Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 7
+ : rgp| fWW.t fnTO'.OUTMMI^ !: MORGUNBLAÐŒ), FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 0 + Valdimar Harðarson, arkitekt, með stólinn „Sóley" á öxl. Mynd- in var tekin árið 1984 þegar stóllinn var fyrst kynntur hér á landi. Sóleyjarstóll Vald- imars Harðarsonar: Hlaut viður- kenningu japanska iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins VALDIMAR Harðarson, arki- tekt, hlaut nýlega viðurkenningu japanska iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins fyrir hönnun sina á stólnuiii „Sóley". Viðurkenning þessi er veitt i flestum greinum iðnhönnunar og var stóll Valdim- ars i hópí þeirra húsgagna sem þóttu best hönnuð auk þess sem framleiðsluþátturinn hlaut sér- staka viðurkenningu. í kjölfar þessarar viðurkenningar mun stóllinn „Sóley" verða kynntur sérstaklega, ásamt öðrum verð- launahöfum, en meðal annars hefur verið gefið út kynningarrit, sem sent er víða um heim, þar sem sér- staklega er mælt með viðkomandi hönnun og vakin athygli á fram- leiðslugæðum. Meðal annarrar hönnunar sem hlaut viðurkenningu japanska iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins að þessu sinni voru Mercedes Benz 300 E og hinn þekkti Bellini skrifstofustóll. ?zl^Jtt&fi&*M m» * • a WCHOBff WW M J; Jil ilí » \i í 0) t 'f 4 yi'ltlitU II 1,1 i| IQ II Jl I ii * t * *. & vo -1 t. a Viðurkenningarskjal Valdimars Harðarsonar, með undirskrift japanska iðnaðar- og viðskipta- ráðherrans H. Tamura. y^iglýsinga- síminn er 2 24 80 Sýning á lokaverk- efnum nýútskrif- aðra arkitekta SYNING á lokaverkefnuin nýútskrifaðra arkitekta verður opnuð fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.00 í Asmundarsal, húsi Arkitektafélags íslands, í þrjú ár hafa slíkar sýningar verið árviss viðburður. A þeim gefur að líta lokaverkefni fólks sem á að baki langt nám í ólíkum löndum og bera verkefnin óneit- anlega keim af því. f tengslum við sýninguna munu höfundar kynna verkefni sín fimmtudags- kvöldin 8. og 15. janúar kl. 20.00. Þátttakendur í sýningunni eru Ari M. Lúðvíksson (ráðhús í Kuppenheim), Baldur Ó. Svav- arsson (safnahús í Vestmanna- eyjum), Gíslína Guðmundsdóttir (skrifstofuhús í Rungsted), Guð- rún Stefánsdóttir (listamanna- íbúð í Hafnarfirði), Jakob E. Líndal (efnaverksmiðja og iðnað- arskipulag á Suðurnesjum), Pétur H. Armannsson (Reykjavíkurhöfn og tengsl henn- ar við miðborgina), Sigurður Einarsson (pappírsverksmiðja á Húsavík) og Smári Smárason (tónlistarhús í Reykjavík.) Sýningin verður opin alla daga kl. 14.00-22.00 frá 8. til 18. jan- úar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir, bæði á sýninguna og kynningar- kvöldin. BETUR! I Kæri lesandi. upphafi nýs árs langar mig til að senda þér fáeinar línur um málefni sem skiptir okkur öll miklu máli, en það eru umferðarmálin. Á þessum tímamótum blasir sú staðreynd við okkur, að við stóðum okkur hvergi nógu vel í umferðinni 1986. fyrirvaralaust án þess að gefa merki. Svona dæmi eru dapurlegur vitnisburður um umferðarmenningu okkar. E. H, Lverjar eru ástæðurnar fyrir öllum þessum gífurlegu umferðarslysum sem kosta ómældar fjárhæðir, svo ekki sé talað um þjáningar sem aldrei verða mældar í peningum? Sem dæmi vil ég greina frá því að Almennar Tryggingar greiddu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 1986 yfir 110 milljónir vegna tjóna í umferðinni. Þessar háu tölur sýna að allt of mikið er af óhöppum og slysum í umferðinni. Það undirstrikar virðingarleysi ökumanna fyrir algengustu umferðarreglum. ligum við ekki öll sem einn að gera betur á nýju ári í umferðinni. Eigum við ekki að sýna aukna tilhtssemi og kurteisi hvert við annað. Fylgjum umferðarreglum og hugsum um öryggi samferðamannsins í umferðinni. Me Leð samstilltu átaki getum við dregið stórlega úr umferðarslysum. Takist okkur það kemur það öllum til góða. Es E, ig skora á þig, kæri samferðamaður, að standa þig enn betur í umferðinni í ár. Hafðu hugfast að þitt framlag, eins og mitt, er mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni. ír t.d. ekki svo, að of margir ökumenn virða ekki reglur og umferðarmerkingar á gatnamótum? Ýmsir sinna ekki stöðvunarskyldu við aðalbrautir. Enn aðrir aka eftir fjölförnum umferðargötum eins og þeir séu einir í heiminum og skipta jafnvel um akreinar Með bestu nýárskveðjum, / Ólafur B. Thofs 'ilffiMlll TRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.