Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Stjóramálamenn svara áramótaspurningum Morgunblaðið hefur eins og um síðustu áramót snúið sér til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Samtaka um kvennalista og lagt fyrir þá nokkrar áramótaspurningar. Þser birtast hér ásamt með svörum f ory stumannanna. 1. Hagvöxtur er nú sagöur meiri hér en í nokkru ööru landi. Hvernig telur þú, afi þessi uppsveifla i efnahagslífinu veröi best nýtt? 2. Hvaöa skýringu telur þú vera á þvi, aö aöilar vinnumarkaöarins hafa tekiö upp nýja starfshœtti í samskiptum sinum? Þeir semja áöur en samn- ingstimi rennur út og kalla ekki til sáttasemj- ara. Efnahagsmarkmiö þeirra og stjórnvalda viröast vera svipuÖ. 3. Tekjuöjlunarkerfi ríkis- ins er nú í deilgunni. Telur þú líklegt aÖ staö- greiðsla skatta komi til sögunnar l.janúar 1988? Ertu hlynntur viröisauka- skatti? Viltu hœkka eignaskatt? 4. Kvótakerfi hej'ur veriö tekiö upp i landbúnaöi og grundvallarbreytingar hafa orðiÖ í fiskveiðum og fiskvinnslu. Telur þú þetta hafa neikvæÖ áhrif fyrir dreifbýlið? 5. SendiráÖ íslands í Bruss- el hefur flutt starfsemi sína aö hluta i nágrenni höfuöstööva Evrópu- bandalagsins meÖ þaö aö markmiði aÖ fylgst skuli betur með starfi banda- lagsins af hálfu stjórn- valda. Telur þú nauösynlegt aö endur- skoöa samskipti fslands og bandalagsins eöa af- stööu Islands til þess? 6. Á nýlegu Kirkjuþingi komfram vilji til aÖ þjóö- kirkjan yrÖi virkari i þjóðmálaumræöum. Hvert er þitt álit á þess- ari stefnumótun? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Verðbólguhættan er ekki yfirunnin í Mikinn hagvöxt er nauðsynlegt að nota til þess að styrkja ýmsa innviði þjóðarbúsins. í fyrsta lagi er mikilvægt að styrkja grundvöll atvinnulífsins. Þetta hefur tekist allvel á mörgum sviðum, en því verður þó ekki neit- að, að ýmis fyrirtæki eiga enn í erfiðleikum eftir óðaverðbólgu og jafnvægisleysi undanfarinna ára. I þessu sambandi er einnig mjög nauðsynlegt að ný atvinnufyrirtæki fái í góðærinu skotið rótum og kom- ist á rekspöl. Afar mikilvægt er að renna fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. í öðru iagi er sjálfsagt að nota þennan bata til þess að bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin. Síðustu kjarasamningar eru rétt og mikilvægt skref í þá átt. í þriðja lagi er aukinn, innlendur sparnaður og hallalaus viðskipti við útlönd mikilvægt markmið. í þessu virðist nú miða í rétta átt. í fjórða lagi hefði verið æskilegt að endurreisa ríkissjóð með halla- lausum íjárlögum og möguleikum til þess að sinna betur en unnt hef- ur verið ýmsum félagslega mikil- vægum málum. Rétt er að minnast þess, að verð- bólguhættan er ekki yfirunnin. Mikil þensla krefst varúðar í pen- ingamálum. 2 Vonandi hefur reynsla undanfar- inna ára kennt mönnum að verkföll og samningar sem ekki styðjast við raunverulega þjóðarframleiðslu, bæta alls ekki kjörin heldur leiða til verðbólgu og veikburða atvinnu- reksturs. Mönnum er jafnframt orðið ljóst, að jafnvægi í efnahags- málum og sem minnst verðbólga er hagur allra. Þetta er einnig skiln- ingur stjómvalda. Því hafa leiðir legið saman. Mér virðist jafnframt, að pólitískra áhrifa óábyrgrar Steingrímur Hermannsson stjómarandstöðu hafi gætt minna en oft áður. 3 Tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs þarf allt að taka til endurskoðunar. Það er í molum. Ég hef ætíð verið fýlgj- andi staðgreiðslukerfi skatta og tel nú orðna aðstöðu til þess að taka það upp. Von mín er að svo verði 1. janúar 1988. Söluskattskerfið er hmnið. Ég tel afar erfitt að bæta það og sníða um leið af því marga vankanta. Því er ég hlynntur virðisaukaskatti. Eignaskattinn tel ég að mörgu leyti vera skynsamlegt skattform og rétt að taka það upp í auknum mæli í stað tekjuskatts. 