Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 5.tbl.75.árg. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grænland: Bjartar horfur í markaðsmálum Kaupmanuahofn. Frá NJ. Bruiin, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. ROYAL Greenland, sölusamtök Grænlandsverslunarinnar í Álaborg f Danmörku, seldi á síðasta ári grænlenskar afurðir fyrir rúma 4,4 milljarða isl. kr. Er það aukning um rúmar 800 milljónir kr. frá árinu áður. Mikil markaðssókn stendur nú fyrir dyrum hjá fyrirtækinu og- virðist framtíðin björt hvert sem litið er. Royal Greenland hefur að undan- förnu auglýst eftir fólki og fyrirtækj- um til að annast markaðsöflun í Prakklandi og Svíþjóð og í næstu viku tekur til starfa dótturfyrirtæki í Bretlandi, sem er stærsti markað- urinn fyrir grænlenskar vörur. Mogens Weirauch, forstjóri Royal Greenland, segir, að auk þess sé verið að vinna að nýjum uppskrift- um, sem sýni á ýmsa vegu hvernig nota megi grænlenskt hráefni í veit- ingahúsum, mötuneytum og á heimilum. Weiraueh sagði, að einna mestar vonir væru nú bundnar við Japans- markaðinn, við vörur, sem ekki hefðu verið seldar þangað áður. Ekki vildi hann þó útlista það nánar vegna samkeppninnar við aðra út- flytjendur. Hart í ári á Kúbu: Kaffitímarn- ir lagðir niður Miami. AP.^ STJORNVOLD á Kúbu hafa gripið til mjög strangra ráðstafana í ef nahagsmálunum. Verð á helstu lífsnauðsynjum verður hækkað, fram- boð á ýmsum matvælum og eldsneyti minnkað og dagskrá sjónvarpsins skorin niður. Þá hefur einnig verið ákveðið að fella niður kaffitímann hjá verkamönnum. Tekiðítrollið Morgunblaðið/RAX Þótt bátarnir séu bundnir við bryggju eru þeir ekki aldeilis verklausir karlarnir á netaverkstæði Miðness í Sandgerði. Enn hafa þeir að nógu að dytta enda betra að trollið sé klárt þegar kallið kemur. I Granma, málgagni kommún- istaflokksins, sagði, að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að auka framleiðni, draga úr fjár- lagahallanum og auka gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar. Fidel Kastró, Kúbuleiðtogi, hefur í mörgum ræð- um að undanförnu varað landsmenn sína við og sagt, að erfiðir tímar væru framundan. Hefur hann farið hörðum orðum um leti og ómennsku og litla framleiðni og nefndi sem dæmi, að í hvert sinn sem hann kæmi í kúbanska verksmiðju virtust Nýr risi á fjarskipta- markaði Brussel. Reuter. BANDARÍSKA fjarskiptafyrir- tækið ITT og franska ríkisfyrir- tækið Compagnie Generale d'EIectricite hafa ruglað saman reitunum í fjarskiptamálum og stofnað saman fyrirtækið Alcatel. Alcatel verður næststærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í heimi og talið líklegt til að mikil áhrif á framtíð fjarskiptamarkaðarins. Pierre Su- ard, forseti CGE, sagði, að stofnun þess væri það merkasta, sem gerst hefði í fjármálalífi Evrópubandalags- þjóðanna allt frá stofnun bandalags- ins. Nú ætti loksins að verða unnt að yfirstíga viðskiptamúrana, sem hefðu valdið því, að Evrópuþjóðirnar hefðu dregist aftur úr Bandaríkja- mönnum í háþróaðri tækni. Aður hefði hver ríkisstjórn reynt að hygla sínum eigin litlu og vanmáttugu fyr- irtækjum en nú stæðu þær frammi fyrir risa, sem myndi sýna hvers hann væri megnugur. allir vera í kaffi. Nú hafa kaffitím- arnir hins vegar verið afnumdir. Kastró sagði, að lágt verð á helstu útflutningsvörunum, sykri og olíu, væri undirrót erfiðleikanna. Raunar vinna Kúbumenn enga olíu, heldur kaupa þeir hana á vægu verði frá Sovétríkjunum og selja síðan á frjálsum markaði. Chad: Frakkar ráðast á líbýska ratsjárstöð París, AP, Reuter. FRAKKAR gerðu í gær loftárás á ratsjárstöð í líbýskri herstöð í Norður-Chad og vildu með þvi AP/Símamynd. Reagan við hestaheilsu Læknar Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, kváðu í fyrradag upp þann úrskurð, að hann væri við hestaheilsu og engin innanmein að finna í hans skrokk. Reagan tók þeim tíðindum að sjálfsögðu vel og brá á glens við blaðamennina, sem biðu fyrir utan sjúkrahúss- gluggann. Reagan kemur aftur til starfa á morgun, föstudag, og bíða hans þá erfið mál, fjárlagaumræðan og íranmálið, sem ekki sér fyrir endann á. svara loftárás Líbýumanna i Suð- ur-Chad sl. laugardag. Nokkrum stundum eftir loftárás Frakkanna gerðu libýskar flugvélar árás á stöðvar stjórnarhersins í suður- hluta landsins. Eftir loftárás Líbýumanna um helgina kváðust Frakkar mundu velta fyrir sér viðeigandi viðbrögðum þótt Jacques Chirac, forsætisráð- herra, hefði raunar haft þau orð um árásina, að hún væri bara „flugu- bit". I tilkynningu Frakka í gær sagði, að orrustuþotur hefðu ráðist á ratsjárstöðvar Líbýumanna í her- stöðinni í Ouadi Doum og lagt þær í rúst. Fimm klukkustundum eftir árás frönsku flugvélanna gerðu nokkrar líbýskar flugvélar árás á eina her- stöð stjórnarhersins í Kouba Ou- langa í Suður-Chad. Sendiherra Chad í París skýrði frá þessu í gær- kvöld. Frakkar, sem hafa 1400 hermenn í Chad, hafa ekki ráðist til atlögu gegn Líbýumönnum síðan í febrúar í fyrra en að þeim átökum loknum var landinu skipt um 16. breiddar- bauginn milli stjórnvalda og upp- reisnarmanna, sem studdust þá við Líbýumenn en berjast nú gegn þeim. Líbýumenn hétu því að fara með her sinn frá Chad en stóðu ekki við það. I frönskum fjölmiðlum var um það rætt í gær, að árás Líbýumanna um síðustu helgi hefði verið gerð til að láta á það reyna hvort Frakkar væru tilbúnir til að koma Chadstjórn til varnar. Stjórnarherinn í Chad réðst gegn Líbýumönnum um miðjan desember sl. og hefur síðan náð á sitt vald mörgum mikilvægum stöðvum. Heljarkuldar í Sovétríkjunum Moskvu. AP, Reuter. JÖKULKALDIR vindar blása nú um Sovétrikin og hefur kuldinn mælst mestur 60 gráður á celc- ius. í gær var spáð 39 gráða frosti í Moskvu og vantar þá ekki mikið upp á það, sem mest hefur mælst þar í borg, 42,2 gráður. Slíkur var kuldinn 17. janúar árið 1940. í Leningrad og nágrenni hefur kuld- inn farið niður fyrir 40 gráður síðustu daga og hefur aldrei mælst meiri á þessum tíma. Á Kolaskaga fyrir norðan heimskautsbaug var hins vegar tiltölulega hlýtt, ekki nema 35 gráða frost. Langmestur er kuldinn að venju í Austur-Síberíu en í Yakutia og Krasnoyarsk hefur hann verið 60 gráður á celcius í nokkra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.