Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 5
fi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Glerbrot hreinsuð úr einum verslunarglugganum við Strandgötu. Hafnarfjörður: Rúðubrot á þrettándanum TALSVERÐAR óspektir urðu í miðbæ Hafnarfjarðar á þrett- ándakvöld og varð lögreglan að hafa afskipti af fólki, aðallega unglingum, af þessum sökum. Voru nokkrir þeirra látnir gista fangageymslur um nóttina. Lögreglan í Hafnarfirði hafði nokkum viðbúnað vegna fyrri reynslu af þrettándakvöldum í Hafnarfirði og fenginn var liðsauki úr Reykjavík. Þá voru götur í mið- bænum lokaðar fyrir umferð ökutækja. Talsverður manníjöldi safnaðist fyrir í miðbænum, aðal- lega á Strandgötu. Að sögn lögreglu var ölvun þó ekki áberandi meðal unglinganna, og var það fremur fámennur hópur sem hafði í frammi óspektir sem lauk með því að nokkr- ar rúður voru brotnar í húsum við Strandgötuna. Þar á meðal voru brotnar þijár stórar rúður í húsi Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Lögreglan fjarlægir einn af óeirðaseggjunum á Strandgötunni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Júlfus Knútur Óskarsson Knútur Oskars- son framkvæmda- stjóri Urvals KNÚTUR Óskarsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofunnar Úrvals í stað Erlings Aspelund sem sagði starfi sínu lausu. Knútur er 34 ára gamall, stúdent frá MA og cand. oecon frá Háskóla íslands árið 1977. Hann var for- stöðumaður Ferðamálasjóðs frá 1977-1980, en tók þá við starfi framkvæmdastjóra innanlands- deildar Ferðaskrifstofunnar Úrvals og gegndi því þar til í nóvember 1984 að hann gerðist framkvæmda- stjóri Sambands fiskvinnslustöðv- anna. Knútur varð deildarstjóri í markaðsdeild Flugleiða frá síðast- liðnu hausti þar til nú að hann tekur við hinu nýja starfi. Eiginkona Knúts Óskarssonar er Guðný Jóns- dóttir sjúkraþjálfari og eiga þau hjón fjögur börn. TILBOÐ Frábært janúartilboð á myndbandstækjum. 1 Bí J ? || f ufEi i' fi j KPPP 8—WKKmm v >• ' vms; ...‘ >5 ... \0 A J 'ÍLJL .í £t GOldStW GoldStar GHV-1221 "High Quality" I GoldStar GHV-51FP Verðaöe''nsW' 33 -9®° sW Greiðslukiör: útborqun eftirstöðvar á EURO KREDIT 0 kr. 11 mán. Skuldabrél 8000 kr. 6-8 mán. SKIPHOLTI SÍMI 29800 VIÐ TDKUM VEL A MÓTIÞÉR Takmarkað magn -tryggðu þér tæki í tíma .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.