4 Kvótakerfið í landbúnaði og sjáv- arútvegi getur haft neikvæð áhrif fýrir strjálbýlið, en það fer allt eft- ir framkvæmdinni. Sjálfir erfiðleik- amir í landbúnaði og í sjávarútvegi fyrir tveimur til þremur ámm hafa að sjálfsögðu fyrst og fremst valdið erfíðleikunum á landsbyggðinni. Þótt sjávarútvegurinn sé óðum að rétta úr kútnum, mun það ekki nægja til þess að snúa við þeirri byggðaröskun sem hefur orðið. Því er óhjákvæmilegt að leita nýrra leiða og skapa m.a. aðstöðu fyrir þjónustu og nýjan iðnað sem víðast í byggðum landsins. 5 Evrópubandalagið er að verða okkar mikilvægasti markaður. Þar virðast miklar breytingar vera að gerast. Nauðsynlegt er fyrir okkur Islendinga að fylgjast vel með. Þótt innganga í bandalagið komi ekki til greina að mínu mati, kann að vera nauðsynlegt að leita nýrra við- skiptasamninga. Sendiráðið í Bmxelles, sem er öflugt á sviði við- skipta, er mikilvægt í þessu sambandi. 6 Ég tel eðlilegt að kirkjan láti sig ákveðin þjóðmál skipta, eins og t.d. velferðarmál og ýmis félagsmál. Hins vegar tel ég skaðlegt fyrir kirkjuna að blandast um of í stjóm- málaumræður. Steingrímur Hermannsson Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Þannig á að nota góðærið 1 Hagvöxturinn á þessu ári á rætur að rekja til sjávarútvegsins annars vegar og lækkandi olíuverðs hins vegar. Hið síðamefnda skilar þjóð- arbúinu á þessu ári um 2.000 milljónum króna, en alls nemur hagvöxturinn á þessu ári um 7.000-8.000 miljónum króna. Þenn- an hagvöxt á að hagnýta með þessum hætti: 1. Til þess að jafna lífskjör á Ís- landi með hærri launum og aukinni samneyslu. Með öðrum orðum: Góðærið til fólksins. 2. Til að skila ríkissjóði í jafnvægi með aukinni skattheimtu á fyrir- tæki, beinum sköttum. 3. Til að koma í veg fyrir auknar erlendar skuldir en gert er ráð fyrir að taka erlend lán á næsta ári upp á 2.000 milljónir króna umfram afborganir og vexti af erlendum lánum. 4. Til að undirbúa atvinnulífið til nýrrar sóknar á öllum sviðum og skapa þannig forsendur fyrir au- kinni framleiðni og styttri vinn- utíma og betri lífskjörum í framtíðinni, lífskjörumn sem eru sambærileg við það sem gerist best í grannlöndum okkar. 5. Til að koma 5 veg fyrir verð- bólgu. í Reylq'avík einni eru 1.100 manns á biðlistum eftir þjónustu aldraðra, þar af yfir 300 manns sem búða við neyðarástand. Skjólstæð- ingar Félagsmálastofnunar á sl. ári voru yfír 2.000 talsins, þeim hafði fl'ölgað um 25% frá árinu 1984. Á vegum þessa fólks voru nærri 2.000 börn. Alls 5.100 manns í Reykjavík einni. Hagvöxtinn á að nýta til þess að koma þessu fólki á mannsæm- andi lífskjarastig. Meðan stór hluti launafólks er undir fátæktarmörk- um er ljóst hvernig hagvöxtinn á að nota: Fyrst handa þessu fólki. 2 Skýringin er sú að aðilar vinnu- markaðarins náðu samstöðu um það snemma á þessu ári að taka efna- hagsmálin úr höndum ríkisstjórn- arinnar. Þeir ákváðu því hvemig þeir vildu nota hagvöxtinn oggóðæ- rið til þess að ná verðbólgunni niður og til þess að auka nokkuð kaup- mátt kauptaxta frá því sem var. Jafnframt var tekin ákvörðun um að bæta húsnæðislánakerfíð með sameiginlegu átaki lífeyrissjóð- annna í landinu. Ríkisstjómin hafði áður gert ráð fýrir 40% verðbólgu — þrátt fyrir hið lága kaup. Og hún sá engar leiðir í húsnæðisvandanum aðrar en þær að taka erlend lán til byggingarsjóðanna. Vaxtaokrið var og er að gera út af við allt frum- kvæði í íbúðarbyggingum á vegum einstaklinga. Verkalýðshreyfingin átti því ekki annan kost en að kanna hvort at- vinnurekendur væru tilbúnir til samkomulags um að taka málin í hendur aðila vinnumarkaðarins. Það var gert og þá átti ríkisstjómin auðvitað að segja af sér því að efnahgsstefna hennar hafði beðið skipbrot. Síðan