Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 4
4' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Sprengjuhótun í Landsbankanum HÓTAÐ var í gær að sprengja hús Landsbanka Islands i Austurstræti í loft upp. Var húsið þegar rýmt og bankan- um lokað þar til hættan var liðin hjá. Hringt var í bankann um kl. 14.30. Karlmaður sagði að ef bankinn yrði ekki rýmdur fyrir kl. 15 þá færust allir sem í hús- inu væru, því þar væri falin sprengja. Guðný Matthíasdóttir símastúlka, sem fékk þessa óskemmtilegu upphringingu, sagði að hún hefði þegar í stað gert ráðstafanir til að halda símalínunni opinni, svo _ hægt væri að rekja símtalið. „Eg bar þetta undir samstarfskonur mínar og þær voru mér sam- mála. Síðan hringdum við í lögregluna sem kom að vörmu spori.“ Þegar lögreglan kom var bankinn þegar rýmdur og var starfsfólk og viðskiptavinir kom- ið út innan fárra mínútna. Lögreglan leitaði í húsinu, en fann enga sprengju. Vegna réttra viðbragða símastúlkunnar tókst hins vegar að fínna söku- dólgana. Símtalið var rakið í hús í Reykjavík og reyndust þá ungl- ingar hafa verið að verki. Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sagði að það væri aldrei nægilega biýnt fyrir fólki, sem fengi svona upphringingar, að leggja ekki símtólið á, því ef það er gert, væri útilokað að rekja samtalið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðný Matthíasdóttir, símastúlka hjá Landsbanka íslands, svar- aði í símann í gær þegar hótað var að sprengja vinnustað hennar í loft upp. Hún hélt línunni opinni svo hægt var að rekja símtalið til unglinga í húsi í Reykjavík. Kennir Kínverjum vestræna heimspeki KÍNVERSKA vísindaaka- demían í Peking hefur boðið dr. Arnóri Hannibalssyni, dósent við heimspekideild Háskóla Islands, að halda fyrirlestra um vestræna samtímaheimspeki við skól- ann. Arnór fór utan í gær, miðvikudag, og mun dvelja í Peking fram á mitt sumar. „Slíkar fyrirlestraferðir vest- rænna háskólakennara eru aðeins angi af þeirri viðleitni kínverskra yfirvalda að rétta landið við eftir menningarbylt- inguna," sagði Arnór. „Svo virðist sem umbylting sé að verða í kínversku þjóðfélagi, ekki aðeins í atvinnulífi, viðskipt- um og stjómmálum, heldur á öllum sviðum." I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gaer: Við Suður-Grænland er kyrrstæð 980 miliibara djúp lægð, en um 1400 km suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist allhratt norður. Yfir Bretlandseyjum er 1033 millibara hæð. SPÁ: Allhvass (7 vindstig) suðaustan og rigning á suöur- og vestur- landi. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) og skýjað, en úrkomulítið, um norðan- og austanvert landið. Fremur hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt með slydduéljum á suð- ur- og vesturlandi en björtu veðri noröaustanlands. LAUGARDAGUR: Hæg breytileg átt og að mestu úrkomulaust á landinu. Undir kvöld fer að þykkna upp suðvestanlands með vax- andi suöaustanátt. Hiti um eða yfir frostmarki víðast hvar. TÁKN: Heiðskírt ■á Léttskýjað Hálfskýjað Skýíað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■JQ" Hitastig: 10 gráður á Celsius \j Skúrir * V El EE hoka = Þokumóða », ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 skýjað Reykjavík B súld Bergen -4 skýjað Helsinkl -25 skýjað Jan Mayen -9 léttskýjað Kaupmannah. -7 léttskýjað Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk -5 snjókoma Osló -20 þoka Stokkhólmur -18 hálfskýjað Þórshöfn 5 skýjað Algarve 14 þokumóða Amsterdam -1 kornsnjór Aþena vantar Barcelona 10 mistur Bertín -3 mlstur Chicago 2 alskýjað Glasgow 0 reykur Feneyjar 2 þokumóða Frankfurt -2 skýjað Hamborg -B skýjað Las Palmas vantar London 1 mistur LosAngeles 9 skúr Lúxemborg -4 skýjað Madríd B mistur Malaga 17 alskýjað Mallorca 10 