Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 2

Morgunblaðið - 08.01.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Jafntefli hjá Mar- geir og Mestel JAFNTEFLI varð í biðskák Mar- geirs Péturssonar og Bretans Mettel í 8. umferð skákmótsins í Hastings og er Margeir í 11.-13. sæti með 3 vinninga. Biðskák Chandlers og Adoijan lauk einn- ig með jafntefli, sem og skák Chandlers og Larsen, en Larsen vann biðskák sína við Kudrin. Staðan í mótinu eftir átta um- ferðir er því þannig að Larsen og Chandler eru efstir og jafnir með 5.5 vinninga. í 3. sæti er Lputjan með 5 vinninga, 4.-6. Adoijan, Chiburdanidze og Speelman með 4.5 vinninga, 7.-8. Mestel og Gu- feld með 4 vinninga, 9.-10. Plaskett og Kudrin með 3,5 vinninga, 11.-13. Margeir, Large og Hodgson með 3 vinninga og 14. Conquest með 2,5 vinninga. „Þetta var hroðalegur klaufa- skapur að tapa fyrir Lputjan og Larsen í upphafi mótsins," sagði Margeir í samtali við Morgunblaðið um lélegt gengi sitt til þess á mót- inu til þessa. „Síðan sprengdi ég mig í vinningstilraunum á móti Speelman og tapaði skákinni í stað þess að vinna hana og laga stöðuna aðeins. Það má segja að ég hafi ekki haft þann meðbyr sem ég hafði hér í fyrra. Það hefur heldur blásið á móti, enda hefur taflmennskan ekki verið upp á marga fiska. En það þýðir ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona að vindáttin breyttist," sagði Margeir ennfrem- Gufeld, Larsen og Large, Lputjan og Adorjan, Chandler og Speelman, Conquest og Mestel, Plaskett og Chiburdanidze og Hodgson og Kudrin. Okurmálið aftur til saksóknara MÁL Hermanns Gunnars Björg- vinssonar, sem ákærður var fyrir okurlánastarfsemi, hefur verið sent aftur til ríkissaksóknara til athugunar og umsagnar. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari sagði, að hjá embætti sínu væri nú verið að fara yfir mál Her- manns Gunnars og málatilbúnað ákæruvaldsins í öðrum okurmálum. „Það er líklegt að fallið verði frá ákæru í verulegum mæli í ljósi dóms Hæstaréttar. Það verður unnið að þessu máli á næstunni, en ég get ekki tilgreint nákvæmlega hvenær fregna er að vænta," sagði ríkissak- sóknari. Kista Snorra Hjartarsonar borin úr kirkju. Fremstir bera Ólafur Jóhann Sigurðsson og Sigurður Pálsson, þá Þorsteinn frá Hamri og Helgi Hálfdanarson, síðan Ólafur Jóhann Ólafsson og Hjörtur Pálsson og loks Hannes Pétursson og Sveinn Skorri Höskuldsson. í dyrum Dómkirkjunnar má sjá bróður skáldsins, Torfa Hjartarson. Morgunbiaðið/ói.K.M. * Utför Snorra Hjartarsonar ÚTFÖR Snorra Hjartarsonar skálds var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær. Meðal viðstaddra voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Sverr- ir Hermannsson, menntamála- ráðherra. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað jarðsöng. Dómkórinn söng undir stjóm Marteins H. Frið- rikssonar dómorganista. Kristinn Sigmundsson söng einsöng, Rose- mary Kajioka lék á flautu og Þorsteinn Gunnarsson leikari las úr verkum skáldsins. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar skáldbræður Snorra og_ félagar úr Rithöfunda- sambandi íslands báru kistu skálds ins úr kirkju. Sáttasemj ari boðar alla Borgarspítalinn: deiluaðila á fund sinn Níunda umferð verður tefld í dag. Þá tefla saman Margeir og Meinatæknar segja upp á ný MILLI 25 og 30 meinatæknar á Borgarspítalanum höfðu sagt upp störfum sínum í gær að sögn Jóhannesar Pálmasonar fram- kvæmdastjóra. „Það lætur nærri að þetta séu um helmingur starfandi meina- tækna við spítalann“ sagði Jóhann- es, „við spítalann eru 28-29 stöðugildi og margir í hlutastarfi. Uppsagnimar hafa verið sendar yfírmönnum deilda, og mér eru ekki kunnar ástæður þeirra að svo stöddu." Þjóðhagsstofnun telur sjómenn þegar hafa f engið bætt það, sem af þeim var tekið með lögum um kostnaðarhlutdeild 1983 SATTASEMJARI hefur boðað alla aðila kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna á fund hjá sér í dag klukkan 9 árdegis. Fundar- boðinu fylgdu eindregin tilmæli um að láta deilur vegna meintra samningsbrota og verkfallsbrota liggja milli hluta meðan freistað væri að ljúka samningum. Eng- inn samningsaðila hefur neitað að mæta á fundinn, en samninga- nefnd Sjómannasambandsins kom saman til fundar klukkan 8.30 til að taka ákvörðun um mætingu og með hvaða hætti hún taki hugsanlega þátt í viðræðun- um. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, segir málin komin í hnút og ekkert hafi breytzt síðustu dægrin. Þjóðhagsstofnun telur að það, sem tekið var af sjómönnum 1983 með lögum um kostnaðarhlut- deild, hafi þeir þegar fengið aftur. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Forsætisráðherra um lánasjóðsmálið: „Sverrir ákveður hvort Finn- ur vinnur áfram að málinu“ STEINGRÍMUR Hermannsson fulltrúi þingflokksins í þessu sam- forsætisráðherra segir að það sé starfi," 'sagði Steingrímur og bætti auðvitað ákvörðun Sverris Her- því við að hann bæri fullt traust til mannssonar menntamálaráð- herra hvort Finnur Ingólfsson vinnur áfram að lánasjóðsmál- inu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við forsætisráð- herra í gær. „Það er auðvitað menntamála- ráðherrans að ákveða hvemig áfram verður unnið að þessu máli. Ef hann vill ekki að Finnur vinni áfram að því þá er sú ákvörðun auðvitað í hans valdi," sagði Steingrímur. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins ijallaði um ágreining þann sem kominn er upp út af lánasjóðsfrum- varpinu á fundi sínum í fyrradag. Finnur kom á þann fund og gerði grein fyrir sínu máli og lagði fram skýrslu þar um, að sögn forsætis- ráðherra. Forsætisráðherra sagði að Páll Pétursson formaður þing- flokksins hefði lokið málinu á fundinum með því að segja að hann treysti því að Finnur nyti stuðnings þingflokksins. „Það var vitanlega engin traustsyfirlýsing samþykkt á þessum fundi enda er Finnur ekki Finns. „Mér finnst nú að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu í þessu máli,“ sagði Steingrímur, „en vissu- lega má til sanns vegar færa að Finnur hefði átt að vera varkárari í þessum störfum sínum, en ég er sannfærður um að hann var að vinna eftir bestu sannfæringu að lausn málsins." Morgunblaðið, að þetta væri ný til- raun til að reyna að þoka málum áleiðis. Ymsar leiðir hefðu þegar verið reyndar, en þetta virtist í sínum huga eina leiðin í stöðunni. Hann sagði sáttatillögu ekki á döf- inni hjá sér, enda yrði að móta slíka tillögu í náinni samvinnu við deilu- aðila og stjómvöld, einkanlega þar sem hún hlyti að fela í sér breyt- ingu á lögum um kostnaðarhlut- deild. