Morgunblaðið - 31.12.1986, Page 15

Morgunblaðið - 31.12.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 15 breyta þessari skipan mála. Hins vegar er nú um helmingur allra utanríkisviðskipta okkar við EB, síðan Spánn og Portúgal gengu í bandalagið, og okkur er mikilvægt að halda þeim viðskiptum og efla þau án þess að missa í nokkru rétt- indi yfír fiskveiðilögsögu okkar. Fyrir tveimur árum varð deila milli íslands og EB þegar aðilar innan EB vildu tengja saman viðskipta- fríðindi og fiskveiðiréttindi þannig að saltfiskur og skreið frá Islandi yrðu ekki lengur tollfrjáls nema togarar frá bandalagsríkjum fengju fiskveiðiréttindi á Islandsmiðum. Deiluna tókst að leysa án þess að láta í té fiskveiðiréttindi í lögsögu okkar, en víst er að við þurfum að vera vakandi yfír hagsmunum okk- ar í þessum efnum. í annan stað hefur verið sam- þykkt áætlun sem stefnir að við- skiptalegri sameiningu 12 aðild- arríkja EB fyrir árið 1992. Þessi sameining mun væntanlega styrkja samkeppnishæfni evrópskra fyrir- tækja og hafa áhrif á viðskipti utanaðkomandi aðila við þessa risa- stóru viðskiptaheild eða markað. Jafnframt mun hún væntanlega leiða af sér pólitískar breytingar sem margar hljóta að vera ófyrir- séðar. Samvinna Evrópuþjóða á sviði vísinda og tækni er þegar hafín með EUREKA-áætluninni en Islendingar hafa einmitt nýlega gerst aðilar að því samstarfí. Islendingar verða sem Evrópu- þjóð að vaka yfír samskiptum sínum við aðrar Evrópuþjóðir á tímum hraðfara breytinga og þurfa að gæta viðskiptahagsmuna og ann- arra hagsmuna við markaðsheild sem er í örri þróun. 6 Orðið kirkja kemur af gríska orð- inu ekklesia sem þýðir hópur fólks eða söfnuður. Lærisveinar Jesú stofnuðu samfélag kristinna manna sem þeir kölluðu kirkju. Þótt kirkjan yrði síðar að stofnun, sem háði valdabaráttu innbyrðis og við ver- aldlega höfðingja, boðar hún þó enn í dag þann boðskap sem hún gerði í upphafi. Sá boðskapur varðar ekki ein- ungis breytni mannanna gagnvart Guði en líka gagnvart öðrum mönn- um, þ.e.a.s. hegðun manna í þvi samfélagi þar sem þeir búa. Jesús Kristur lét sig skipta bæði andlega og veraldlega líðan samtímamanna sinna og tók upp á arma sína og umgekkst þá sem fyrirlitnir voru af valdhöfum þeirra tíma. Hann tók virka afstöðu í þjóð- málum ef því var að skipta og þorði að flytja boðskap sinn án tillits til afstöðu valdhafa. Til þess kom hann í heiminn. Sú kirkja sem vill vera lifandi meðal manna, vera hreyfíng en ekki fyrst og fremst stofnun eða hús hlýtur að þurfa að taka þátt í því lífi sem samfélagið þekkir. Prestur, sem flytur boðskap sem hvorki skírskotar til né finnur við- miðun við það líf sem söfnuður hans reynir á hveijum degi, getur átt á hættu að messa yfir tómum bekkjum. Kirkja sem er trú þeim boðskap friðar og kærleika sem hún flytur hlýtur að taka afstöðu gegn vígbún- aði og ójöfnuði. Hún hlýtur að taka pólitíska afstöðu gegn þeim öflum sem virðast vilja bæði manninn og lífríki jarðar feig. Hún hlýtur að taka afstöðu með þeim sem minna mega sín, hvar sem er og hvenær sem er. Sú afstaða er ekki og á ekki að vera flokkspólitísk, forsend- ur hennar liggja skýrar í boðskap kirkjunnar sjálfrar. Kirkja sem þor- ir að standa við boðskap sinn verður ekki brúður valdsins. Sú kirkja sem tekur þá stefnu að verða virkari í þjóðmálaumræðu hlýtur jafnframt að eiga ríkara erindi til safnaðar síns. Með ósk um gleðilegt ár. Guðrún Agnarsdóttir ■Hróóleikur og JL skemmtun fyrirháa semlága! i'iÝrW ..............................................•• ................................................................................. r m llilÍllllllilSill iiliiiilll i)tM> ! .**■> «s-<, UW ijiiiíV:;;:; . ‘ ' . ■ ■' :!■ . . YTTNYTT JAZZBALLET fyrir börn 5-6 ára SKÍÐEROBIKK LEIKFIMI fyrir fullorðna M'b^Se^s< &*£«**■ ví ekki að heita á sig heil- brigðu nýju ári við bestu að- stæður á íslandi? Viö óskum öllum gleðilegs, heilsuríks komandi árs um leið og við þökkum fyrir gömlu árin. Innritun hefst 5.janúar ísímum: 68- 77-01 og 68-78-01. ENNARAR OKKAR ERU: CornelíusCarter Bjargey Ólafsdóttir ísl.m. í Aerobik Hafdís Jónsdóttir Ásta Sigurðardóttir ísl.m. í diskódansi SóleyJóhannsdóttir ENGJATEIGI 1,S:687701-687801 ■ i 19 m IHs: i BR íí iilil ■■■■1 19 [■■■■] I lltJII HIISI ið í Dansstúdíói Sóleyjarfögn- um nýju ári í nýja húsinu okkar að Engjateigi 1 við Sigtúnsreit. Þar opnum við glæsilegustu dans og líkamsræktarstöð landsins 1 2. janúar 1 987. aUa IMÝJA HÚSINU SEM ER SAMTALS 1600 FM ERU: 4 stórirdanssalir 3 glæsilegir búningsklefar 2 gufuböð Ljósbekkir Nuddherbergi Matsalur þar sem boðið verður upp á létta rétti allan daginn. , a\\öfi MO- a so

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.