hefur ríkisstjómin reynt að láta líta svo út að samning- Svavar Gestsson amir hafí verið gerðir með hennar frumkvæði, en allir sem til þekkja vita betur: Ríkisstjórnin hafði ekk- ert fmmkvæði. Hún var dauð og hún hefur ekki reynt að stjóma sem best sést á því að hallinn á ríkis- sjóði á næsta ári verður 3.000 milljónir króna og erlend Ián um- fram afborganir nema 2.000 miljón- um króna. Þannig skilur ríkisstjóm- in eftir sig hrikalegan vanda em þeim vanda ætlar hún að reyna að leyna fram yfír kosningar. Það er einkum hætta á verðbólgu sem blas- ir við — samanber grein Þorvaldar Gylfasonar í þessu blaði á sunnu- daginn var. Það er því rangt sem segir í spumingunni að „efnahagsmark- mið“ þeirra og stjómvalda virðast vera svipuð". Þannig er afgreiðsla lánsfjárlaga og fjárlaga fyrir árið 1987 í fullri andstöðu við forsendur kjarasamninganna og þeir sem komu á fund þingmanna fyrir jólin, sérfræðingar og forystumenn stétt- arsamtaka, vömðu alvarlega við þeirri hættu sem blasir við á næsta ári að því er varðar aukna verð- bólgu, sem afleiðing af seðlaprent- un og erlendum lántökum. 3 Alþýðubandalagið er á móti því að taka upp virðisaukaskatt vegna þess að hann hækkar verðlag á matvörum um 20% og margskonar vöru og þjónustu af öðmm toga sem hefur verið undanþegin söluskatti. í því sambandi má minna á , að margskonar menningarstarfsemi sem hefur verið undanþegin sölu- skatti verður nú skattlögð með virðisaukaskattinum. Alþýðubandalagið telur eðlilegt að leggja skatt á stóreignir, saman- ber tillögur við afgreiðslu fjárlaga, auk þess sem flokkurinn hefur flutt tillögnr um skattbreytinar á fyrir- tækjum sem ganga út á það, að fækka frádráttarliðum þeirra. Fyrir liggur loforð um staðgreiðslukerfi skatta frá og með 1. janúar 1988 og við það fyrirheit verður að standa. Alþýðubandalagið gerði fyrir hátíðarnar tillögur um að lækka tekjuskatt einstaklinga um 1,2 milljarða króna — um einn þriðja — og um að fyrirtæki greiddu aukinn tekjuskatt á móti. Það var athyglis- vert að stjómarliðið hafnaði þessum tillögum algjörlega þrátt fyrir fyrir- heitin fytrir kosningar um að fella niður skatt af almennum launatekj- um. Eftir stendur því eftir fjögurra ára fjármálastjórn Sjálfstæðis- flokksins — að hann hefur ekki beitt sér fyrir neinum skattkerfis- breytingum — að fjármálaráð- herra hans og formaður ætlar að taka skatt af launum undir 400.000 krónum — að skattfríðindi fyrirtækja hafa verið aukin þannig að nemur milljörðum króna, að meðtaldri niðurfellingu bankaskat- tanna. 4 Byggðaflótti er brostinn á. Síðustu misseri líkjast viðreisnarár- unum þegar svartsýni og ráðleysi einkenndi ástandið á landsbyggð- inni. Kvótakerfíð í landbúnaði hefur verið framkvæmt af handahófí og tillitsleysi. Aðlögunartímann verður að lengja. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vill byggja landið eða ekki. Allt stefnir í átt til borg- arríkis. Landið er að sporðreisast. Jöfnun búsetuskilyrða og efling at- vinnulífs á landsbyggð hlýtur því að vera forgangsverkefni næstu ríkisstjómar. Núverandi ríkisstjórn hefur rekið byggðafjandsamlega stefnu. Það er fyrst og fremst hin óhefta markaðshyggja og vaxta- okursstefnan sem hefur komið niður á landsbyggðinni eins og launafólki. Ríkisstjómin hefur ekk- ert aðhafst í atvinnumálunum annað en að selja ríkisfyrirtæki og stefna hennar hefur haft í för með sér fleiri gjaldþrot fyrirtækja en nokkm sinni fyrr. Kvótakefíð í sjáv- arútvegi hefur verið framkvæmt af stífni og einsýni. Þar þarf að taka tillit til hagsmuna byggðarlaganna þannig að íbúamir hafi vald og áhrif á ráðstöfun verðmætanna. Það er forgangsverkefni að stöðva byggðaflóttann. Það gerist ekki nema á félagslegum gmnd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.