súld Mlami 16 skýjað Montreal -2 snjókoma NewYork 3 skýjað París -1 léttskýjað Róm 12 skýjað Vín -8 skýjað Washington 3 alskýjað Winnipeg -12 heiðsklrt Syneta: Þijú lík verða eftir Fer héðan full þaJkklætis, sagði Heather Gamble UNNIÐ er að því að búa lík fjög- urra breskra skipverja af flutn- ingaskipinu Syneta undir heimflutning. Lík þriggja Græn- höfðaeyinga verða hinsvegar áfram í vörslu líkkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar. Eftir því sem næst verður komist gáfu mennirnir ekki upp önnur heim- ilisföng en númer pósthólfa í föðurlandi sínu. Heather Gamble, systir 2. stýrimanns skipsins, sem dvalið hefur hér á landi undanfarna daga, heldur heim á Ieið í dag. Eins og Morgunblaðið skýrði frá barst á þriðjudagskvöld skeyti frá Bretlandi þar sem John Taylor, for- stjóri fyrirtækis í Bretlandi sem mannaði skipið, fór fram á það að búið yrði um lík skipverja og þau send til Bretlands. í skeytinu kemur fram að Taylor vill ekki fá send lík Grænhöfðaeyinganna þar sem hann hefur ekki enn haft upp á ættingjum þeirra. I samtölum við starfsmenn breska sendiráðsins hefur komið fram að þarlend yfirvöld telja sig ekki bera neina ábyrgð á þessum mönnum. Portúgölsk yfirvöld munu hafa reynt að finna ættingja mann- anna, en Grænhöfðaeyjar voru nýlenda þeirra þar til fyrir sjö árum. „Eg verð að viðurkenna að áður en ég kom hingað gerði mér enga grein fyrir því hversu mikla vinnu Islendingar lögðu í björgunarstarf- ið,“ sagði Gamble í samtali við blaðamann í gær. „Ég fer héðan full þakklætis í garð bæjarbúa á Eskifirði og annarra sem hlupu burt frá jólahátíðinni til að freista þess að bjarga nauðstöddum sjó- mönnum. Starf þeirra er aðdáunar- vert.“ Gamble sagði að hún hefði enn ekki ákveðið hvað við tæki þegar hún kæmi heim til Bretlands. „Ég býst við að fara strax að vinna í því að knýja á um opinbera rann- sókn á slysinu," sagði Gamble. Sjúkrahúsið í Keflavík Forstöðumaðurimi leyst- ur undan vinnuskyldu Keflavík. ** Forstöðumaður Sjúkrahússins í Keflavík hefur verið leystur frá daglegri vinnuskyldu þar til hann hefur svarað ákveðnum fyrirspurnum varðandi reikn- inga sjúkrahússins fyrir árið 1985 og 1986. Hann á að hafa svör á reiðum höndum fyrir næsta fund sjúkrahússstjórnar 14 janúar nk. í þessum fyrir- spurnum er þess m.a. óskað að forstöðumaðurinn geri grein fyr- ir greiðslum lækna fyrir aðstöðu samkvæmt einingakerfi og fyrir eigin risnu. Nýir endurskoðendur tóku ný- lega við að endurskoða bókhald sjúkrahússins og við athugun þeirra á reikningunum fyrir árið 1985 kom í ljós meint misferli Þvottahúss Keflavíkur í samskiptum við sjúkra- húsið, þar sem grunur leikur á að tölum á reikningum hafi verið breytt. Nú er öllum þvotti sjúkra- hússins ekið til Reykjavíkur. Forstöðumaðurinn átti að hafa skýringar á þessum atriðum á síðasta fundi stjómarþann 17. des- ember sl. en gat ekki svarað og bað um frest. Þá ákvað stjómin að for- stöðumaðurinn yrði leystur undan vinnuskyldu til að auðvelda honum að svara þeim atriðum sem endur- skoðendumir hafa krafíst skýringa á. -BB Stéttarsamband bænda: Óskað eftir viðræðum um nýjan bú- vörusamning STJÓRN Stéttarsambands bænda hefur óskað eftir því að hafnar verði viðræður um nýjan búvöru- samning sem taki við þegar núgildandi búvörusamningur fell- ur úr gildi haustið 1988. Á síðasta stjómarfundi fjallaði stjómin meðal annars um horfur í framleiðslumálum landbúnaðarins og var eftirfarandi samþykkt gerð: „Stjóm Stéttarsambands bænda samþykkir að leita sem fyrst eftir samningum við landbúnaðarráðherra um magn mjólkur og kindakjöts sem bændum verði tryggt fullt verð fyrir verðlagsárin 1988/89 og 1989/90 svo að bændur geti sem fyrst vitað hvaða framleiðslumöguleika þeir hafa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.