Morgunblaðið - 08.01.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1987, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/RAX Tekið í trollið Þótt bátamir séu bundnir við bryggju eru þeir ekki I í Sandgerði. Enn hafa þeir að nógu að dytta enda aldeilis verklausir karlamir á netaverkstæði Miðness | betra að trollið sé klárt þegar kallið kemur. 5. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Læknar Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, kváðu í fyrradag upp þann úrskurð, að hann væri við hestaheilsu og engin innanmein að finna í hans skrokk. Reagan tók þeim tíðindum að sjálfsögðu vel og brá á glens við blaðamennina, sem biðu fyrir utan sjúkrahúss- gluggann. Reagan kemur aftur til starfa á morgun, föstudag, og bíða hans þá erfið mál, íjárlagaumræðan og íranmálið, sem ekki sér fyrir endann á. Hart í ári á Kúbu: Kaffitímam- Grænland: Bjartar horfur í markaðsmálum AP/Símamynd. Reagan við hestaheilsu Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. ROYAL Greenland, sölusamtök Grænlandsverslunarinnar í Álaborg í Danmörku, seldi á síðasta ári grænlenskar afurðir fyrir rúma 4,4 milljarða ísl. kr. Er það aukning um rúmar 800 milljónir kr. frá árinu áður. Mikil markaðssókn stendur nú fyrir dyrum hjá fyrirtækinu og virðist framtíðin björt hvert sem litið er. Royal Greenland hefur að undan- fömu auglýst eftir fólki og fyrirtækj- um til að annast markaðsöflun í Frakklandi og Svíþjóð og í næstu viku tekur til starfa dótturfyrirtæki í Bretlandi, sem er stærsti markað- urinn fyrir grænlenskar vörur. Mogens Weirauch, forstjóri Royal Greenland, segir, að auk þess sé verið að vinna að nýjum uppskrift- um, sem sýni á ýmsa vegu hvemig nota megi grænlenskt hráefni í veit- ingahúsum, mötuneytum og á heimilum. Weirauch sagði, að einna mestar vonir væm nú bundnar við Japans- markaðinn, við vömr, sem ekki hefðu verið seldar þangað áður. Ekki vildi hann þó útlista það nánar vegna samkeppninnar við aðra út- flytjendur. ir lagðir niður Miami. AP.m STJÓRNVÖLD á Kúbu hafa gripið til mjög strangra ráðstafana í efnahagsmálunum. Verð á helstu lífsnauðsynjum verður hækkað, fram- boð á ýmsum matvælum og eldsneyti minnkað og dagskrá sjónvarpsins skorin niður. Þá hefur einnig verið ákveðið að fella niður kaffitímann hjá verkamönnum. í Granma, málgagni kommún- istaflokksins, sagði, að þessar ráðstafanir væm nauðsynlegar til að auka framleiðni, draga úr fjár- lagahallanum og auka gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar. Fidel Kastró, Kúbuleiðtogi, hefur í mörgum ræð- um að undanfömu varað landsmenn sína við og sagt, að erfiðir tímar væm framundan. Hefur hann farið hörðum orðum um leti og ómennsku og litla framleiðni og nefndi sem dæmi, að í hvert sinn sem hann kæmi í kúbanska verksmiðju virtust allir vera í kaffi. Nú hafa kaffítím- arnir hins vegar verið afnumdir. Kastró sagði, að lágt verð á helstu útflutningsvömnum, sykri og olíu, væri undirrót erfiðleikanna. Raunar vinna Kúbumenn enga olíu, heldur kaupa þeir hana á vægu verði frá Sovétríkjunum og selja síðan á frjálsum markaði. Nýr risi á fjarskipta- markaði Brussel. Reuter. BANDARÍSKA fjarskiptafyrir- tækið ITT og franska ríkisfyrir- tækið Compagnie Generale d’Electricite hafa ruglað saman reitunum í fjarskiptamálum og stofnað saman fyrirtækið Alcatel. Alcatel verður næststærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í heimi og talið líklegt til að mikil áhrif á framtíð fjarskiptamarkaðarins. Pierre Su- ard, forseti CGE, sagði, að stofnun þess væri það merkasta, sem gerst hefði í ijármálalífi Evrópubandalags- þjóðanna allt frá stofnun bandalags- ins. Nú ætti loksins að verða unnt að yfirstíga viðskiptamúrana, sem hefðu valdið því, að Evrópuþjóðimar hefðu dregist aftur úr Bandaríkja- mönnum í háþróaðri tækni. Áður hefði hver ríkisstjóm reynt að hygla sínum eigin litlu og vanmáttugu fyr- irtækjum en nú stæðu þær frammi fyrir risa, sem myndi sýna hvers hann væri megnugur. Heljarkuldar í Sovétríkjunum Moskvu. AP, Reuter. JÖKULKALDIR vindar blása nú um Sovétríkin og hefur kuldinn mælst mestur 60 gráður á celc- ius. í gær var spáð 39 gráða frosti í Moskvu og vantar þá ekki mikið upp á það, sem mest hefur mælst þar í borg, 42,2 gráður. Slíkur var kuldinn 17. janúar árið 1940. í Leningrad og nágrenni hefur kuld- inn farið niður fyrir 40 gráður síðustu daga og hefur aldrei mælst meiri á þessum tíma. Á Kolaskaga fyrir norðan heimskautsbaug var hins vegar tiitölulega hlýtt, ekki nema 35 gráða frost. Langmestur er kuldinn að venju í Austur-Síberíu en í Yakutia og Krasnoyarsk hefur hann verið 60 gráður á celcius í nokkra daga. Chad: Frakkar ráðast á líbýska ratsjárstöð París, AP, Reuter. FRAKKAR gerðu í gær loftárás á ratsjárstöð í líbýskri herstöð í Norður-Chad og vildu með því svara loftárás Líbýumanna í Suð- ur-Chad sl. laugardag. Nokkrum stundum eftir loftárás Frakkanna gerðu líbýskar flugvélar árás á stöðvar stjórnarhersins í suður- hluta landsins. Eftir loftárás Líbýumanna um helgina kváðust Frakkar mundu velta fyrir sér viðeigandi viðbrögðum þótt Jacques Chirac, forsætisráð- herra, hefði raunar haft þau orð um árásina, að hún væri bara „flugu- bit“. í tilkynningu Frakka í gær sagði, að orrustuþotur hefðu ráðist á ratsjárstöðvar Líbýumanna í her- stöðinni í Ouadi Doum og lagt þær í rúst. Fimm klukkustundum eftir árás frönsku flugvélanna gerðu nokkrar líbýskar flugvélar árás á eina her- stöð stjómarhersins í Kouba Ou- langa í Suður-Chad. Sendiherra Chad í París skýrði frá þessu í gær- kvöld. Frakkar, sem hafa 1400 hermenn í Chad, hafa ekki ráðist til atlögu gegn Líbýumönnum síðan í febrúar í fyrra en að þeim átökum loknum var landinu skipt um 16. breiddar- bauginn milli stjómvalda og upp- reisnarmanna, sem studdust þá við Líbýumenn en beijast nú gegn þeim. Líbýumenn hétu því að fara með her sinn frá Chad en stóðu ekki við það. í frönskum fjölmiðlum var um það rætt í gær, að árás Líbýumanna um síðustu helgi hefði verið gerð til að láta á það reyna hvort Frakkar væm tilbúnir til að koma Chadstjórn til vamar. Stjómarherinn í Chad réðst gegn Líbýumönnum um miðjan desember sl. og hefur síðan náð á sitt vald mörgum mikilvægum stöðvum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.