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, sagði í gær, að samninganefnd sam- bandsins myndi taka um það ákvörðun árdegis hvort hún tæki þátt í fundinum og þá einnig með hvaða hætti. Sjómenn skildu fund- arboð sáttasemjara svo, að þar væri ekki um eiginlegan sáttafund að ræða. Ákveðið hefur verið að Hafþór Rósmundsson fari utan til London á föstudag til viðræðna við æðstu menn Alþjóðasambands flutningaverkamanna um hugsan- legt löndunarbann erlendis á meinta verkfallsbijóta. Helztu ágreiningsmál, sem teíja fyrir samningum eru meint verk- Kjartan J. Jóhannsson látinn KJARTAN J. Jóhannsson læknir og fyrrverandi alþingismaður lést í Reykjavík í gær. Kjartan var fæddur í Reykjavík 19. apríl 1907. Foreldrar hans voru Jóhann Ármann Jónsson úrsmiður og Ólöf Jónsdóttir. Kjartan varð cand. med frá Háskóla íslands 1931, læknir á ísafirði 1932 til 1963, héraðslæknir í Kópavogs- héraði 1963 til 1978 og starfandi læknir í Kópavogi frá þeim tíma. Hann var yfirlæknir sjúkrahótels Rauða kross íslands frá marsmán- uði 1978 og formaður Rauða kross deildar ísafjarðar og í stjóm Rauða kross íslands um skeið. Hann var formaður Geðvemdarfélags íslands um tíma. Kjartan var í bæjarstjóm ísafjarðarkaupstaðar 1950 til 1958. Sat nokkrar vikur á Alþingi sem Kjartan J. Jóhannsson landskjörinn varaþingmaður haust- ið 1946. Hann var alþingismaður ísafjarðarkaupstaðar 1953 til 1959 og 3. alþingismaður Vestfjarðakjör- dæmis 1959 til 1963. Formaður fjárveitinganefndar Alþingis var hann árin 1961 til 1963. Kjartan var formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda 1971 til 1974 og síðar heiðursfélagi. Hann flutti tillögu á Alþingi um að breyta frá vinstri umferð í hægri og var skipaður í nefnd 1966 til að stjóma fram- kvæmd breytingarinnar. Hann var í áfengisvamaráði frá stofnun þess í apríl 1954 og í stjóm atvinnuleys- istryggingarsjóðs frá stofnun hans í marz 1956 þar til í desember 1963. Kona hans er Jóna Ingvarsdóttir. Þau eignuðust fimm böm og em fjögur þeirra á lífi. fallsbrot 18 skipa, sem em nú að fiska fyrir siglingu. Sjómannasam- bandið hefur ekki birt lista yfír þessi skip eða tilkynnt viðkomandi útgerðum að þau séu á umræddum lista. Frá Vestfjörðum em 4 skip á sjó, rækjuskipið Hafþór, frystitog- arinn Hólmadrangur og tvö skip frá Patreksfírði. Sjómannafélag ísa- íjarðar og Alþýðusamband Vest- §arða hafa krafízt þess að Hafþór snúi til hafnar þar sem undirmenn á skipinu séu í verkfalli. Undirmenn á Vestfjörðum em aðeins í verk- falli á Isafírði og Súðavík. Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan krefst þess að öll þessi skip komi inn, þar sem yfirmenn á þeim öllum séu í verkfalli. Stjóm- endur þessara skipa hafa allir hundsað kröfumar og haft er eftir skipstjóranum á Hafþóri, að enginn í áhöfn skipsins sé því fylgjandi að fara til hafnar. Þijú skip frá Aust- íjörðum, sem vom að veiðum á gamlárskvöld, hafa verið kærð fyrir samningsbrot. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar fengju sjómenn í raun jafnmikin hlut úr aflanum nú og áður en kostnaðarhlutdeildin hefði verið sett á með lögum 1983. „Það hefur komið fram að lækkun- in á skiptahlut sjómanna með lögunum 1983 um 7 prósentustig, hefur að fullu verið bætt með hækk- un á kauptryggingu, lífeyrissjóðs- greiðslum og lækkun á kostnaðar- hlut í ársbyijun 1985 og aftur nú og auknum skattafslætti. Þannig metur Þjóðhagsstofnun að þeir séu með sama hlut úr aflanum eða um 71% eins og var fyrir breytinguna 1983. Þrátt fyrir þetta höfum við boðið þeim að auka enn hlut þeirra. Nú ræða þeir um afkomu útgerðar- innar en ekki um það, sem tekið var af þeim 1983, af því, að þeir eru búnir að fá það allt aftur. Hag- ur útgerðar hefur vissulega batnað, en yfír okkur hvílir hin mikla óvissa um tekjumar í framtíðinni auk þess sem olían er enn að hækka og var í fyrradag komin upp í 151 dal í Rotterdam, sem er 30 dölum hærra en verðið hér nú,“ sagði Kristján Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.