllum ábúendum eins langt og heimildir ná, yfírleitt til upphafs 18. aldar, stundum lengra aftur, ferill manna er rak- inn, greint er frá ættemi þeirra og nánasta sifjaliði. Þetta mikla verk, — og það er undrunarefnið — hefur siglfírskur verkamaður verið að setja saman á undanfömum árum. Hann hefur þó ætíð unnið fullan vinnudag, á seinni ámm í frystihúsinu á staðnum. En þegar hann kemur heim frá flökun- arvélinni undir kvöld sest hann við grúsk og skriftir. Þó að hann hafi tekið alla sína menntun hjá sjálfum sér, svo til engrar skólamenntunar notið, er engan viðvaningsbrag eða missmíði á skrifum hans að fínna. Hann skrifar vissulega hreinni og betri stíl en margir þeir sem lærðir em. Þessi yfírlætislausi og hógláti verkamaður hefur víst ekki gert kröfur til annarra en sjálfs síns. Líklegast hefur honum ekki þótt þakkar eða launa vert að fá að njóta ánægjunnar af andlegri iðju. Hveij- ir skyldu nú fremur eiga verðlaun og heiður skilið en þeir fágætu menn sem svo er farið og þessum nafna mínum á Siglufirði? En því miður er allt eins líklegt að það farist fyrir að sýna honum eitthvert sérstakt þakklæti. Samtíðin gleymir einatt þeim sem ekki hampa sér sjálfír. En það gerir kannski ekki mikið til því að framtíðin gleymir vindhönunum. En hvers er nú vert að rita um sveitina frá Hvanndölum til Úlfs- dala? Líklegast er hér um eina allra harðbýlustu og erfiðustu sveit landsins að ræða. Þetta er nyrsti hluti Tröllaskagans svonefnda milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Á þessu svæði, við hafnlitla og brim- sama strönd, þar sem undirlendi er sáralítið, voru 23 bæir í byggð, varla þó allir samtímis. Langflestir þeirra eru nú komnir í eyði, sumir fyrir löngu. Til þess að búa á þess- um býlum við einangrun, sam- gönguleysi og hafnleysi þurfti vissulega þrekmikið og æðrulaust fólk. Enda var því vissulega ekki físjað saman og með vissu eiga margir íslendingar góða kynfylgju til þessara forfeðra sinna að sækja. Hví skyldum við þá ekki reyna að muna þá og minnast þeirra og leit- ast við að setja okkur í spor þeirra að svo miklu leyti sem okkur er það mögulegt? Ekki þarf lengi að fletta þessum bókum til að skynja hina ógnar- . Frumleg og falleg gjöf, og mikilvægt öryggistæki á bílinn. Ring ljós auka skyggni í myrkri og misjöfnum veðrum. Til prýði á ölium tegundum bíla. Ring aukaljósin eru viðurkennd gæðavara, en eru samt mun ódýrari en aðrar sambærilegar tegundir aukaljósa. Ring aukaljós fást í varahlutaverslunum og bensínstöðvum um land allt. Ring aukaljós í jólagjöf. Verð frá kr. 1.410,- mm I—iWŒ& VfSA HEKLA HF Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.